Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2012 Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður Svarið við spurningu hér að ofan er að sjálf- sögðu neitandi og vandséð að nokkrum heilvita manni myndi detta til hugar að svara spurningunni játandi. Sömu sögu er að segja ef spurt hefði verið hvort andúð á komm- únisma bæri vott um útlendingahatur. Allir sjá hversu fráleitt það er að jafna þessar hræðilegu alræð- isstefnur við kynþætti eða þjóðir. Kommúnisminn og nasisminn skildu eftir dauða og eyðileggingu víða um heim á seinustu öld. Tölum um mannfall ber ekki saman en óhætt er að fullyrða að 100-200 millj- ónum manna hafi verið fórnað á alt- ari þessara alræðishugmynda sem fjöldinn allur af fólki hérlendis trúði á og trúir jafnvel ennþá á. A.m.k. á kommúnistastjórnin á Kúbu ennþá formælendur hér eins og það hljómar nú ótrúlega. Þessar tvær alræðisstefnur eru náskyldar vinstristefnur en vinstri mönnum er þó gjarnt að kenna nas- isma við hægri stefnu sem er al- rangt. Hægri stefna í stjórnmálum leggur áherslu á fortakslaus réttindi einstaklingsins og rétti hans til at- hafna svo lengi sem sá réttur hindr- ar ekki rétt annars einstaklings til athafna. Nasismi eða öðru nafni nasjónal sósíalismi er auðvitað vinstri stefna þar sem virðing fyrir rétti ein- staklingsins verður að víkja fyrir hagsmunum fjöldans. Vegna virð- ingarleysis fyrir rétti einstaklings var hægur vandi fyrir leiðtoga þess- ara hreyfinga að standa fyrir viður- styggilegu blóðbaði á eigin þegnum eins og á þegnum annarra þjóða. Þarna voru fremstir í flokki Stalín, Hitler, Maó, Pol Pot og Castro. Stal- ín og Maó eru taldir hafa drepið hvor um sig 70-80 milljónir eigin þegna fyrir utan þá sem fórust í stríðum. Heimurinn er ekki laus undan hættulegum alræð- isstefnum þó að komm- únismi og nasismi hafi lagst í nokkurn dvala um hríð a.m.k. Islam er slík hugmyndafræði náskyld nasisma og kommúnisma en aðeins hættulegri því að trúarrugli er blandað inn í hryllinginn. Islam er ekki trúarbrögð til einkanota fyrst og fremst heldur stjórnarfyrirkomulag fyrir heiminn og eftir það til ástundunar fyrir ein- staklinga. Islam viðurkennir ekki rétt einstaklingsins og hafnar lýð- ræði. Réttur allra nema múslímskra karlmanna er fyrir borð borinn. Stefna Islam er að kúga allan heim- inn undir yfirráð Islam og Sharíalög sem eru hrein andstyggð í augum þeirra Vesturlandabúa sem hafa kynnt sér þau enda í andstöðu við al- menn og sjálfsögð mannréttindi í okkar augum og afar ofbeldisfull. Rasismi er mjög áberandi í Islam. Talið er að múslímar hafi drepið hátt í 300 milljónir manna þær 14 aldir síðan þessi fáránlega hug- myndafræði komst á flot. Ein blóð- ugasta sagan þar er hvernig menn- ing Indlands var lögð í rúst og 80 milljónir hindúa voru myrtar. Islam hefur hvarvetna fært með sér dauða og eyðileggingu. Islam hefur nýtt sér ríkidæmi þeirra landa sem það hefur lagt undir sig og stærir sig af afrekum þjóða sem það leggur undir sig. Fljótlega leggst þó drungi og niðurlæging yfir þessi lönd enda er íslömsk menning afar snauð og frumstæð. Þar sem áður stóð vagga vestrænnar menningar fyrir botni Miðjarðarhafs hefur ríkt stöðnum og upplausn í margar aldir eins og við erum vitni að í fréttunum daglega. Þetta vesalings fólk sem býr við þennan fáránleika er innrætt með þá bábilju að vandi þeirra stafi af ný- lendustefnu Vesturlanda. Staða þessara landa hefur