Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2012 Leiðsögn verður um fornleifaupp- gröft á Alþingisreitnum á morgun, sunnudag. Farið verður í fylgd með fornleifafræðingi sem starfar við upp- gröftinn og mun hann segja frá gangi mála, nýjustu fréttum og uppgötvun- um. Minjasafn Reykjavíkur hefur í sumar verið í samstarfi við Alþingi og fornleifafræðingana á Alþingisreitn- um um miðlun á verkefninu. Sett hafa verið upp upplýsingaskilti í kringum uppgraftarsvæðið og haldið er uppi heimasíðu um verkefnið: http://upp- groftur.reykjavik.is Þar er að finna upplýsingar um gang mála og fornleifar sem finnast. Fornleifauppgröftinn við Alþingis- reitinn er einnig að finna á Facebook: http://www.facebook.com/Althingis- reitur. Leiðsögn hefur verið í boði í sumar bæði á ensku og íslensku. Við- tökurnar hafa vægast sagt verið góð- ar og greinilega mikill áhugi á verk- efninu bæði hjá ferðamönnum sem og heimamönnum, segir í tilkynningu. Til að mynda hafa vel á fjórða hundr- að ferðamanna nýtt sér ókeypis leið- sögn um svæðið. Leiðsögn á ensku er alla virka daga klukkan 11:00 og hefst við innganginn að Landnámssýningunni. Leiðsögn á íslensku er alla sunnudaga klukkan 14:00. Lagt er upp frá Landnámssýn- ingunni Reykjavík 871+/-2 í Aðal- stræti 16. Leiðsögn um Al- þingisreitinn vinsæl  Leiðsögn bæði á íslensku og ensku Morgunblaðið/Eggert Alþingisreiturinn Unnið hefur verið að fornleifauppgreftri á svæðinu nokk- ur undanfarin ár. Leiðsögn um svæðið hefur notið vinsælda. Um klukkan hálfsjö í gærmorgun bað skipstjóri á íslensku togskipi um samband við þyrlulækni vegna sjúklings um borð. Að höfðu samráði við þyrlulækni var ákveðið að sækja viðkomandi. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Þar segir ennfremur að skipið hafi verið statt u.þ.b. 90 sjómílur vestur af Reykjavík og var þeim til- mælum beint til skipstjóra að sigla í átt að landi. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- GNA, fór í loftið um klukkustund síðar og var hún yfir skipinu klukk- an 08:07. Hífing gekk að sögn Gæsl- unnar vel og aðstæður góðar. Þyrlan lenti síðan við flugskýli Landhelgisgæslunnar laust eftir klukkan níu þar sem sjúkrabíll tók við sjúklingi og flutti á sjúkrastofn- un. Sótti veikan sjómann 90 mílur á haf út SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 Söluumboð fyrir Ray-Ban á Íslandi í 30 ár Rauðagerði 25  108 Reykjavík  Sími 440 1800  kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þéri i Verð kr. 99.900 Vita Mix kanna fylgir með meðan birgðir endast Blandarinn sem allir vilja! gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Mörkinni 6 - sími 588 5518 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-16 www.topphusid.is NÆG BÍLASTÆÐI Útsala allt að 70% afsl. TOPPV ÖRUR - TOPPÞJ ÓNUST A OPIÐ LAUGARDAG OG MÁNUDAG Laugavegi 63 • S: 551 4422 STÓRÚTSALA NÚ ER TÆKIFÆRIÐ, ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR SUMARKÁPUR – SPARIDRESS GALLAFATNAÐUR – BOLIR OG M.FL. www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. Sinueldar loguðu í gærkvöldi í Laugardal við Laugabólsvatn, innst í Ísafjarð- ardjúpi. Tilkynn- ing barst kl. 15:48 og fór- slökkvilið Súða- víkur á vettvang. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Vestfjörðum var eld- urinn talsverður. Slökkvilið taldi ekki þörf á því að óska eftir liðs- auka. Börðust við sinuelda við Laugabólsvatn - nýr auglýsingamiðill

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.