Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2012 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þ etta má ekki bara vera gagnlegt heldur verður líka að vera skemmti- legt, án þess að maður þurfi að setja á sig trúðanefið. Ég er búin að setja upp námsefni sem heitir Sjö lyklar í raddbeitingu barna, en þar er farið í grunnþætti söngiðkunar á skemmti- legan hátt. Skólastjórar hér á landi eru mjög áhugasamir og ég mun byrja með þetta námskeið í nokkrum skólum strax í haust,“ segir Jóhanna Halldórsdóttir sem hefur á und- anförnum 16 árum verið starfandi söngkona og söngkennari í Þýska- landi og Frakklandi. Nú er hún flutt heim og ætlar að bjóða landanum upp á námskeið í söng, líkamsbeit- ingu og raddbeitingu. Námskeiðin eru annars vegar fyrir grunn- skólabörn og grunnskólakennara og heitir Syngjandi skóli, en hins vegar fyrir fólk sem er 60 ára og eldra. Ákvað að taka með mér heim „Ég var að kenna í Aachen og Düsseldorf í Þýskalandi og fékk tækifæri til að stjórna verkefni sem boðið er upp á í grunnskólum þar. Það byggir á því að söngkennari kemur inn í skólana einu sinni í viku og hittir kennara og nemendur og fer með þeim í gegnum raddbeitingu og söngþjálfun og þau læra ákveðinn fjölda af lögum yfir veturinn. Þetta fyrirkomulag heillaði mig, því kenn- ararnir geta notað námsefnið sem ég kem með áfram í sinni kennslu þó ég sé ekki á staðnum. Þeir eru með diska og undirleik og geta notað þetta þegar þeim hentar til að brjóta upp kennsluna. Þetta kom svo vel út að ég ákvað að taka þetta með mér hingað heim.“ Sveigjanleiki á námskeiðinu Syngjandi skóli Jóhanna segir söng hafa margt jákvætt í eðli sínu, hann sameini til dæmis ólíka hópa. „Ég var með fjöl- breyttan hóp barna á öllum aldri og af ólíku þjóðerni. Eftir veturinn kunnu öll börnin við skólann lögin sem ég hafði verið að kenna og við lukum hverjum vetri með fjöldasöng þar sem allir nemendur og allir kennarar sungu saman. Það var svakalega gaman. Hugmynd mín er að hafa fyrirkomulagið þannig hér á landi að vera með einn hóp yngri barna, annan hóp eldri barna og svo einn hóp kennara. Skólarnir fá samt tækifæri til að móta þetta eins og þeim hentar best, það er sveigjan- leiki í þessu,“ segir Jóhanna og bætir við að vel hafi verið tekið á móti henni í grunnskólum landsins. Að líða betur í sinni rödd Jóhanna er einsöngvari, alt- söngkona sem hefur sérhæft mig í barokksöng. Hún hefur sungið í ára- raðir og barokksöngurinn hefur ver- ið hennar aðalfag undanfarið. „Ég hef þó alltaf haft þörf fyrir að kenna meðfram söngnum, enda er mjög ánægjulegt að taka þátt í framförum annarra. Ég hef fengið tækifæri til að þróa kennslutækni mína og þegar ég bjó í Aachen sá ég um söngdeild- ina við kaþólsku kirkjuna á staðnum. Þar var mikið sönglíf og ég var kom- in með stóran hóp nemenda. Þetta Gaman að taka þátt í framförum annarra Söngur hefur margt jákvætt í eðli sínu og hann sameinar ólíka hópa. Jóhanna Halldórsdóttir, söngkona og söngkennari, er flutt heim eftir margra ára búsetu í útlandinu og ætlar að bjóða grunnskólabörnum upp á söngnámskeiðið Syngjandi skóli. Hún ætlar líka að bjóða þeim sem eru 60 ára og eldri upp á leiðsögn. Jóhanna Að syngja á tónleikum á vegum Kammermusikensemble Freiburg með Hans Michael Eckert sellóleikara og Hans-Wolfgang Brassel á sembal. Íste er frískandi þegar heitt er í veðri og vel er hægt að hella upp á slíkt heima og taka með í útileguna. Eða útbúa í sumarbústaðnum. Gott er að prófa sig áfram með hvaða te manni finnst best að nota í ísteið en ávaxte ýmiss konar hentar t.d. mjög vel. Á vefsíðunni eatingwell.com má finna góðar hugmyndir að því hvernig hægt er að gera ísteið enn hollara með því að setja út í það alls konar ávexti. Þar er einnig hægt að lesa sér til um íste og hvernig best sé að hella upp á það. Líkt og nafnið gefur til kynna er teið best ískalt og mikilvægt að setja hell- ing af klaka út í könnuna sem teið er borið fram í. Ef þig langar að breyta út frá vatninu er íste góð lausn og í því enginn viðbættur sykur nema þú bætir svolitlu ávaxtasýrópi við. Slíkt er til í ýmsum bragðtegundum og smá skvetta getur gert ísteið enn bragðbetra. Vefsíðan www.eatingwell.com Smart Íste borið fram í krukkum og skreytt með litríkum ávöxtum. Frískandi íste í útileguna Ef þú ætlar ekki út úr bænum um helgina er um að gera að hafa það dá- lítið kósí heima fyrir. Gera vel við sig í mat og drykk og njóta þess að knúsa sófann dálítið. Nú er rétti tíminn til að horfa á nokkrar bíómyndir sem þú hefur trassað í sól og sumaryl. Það er notalegt að vera á flandri yfir daginn en hvíla sig svo yfir góðri ræmu þeg- ar kvölda tekur. Ef þig vantar hug- myndir þá er alltaf klassískt að horfa t.d. á E.T. eða Grease. Ef þú vilt eitt- hvað nýtt má kíkja á leiguna í sjón- varpinu eða rölta út á næstu vídeó- leigu. Bíómynda afslöppun er líka notaleg eftir útileguskrall. Endilega… …horfið á góða bíómynd Sumarást Grease stendur fyrir sínu. Sæludagur í Hörgársveit verður hald- inn í dag, laugardag 4. ágúst, og verður fjölbreytt dagskrá yfir daginn. Sæludagur í sveitinni er sveitarhátíð sem haldin hefur verið undanfarin ár á laugardegi um verslunarmanna- helgina í Hörgársveit. Eru þá marg- víslegar uppákomur í boði á Hjalt- eyri, Möðruvöllum og víðar. Dagskrá hefst á Möðruvöllum þar sem tvö harðsnúin lið keppa í svíns- lega erfiðri þrautabraut í sveitafit- ness. Meðal annarra dagskrárliða má nefna sögugöngu að Geirufossi í Myrká með Leikfélagi Hörgdæla sem hefst klukkan 14 þar sem þjóðsagan um þennan hæsta foss héraðsins verður sögð. Á Arnarnesi verður handverks- og nytjamarkaður með kaffihlaðborði og huggulegheitum. Sandkastala- keppni, smalahundasýningu, grill- veislu og útitónleika má einnig nefna en deginum lýkur með ekta sveita- balli á Melum sem hefst klukkan 22. Tæmandi dagskrá má finna á Fa- cebook undir Sæludagur í Hörg- ársveit. Sæludagur í Hörgársveit Söguganga, kastalakeppni, grillveisla og dansleikur Kraftur Tvö harðsnúin lið keppa í sveitafitness á Möðruvöllum í dag. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.