Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Því verðurekki hald-ið fram að Ísland undir for- ystu núverandi ríkisstjórnar eigi heimsmet í at- vinnuleysi. Íslenska rík- isstjórnin á ekki einu sinni Evrópumetið í þeirri grein, en reynir að bæta sig með því að sækjast eftir aðild að atvinnuleysisbandalaginu sem stundum er kallað evru- svæði. Á því svæði mælist at- vinnuleysi nú meira en 11% og er jafnvel enn hærra en innan Evrópusambandsins í heild, þar sem „aðeins“ rúm 10% eru atvinnulaus. Þegar horft er á jaðar- ríkin, og yrði ríkisstjórninni að ósk sinni yrði Ísland yst í jaðrinum, þá er ástandið enn napurra. Spánn leiðir atvinnuleysisbandalagið með 25% atvinnuleysi en á í harðri toppbaráttu við ann- að jaðarríki, Grikkland. Svo kemur Portúgal með rúm 15% og nágrannar okkar, jaðarríkið Írland, fast á hæla þess. Þessi ríki hafa fengið að bergja á draumadrykk ís- lensku ríkisstjórnarinnar, töfralyfinu evrunni, sem hefur tryggt þeim forystu í keppninni um mesta at- vinnuleysið. Að vísu er það svo með þessa keppni að flestir vilja heyja hana með sama hug- arfari og kínverskir bad- mintonleikendur hafa orðið uppvísir að í sinni íþrótt. Sigur er ekki beinlínis það sem keppendur einblína á. Sumir þeirra sem kynnst hafa töfraformúlunni af eig- in raun geta þó ekki annað en tekið þátt og spilað til sigurs og þess vegna furða sig æ fleiri á að nokkur vilji taka þátt í leiknum, allra síst ríki eins og Ísland, sem er vel í sveit sett að öllu leyti – nema að vísu með nú- verandi stjórnvöld. En stjórnvöld eru ólm að hella sér í slaginn um mesta atvinnuleysið og telja sig hafa fundið formúlu til að taka þátt án þess að keppa til sigurs. Vegna fjölmennis gæti aðferðin orðið Kínverj- um tafsöm þó að þeir leiti að vísu víða hófanna um land- svæði sem gæti verið vís- bending um svipaðar hug- myndir. En formúla íslenskra stjórnvalda er eins og menn þekkja að flæma sem flesta lands- menn utan þann- ig að mælt at- vinnuleysi minnki. Aðrar aðferðir til að koma atvinnu- lausum af atvinnuleysisskrá eru einnig notaðar og með þessum aðferðum er talið að íslensk stjórnvöld gætu jafnvel tryggt að Ísland næði ekki toppi listans á at- vinnuleysissvæðinu þó að ekkert sé tryggt í því efni. Íslensk stjórnvöld halda því fram að það sé helber misskilningur að efnahags- og atvinnuástand sé ekki að batna stórum hér á landi fyrir þrotlausa vinnu for- ystumannanna tveggja og kannast ekkert við að fólks- flótti eða feluleikir með at- vinnulausa eigi hlut að máli. Aðrir eru annarrar skoð- unar og nægir að nefna Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, sem segir um þetta efni: „Á meðan fólk sér sig ennþá knúið til að leita að vinnu erlendis er það vís- bending um vandamál. At- vinnuleysi er fremur að minnka vegna þess að fólk er að hætta á vinnumarkaði eða flytjast utan heldur en að það séu að verða til fleiri störf.“ Gylfi verður seint sakaður um að vilja ekki að Ísland taki þátt í atvinnuleys- issvæðinu, en hann er, ólíkt íslenskum stjórnvöldum, reiðubúinn til að viðurkenna þá staðreynd að fólksflótt- inn frá Íslandi er vísbending um vandamál en ekki til marks um styrka stjórn efnahagsmála. Ólíkt forystu ríkisstjórnarinnar telur hann að vandinn felist í því að hér á landi vanti störf. Um þetta eru væntanlega allir sammála, nema að vísu forystumenn ríkisstjórn- arinnar. Þeim hentar nú, og fram að kosningum, að halda því fram að fólksflótti og feluleikur með atvinnu- leysisskráningar sé nýsköp- un í atvinnulífinu og fjölgun starfa. Sá söngur verður sunginn næstu 265 daga, en þá verður kosið og eftir það er ekki óhugsandi að for- ystumenn núverandi ríkis- stjórnar fjalli á eðlilegum forsendum um efnahags- og atvinnuástand hér á landi. Þó skal ekkert fullyrt í þeim