Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 8
Til viðbótar við ríkulegan staðalbúnað í Volkswagen Passat Comfortline Plus er nú fullkomið leiðsögukerfi með Íslandskorti ásamt bakkmyndavél. www.volkswagen.is Ratvís og víðsýnn Volkswagen Passat EcoFuel Komdu og reynsluaktu Volkswagen Passat Passat Comfortline Plus sjálfskiptur kostar aðeins 4.390.000 kr. Nú á enn betra verði 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2012 Styrmir Gunnarsson skrifar áEvrópuvaktina að ráðherrar Samfylkingarinnar séu farnir að ókyrrast því að Katrín Júlíus- dóttir sé að koma úr fæðingar- orlofi. Hún fái væntanlega sæti í ríkisstjórninni á ný, en hvernig? Fer Oddný út? Eða kannski ein- hver annar?    Styrmir segir:„Það eru á kreiki sögusagnir um að Össur Skarphéðinsson sé hræddur um eigin stöðu. Þær eiga sér rætur ekki fjarri honum. Þetta er þó mjög ólíklegt. Þó ekki væri nema vegna þess, að það væri afar óhyggilegt af Jó- hönnu Sigurðardóttur að safna þeim saman utan ríkisstjórnar, Össuri, Árna Páli, Kristjáni Möller ásamt öflugu fylgdarliði sumra þeirra. Hún mundi ekki eiga sjö dagana sæla.    Hins vegar fjölgar frambjóð-endum til formennsku í Sam- fylkingunni enda við því búizt að Jóhanna tilkynni með haustinu að hún hætti. Gerist það ekki verður til mikill „anti-klímax“ innan flokksins og þá getur allt gerzt. En auk Árna Páls er ljóst að fleiri hugsa sér til hreyfings. Helgi Hjörvar bíður færis, Dagur B. Eggertsson leitar eftir inn- komu, Sigríður Ingibjörg hefur gefið sig fram, sumir horfa til Stefáns Ólafssonar, prófessors.    En sennilega mundu stjórnar-andstæðingar fagna mest ef Jóhanna héldi áfram.“ Styrmir Gunnarsson Samfylkingar- forystufléttan STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG „Verslunarmenn hafa tekið vel við sér og við höfum ekki þurft að skipta okkur af mörgum skiltum. Það átt- uðu sig flestir á því þegar þeir horfðu á götumyndina,“ segir Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi fram- kvæmda- og eignasviðs Reykjavík- urborgar, um skiltin sem urðu gang- andi vegfarendum Laugavegarins til trafala. Reykjavíkurborg hyggst halda áfram að fylgjast með skiltum og fjarlægja þau sem þarf. Aðspurður hvort þeim hafi fjölgað bendir Jón Halldór á að borist hafi fleiri ábendingar um skiltin en áður, þó hann vilji ekki endilega fullyrða um fjölgun þeirra. Borgarbúum er bent sérstaklega á að notast við svokallaðan ábendinga- vef sem er að finna á vef Reykjavík- urborgar undir nafni Borgarlandið. Þar gefst öllum tækifæri á að koma með ábendingar um það sem betur mætti fara í borginni. Þeim athuga- semdum verði sinnt og farið í saum- ana á þeim. thorunn@mbl.is Flest skiltin á bak og burt Morgunblaðið/Árni Sæberg Laugavegurinn Gangandi vegfarendur eiga nú greiðari leið um bæinn. Startbyssa fannst við skim- un á farangri er- lendrar konu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Konan, sem hafði verið á ferð um Ísland, var komin út í flug- vél á leið til Par- ísar. Var hún sótt og gert að afsala sér byssunni sem hún og gerði. Fékk hún að því loknu að halda ferð sinni áfram. Með startbyssunni fundust einnig skot í slíkar byssur og neyðarblys og millistykki til að skjóta upp slík- um blysum úr startbyssum. Að sögn lögreglu virðist sem konan hafi haft byssuna með sér á fjöll sem ör- yggistæki. Með startbyssu í farangrinum Úr Leifsstöð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.