Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 217. DAGUR ÁRSINS 2012
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Of „sexí“ fyrir Facebook
2. Risalærin vekja heimsathygli
3. Hitchcock eyðilagði feril hennar
4. Óli Stef: Allt nokkuð vel spilað
Gunnhildur Daðadóttir fiðluleikari
og Pia Eva Greiner sellóleikari halda
tónleika í Selinu á Stokkalæk á morg-
un, sunnudag, kl. 16. Á efnisskránni
verða ólík verk, skrifuð fyrir fiðlu og
selló, bæði einleiksverk og dúóverk
eftir höfunda á borð við Handel,
Beethoven, Boccerini, Ravel, Kodály
og Bach. Á tónleikunum verða veit-
ingar.
Morgunblaðið/Ómar
Selló- og fiðlutónar í
Selinu á Stokkalæk
Morgunblaðið kemur næst út þriðju-
daginn 7. ágúst. Fréttaþjónusta
verður á fréttavef Morgunblaðsins
mbl.is alla verslunarmannahelgina.
Hægt er að koma ábendingum um
fréttir á netfrett@mbl.is.
Þjónustuver áskrifenda er opið í
dag, laugardaginn 4. ágúst, frá kl. 8-
13. Það verður opnað aftur þriðju-
daginn 7. ágúst kl. 7:00. Símanúmer
áskriftardeildar er 569-1122 og net-
fangið er askrift@mbl.is
Blaðberaþjónustan er opin í dag,
laugardag, frá kl. 5-11. Hún verður
opnuð aftur þriðjudaginn 7. ágúst kl.
5:00. Netfang blaðberaþjónustunnar
er bladberi@mbl.is.
Hægt er að bóka dánartilkynn-
ingar til birtingar í Morgunblaðinu á
mbl.is.
Fréttaþjónusta á
mbl.is um helgina
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg vestlæg átt eða hafgola. Skýjað að mestu vestantil á landinu
og sums staðar þokuloft. Hiti víða 12 til 18 stig að deginum, en svalara í þokuloftinu.
Á sunnudag Hæg breytileg átt. Bjart að mestu norðan- og austantil á landinu, en þykkn-
ar upp suðvestan- og vestanlands og líkur á dálítilli súld þar síðdegis. Hlýtt í veðri.
Á mánudag Hæg suðlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu og úrkomulítið, en dálítil
súld eða rigning með köflum vestanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast NA- og A-til.
Knattspyrnudeild Fram sendi í gær
framkvæmdastjóra KSÍ erindi þar
sem óskað var eftir því að brot Jóns
Ragnars Jónssonar, leikmanns FH, á
Steven Lennon, leikmanni Fram, í við-
ureign liðanna í Pepsi-deild karla síð-
asta mánudagskvöld yrði tekið fyrir
hjá aganefnd. Lennon þríbrotnaði á
rist þegar Jón renndi sér í hann undir
lok leiksins. »1
Fram sendi KSÍ erindi
vegna brots á Lennon
Sarah Blake Bateman náði
bestum árangri íslenskrar
sundkonu á Ólympíuleikum
þegar hún komst í umsund
um sæti í undanúrslitum í
50 metra skriðsundi í gær.
Sarah Blake keppti í
boðsundi með íslensku
sveitinni í 4x100 metra
fjórsundi áður en hún
keppti í umsundinu og fékk
aðeins 8 mínútur til að
jafna sig. »2
Hefði frekar kosið
boðsundið
Ísland mætir Frakklandi í kvöld í
hreinum úrslitaleik um sigurinn í A-
riðli handboltakeppninnar á Ólympíu-
leikunum í London. Leikurinn hefur
mikið að segja um hvaða andstæð-
ingur bíður Íslendinga í átta liða úr-
slitunum næsta miðvikudag. Ísland
og Frakkland hafa
bæði unnið alla
sína leiki á leik-
unum til þessa en
Frakkar unnu Ís-
lendinga í úr-
slitaleik á
síðustu Ól-
ympíuleik-
um. »1
Úrslitaleikur riðilsins
við Frakkana í kvöld
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Hátíðarhöld verslunarmannahelg-
arinnar byrjuðu vel í gær enda var
veður víðast ágætt, stillt og lítil úr-
koma og fyrir norðan var sól og
blíða. Um 2000 börn og unglingar
voru skráð til þátttöku á landsmóti
ungmennafélaganna á Selfossi en
það var sett í gærkvöldi og lýkur um
miðnætti á sunnudagskvöld.