efnum. Ríkisstjórnin reynir að fá þátttökurétt á Evrópuleikum um atvinnuleysi} Óvenjulegt keppikefli Ó lafur Ragnar Grímsson minnti Íslendinga á að frá hruni hefði ís- lenska þjóðin fengið að segja skoð- un sína í fimm þjóðaratkvæða- greiðslum og taldi hann þar þing-, sveitarstjórnar- og forsetakosningar auk Ice- save-kosninganna tvennra. Aðrar þjóðir Evr- ópu hafa ekki fengið sama tækifæri til áhrifa á sitt samfélag samkvæmt forseta Íslands. Þetta er eflaust rétt enda man ég ekki til þess að aðr- ar þjóði í Evrópu hafi gengið jafnoft til kosninga á sama tímabili. Forsetinn á sjálfur mikinn heið- ur skilinn fyrir að hafa fært íslenskum kjós- endum val um það hvort skuldum einkafyr- irtækis yrði bætt ofan á aðrar skuldir sem skattgreiðendum er gert að greiða. Niðurstöð- una þarf ekki að fjölyrða um því að sjálfsögðu stóðu Íslendingar í lappirnar og höfnuðu með yfirgnæfandi meirihluta hugmyndinni að skuldir einkafyr- irtækja væru settar á herðar skattgreiðenda. Aðdragandi og niðurstaða Icesave-kosninganna var merkileg og vottur um þann karakter sem býr í Íslend- ingum. Ólafur þurfti ekki að minna nokkurn mann á það, allra síst forsætisráðherrann sem sat heldur súr á svip undir ræðu forsetans. Merkilegust af öllu var þó kosningin sem Ólafur nefndi ekki og komst ekki á lista hans yfir lýð- ræðislegar kosningar frá hruni, kosningin sem Hæstirétt- ur ógilti. Kosningin til stjórnlagaþings, sem Hæstiréttur sá ástæðu til að úrskurða ógilda, uppfyllir því augljóslega ekki þær kröfur sem lýðræðislegar kosningar þurfa að uppfylla. Mikið var deilt um úrskurð Hæstaréttar en niðurstaðan er samt sú að jafn- vel minnstu formsatriði þurfa að vera rétt og hafin yfir allan vafa. Eins og forystumenn Sjálfstæðisflokksins bentu réttilega á eftir úr- skurðinn verður ríkjandi valdhafi á hverjum tíma að sjá til þess að lýðræðislegar kosningar séu hafnar yfir allan vafa. Í ljósi þess er ótrú- legt að enn skuli sama fólk vera við völd og klúðraði jafnsjálfsögðum hlut og að halda kosn- ingar rétt. Ríkisstjórn Jóhönnu getur ekki falið sig bak við það að aðfinnslur Hæstaréttar hafi verið smávægilegar. Það staðfesti hrópandi þögn forsetans um stjórnlagakosninguna í inn- setningarræðu hans á miðvikudaginn. Af öllu því klúðri og áföllum sem verkstjór- inn í stjórnarráðinu hefur orðið valdur að er fátt alvarlegra en að klúðra því að halda lýðræðislegar kosningar. Hún má hafa aðra skoðun en þjóðin í Icesave og á aðild að ESB, hún má afneita fólksflóttanum og hún má reyna að telja fólki trú um að aukin aflaverðmæti og álútflutningur sé allt henni sjálfri að þakka en að klúðra kosningu er annað og alvarlegra mál. Lýðræðisleg skipan gerir þá kröfu að staðinn sé vörður um minnstu smáatriði í leikreglum lýðræðis. Afstöðu fólks til manna og málefna á ekki að rugla saman við kröfuna um lýðræðislegar kosningar. Ógilding kosninga til stjórn- lagaþings ætti að vera leiðarvísir fyrir allar kosningar og Jóhanna á að taka pokann sinn og fara. vilhjalmur@mbl.is Ógild kosning og kröfur lýðræðis Pistill Vilhjálmur A. Kjartansson STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Þ eim fjölgar nú stöðugt ís- lensku bókatitlunum sem hægt er að fá í raf- bókaformi en að minnsta kosti fimm íslenskar vef- síður hafa íslenskar rafbækur til sölu. Þeir sem þekkja til segja mikla sóknarmöguleika liggja í rafbók- unum en innreið þeirra og innleiðing er þó ákveðnum vandkvæðum háð. Forlagid.is er ein þeirra heimasíðna þar sem nálgast má íslenskar raf- bækur, bæði frá Forlaginu og öðrum útgefendum. Fyrsta rafbókin var sett á vefinn í desember í fyrra og í kjölfarið var jólabókunum bætt við en nú er að finna um 40 íslenska titla í vefversluninni. „Við settum okkur það mark- mið að byrja að selja og þjónusta viðskiptavini