Morgunblaðið - 17.08.2012, Side 20

Morgunblaðið - 17.08.2012, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Forystu-menn rík-isstjórn- arinnar hafa látið lítið fyrir sér fara eftir að Hagstofan birti nýjar tölur um stöðuna á vinnumarkaði og skyldi engan undra. Eftir linnulausan og skipulegan áróður síðustu vikur um að allt sé á uppleið í efnahags- og atvinnumálum koma fram töl- ur – og ekki þær fyrstu – sem sýna hið gagnstæða. Vissulega vildu allir að for- ystumenn ríkisstjórnarinnar hefðu rétt fyrir sér og að gós- entíð væri framundan, en það mundi litlu skila til lengdar að ætla að taka þátt í blekking- arleiknum. Staðreyndin er því miður sú að enginn árang- ur er að nást í atvinnumálum og horfurnar í haust og vetur eru dökkar. Ef litið er á tölurnar má sjá að mun fleiri voru utan vinnu- markaðar í júlí sl. en mánuði fyrr eða ári fyrr. Og þó að at- vinnulausum hafi fækkað lít- illega á milli mánaða var fjöldi atvinnulausra að við- bættum þeim sem eru utan vinnumarkaðar meiri í júlí en júní. Þegar þessi þróun er skoðuð á milli ára sést að fjöldinn stendur nánast í stað sem sýnir að enginn árangur hefur náðst. Þær tölur Hagstofunnar sem hér er vísað til sýna stöð- una í nýliðinni fortíð. Enn al- varlegra er hve horfurnar eru dökkar því að nú í haust, þeg- ar fjögur ár verða liðin frá falli bankanna og tæp fjögur ár frá því að ríkisstjórn Sam- fylkingar og Vinstri grænna tók við, ættu allar forsendur að vera fyrir hendi til að atvinnulífið gæti verið á hraðri uppleið. Ef rétt hefði verið haldið á málum væri staðan án efa eins og forystumenn rík- isstjórnarinnar vilja halda að fólki að hún sé. Ekki er vafa- mál að á tæpum fjórum árum hefði mátt ljúka við að greiða úr vandanum enda var búið að leggja grunninn að lausn hans áður en núverandi stjórn- arflokkar tóku við. Hefði ríkisstjórnin borið gæfu til að ráðast ekki gegn atvinnulífinu þegar það stóð höllustum fæti en leyfa því þess í stað að nýta þau sókn- arfæri sem gáfust og byggja sig upp eins og frekast var kostur, væru forsvarsmenn fyrirtækja ekki að koma fram nú og lýsa áhyggjum af verk- efnastöðunni í haust. Fjórum árum eftir fall bankanna er atvinnuleysi og fjöldi fólks utan vinnumark- aðar enn afar stórt vandamál og nýsköpun í atvinnulífinu varla til staðar. Ríkisstjórn- arflokkarnir eru enn fastir í því að kenna öðrum um ástandið, jafnvel Samfylk- ingin sem verið hefur í rík- isstjórn samfellt í rúm fimm ár. Hvernig væri, í stað þess að halda áfram að kenna öðr- um um og spinna sögur um að landið sé að rísa, að rík- isstjórnin leyfði atvinnulífinu að blómstra og hætti að bregða fyrir það fæti? Nýjar tölur sýna að nýsköpun og at- vinnuuppbygging hefur að engu orðið} Fjölgun fólks utan vinnumarkaðar Eitt af því semhelst hefur einkennt störf rík- isstjórnarinnar er leynimakk og puk- ur þrátt fyrir að gagnsæi sé eitt helsta stefnumálið. Leyni- makkið hefur ekki síst átt við í mannaráðningum en að þeim hefur iðulega verið staðið á gagnrýniverðan hátt. Allir muna aðfarirnar við ráðningu umboðsmanns skuldara og óheilindin í kringum ráðningu seðlabankastjóra svo nokkuð sé nefnt af því tagi, auk tuga ráðninga inn í ráðuneytin þar sem engum venjum og reglum hefur verið fylgt. Við þetta bætast flokksgæðingarnir á jötunni sem tekið hafa að sér ýmis langtíma- verkefni. Um margar þessar ráðningar hafa verið sett upp óskemmtileg leikrit, ekki síst fyrir utanaðkomandi umsækj- endur í þeim tilvikum þar sem störf hafa þó verið auglýst. Og nú virðist eitt nýtt leikrit komið á fjalirnar. Rík- isstjórnin hefur tilkynnt að skipuð hafi verið hæfnisnefnd sem vera muni ráðherra til ráðgjafar við val á embætt- ismönnum í nýju sameinuðu ráðuneyti Steingríms J. Sig- fússonar. Í ljósi reynslunnar getur enginn gert ráð fyrir að hæfnisnefndin sé annað en leiktjöld sýningarinnar. Ekki boðar það gott þegar ríkisstjórnin leggur mjög mikið í leikmyndagerðina} Leiktjöldin STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Þ ingmenn annars stjórnarflokksins eru heldur betur farnir að spyrna við fótum