Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2012 Menntaskólinn við Hamrahlíð www.mh.is STÖÐUPRÓF HAUSTIÐ 2012 Stöðupróf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem hér segir: Danska (6 einingar/10 fein*), ........................................................mán. 20. ágúst kl. 16:00. Enska (9 einingar/15 fein*), ..........................................................mán. 20. ágúst kl. 16:00 Franska (12 einingar/20 fein*) ......................................................fim. 16. ágúst kl. 16:00. Ítalska (12 einingar/20 fein*), ......................................................fim. 16. ágúst kl. 16:00. Norska (6 einingar/10 fein*), ........................................................mán. 20. ágúst kl. 16:00. Spænska (12 einingar/20 fein*), ..................................................fim. 16. ágúst kl. 16:00. Stærðfræði (stæ103/5 fein, stæ203/5 fein , stæ263/5 fein) ........fös. 17. ágúst kl. 16:00. Sænska (6 einingar/10 fein*), ......................................................mán. 20. ágúst kl. 16:00. Þýska (12 einingar/20 fein*), ........................................................fim. 16. ágúst kl. 16:00. *hámarks einingafjöldi sem hægt er að ná, frá og með fyrsta áfanga á framhaldsskólastigi. Rafræn skráning í stöðupróf fer fram á heimasíðu skólans http://www.mh.is. Frekari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 595-5200 eftir 12. ágúst. Sýna þarf persónuskilríki með mynd í prófinu. Prófgjald, kr. 8.000 fyrir hvert próf, ber að greiða inn á reikning Menntaskólans við Hamrahlíð í banka 323 hb 26 nr 106, kt. 460269-3509. Greiðslufrestur er til hádegis á prófdegi, nauðsynlegt er að fram komi nafn og kennitala próftaka. Réttur til próftöku byggist á að prófgjald hafi verið greitt. Skráning í stöðupróf sem haldin verða 13. september 2012 hefst í lok ágúst. Prófað verður í albönsku, bosnísku, eistnesku, filipísku, finnsku, grísku, hollensku, japönsku, kínversku, króatísku, litháísku, portúgölsku, pólsku, rússnesku, serbnesku, slóvensku, taílensku, tékknesku, tyrknesku, ungversku, úkraínsku og víetnömsku. Rektor. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Eins og staðan er núna er útlit fyr- ir að ég verði í nokkuð veigamiklu hlutverki í þáttaröðinni. Ég hitti leikstjórann (Niel Jordan) í dag (í gær) og hann sagði margt benda til þess að ég fengi fínt hlutverk. Reyndar eru handritshöfund- arnir sífellt að breyta handritinu og reyna að betr- umbæta það. Því veit ég í raun ekki hve stórt hlutverk mitt verður endanlega þótt margt bendi til þess að það verði ágætlega veg- legt,“ segir Björn Hlynur Haralds- son leikari. Hann hefur tekið að sér hlutverk í bandaríksku þáttaröðinni The Borgias sem skartar meðal ann- ars Jeremy Irons í aðalhlutverki. „Ég mun hitta hann á morgun (í dag),“ segir Björn Hlynur og á þar við Irons. Eins og sumarbúðir Að sögn Björns fara tökur fram í gríðarstóru stúdíói. Hann er enn ekki byrjaður í tökum. Hins vegar er hann í stífum æfingum. „Ég er búinn að vera að æfa mig í skylm- ingum og á hestum. Það má segja að hingað til hafi þetta verið eins og að vera í sumarbúðum,“ segir Björn Hlynur og hlær við. Hann býst við að vera í tökum fram í nóvember. ,,Karakterinn minn er ítalskur leigumorðingi sem ráðinn er til þess að steypa Borgias- fjölskyldunni af stalli,“ segir Björn Hlynur. Kjánalega stórt leiksvið Björn er meðal annars hjá tal- þjálfara sem slípar enska hreiminn til hjá honum. „Ég er mjög feginn að vera ekki með einhvers konar ítalsk-enskan hreim. Þeir láta það nægja að hafa hann breskan,“ segir Björn. Að sögn Björns er umfangið það mesta sem hann hefur komið nærri á leiklistarferlinum. ,,Leiksviðið sem byggt var um þættina er kjánalega stórt og það er vel séð um okkur leikarana. Eitthvað hlýtur þetta því að kosta,“ segir Björn en hann fékk hlutverkið eftir hefðbundnum leið- um. „Ég fór í prufu heima og sendi myndskeið út. Þeim leist vel á mig og því var ég ráðinn.