Morgunblaðið - 17.08.2012, Side 8

Morgunblaðið - 17.08.2012, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2012 Það kom ábending inn á borð umað Stefán Ólafsson prófessor, sem hugsanlega ætti að vilja láta taka sig alvarlega sem slíkan, hefði í grein sakað Morgunblaðið um að hampa „hægri öfga- manni“ í ritstjórn- arpistli. Og því var bætt við að prófess- ornum þætti sérlega eftirtektarvert að ritstjórn blaðsins skyldi láta sig hafa það að gera slíkt.    Einhverjum varauðvitað brugðið. Breivik hefur verið ofarlega í umræðu um „hægri öfgamenn“ að undanförnu og í þýskum blöðum hafa upp á síðkastið verið fyrirferð- armiklar fréttir um baráttu þýsku leynilögreglunnar gegn hópum „hægri öfgamanna“ sem taldir voru undirbúa morðárásir í Berlín.    Auðvitað getur öllum orðið á,þessu blaði sem öðrum. Þessar sérkennilegu og óþægilegu ásak- anir voru því skoðaðar. Þá kom á daginn að prófessorinn (sem sjálfur segist óháður) var að vitna til að blaðið hefði vikið að kostum sem sumum vestra þætti nýtt varafor- setaefni repúblikana hafa, svo sem áherslur hans á varfærni í ríkisfjár- málum! Paul Ryan er þekktastur fyrir störf sín í fjármálanefnd Bandaríkjaþings.    Hvað hefur eiginlega komið fyr-ir þennan „óháða“ prófessor, sem er alveg sérstaklega óháður Samfylkingunni? Hvað í ósköp- unum gengur honum til? Er ekki allt í lagi?    Eða eru þetta bara ósköp venju-legar öfgar eins og ganga og gerast í þeirri bloggumræðu sem lægst liggur? Stefán Ólafsson Vísindaleg vanstilling? STAKSTEINAR Paul Ryan Veður víða um heim 16.8., kl. 18.00 Reykjavík 20 skýjað Bolungarvík 9 alskýjað Akureyri 12 alskýjað Kirkjubæjarkl. 15 alskýjað Vestmannaeyjar 13 skýjað Nuuk 12 léttskýjað Þórshöfn 16 léttskýjað Ósló 20 heiðskírt Kaupmannahöfn 18 skýjað Stokkhólmur 20 léttskýjað Helsinki 21 heiðskírt Lúxemborg 22 heiðskírt Brussel 22 léttskýjað Dublin 16 skúrir Glasgow 17 skýjað London 21 léttskýjað París 26 heiðskírt Amsterdam 22 léttskýjað Hamborg 21 léttskýjað Berlín 16 skúrir Vín 26 skýjað Moskva 21 skýjað Algarve 23 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 27 heiðskírt Mallorca 30 heiðskírt Róm 31 léttskýjað Aþena 32 heiðskírt Winnipeg 16 léttskýjað Montreal 23 skýjað New York 26 léttskýjað Chicago 20 alskýjað Orlando 32 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 17. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:28 21:37 ÍSAFJÖRÐUR 5:20 21:55 SIGLUFJÖRÐUR 5:02 21:38 DJÚPIVOGUR 4:54 21:10 ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939 Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00 Opið um helgar frá 18:00 - 23:00 frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar ÞRÍR FRAKKAR Café & Restaurant Mánafiskur með rjóma- lagaðri sítrónu dill sósu gætt yrði jafnræðis og allir fengju eintök af gögnunum. Var um það bókað en afstaða ákæruvaldsins lá ekki fyrir. Liggur því ekki fyrir hvort aðrir verjendur og sakborn- ingar fá eintök, en á verjanda Bark- ar var ekki að heyra í gærmorgun að hann hygðist skila sínum eintökum. Nýverið staðfesti Hæstiréttur úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem synjaði verjendum Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar um af- hendingu geisladiska með mynd- og hljóðupptökum af ákærðu og vitnum í máli sérstaks saksóknara gegn þeim. Saksóknari bar þá við að hvergi væri í lögum að finna skyldu fyrir hann að afhenda diskana og að af- hending gæti einungis farið fram á grundvelli skýrrar lagastoðar. Það gæti einnig komið sér illa ef gögnin lentu í höndum manna sem ekki tengjast málinu. Fallist var á þetta og sagði meðal annars í niðurstöðu héraðsdóms að auðvelt væri að mis- fara með rafrænar upptökur sem þessar. Afhendingu slíkra gagna hefur einnig verið hafnað í öðrum málum og dómstólar fallist á skýringar saksóknara í þeim. Kæra Börkur Birgisson í fylgd lög- reglu í Héraðsdómi. Mynddiskar afhentir einum sakborningi  Meginstefnan hingað til verið að af- henda ekki upptökur af skýrslutökum BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is „Ég hef óskað eftir því að fá þá til baka, þeir hafi verið afhentir fyrir mistök,“ sagði Karl Ingi Vilbergsson aðstoðarsaksóknari við fyrirtöku í máli gegn þrettán einstaklingum fyr- ir Héraðsdómi Reykjaness í gær- morgun. Það sem Karl Ingi átti við var 31 geisladiskur með hljóð- og myndbandsupptökum af skýrslutök- um í málinu sem afhentir voru einum sakborningi og verjanda hans. Meg- instefnan hingað til hefur verið að hafna kröfum um afhendingu slíkra gagna, og hefur Hæstiréttur staðfest slíka höfnun. Um er að ræða mál þar sem ákært er fyrir stórfelldar líkamsárásir, frelsissviptingu, ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar. Og er þá ekki allt upp talið. Mikið hefur verið gert úr þætti tveggja manna, Berki Birgissonar og Annþórs Kristjáns Karlssonar, sem báðir hafa hlotið þunga dóma fyrir ofbeldisverk. Það var einmitt Börkur sem fékk um- rædda diska til sín á Litla-Hraun. Verjandi Barkar, Ingi Freyr Ágústsson, upplýsti um það að hann hefði óskað eftir afritum af diskunum í lok júní. Ekkert hafi heyrst af þeim fyrr en Börkur upplýsti hann um það í samtali fyrir skömmu að hann hefði fengið 26 diska senda á Litla-Hraun og hafði þá haft þá í einhvern tíma. Óskaði Ingi þá eftir því að fá þá diska sem upp á vantaði og fékk þá boð- senda til sín 14. ágúst. Hann hefur nú alla diskana undir höndum. Ekki afhent í öðrum málum Verjendur annarra sakborninga fóru fram á það við fyrirtökuna að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.