þó farið sívers- andi eftir að nýlendutímabilinu lauk um miðja síðustu öld. Síðan vinstri menn og íslamistar tóku höndum saman um írönsku byltinguna sem færði ayatollhum völdin í Íran 1979 hefur jihad (heil- agt útþenslustríð Islam) farið vax- andi um heim allan í ýmsum mynd- um en olíuauður Saudi Arabíu hefur einnig verið ótæpilega notaður til að innræta íslamskt trúaræði í unga múslíma um heim allan og þá ekki síst á Vesturlöndum í gegnum tug- þúsundir af moskum sem hafa verið reistar fyrir olíupeninga. Múslímar eru um 1,4 milljarðar. Flestir þeirra eru friðsamir en talið er að um 20% múslíma séu salafistar þ.e. vilja fylgja í einu og öllu hreinu Islam eins og það var stundað á 7. öld á tímum Múhammed og læri- sveina hans. Sú saga er afar ofbeld- isfull og alblóðug en Múhammed, hin fullkomna fyrirmynd múslíma, er hryllilegur maður eins og honum er lýst í hadíðum, Kóraninum og op- inberri ævisögu hans. Samkvæmt þessu eru um 280 milljónir múslíma í heimunum sem telja útbreiðslu Is- lam réttlæta blóðug illvirki enda eru framin að meðaltali 5 mannskæð fólskuverk á dag í nafni Islam eða um 19.400 talsins síðan 11. sept- ember 2001. Sá sem hefur andúð á þessari hug- myndafræði, Islam, er ekki sekur um útlendingahatur frekar en sá sem hefur andúð á nasisma og kommúnisma. Sá sem hefur varann á sér gagnvart mönnum sem aðhyll- ast hryllinginn er ekki haldinn lág- kúrulegu útlendingahatri né ras- isma. Sá sem ekki gerir það er haldinn vanþekkingu eða heimsku. Er andúð á nasisma útlendingahatur? Eftir Valdimar H. Jóhannesson »Heimurinn er ekki laus undan hættu- legum alræðisstefnum þó að kommúnismi og nasismi hafi lagst í nokkurn dvala um hríð a.m.k. Valdimar H. Jóhannesson Höfundur er kominn á eftirlaunaaldur. Í tilefni af grein sem birtist í Mbl. 2. ágúst síðastliðinn eft- ir Ársæl Þórðarson. Höfundi er í nöp við þróunarkenninguna og er ekkert við því að segja. En í greininni ber á ýmiss konar misskilningi. Slíkt er óheppilegt þegar fjallað er um vísinda- kenningu sem myndar bakbeinið í lífvísindum nútímans. 1. Höfundur virðist líta á kenn- ingar í vísindum, a.m.k. þróunar- kenninguna, sem tilgátu. En það er fjarri lagi. Kenning er skýring á fyrirbæri sem hefur verið rann- sakað og stutt með tilraunum. Dæmi um kenningar eru afstæð- iskenningin, flekakenningin í jarð- fræði, frumukenningin, atómkenn- ingin og þróunarkenning Darwins. Þróunarkenningin felur í sér skýr- ingu á þeirri staðreynd að lífverur þróast, en nútímaleg skilgreining á þróun er breyting á tíðni eða al- gengi erfðavísa á milli kynslóða. Í kenningunni felst einkum að líf- verur breytist í takt við breytingar í umhverfinu. Slíkar breytingar kallaði Darwin náttúrulegt val. 2. Dauðinn er forsenda þróunar. Án dauðans berast víst engar breytingar á milli kynslóða. 3. Jú, vísindum nútímans hefur tekist að lengja meðalaldur mann- fólksins þó það hafi ekki gerst með einu lyfi. 4. Það er ekki venja að tala um „framþróun“ lífvera eins og höf- undur gerir, aðeins þróun. Og menn eru ekki komnir af öpum heldur eiga apar og menn sameiginlegan uppruna. 