“ Þegar hafa tvær þáttaraðir verið sýndar af The Borgias í Bandaríkj- unum við góðar undirtektir. Búið er að gera samning um fjórar þáttarað- ir og er þáttaröðin sem Björn leikur í sú þriðja í röðinni. Hún verður tek- in til sýningar í Bandaríkjunum á næsta ári. Sögusvið þáttanna er Ítalía á 16. öld. Sagan segir frá Rodrigo Borgia og viðleitni hans til þess að tryggja sér Páfasæti í Róm. Á bak við tjöldin er hins vegar ýmist baktjaldamakk og pólitískir leikir. Vefsíða The Borgias er á slóðinni sho.com/sho/the-borgias/home. Fer með hlutverk ítalsks leigumorðingja  Björn Hlynur hreppti hlutverk í The Borgias-þáttaröðinni og útlit fyrir að það sé veglegt  Er í talþjálfun og æfir sig í skylmingum Páfi Jeremy Irons í einum þátta The Borgias. Irons fer með hlutverk Alex- anders VI. páfa á Ítalíu á 16. öld en því embætti nær hann með klækjum. Björn Hlynur Haraldsson Allar líkur eru á því að spjallþátta- stjórnandinn Jimmy Fallon, sem stýrir þáttunum Late Night with Jimmy Fallon, verði næsti kynnir á Óskarsverðlaununum. Hann hefur verið kynnir á Emmy- og Golden Globe-verðlaununum og því mætti segja að hann væri reyndur í verð- launaafhendingum. Fyrir þær sakir segja margir Fallon góðan kost í hlutverkið. James Franco og Anne Hathaway voru kynnar á síðustu óskarsverðlaunahátíð en hlutu lítið sem ekkert lof fyrir framkomu sína þar og margir sögðu leikarana illa undirbúna. Fallon kynnir á Óskarsverð- laununum? Óskar Þáttastjórnandinn Jimmy Fallon. Hvort söngkonan HafdísHuld telst opinberlegatil hinnar alræmdukrúttkynslóðar íslensks tónlistarfólks skal ósagt látið, en hún gerir sannarlega tilkall til þess enda leitun að krúttlegri söngrödd. Það er því ekki nema rök- rétt að hún spreyti sig á því að syngja vögguvísur, sem oft eru með krúttlegri kveðskap sem fyrirfinnst eðli máls samkvæmt. Hugmyndin er því ekki galin til að byrja með og úrvinnslan er um margt ágæt. Fyrst er að nefna vísnavalið. Það er prýðilegt og platan býður upp á gott samansafn vögguvísna sem flest hérlend börn þekkja vel, í bland við frumsamdar vögguvísur Hafdísar við ný lög eða eldri. Hafdís á klapp skilið fyrir sitt framlag og hrósvert hjá henni að spreyta sig á frum- sömdu í stað þess að róa á vísan og breiða eingöngu yfir gamla klass- íkera. Hún kemst líka ágætlega frá því þó ekki sé um neinn tímamóta- kveðskap að ræða; enda er þess eng- in þörf þegar svæfa á smáfólkið. Hljóðfæraleikur er með einföldu og lágstemmdu sniði, eins og vera ber. Ýmist er um hæglátan kassa- gítarleik að ræða, ellegar ukulele einstaka sinnum, og hljómurinn all- ur hinn þægilegasti og vísunum við hæfi. Rödd Hafdísar fellur sem fyrr segir ákaflega vel að efninu og ætti hún að geta róað jafnvel böldnustu börnin fyrir svefninn, hversu ódæl og ill viðureignar sem þau kunna að vera yfir daginn. Það sem einstaka sinnum gerist þó er að Hafdís lætur eftir sér að flúra stöku hljóma með tilfinningaríku víbratói. Hér þarf hins vegar engin slík trix til að gera flutninginn enn krúttlegri því suð- andi rödd Hafdísar er alveg nógu dí- sæt eins og er.Virkar það þess í stað eins og að strá sykri út á hunang og þá er stutt í sykursjokk, öðru nafni krútthroll. Hvort það kemur að sök hjá markhópnum er alls ekkert víst en hætt er við að foreldrarnir forði sér út úr barnaherberginu áður en krúttheitin keyra um þverbak. Þá heyrist stundum að laglína þekktrar vögguvísu hefur verið útfærð með nýjum hætti og ekki endilega til bóta. „Þú ert“ (yndið mitt yngsta og besta) er dæmi um þetta. Þetta eru þó undantekningar- tilfelli og breyta engu um að í heild- ina er Vögguvísnaplata Hafdísar án vafa fín til síns brúks, þ.e. að koma yngri áheyrendum áleiðis í drauma- landið og munu þeir að öllum lík- indum taka skífunni höndum tveim. Ekki er ósennilegt að rödd Hafdísar Huldar verði á næstu mánuðum og misserum það síðasta sem litla fólkið í bænum heyrir áður en svefninn sigrar það. Þá er vert að geta umslagsins, en hönnun þess og frágangur er allur afbragðsgóður. Myndskreytingar eru fallega látlausar og hæfa stemn- ingu plötunnar ljómandi vel. Fallegt Hafdís kasólétt með besta vini mannsins í blíðskaparveðri. Sætt fyrir svefninn Geisladiskur Hafdís Huld - Vögguvísur bbbmn Hafdís Huld Þrastardóttir syngur 15 vögguvísur, frumsamdar í bland við sí- gildar. Alisdair Wright sér um hljóð- færaleik og upptökustjórn. Saman sjá þau um útsetningar. Sena gefur út. JÓN AGNAR ÓLASON TÓNLIST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.