Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 26
✝ Gestur Guð-mundsson fæddist í Rauð- barðaholti í Hvammssveit, Dalasýslu, þann 12. febrúar árið 1923. Foreldrar hans voru: Sigríð- ur Guðmunds- dóttir og Guð- mundur Eggertsson. Þau bjuggu á Nýp á Skarðsströnd. Gestur var einn af sex börn- um þeirra hjóna. Þau eru þessi: Stefán, Valtýr og Guð- laugur. Þeir eru látnir. Eft- irlifandi eru þau Guðmunda Valgerður og Jón Óskar. Gestur fluttist með foreldrum geir. Hann er fæddur 11. október 1946. Barnabörnin eru 5 og barnabarnabörnin 6. Árið 1947 fluttust þau frá Reykjavík í Kópavog og áttu þar heima í um 45 ára tíma- bil. Þá tóku þau sig upp og fluttu til Írlands til sonar síns, sem bjó þar þá, og bjuggu þar í um 14 ár. 2006 fluttust þau svo aftur til Ís- lands, þar sem að Kristín átti við heilsuleysi að stríða, og vildu þau koma aftur heim. Fluttu þau til Egilsstaða. Þar bjuggu þau í íbúð á Lagarási 17. Var stutt í alla lækn- isþjónustu þar. Kristín lést 23. maí 2008, þá áttræð að aldri á sjúkrahúsi Seyð- isfjarðar eftir stutta dvöl þar. Gestur bjó á Lagarási 17 til æviloka eftir stutt veikindi þar til hann lést 23. júlí síð- astliðinn. Útför Gests fer fram í kaþ- ólsku kapellunni á Egils- stöðum 4. ágúst kl. 14. sínum að Nýp á Skarðsströnd árið 1924 þá 14 mán- aða gamall og bjó þar fram undir tvítugsaldur. Í janúar 1943 flutt- ist Gestur svo al- farið frá Nýp til Reykjavíkur. Árið 1946 þann 12. janúar gekk Gest- ur að eiga Krist- ínu Katarínusdóttur. Kristín fæddist á Bakka í Seyðisfirði við Ísafjarðardjúp þann 8. maí 1929. Foreldrar hennar voru Guðmunda Sigurð- ardóttir og Katarínus Grímur Jónsson. Gestur og Kristín eignuðust einn son, Gest Val- Elsku faðir, tengdafaðir og afi. Þökkum af alhug allar góðu stund- irnar með þér. Þær voru okkur mikils virði. Þú varst hjartahlýr maður og vildir engum illt. Heið- arlegur varstu með eindæmum og mikill friðarsinni. Við nutum ríku- lega gjafmildi þinnar og góð- mennsku. Svo uppgötvast það fyr- ir nokkrum vikum að þú værir með sjúkdóm þar sem endalokin nálguðust hratt. En þú tókst þess- um fréttum með æðruleysi og stakri ró. Tveimur dögum fyrir andlát þitt spjölluðum við saman. Þá sagðir þú að þú værir ekki hrædd- ur við dauðann, jafnvel sáttur við það að fá að fara. Ekki reiknuðum við með því að það myndi ske svona hratt og við myndum ekki fá að hitta þig aftur. En enginn veit fyrr en ævin er öll. Nú ertu komin í faðm Stínu þinnar sem þú elsk- aðir mjög heitt. Við kveðjum þig með söknuði, en minningin mun lifa að eilífu. Hvíl þú í friði elsku pabbi. Við munum aldrei gleyma þér. Kveðja. Þinn sonur, tengdadóttir og afabörn, Gestur Valgeir, Elín Helga, Hermann Valgeir, Cian Hermann og Conor Gestur „Eigum við ekki að stofna ung- mennafélag Guðmundur,“ varpaði Gestur að félaga sínum, Guð- mundi Guðmundssyni, þar sem þeir sátu á steini í garði Gests og fjölluðu í árdaga um að hleypa lífi í félagslífið og þjappa frumbyggj- um Kópavogs saman. Niðurstaðan varð