5. Í síðustu málsgrein segir: „Milljónir manna hafa fjárhags- legan hag af að viðhalda blekking- unni um þróun lífs gangandi“. Þetta er merkingarleysa og fólk getur skemmt sér við að setja í stað „þró- un lífs“ hugtök á borð við: þyngd- araflið, trúarbrögð, siðmenningu, eða hvað sem hugurinn lystir. Ýmis annar misskilningur er í greininni, en í stað þess að elta ólar við þá hluti skal bent á ágæta bók um þróunarkenningu nútímans, Arfleifð Darwins. Og örstutt hug- leiðing um þróunarkenninguna í nútímanum: Sumu fólki er í nöp við þróun og þróunarkenninguna. Það myndi hljóma undarlega ef einhverjum væri sérstaklega illa við frumur og frumukenninguna eða atóm og at- ómkenninguna. En svona er nú þetta. Hvernig stendur á þessu? Þróunarkenningin snertir fólk meira en flestar aðrar kenn- ingar í vísindum. Hún skýrir það hvernig fjöl- breytileiki lífsins gat komið til án stýringar æðri máttarvalda og gengur einnig út frá því að mannfólkið til- heyri dýraríkinu. Margir eru verulega ósáttir við þetta „fall“ mannsins frá því að vera sérstök sköpun guðs til þess að vera afkomandi apalíkra forfeðra. Margir þeirra sem skammast út í þróunarkenninguna segja að hún grafi undan siðferðilegum gildum. Einnig hafa sumir sagt sem svo að sé þróunarkenningin rétt, þá sé maðurinn afurð blindra þróun- arferla og líf hans sé með öllu til- gangslaust. Vissulega verður fólk að gæta sín á þróunarkenningunni og yfirborðsleg þekking á henni er verri en engin. Annars virðist flestu trúuðu fólki ganga bærilega að sætta heim trúarbragða og vísinda í huga sér. Fólk áttar sig yfirleitt á því að Bibl- ían eða Kóraninn eru ekki kennslu- bækur í líffræði, á sama hátt og bók um þróunarkenninguna er ekki trúarrit. Og árið 1996 lýsti páfinn því yfir að þróunarkenningin hvíldi á fjöl- mörgum rannsóknum og uppgötv- unum, og væri góð og gild. Hann féllst á að allar tegundir lífvera hefðu þróast með náttúrulegu vali en ekki verið skapaðar hver fyrir sig. Hann dró hins vegar skýra markalínu: Guð skapaði manns- sálina. Þegar allt kemur til alls er þró- unarkenningin aðeins skýring á til- tekinni staðreynd. En það er svo sem ekkert nýtt að fólk verði pirrað út í staðreyndir. Sagt er að þegar þýska heimspekingnum Hegel var bent á að tiltekin kenning hans væri ekki í samræmi við stað- reyndir, þá hafi hann svarað: „Það er verst fyrir staðreyndirnar.“ Þróunar- og sumarkveðjur. Þróunarkveðjur Eftir Ólaf Halldórsson Ólafur Halldórsson » Sumu fólki er í nöp við þróunarkenn- inguna. Það myndi hljóma undarlega ef einhverjum væri sér- staklega illa við frumukenninguna eða atómkenninguna. Höfundur er B.S. í líffræði. Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Spilað á sextán borðum í sumarbrids Miðvikudaginn 1. ágúst mættu 32 pör í sumarbrids hjá Bridgesam- bandinu í Síðumúla 37. Bræðurnir Oddur og Árni Hann- essynir urðu efstir með 549,5 stig í plús eða 65,4%. aðrir urðu Ómar Ol- geirsson og Ragnar Magnússon með 64,3% og þriðju Guðlaugur Sveins- son og Halldór Þorvaldsson með 57,2%. Staðan í keppninni um bronsstiga- meistara sumarsins er þessi: Magnús Sverrisson 208 Halldór Þorvaldsson 187 Oddur Hannesson 157 Árni Hannesson 157 Guðlaugur Sveinsson 151 Eðvarð Hallgrímsson 127 Mánudaginn 30. júlí mættu 25 pör til leiks og var hart barist eins og venjulega. Hlutskarpastir urðu Jón Ingþórsson og Kristinn Ólafsson með 400 í plús sem jafngildir 64,9% skori. Í öðru sæti urðu Björgvin Már Kristinsson og Sverrir G. Kristins- son með 64% og þriðju feðgarnir Þórður Jörundsson og Jörundur Þórðarson með 61,5%. Spilað verður alla mánudaga og miðvikudaga í ágúst og eitthvað fram í september og hefst spila- mennska kl. 19. BRIDS Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.