Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2012 Tilvalið fyrir heimilið og sumarbústaðinn PLÍ-SÓL GARDÍNUR Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Ef þú staðg reiðir sendum vi ð frítt hvert á lan d sem er Lífið er litríkt Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á Íslandi Fæst í eftirfarandi verslunum: Húsasmiðjunni ELKO Byggt og Búið Geisla Vestmannaeyjum Tíminn í náttúrunni/náttúran í tím- anum nefnist sýning Ingibergs Magnússonar sem opnuð verður í dag í sýningarsal Íslenskrar graf- íkur, milli kl. 14 og 18. Sýningin stendur til 19. ágúst. Jarðlög eru helsta yrkisefni lista- mannsins á sýningunni en árstíða- bundnar breytingar náttúrunnar og samskipti lands og þjóðar eru einnig inntak verkanna. Fagurfræði jarðlaga „Ég hef ekki fengist við jarðlög áður í verkum mínum. Ég nálgast viðfangsefnið ekki með augum vís- indamanns því ég bý ekki yfir neinni sérþekkingu á sviði jarðfræði eða fornleifafræði. En jarðlög eru mér engu að síður hugleikin, vegna þess í fyrsta lagi finnst mér þau ákaflega falleg. Litaskali, form og áferð þeirra heillar mig,“ segir Ingiberg. Kveikjan að verkunum kemur að hluta til úr skoðunarferðum Ingi- bergs stuttu eftir gosið í Eyja- fjallajökli. „Þá sá maður náttúruna í því ástandi að maður gat varla ímyndað sér að hún myndi nokkurn tímann gróa upp aftur, og hvað þá á eins stuttum tíma og raun bar vitni. Djúpt öskulag lá yfir öllu og maður gat grafið niður í þetta ótrúlega þykka lag,“ segir Ingiberg. Verk Ingibergs vísa ekki aðeins í náttúruhamfarir heldur einnig bú- setu- og baráttusögu þjóðarinnar sem þraukað hefur kynslóð eftir kynslóð hér á þessu landi. „Í jarð- lögum getum við með mikilli ná- kvæmni og á vísindalegan hátt lesið byggðarsögu þjóðarinnar í landinu. Það er heillandi að í landinu sjálfu og jarðlögum skuli sagan varðveitast,“ segir Ingiberg. En með þeim hætti mætti segja að sjálfsmynd og saga þjóðar sé skrásett í landið sem hún byggir. „Óhefðbundin þrykktækni“ „Í öllum myndunum kemur við sögu einhverskonar þrykk, og í flest- um tilfellum nota ég margar aðferð- ir. Sömuleiðs teikna ég stundum með pastellitum oftan í þrykkin. Það má segja að þetta sé að mestu leyti óhefðbundin þrykktækni, því ég þrykki af tréplötum, en ekki á þann hátt sem ég hef gert áður með því að skera í plötuna heldur nota ég fyrst og fremst efni úr náttúrunni. Í myndaröðinni Leikur að stráum legg ég t.d. þrykkliti ofan á plöt- urnar og legg svo gras ofan á sem verður ígildi þess sem annars hefði verið skorið í plötuna,“ segir Ingi- berg. Á þann hátt sé ekki hægt að þrykkja myndir í upplagi, heldur verði aðeins til eitt þrykk af hverri mynd. „Mér fannst ég ekki vera að end- urnýja sjálfan mig þegar ég tók til við hefðbundna tréristu aftur, ég hafði á tilfinningunni að ég væri að gera það sama og ég var að fást við fyrir fimmtán eða tuttugu árum. Þess vegna fór ég að þróa eigin leiðir í útfærslu á þrykktækni,“ segir Ingi- berg. larah@mbl.is Sjálfsmynd þjóðar og saga lands skráð í þrykkverk  Sýning Ingibergs Magnússonar opnuð í Íslenskri grafík Morgunblaðið/RAX Í grafíksal Þrykk kemur við sögu í verkum Ingibergs með einum eða öðrum hætti og í flestum tilfellum notar hann margar aðferðir við gerð verkanna. Þrjár listasýningar verða opnaðar í dag á Akureyri og Hjalteyri og því nóg um að vera fyrir áhugasama um listir á því svæði. Sýning ljósmynd- arans Bernharðs Valssonar, Benna Vals, verður opnuð í Ketilhúsinu í dag kl. 15. Í GalleríBox, sal Mynd- listarfélagsins í Listagilinu á Ak- ureyri og í Verksmiðjunni á Hjalt- eyri verður opnuð samstarfssýning þýskra listamanna frá München. Sýningin í GalleríBox verður opnuð kl. 14 en sú á Hjalteyri kl. 17. „Promo Shots“ Benna Vals Í Ketilhúsinu sýnir ljósmyndarinn Benni Vals úrval verka á sýningu sem ber yfirskrifina „Promo Shots“. Á henni er að finna heimsfræg andlit listamanna í kynningarherferðum um sköpunarverk sín. Verkin sýna m.a. Robbie Williams í stúdíói í London, Leonardo DiCaprio og Martin Scorsese í kvikmyndahúsi í París. Sýningin stendur til 26. ágúst. Þýskt listasamstarf Átta þýskir listamenn sýna verk á sýningu sem ber yfirskrifina Sam- starf 5. Verkin á sýningunni eru gerð sérstaklega fyrir þá ólíku sýn- ingarstaði þar sem þau eru sett upp. Sýningin í GalleríBox stendur til 19. ágúst og í Verksmiðjunni á Hjalteyri stendur sýningin til 26. ágúst. larah@mbl.is Heimsfræg andlit og þýskt samstarf Samstarf 5 Samstarfssýning þýskra listamanna frá München fer fram í GalleríBox á Akureyri og í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Síðustu viðburðir Sumartónleika við Mývatn fara fram núna um helgina. Í dag í Reykjahlíðarkirkju og á morgun í Skútustaðakirkju kl. 21 mun Arnaldur Arnarson gít- arleikari leikur spænska og suður- ameríska gítartónlist ásamt þjóð- lagaútsetningum Jón Ásgeirssonar sem hann gerði sérstaklega fyrir Arnald. Á sunnudaginn kl. 14 verð- ur einnig haldin helgistund í Dimmuborgum en séra Örnólfur J. Ólafsson sér um helgistundina og Arnaldur Arnarson leikur á gítar. Lok Arnaldur Arnarson gítarleikari. Lok sumartónleika við Mývatn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.