„Hér er flott veður, smá hafgola
en hún er hlý og allt gengur mjög
vel,“ sagði Guðrún Tryggvadóttir,
verkefnisstjóri mótsins. „Þetta er
stærsta mót sem við höfum haldið og
bærinn er fullur af fólki. Mótið, þar
sem krakkar frá 11 ára upp í 18 ára,
keppa í alls 14 greinum, fer allt fram
á íþróttasvæðinu í miðjum bænum.
Ýmislegt er líka í boði fyrir 10 ára og
yngri. Fyrir sunnan bæinn er 14
hektara tjaldstæði sem var vígt sér-
staklega á þessu móti. Nokkur félög
eru svo með stór samkomutjöld á
svæðinu.“
Veðurspá helgarinnar var einna
best fyrir Norðurland. „Það eru
margir komnir í bæinn en erfitt að
henda reiður á því af því að margir
koma á bílum. Brottfluttir gista
margir hjá vinum og ættingjum, eru
þá oft í tjaldi í garðinum,“ sagði Pét-
ur Guðjónsson, talsmaður Einnar
með öllu á Akureyri. „En margir
gista á tjaldstæðunum sem eru tvö
og þar er kominn slatti af fólki. Hér
er mikið og skemmtilegt mannlíf,
sólin skín og við erum mjög ánægð.“
Einkum fjölskylduhátíð
Hátíðin hófst á fimmtudag með
tónleikum í Skátagilinu en í gær var
kirkjutröppuhlaupið. Síðan átti að
vera dagskrá á Ráðhústorginu um
kvöldið. Pétur sagði að eftir reynsl-
una af Halló Akureyri hefði
stefnan verið tekin meira á fjöl-
skylduhátíð og það hefði gengið
„Erum vel birgir af sólarvörn“
Hátíðarhöld helgarinnar byrjuðu
vel enda ágætis veður um land allt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fylgst með Fjölmenni er á unglingalandsmótinu á Selfossi. Foreldrarnir fylgjast spenntir með því hvernig börnunum þeirra gengur í keppninni.
Að sögn Stefáns Níels Guð-
mundssonar, umsjónarmanns
öryggismála í Landeyjahöfn,
hafa ferðir milli hafnar og
Eyja gengið vel í ár. „Þetta er
heljarinnar púsluspil en geng-
ur mjög vel. Hér eru vanir
menn í öllum störfum og
komin nokkuð góð reynsla á
skipulagið,“ segir Stefán
Níels. „Allir eru kátir og
haga sér vel á leiðinni
úteftir, en eru svo
nokkuð þreyttir á leið
heim, en það kemur
ekki að sök,“
bætir hann
við.
Siglingar
ganga vel
GLAÐIR Á LEIÐ TIL EYJA OG
ÞREYTTIR Á LEIÐINNI HEIM
eftir. Hann sagði að lítið bæri á
áfengisneyslu, kannski einstaka
maður með „bauk“ í hendi.
„Þjóðhátíð fer vel af stað, ætli það
séu ekki 9-10 þúsund núna í Herj-
ólfsdal,“ sagði Páll Scheving, for-
maður þjóðhátíðarnefndar í Eyjum.
„Þetta gæti orðið svipað og í fyrra,
upp undir 14 þúsund manns. En
veðrið er gott núna og enginn þarf
að vera banginn við að mæta, við er-
um vel birgir af sólarvörn! Þannig
hefur þetta ekki verið í svolítinn
tíma á Þjóðhátíð svo að við erum
ánægð núna. Hátíðin var sett kl.
þrjú [í gær], nú er barnadagskrá í
gangi. Í kvöld frumflytja Fjalla-
bræður og Lúðrasveit Vest-
mannaeyja nýtt Þjóðhátíðarlag, þá
verða 120 manns á sviðinu.“
Páll sagði mun betra að eiga við
hlutina í góðu veðri, fólk væri í betra
skapi en í bleytunni. Í rigningu væri
meiri hætta á að fólk slasaði sig,
dytti og sneri ökkla og margir þyrftu
aðstoð. Einnig töpuðu sumir ung-
lingar áttum og þeim þyrfti að sinna.
MGleðin var í fyrirrúmi »18-19