Morgunblaðið - 04.08.2012, Blaðsíða 32
32 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2012
Ég ætla að opna ljósmyndasýningu 11. ágúst með myndum úrHeimaeyjargosinu 1973. Þær eru unnar með nýrri tæknisem ég er að vinna með,“ sagði Ástþór Magnússon Wiium,
fyrrverandi forsetaframbjóðandi, sem fagnar 59 ára afmæli í dag.
Hann sagði að líta megi á ljósmyndasýninguna sem eins konar af-
mælishald enda verða 40 ár á næsta ári frá eldgosinu. Sýningin
verður í Gallerí Fold við Rauðarárstíg í Reykjavík og eru allir
velkomnir að skoða hana.
„Ég tók fyrstu litmyndirnar af eldgosinu sem fóru út fyrir land-
steinana,“ sagði Ástþór. Hann var þá í ljósmyndaranámi og fór til
Eyja strax í upphafi gossins og tók myndir fyrir Sunday Times í
London. Myndabankinn Camerapress dreifði myndunum um allan
heim. Ástþór lauk meistaranámi í ljósmyndun í Bretlandi.
Hann er einnig að gefa út nýja ljósmyndabók, Iceland Inside, í
tengslum við sýninguna. Í henni eru myndir úr Heimaeyjargosinu
og frá Vestmannaeyjum tæpum 40 árum eftir gos, m.a. af Pompeii
norðursins. Einnig landslagsmyndir m.a. innan úr Þríhnúkagíg.
Ástþór sagði myndirnar vera unnar með nýrri tækni. Hellt er yfir
þær efni sem hann kallar glögg og gefur aukna dýpt og lyftir litum.
„Ég var hér áður með vörumerkið Glöggmynd í ljósmyndagerð og
er að byrja á því aftur. Það er verið að setja upp vefsíðuna
www.gloggmynd.is þar sem þetta verður kynnt.“ gudni@mbl.is
Ástþór Magnússon Wiium er 59 ára í dag
Morgunblaðið/Jim Smart
Afmælisbarn Ástþór Magnússon við eina af fimm friðarsúlum sem
hann setti upp hér á landi. Hann er stofnandi Friðar 2000.
Ljósmyndasýning
og ný bók á leiðinni
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Selfoss Dagbjört Eva fæddist 6. októ-
ber kl. 0.06. Hún vó 3.670 g og var 51
cm löng. Foreldrar hennar eru Sigríður
Rós Sigurðardóttir og Hjalti Jón
Kjartansson.
Nýir borgarar
Edda Ósk Ólafsdóttir og Grétar Hann-
esson gengu í hjónaband hinn 6. júlí í
Reykjavík. Þau eru búsett í Kanada.
Brúðkaup
G
unnsteinn fæddist á
Siglufirði en ólst upp í
Kópavogi. Hann lauk
stúdentsprófi frá MK
1982, lærði á fiðlu frá
unga aldri og stundaði nám við Tón-
listarskóla Kópavogs 1969-78, nám í
tónsmíðum við Tónlistarskólann í
Reykjavík, stundaði framhaldsnám í
tónsmíðum við Franz Liszt-
Akademíuna í Búdapest og nám í
hljómsveitarstjórn og tónfræði við
Hochschule für Musik í Freiburg og
útskrifaðist 1992.
Hann dvaldi síðan á Ítalíu um
hálfs árs skeið þar sem hann kynnti
sér sérstaklega verk eftir Claudio
Monteverdi, og dvaldi um hálfs árs
skeið í Finnlandi þar sem hann
stundaði framhaldsnám í hljóm-
sveita- og kórstjórnun.
Gunnsteinn var sjálfstætt starf-
andi kór- og hljómsveitarstjóri um
skeið og var leiðsögumaður erlendra
ferðamanna hér á landi á árunum
1988-2000.
Gunnsteinn stjórnaði Kór
Menntaskólans í Kópavogi samhliða
námi þar, 1979-83, stofnaði og
stjórnaði síðan Kammerkór Kópa-
vogs 1998-2002, hefur verið kórstjóri
Háskólakórsins frá 2007 og stjórnað
Óperukórnum í tengslum við tvær
uppfærslur þar.
Gunnsteinn stofnaði Sinfóníu-
hljómsveit unga fólksins árið 2004,
ásamt nemendum við helstu tónlist-
arskóla höfuðborgarsvæðisins og
hefur verið stjórnandi hennar síðan.
Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður, 50 ára
Ljósmynd/Halldór Halldórsson
Við Hornbjargsvita Gunnsteinn, Eygló og Sindri, lengst til vinstri í neðri röð, og Jakob og Áslaug Elísabet, lengst
til vinstri í efri röð, ásamt bróður Gunnsteins, Pétri Má og fjölskyldu, og öðrum ferðafélögum við vitann í gær.
Tónlistarfrumkvöðull
Morgunblaðið/Eggert
Með sprotann á lofti Gunnsteinn stjórnar Sinfóníuhljómsveit unga fólksins
við Konsertuppfærsla á Don Giovanni, eftir W.A. Mozart, á Siglufirði.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið
göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal
annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða
öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Kolabrautin er á 4ðu hæð Hörpu – Borðapantanir 519 9700
info@kolabrautin.is – www.kolabrautin.is
HAPPY HOUR
Allir kokkteilar og valið léttvín
17.00-19.00