Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2012 FRÉTTASKÝRING Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Umferð á höfuðborgarsvæðinu jókst um 1,6% í júlí á þessu ári, þar af 6,7% í Reykjavík. Umferð á hringveginum dróst saman um 2,4% miðað við sama tíma í fyrra. Þetta má lesa út úr töl- um frá Vegagerðinni úr 16 mæli- stöðvum um allt land. Mesti sam- drátturinn var á Norðurlandi eða 10,0% og á Vesturlandi varð 9,9% samdráttur. Á Suðurlandi jókst um- ferð hinsvegar um 5,7% og á Austur- landi um 3,6%. Þegar einstakir mæl- ar eru skoðaðir má sjá að í Öxnadal hefur umferð dregist saman um 20,9% í júlí á milli ára. Við Gljúfurá dróst umferðin saman um 14,1% og eini staðurinn á Norðurlandi sem ekki varð samdráttur var á Mývatns- heiði, þar sem varð auking um 0,2%. Mikil umferð um Hvalnes í Lóni Á Hvalnesi í Lóni jókst umferð í júlí um 19,9% á milli ára. Líklegasta skýringin er gott veður á Austur- landi sem íbúar SV- og S-lands hafa leitað í, enda aukning í umferð á Suð- urlandi jafnhliða. Einnig var hátíðin Bræðslan haldin á Borgarfirði eystra í lok júlí með tilheyrandi aukningu umferðar. Skýringa var ekki að leita hjá Norrænu, en bílar í og úr ferjunni í júlí stóðu nokkuð í stað, þó lítilsháttar aukning hafi ver- ið frá síðasta ári. Viðmælandi blaðs- ins sem ferðast mikið segist merkja mikla fjölgun erlendra bíla á vegum landsins og bílaleigubíla einnig. Hjá Avis og Bílaleigu Akureyrar fékkst þetta staðfest að hluta því aukning var á leigðum bílum í júlí í ár miðað við júlí í fyrra hjá báðum. Annar viðmælandi tók svo til orða að vaxandi umferð í höfuðborginni og minnkandi umferð á landsbyggð- inni væri rauntímamælikvarði á efnahag fólks og að þó svo talað væri um að kreppan væri á enda ætti það ekki við um þessa þætti og fólk ferð- aðist minna, enda eldsneytisverð hér afar hátt og þó það væri álíka í krón- um talið á hvern lítra og á öðrum Norðurlöndum þyrfti Íslendingurinn að vinna lengur til að fylla tankinn. Veðrið áhrifavaldur á umferð Umferð um Hvolsvöll hefur aukist um 11,3% á milli ára og umferð á Mýrdalssandi um 18,7%. Umferðin um Hellisheiði hefur þó einungis aukist um 2,2%. Þó erfitt sé að segja hvers vegna umferð dróst saman á V- og N-landi er veðrið líklegasta skýringin. Í fyrra var afar þurr- viðrasamt á Vestur- og Norður- landi á meðan úrkoma var meiri sunnanlands og tvöföld meðal- úrkoma á Höfn á Hornafirði 2011. Í ár var þurrt alls staðar og hvergi yfir meðalúrkomu, samkvæmt vef Veðurstof- unnar. Umferðin hef- ur því líkast til dreifst meira með þessum afleiðing- um í ár. Ferðalög út á land hafa dregist saman  Umferð í höfuðborginni jókst um 6,7% á milli ára í júlí Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Flugrekendur sem Morgunblaðið ræddi við eru mjög ósáttir við auknar álögur á flugrekstur hér á landi. Segja þeir gjöldin mjög íþyngjandi fyrir reksturinn og reglugerðarverk- ið orðið svo mikið að erfitt sé að fylgja því eftir. Gagnrýna þeir einnig stjórnsýslu- og eftirlitsstofnanir í fluginu og tala um „ofvaxið bákn“ í því sambandi. Er þar einkum átt við Isavia og Flugmálastjórn en saman- lagt starfa þar um 840 manns, þar af 790 hjá Isavia. „Hvar endar þessi vitleysa?" „Við erum oft að fljúga með lax- veiðimenn til og frá Keflavík og þeir eru rukkaði um vopnaleitargjald, ör- yggisgjald og alls konar gjöld. Hvert erum við komin? Hvar ætla menn að enda þessa vitleysu? Svo fjölgar allt- af starfsfólkinu á suðvesturhorninu. Þar fjölgar fólki eins og mý á mykju- skán og notendur flugsins eru látnir borga, alveg hægri vinstri,“ segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmda- stjóri Mýflugs, sem er mjög ósáttur við þær álögur sem lagðar eru á flug- rekendur. Þær séu farnar að íþyngja rekstrinum. Jafnframt er hann óánægður með mismun milli flugrek- enda eftir því hvar þeir búa á landinu. Þannig þurfi hann að greiða undir eftirlitsmenn Flugmálastjórnar sem koma að sunnan norður á Akureyri, en flugrekendur á suðvesturhorninu þurfa ekkert að greiða fyrir þessar heimsóknir. „Það sitja ekki allir við sama borð eftir því hvar þeir eru með höfuðstöðvar á Íslandi,“ segir Leifur. Gagnrýni vísað á bug Stærstur hluti starfsmanna Isavia og dótturfélaga, eins og Fríhafnar- innar, er á Keflavíkurflugvelli, eða um 400 manns. Um 150 manns starfa í flugstjórnarmiðstöðinni á Reykja- víkurflugvelli. Aðrir starfsmenn eru í höfuðstöðvum Isavia og á flugvöllum á landsbyggðinni. