Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 12
ÚR BÆJARLÍFINU Jón Sigurðsson Blönduós Sumarið hefur verið sólríkt og þurrt við botn Húnafjarðar og má sjá það á sumum túnum bænda og ljóst er að uppskeran verður mis- jöfn að magni og gæðum en íbú- arnir eru flestir brúnir og sælleg- ir.    Nýja sundlaugin á Blönduósi hefur notið mikilla vinsælda bæði meðal heimamanna sem og gesta sem sækja bæinn heim. Aðsóknin í júlí hefur verið betri í ár en í fyrra og telja menn að sundlaugin virki betur en hringtorgið og Blönduóslöggan til að fá ferða- menn til að hægja ferðina gegn um bæinn.    Gamli bæjarhlutinn á Blönduósi hefur fengið aukna og verðskuldaða athygli í sumar og gaman að geta þess að Húnavak- an, hin árlega bæjarhátíð, var sett þar við Hafíssetrið og í framhaldi af því haldin vel heppnuð grill- veisla í Aðalgötunni. Einnig er gaman að geta þess að á Hótel Blönduósi var einnig um Húna- vökuna haldið fyrsta heimsmeist- aramótið í lomber. Þeir sem gefa sér tíma til að sveigja aðeins af leið í gegnum Blönduós og koma í gamla bæinn eru margir á því að þeir hafi rekist á falda perlu. Þar er Atlantshafið og falleg gömul hús í fallegri götumynd svo eitt- hvað sé nefnt.    Tjaldsvæðið hefur verið sæmilega setið í sumar en ferða- menn voru seinna á ferðinni í ár. Síðasta hálfa mánuðinn hefur að- sóknin verið góð og lætur nærri að um 200 manns gisti hverja nótt á svæðinu og er þá gisting í sum- arhúsum meðtalin. Athygli vekur að fólk dvelur styttri tíma og mun meira er gist í tjöldum en verið hefur og eru Íslendingar þar engir eftirbátar erlendra ferðamanna.    Færri laxar hafa komið á land úr helstu a-húnvetnsku ánum í ár en menn geta bætt sér það upp með því að heimsækja nýstofnað Laxasetur á Blönduósi. Þar er m.a. að finna hrygnuna Valgerði sem ættuð er úr Blöndu sem og ýmis tæki og tól sem notuð eru við veiðarnar. Að sögn hefur að- sóknin að Laxasetrinu verið góð í júlí.    Gæsarungarnir sem voru agn- arsmáir hnoðrar í byrjun júní eru orðnir stórir og pattaralegir og búnir að ná fullkomlega göngulagi foreldranna og nálgast óðfluga það stig að verða fleygir áður en leyfi til veiða á þeim verður veitt. Já, ágúst er genginn í garð sem minn- ir okkur á það að sumri fer að halla og rökkrið læðist að. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Blönduós Gamli bæjarhlutinn hefur fengið verðskuldaða athygli í sumar. Gamli bæjarhlutinn á Blönduósi falin perla 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2012 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is „Það er æðislegt að vera komin heim, það var yndislegt úti og gaman að vera í fríi, en það er alltaf jafn gott að vera komin heim,“ sagði Annie Mist Þórisdóttir, heimsmeistari í Crossfit, við heimkomu í gær. Heimkomu hennar var fagnað vel í Crossfit Reykjavík af ættingjum, samstarfsfólki, vinum og öðrum stuðningsmönnum. „Maður er ennþá að átta sig á þessu, það er alltaf markmið að vinna aftur en maður þorir aldrei í alvöru að vona það eða sjá fram á að það muni gerast. Þetta er bara ótrú- legt, trúi þessu eiginlega ekki ennþá,“ sagði Annie Mist. Hún vann örugglega heimsmeist- aramótið í Crossfit annað árið í röð og varð fyrst allra til að verja titilinn þar sem hún vann mótið einnig í fyrra. Við heimkomuna sagði hún stuðninginn sem hún fann fyrir í kringum keppnina hafa skipt miklu máli og að hún hefði verið með mun stærra bakland en hinir keppend- urnir. Þegar hún var spurð um fram- haldið sagði hún: „Ég ætla að halda áfram eins lengi og ég mögulega get. Ég fór að hugsa hvort ég ætti að hætta á toppnum, en ég sé fram á að ég get verið að gera meira og ég er enn að sjá að ég er enn að bæta mig í þessu. Ég er búin að finna mig al- gjörlega þarna og hef svo ofboðslega gaman af þessu að ég held að ég muni ekki geta hætt.“ Annie Mist er hvergi nærri hætt í Crossfit  Fyrst allra til að verja titilinn á heimsmeistaramótinu í Crossfit  Vel tekið á móti Annie Mist við heimkomu í Crossfit Reykjavík  „Ég hef svo ofboðslega gaman af þessu að ég held ég geti ekki hætt“ Morgunblaðið/Eggert Crossfit Heimkomu Anniear Mistar Þórisdóttur, heimsmeistara í Crossfit, var fagnað í Crossfit Reykjavík í gær. Samál • Sími: 571 5300 • Fax: 571 5301 • www.samal.is Stóriðjuliðið: Engilbert Svavarsson frá Norðuráli, Jón Björn Ríkarðsson frá Alcoa-Fjarðaáli og Ólafur Teitur Guðnason frá Rio Tinto Alcan. Til hamingju! Samál óskar stóriðjuliðinu til hamingju með (raf)magnaða frammistöðu í stéttakeppni Popppunkts á RÚV. Liðið náði flestum stigum allra liða í keppninni til þessa. Vel gert! Það var lagið! Innanríkisráðuneytinu hafa borist nokkrar fyrirspurnir og erindi sem varða tilkynningar um ný stjórnmála- samtök og umsóknir um listabókstafi. Erindin hafa verið afgreidd með til- vísum til laga um kosningar til Al- þingis. Eftirfarandi stjórnmálasamtök hafa uppfyllt skilyrði laganna og fengið úthlutaðan listabókstaf: Samstaða – flokkur lýðræðis og velferðar. Forsvarsmaður Lilja Mós- esdóttir. Sótti um og var úthlutað listabókstafnum C. Bjartsýnisflokkurinn. Forsvars- maður Einar Gunnar Birgisson. Sótti um og var úthlutað listabókstafnum E. Hægri grænir – flokkur fólksins. Forsvarsmaður Guðmundur Frank- lín Jónsson. Sótti um og var úthlutað listabókstafnum G. Engin stjórnmálasamtök á skrá gerðu athugasemdir við þessar óskir. C var síðast úthlutað Bandalagi jafnaðarmanna og E var úthlutað Baráttusamtökum eldri borgara og öryrkja 2007. Hvað varðar listabók- stafinn G hefur hann ekki verið not- aður síðan 1995. Listabókstöfum úthlutað Skannaðu kóðann til að horfa á myndskeið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.