fyrir jól,“ segir Erla Björg Gunnarsdóttir, kynning- arstýra Forlagsins, en hún segir eft- irspurn hafa ráðið tímasetningunni. „Það var bara komin krafa um þetta. Fólk var farið að kaupa meira af les- tækjum. Það er komið með iPad og síma og vill bara nota græjurnar sín- ar,“ segir hún. Forlagið hafi viljað mæta þessum óskum. Engin aldurstakmörk Erla segir móttökurnar hafa verið góðar, bætt hafi verið við úr- valið jafnt og þétt og einnig unnið að því að setja eldri bækur inn. Þá hafi Forlagið verið meðvitað um að reyna að hafa fjölbreytni í rafútgáfunni og m.a. sett inn barnabækur fyrir sum- arið. Hún segir rafbókakaupendur spanna breiðara aldursbil en marg- an gruni. „Það er fólk á öllum aldri að kaupa rafbækur, ekki bara unga fólkið eins og margir kannski halda,“ segir Erla. Við símann sitji þol- inmóður þjónustufulltrúi, reiðubú- inn að hjálpa þeim sem eru að kaupa rafbók í fyrsta sinn en fólk hafi líka einfaldlega komið með tölvurnar sín- ar í verslunina og fengið aðstoð. Það eru þó ekki allir lestölvu- eigendur sem geta keypt rafbók á forlagid.is, því þær eru ekki sam- rýmanlegar hinum vinsælu Kindle- tölvum bókavefrisans Amazon. Erla segir Forlagið, að vel ígrunduðu máli, hafa ákveðið að gefa út bæk- urnar á svokölluðu ePub-formi en því miður sé ekki hægt að lesa slíkar skrár með Kindle-lestölvunni. Önnur vefsíða sem selur ís- lenskar rafbækur, og þjónustar þá sem vilja gefa slíkar bækur út, er emma.is, en annar stofnenda fyr- irtækisins, Óskar Þór Þráinsson, segir þá hafa viljað fara aðra leið varðandi skráarformið. „Við ákváðum frá upphafi að allar bækur hjá okkur yrðu fyrir öll lestæki,“ segir hann og segir takmarkað gagn af því að hafa skrár læstar, þar sem alltaf verði til leiðir til að komast framhjá slíku. „Það sem fólk vill, er að fá bók, fá hana strax og á hag- stæðu verði,“ segir hann. Að upp- fylla þær kröfur sé besta afrit- unarvörnin. Tækifæri fyrir rithöfunda Íslenskir titlar Emmu verða orðnir hundrað talsins eftir viku eða tvær en fyrirtækið hefur m.a. gefið út á rafbókarforminu áður óútkomn- ar bækur og bækur sem hafa verið ófáanlegar um einhvern tíma. Þá hefur það sérhæft sig í að gefa út rafbækur fyrir sjálfstæða rithöf- unda. „Við bjóðum það að ef þú átt handrit og gerir það tilbúið eftir ákveðinni handbók sem við erum með, þá gerum við þetta frítt, gegn því að sú útgáfa verði bara til sölu hjá okkur,“ segir Óskar. Hann segist þess viss að sjálfstæð útgáfa af þessu tagi muni færast í vöxt og jafnframt, að eftirspurn og sala á rafbókum eigi eftir að aukast, eftir því sem titlum í boði fjölgar. Íslenskur rafbóka- markaður í sókn Morgunblaðið/Ómar Rafbækur Eymundsson selur rafbækur á vefsíðu sinni en þær má ennig fá á skinna.is og lestu.is. Stór meirihluti íslenskra rafbóka er skáldsögur. Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir rafbókaútgáfu hérlendis glíma við þann vanda að fjöldi neytenda hafi keypt lestæki eins og Kindle frá Amazon, sem séu sérstaklega útbúin til að nýta eina söluleið. Hann segir útgef- endur enn að átta sig á hvernig þeir rúmist á alþjóðamarkaði með risum. „Ég bendi á að Evrópusam- bandið er mjög á móti því að söluaðilar geti læst sölu bóka inn í sín snið og sín tæki,“ segir Kristján en sambandið vilji jafn- vel grípa til lagasetningar til að tryggja að hægt sé að lesa allar rafbækur í öllum lestölvum. Hann segir það hafa verið kappsmál útgefenda að virð- isaukaskattur á rafbókum yrði lækkaður og að almennilega yrði staðið að dreifingu bókanna og þær vistaðar í vöruhúsi eins og því sem snara.is starfrækir. Þá segir hann að stjórnvöld ættu að líta á það sem hluta af málstefn- unni að bjóða upp á rafrænt efni. Allar bækur á öllum tölvum RAFBÆKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.