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, vísar því á bug að fyrirtækið hafi eitt- hvað blásið út. Eftir að Flugstoðum og Keflavíkurflugvelli ohf. var steypt saman í Isavia fyrir þremur árum hafi starfsfólki ekki fjölgað. „Ríkisvaldið bjó Isavia til og við er- um bara að framkvæma verkefni ríksins á þessu sviði og nýta fjárfest- ingar. Öll þessi þjónusta og starfsemi er undir einni sameiginlegri stjórn og hefur leitt af sér mikla hagræðingu. Um auknar álögur í fluginu segir Friðþór þessi gjöld fyrst og fremst eiga að dekka tilkostnað við þjón- ustuna og rekstur mannvirkja. Ný- framkvæmdum sé haldið í algjöru lágmarki. Varðandi innanlandsflugið hafi ríkið valið þá leið að auka gjald- töku fyrir notkun. Notendur séu frekar látnir greiða en skattgreið- endur. Öryggiskröfur á flugvöllum hafa verið hertar og ýmsar reglugerðir tekið gildi í því skyni. M.a. má enginn vera á ferli inni á flugvallarsvæði nema að hafa tekið sérstakt flug- verndarnámskeið hjá Isavia. Þarf að taka slíkt námskeið árlega. Spurður um aukið regluverk segir Friðþór öryggiskröfur í flugrekstri einfaldlega hafa aukist og þær séu orðnar mjög stífar. Flugrekendur kveinki sér undan þessum kröfum og tilheyrandi kostnaði. Við því sé ekk- ert að segja. Flugrekendur ósáttir við auknar álögur  Stjórnsýslan sögð „ofvaxið bákn“ Morgunblaðið/ÞÖK Flugið Isavia og dótturfélög sjá um að reka Keflavíkurflugvöll. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Fiskistofa auglýsti í vikunni eftir umsóknum um leyfi til sæ- bjúgnaveiða á komandi fiskveiðiári. Um 5.800 tonn voru veidd af Sæ- bjúga á síðasta ári. Sæbjúgu eru hvorki gróður né fiskur heldur einn sex ættbálka innan fylkingar skráp- dýra og eru seld til manneldis í Kína. Um 50 krónur fást fyrir hvert kíló. „Þetta rétt svo rekur sig. Þetta er selt til manneldis. Hver kaupandi er með sína aðferð en ég held að þetta sé mest sett í einhverja sérstaka sæ- bjúgnarétti,“ segir Kári Ólafsson framkvæmdastjóri Reykofnsins- Grundarfirði ehf. sem gerir út Hannes Andrésson SH 737 sem veiðir dýrið. Veiðar fara fram á þremur svæðum sem ná kringum landið og mega þrjú skip veiða á hverju svæði. Sæbjúgu eru veidd með plóg. Talsverð hefð er fyrir neyslu á sæbjúgum bæði í Asíu og Eyjaálfu. Í Asíu eru sæbjúgu til dæmis mat- reidd í Kína, á Kóreuskaganum og í Japan. Dæmi um meðhöndlun er að reykja, þurrka eða sjóða holdið og nota sem bragðbæti í súpu. Á vísindavef Háskóla Íslands kemur fram að sæbjúgu séu mik- ilvægur hlekkur í vistkerfi sjávar þar sem þau éta mikið af rotnandi dýra- og jurtaleifum. Sæbjúgu í kínverska matargerð Sæbjúgu Hér eru sæbjúgu af Hannesi Andréssyni SH 747.  Leyfi veitt til sæbjúgnaveiða Sæbjúgu » Fiskistofa hefur auglýst eftir umsóknum til sæ- bjúgnaveiða » Um 5800 tonn veidd í fyrra » Sæbjúgu eru veidd á þrem- ur svæðum kringum landið og þrjú skip veiða á hverju svæði „Ég hef nú verið að geta mér til um það að höfuðborgarbúar séu í minna mæli að fara út á land til lengri ferða og þá eykst auð- vitað umferð, hlutfallslega, það eru ekkert fleiri bílar endilega á ferðinni. Það eru fleiri bílar mið- að við árstíma,“ sagði Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri umferðardeildar Vegagerð- arinnar, um skýringarnar á þessari þróun. „Í júlí á að vera minnst um- ferðin innan höfuðborg- arsvæðsins því þá eiga flestir að vera á ferðalögum úti á landi eða erlendis, en ef það er ekki þá eykst umferðin auðvitað og minnkar þá úti á landi að sama skapi þegar höfuðborgarbúa nýtur ekki við á veguum,“ sagði Friðleifur Ingi sem segir í venjulegu ári umferðarkúrfuna alltaf taka dýfu í júlí, sem hafi verið nú en minni en vanalega. Umferðin í heild svipuð UMFERÐIN Í JÚLÍ ÁR HVERT Friðleifur Ingi Brynjarsson Morgunblaðið/Ómar Akstur Umferðin í Reykjavík jókst um 6,7% í júlí 2012 en dróst saman á landsbyggðinni, um 2,4% á hringveginum. Flugrekendur þurfa að standa skil á margskonar gjöldum í rekstrinum og þykir þeim sum- um nóg um. Má þar nefna gjald fyrir lofthæfisskírteini, eftirlits- gjöld, öryggisgjöld, flugtaks- gjöld, lendingargjöld, aðflugs- gjöld, farþegagjöld, eldsneytis- gjald og kolefnisgjald. Tekur ríkið þannig bæði gjald af elds- neytinu er það fer inn á hreyfl- ana og síðan af útblæstrinum. Rukkað um ýmis gjöld FLUGREKSTURINN Kaffi á könnunni og næg bílastæði b ó k a b ú ð f o r l a g s i n s OPIÐ ALLA VIRKA DAGA kl. 10–18 OG LAUGARDAGA kl. 10–14 Fiskislóð 39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.