stofnun Ung- mennafélagsins Breiðabliks, 12. febrúar 1950. Gestur og félagar geta verið stoltir af árangrinum nú rúmum 62 árum eftir að þeir kveiktu á kyndlinum. Draumur þeirra Gests og Guð- mundar rættist og Gestur naut eldanna sem hann kveikti því eins og hann sagði í ávarpsorðum á 20. afmælisdegi Breiðabliks 1970, þá orðinn formaður að nýju: „Fyrir 20 árum hefði fáa órað fyrir því, að þetta fámenna félag sem þá hóf göngu sína, yrði á því herrans ári 1970 fjölmennasta ungmennafélag á landinu og ætti jafn glæsilega íþróttamenn og konur og raun ber vitni um …“ Í ávarpi sínu bar hann einnig fram þá ósk að Breiðablik mætti dafna vel í framtíðinni, fjöl- mennri æsku þessa bæjarfélags til menningarþroska og gleði, þá gegni félagið góðu hlutverki á ókominni framtíð. Gestur var mikill félagsmála- maður alla tíð, virkur félagi tilbúinn að leggja félagsstarfinu lið þegar eftir því var leitað, jákvæður og mildur í hvatningu sinni. Hann sat í stjórn Breiðabliks í 17 ár, for- maður í 5 ár og er heiðursfélagi þess á 30 ára afmæli Breiðabliks 1980. Hann var 12 ár í stjórn Ung- mennasambands Kjalarnesþings, formaður í 2 ár og 6 ár í varastjórn Ungmennafélags Íslands. Honum var veitt gullmerki Íþróttasam- bands Íslands fyrir störf að ung- menna- og íþróttamálum. Ekki er langt síðan hann sendi félaginu mynd frá fyrstu hópferð Breiðabliks út á land, nánar tiltek- ið Þórsmörk ásamt ferðasögunni. Steinninn hans Gests hefur fengið veglegan sess á félagssvæði Breiðabliks og mun halda uppi merkjum þeirra félaga. Þeir Blik- ar sem kynntust Gesti minnast þakklátir trausts, ljúfs og hvetj- andi félaga. Breiðablik sendir eftirlifandi af- komendum hans innilegar samúðarkveðjur. F.h. Breiðabliks, Orri Hlöðversson, formaður. Gestur Guðmundsson 26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2012 ✝ Lára SigríðurGuðmunds- dóttir fæddist 4. ágúst 1912 í Kár- dalstungu í Vatns- dal, Austur- Húna- vatnssýslu. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Eir hinn 5. október 1997. Foreldrar henn- ar voru Guð- mundur Jónsson verkstjóri, kenndur við Helgustaði, f. 22. júlí 1877, d. 8. ágúst 1953, og Sigurlaug Hansdóttir, síðar húsmóðir á Sólheimum, Svína- vatnshreppi, Austur-Húna- vatnssýslu, f. 22. júní 1889, d. 16. mars 1980. Stjúpfaðir Láru var Þorleifur Ingvarsson, ólfsdóttir, f. 17. júlí 1939. Maki: Bjarni Ólafsson. Faðir Sjafnar: Ingólfur Helgason, heildsali, f. 17. júlí 1916. Birg- ir Sveinbergsson, f. 14. febr- úar 1941. Maki: Erla Kristín Jónasdóttir. Þórey Sveinbergs- dóttir, f. 19. júlí 1942. Maki: Ásgrímur Jónasson. Gísli Sveinbergsson, f. 20. sept- ember 1944. Maki: Guðrún Benediktsdóttir. Margrét Sveinbergsdóttir, f. 4. desem- ber 1945. Maki: Baldvin Júl- íusson. Sigurgeir Sveinbergs- son, f. 11. mars 1951. Maki: Margrét Böðvarsdóttir. Lára Sveinbergsdóttir, f. 31. októ- ber 1956. Maki: Örlygur Jón- atansson. Sveinbergur átti fyr- ir þrjá syni; Brynjólf Sveinbergsson, Jón Svein- bergsson og Grétar Svein- bergsson, en