Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2012 Stefán Einar Stefánsson, for- maður VR, legg- ur til að þeir verslunarmenn sem vinna á frí- degi verslunar- manna fái aukafrídag á móti. Þessi hug- mynd hefur feng- ið lítinn hljóm- grunn hjá verslunareigendum, en Stefán hyggst beita sér fyrir henni í næstu kjarasamningum. „Auðvitað hefur maður ákveðinn skilning á þessari þjónustuþörf en ég hef bent á að ef menn vilja virða þennan frídag og þessa hugmynd frá árinu 1894 um sérstakan frídag verslunarmanna, þá eigi þeir sem vinna þennan dag að fá stórhátíðará- lag auk þess að fá frídag annan eða þriðja mánudaginn í ágúst,“ segir Stefán. Opnunartímar um helgina Verður þetta ein af kröfunum í næstu kjarasamningum? „Ég er ekki einn um að móta þá kröfugerð, að henni koma þúsundir félagsmanna. En ég mun gera það að tillögu minni og beita mér fyrir því að þetta verði að veruleika,“ segir Stefán. Þjónusta verslana og ýmissa þjón- ustustofnana verður með misjöfnum hætti um helgina. Í dag og á morgun verður hefðbundinn helgaraf- greiðslutími í öllum verslunum Bón- uss en þær eru allar lokaðar á mánu- daginn. Verslanir Krónunnar verða sömuleiðis opnar um helgina sam- kvæmt hefðbundnum afgreiðslu- tíma, en um helmingur þeirra verður opinn á mánudaginn. Í dag og á morgun verða verslanir Nettó opnar samkvæmt venju, en á mánudaginn eru þær flestar lokaðar. Verslanir Samkaupa-Úrvals og Strax verða opnar um helgina og sumar þeirra verða opnar á mánu- daginn eftir hádegi. Verslanir Kaskó verða opnar í dag en þar verður lok- að á morgun og mánudag. Verslanir Hagkaupa verða opnar um helgina, þó er verslunin í Kringl- unni lokuð á morgun. Allar Hag- kaupaverslanirnar eru síðan lokaðar á mánudaginn, fyrir utan þær fjórar verslanir sem eru með sólarhrings- afgreiðslu. Þá verða verslanir Nóa- túns opnar alla helgina og einnig á mánudaginn frá klukkan átta á morgnana til miðnættis. annalilja@mbl.is Heiti dagsins hálfgert öfugmæli  Víða opið á frídegi verslunarmanna Stefán Einar Stefánsson –– Meira fyrir lesendur : Meðal efnis verður: Endurmenntun Símenntun Iðnnám Tómstundarnám- skeið Tölvunám Háskólanám Framhalds- skólanám Tónlistarnám Skólavörur Skólatölvur Ásamt full af spennandi efni Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 13. ágúst Þann 17. ágúst kemur út glæsilegt sérblað um skóla og námskeið sem mun fylgja Morgunblaðinu þann dag SÉRBLAÐ Skól ar & náms keið Skólar & námskeið Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Stór hluti þjóðarinnar lagði leið sína um suðurhluta landsins í gær, en bæði Landeyjahöfn og Unglingalandsmót UMFÍ löðuðu til sín fólk á öllum aldri. Mikið mæðir á Landeyjahöfn í kringum verslunarmannahelgi, en ferðirnar hafa gengið hratt og vel. Ekki var að sjá á gestum sem biðu Herjólfs um hádegisbilið í gær að þeim leiddist, en mikil stemning ríkti í biðsalnum og við höfnina þar sem gestir sleiktu sól- ina og bjuggu sig undir átök helg- arinnar. Erla Ósk Guðmunds- dóttir og Bára Sif Magnúsdóttir voru meðal þeirra sem tóku því rólega á meðan þær biðu Herjólfs. Bára Sif var á leið á Þjóðhátíð í fyrsta skipti en Erla Ósk í 3. skipti. „Aðalaðdráttaraflið er að upplifa hamingjuna sem ríkir á Þjóðhátíð og að vera með döm- unum mínum,“ segir Erla Ósk, en þær stöllur voru í stórum hópi vinkvenna sem allar voru á leið til Eyja. Ungir íþróttagarpar nutu líka veðurblíðunnar á Unglingalands- móti UMFÍ í gær, en á mótinu keppa 11-18 ára krakkar í frjáls- um íþróttum. „Ég stefni á gull, helst í sem flestum greinum,“ seg- ir Baldvin Ásgeirsson frjáls- íþróttakappi sem hvíldi lúin bein á milli atrenna með félaga sínum Ólafi Geir Árnasyni. Þeir keppa fyrir Ungmennasamband Borg- arfjarðar. Unglingalandsmótið er mikil fjölskylduhátíð og eins og gefur að skilja er helgin ein sú stærsta í gestakomu á Selfossi. „Maður finnur fyrir gríðarlegri aukningu í tengslum við verslunarmanna- helgina, svo mikilli að við reistum tjald hér í garðinum þar sem skemmtanir fara fram á kvöldin, “ segir Tómas Þóroddsson,“ eigandi kaffihússins Kaffi Krús á Selfossi sem stendur við Austurveg . Flykki Herjólfur er engin smásmíði en skipið tekur 525 manns í sæti og tek- ur ferðin milli Landeyjahafnar og Eyja um 30 mínútur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kátur Lögreglan sinnti hefðbundnu eftirliti í Landeyjahöfn með duglega þefhunda sér til fulltingis, sem fengu örstutt hlé til að sitja fyrir á mynd. Frjálsíþróttagarpar Þeir Baldvin Ásgeirsson og Ólafur Geir Árnason ferð- uðust úr Borgarfirði til að sækja Unglingalandsmót UMFÍ. Stund milli stríða Mikill metnaður ríkti hjá keppendum á Unglingalandsmóti UMFÍ en líka er nauðsynlegt að hvíl- ast á milli átaka. Þessar spræku stúlkur gáfu sér stutta stund til að bera saman bækur og hvetja hver aðra til dáða. Gleðin var í fyrirrúmi á fyrsta degi verslunarmannahelgar  Margir á leið til Eyja og á unglingalandsmótið á Selfossi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.