hann lést um ald- ur fram. Sambýlismaður Láru síðustu 18 árin var Guðjón Hansson, ökukennari og leigu- bílstjóri frá Ólafsvík, en hann lést fyrir um 10 árum. bóndi á Sól- heimum, f. 9. október 1900, d. 27. ágúst 1982. Hálfsystkin Láru: Fjóla Þorleifs- dóttir, f. 1928, Ingvar Þorleifs- son, f. 1930, Stein- grímur Th. Þor- leifsson, f. 1932, Svanhildur Sóley Þorleifsdóttir, f. 1934, d. 13. apríl 1988, og Sig- urður Þorleifsson, f. 1937, d. 12. maí 1938. Lára giftist 16. júní 1945 Sveinbergi Jónssyni, bifreiða- stjóra og fulltrúa frá Stóradal í Austur-Húnavatnssýslu, f. 6. júlí 1910, d. 19. nóvember 1977. Börn Láru: Sjöfn Ing- Í dag, 4. ágúst, hefði elskuleg amma mín eða amma Lára eins og við kölluðum hana orðið 100 ára gömul. Allt frá því að ég fæddist var amma Lára fyrirferðarmikill hluti af lífi mínu. Ég var svo lán- samur að vera hennar elsta barnabarn og kominn hátt á miðj- an aldur þegar hún lést. Þá gat ég ekki með nokkru móti skrifað minningargrein því hún var svo lifandi í mínum huga. Það tók mig langan tíma að átta mig á því að hún væri raunverulega farin yfir í annan heim. Fyrst á eftir þegar mér fannst ég þurfa að ræða við hana greip ég ekki í tómt og gat rætt við hana um hin ýmsu mál sem við leystum í sameiningu, ég hér og hún þar, sannkölluð sam- vinna og tveggja heima tengsl. Amma Lára var ákaflega lífs- glöð og hress manneskja sem lifði fyrir fjölskyldu sína. Ef hún var á staðnum fór það sko ekki framhjá neinum. Samt var hún ósköp þægileg og var ekkert að hafa sig endilega í frammi en hún var bara svo elskuð og virt af öllum sem hana þekktu að hún varð sjálf- krafa miðpunktur athyglinnar. Það gat verið galsi í ömmu ef svo bar undir og ef einhver fór ekki að hennar ráðum var hún ekki sátt. Hún var að sönnu ráðagóð og segja má að hún hafi verið gangandi alfræðiorðabók fyrir okkur ungviðið með allítarlegum skýringum á öllu sem fylgdi eða fylgdi ekki hinu daglega lífi. Já henni var eiginlega ekkert óvið- komandi og hafði sínar skoðanir sem hún var óspör á að deila með okkur. Margs er að minnast allt frá frumbernsku á Blönduósi þegar mamma og amma Lára tókust á um allt frá klæðnaði mínum og niður í smæstu atriði. Fljótlega áttaði ég mig á því að betra var að fara til ömmu Láru ef ég hafði óvart lent í polli og blotnað í þess- um endalausu könnunarferðum um Blönduós, sem ég hélt þá að væri eiginlega allur heimurinn. Amma Lára tók alltaf brosandi á móti mér, skipt var um galla, koss á kinn, strokið ykir kollinn og spurt hvort við ættum ekki bara að fá okkur kakó og kex. Síðar allar heimsóknirnar og langdvalir hjá ömmu og afa í Sól- heimum 23 sem aldrei líða úr minni og síðar í Stífluseli. Ferð- irnar norður í land með afa Svenna á slóðir forfeðra og frændfólks. Já það er margs að minnast og það geri ég með hlýju og þakklæti. Amma Lára var sem klettur í mínu lífi og margra ann- arra. Alltaf þegar mikið lá við var leitað til ömmu. Sum ráðin voru vissulega dularfull ráðgáta en maður fór alltaf eftir þeim. Á unglingsárum flutti ég svo í hennar skjól eftir að afi Svenni dó um aldur fram og flaug þaðan fleygur fugl til að takast á við lífið sjálft. Það var óborganlegur tími. Á stundu sem þessari lítur maður yfir farinn veg og ég er viss um að amma lítur til með með okkur og horfir stolt yfir ört vaxandi hóp afkomenda. Minningarathöfn verður í dag klukkan níu við leiði hennar og afa Svenna í Fossvogs- kirkjugarði þar sem krans frá barnabörnum verður lagður. Guð blessi minningu elsku ömmu Láru, heimsins bestu ömmu um alla eilífð. Rúnar Sig. Birgisson. Lára Sigríður Guðmundsdóttir Aldarminning HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HANNA GABRIELSSON, Kirkjulundi 8, Garðabæ, lést á heimili sínu sunnudaginn 29. júlí. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ingólfur Helgason, Jóhanna Ingólfsdóttir, Helgi Ingólfsson, Kristín Gísladóttir, Þuríður Ingólfsdóttir, Pálmi Kristmannsson, Ingólfur Agnar Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær móðir okkar, amma og langamma, JÓNA VESTMANN, Grandavegi 11, Reykjavík, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans miðvikudaginn 2. ágúst. Útför verður auglýst síðar. Emil Emilsson, Ellen Vestmann Emilsdóttir, Adam Vestmann, Gústav Aron Gústavsson, Margrét Vala Steinarsdóttir, Eva Sól Adamsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR PÉTURSSON, Álftagerði, Skagafirði, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar mánudaginn 30. júlí. Útför hans fer fram frá Víðimýrarkirkju, Skagafirði, laugardaginn 11. ágúst kl. 14.00. Regína Jóhannesdóttir, Pétur Ólafsson, Mínerva Björg Sverrisdóttir, Jóhannes Ólafsson, Sólrún Jóna Ásgeirsdóttir, Anna Sigrún Ólafsdóttir, Bjarki Kristjánsson og barnabörn. ✝ Minningarathöfn um ástkæran eiginmann minn, föður, son, bróður, mág og barnabarn, GUÐBJÖRN KARLSSON lækni, sem lést í Bandaríkjunum hinn 29. febrúar síðastliðinn, verður í Bústaðakirkju mánudaginn 13. ágúst og hefst kl. 13.00. Julia Woods Karlsson, Nika Guðbjörnsdóttir, Anya Guðbjörnsdóttir, Karl Ásmundsson, Bergþóra Guðbjörnsdóttir, Karl Rúnar Karlsson, Caitlin Dulac, Jóhann Ingi Karlsson, Ásmundur Bjarnason. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR BENEDIKTSSON, andaðist sunnudaginn 29. júlí. Útför hans verður frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 9. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartaheill. Sigrún Guðmundsdóttir, Hallfríður Ólafsdóttir, Sigurður Leifsson, Guðrún Ólafsdóttir, Ingi Ragnar Pálmarsson, Hildur Sigurðardóttir, Henry Birgir Gunnarsson, Una Björk Sigurðardóttir, Sigrún Ýr Sigurðardóttir, Kári Ingason, Dagur Ingason, Ísak Daði Henrysson, Ísabella Henrysdóttir. Sími 892 4650 Gísli Gunnar Guðmundsson Guðmundur Þór Gíslason Elfar Freyr Sigurjónsson Netfang: foldehf@simnet.is - Vefsíða: foldehf.is Vistvænar íslenskar kistur Þjónusta allan sólarhringinn. Komum heim til aðstandenda ef óskað er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.