varðandi aðild að Eessbé og vilja endurskoða aðildarviðræð- urnar strax í dag. Í síðasta lagi. Af orðum sumra þingmanna og ráðherra flokks- ins mætti helst skilja að þau hafi verið véluð af fláráðum Evrópusinnum til að samþykkja eitt- hvað sem þau kærðu sig aldrei um og að núna fyrst sé að renna upp ljós fyrir þeim. Í þessu sambandi er minnt á að aðildar- umsóknin var send til Brussel sumarið 2009 að vel athuguðu máli, þannig að fólk ætti svosem að hafa haft nægan tíma til að hugsa sinn gang. Það er fremur erfitt að leggja trúnað á að þrautreyndir pólitíkusar, sumir hverjir með margra ára reynslu af því að gegna æðstu embættum stjórnsýslunnar, hafi látið plata sig svona óskaplega upp úr skónum. Og það í svona mik- ilvægu máli. En það er svosem ekkert bannað að skipta um skoðun, síður en svo. Stundum er það meira að segja talið þroskamerki. Einhverjir hafa bent á að tímasetningin sé engin til- viljun. Að öllu óbreyttu verða þingkosningar eftir níu mánuði og tilvalið að hefja kosningabaráttuna með hressi- legu ESB-rifrildi. Svona rétt til að hita mannskapinn upp, sjá hvar landið liggur og hvort ummæli og skoðanir fái einhvern hljómgrunn meðal almennings. Ástandið í mörgum löndum sambandsins er síður en svo til að hrópa húrra fyrir þessa dagana. En það er ekki þar með sagt að það eigi ekki eftir að breyt- ast. Þá er fullyrt að ekki sé meirihluti á Al- þingi fyrir því að halda viðræðunum áfram, aðrir segja að ekki sé hægt að fara í kosninga- baráttu með ókláraða aðildarumsókn í far- teskinu og krefjast þess að umsóknin verði kláruð fyrir kosningar. Það er varla skyn- samlegt, miklir hagsmunir eru undir og varla bætir það samningsstöðu Íslendinga ef við er- um sífellt á klukkunni í Brussel, korteri fyrir kosningar. Ein þeirra hugmynda, sem komið hafa fram í umræðunni undanfarna daga, er að best væri að þjóðin fengi að kjósa nú þegar um hvort halda eigi aðildarviðræðum áfram. Þeir sem aðhyllast þá hugmynd segja að það beri vott um hroka að ætla að fólk hafi ekki nægilegar upplýsingar til að mynda sér skoð- un. Látið er að því liggja að ESB-sinnar séu einfaldlega hræddir við að leggja málið í dóm þjóðarinnar og hafni því öllum hugmyndum um slíkar atkvæðagreiðslur. Hver og einn svarar auðvitað fyrir sig, en það er erfitt að sjá um hvað ætti að kjósa í slíkum kosningum, þar sem enginn veit fyllilega hvað felst í aðildinni, fyrr en viðræð- unum er að fullu lokið, hvorki atvinnustjórnmálamenn né almenningur. Er ekki lágmarkið að við vitum hvað það er sem við erum annaðhvort meðmælt eða mótfallin áður en við kjósum? Þetta er svipað og að kjósa í alþingiskosningum en vita ekki hverjir eru í framboði. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Um hvað ætti svosem að kjósa? FRÉTTASKÝRING Skúli Hansen skulih@mbl.is F lugmálastjórn Íslands hefur verið sökuð um að túlka nýjar Evrópu- reglur með þrengri hætti en gengur og ger- ist í nágrannaríkjunum. Þessu hefur m.a. Kristján Sveinbjörnsson, for- maður Svifflugfélags Íslands, haldið fram í fjölmiðlum. Morgunblaðið hefur nú undir hönd- um tölvupóstssamskipti Kristjáns við Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA). Þar leitar Kristján eftir afstöðu EASA til fjögurra atriða sem að hans sögn voru af Flugmálastjórn Íslands álitin duga til þess að kyrrsetja flug- vélar. Af svörum EASA má sjá að þrjú hinna fjögurra atriða teljist ekki kyrrsetningarsök en um eitt atriðið virðist þó vera einhver vafi. „Í fyrstu skoðun sem við fengum voru þýskir merkimiðar á og inni í vélinni um hámarksþyngd og upplýs- ingar sem voru vel skiljanlegar fyrir nánast alla, en þeir sögðu að þetta mætti ekki. Þetta yrði að vera á ensku vegna þess að við notuðum enska handbók,“ segir Kristján en í fyrr- nefndum svörum EASA við fyr- irspurn hans segir orðrétt um þetta atriði: „Ef flugmaðurinn skilur það sem stendur á merkimiðunum, þá dregur þetta ekki úr öryggisstöðlum og stofnar heldur ekki flugöryggi al- varlega í voða.“ Íhuga skráningu erlendis Að sögn Kristján íhuga núna fé- lagsmenn Svifflugfélags Íslands að skrá svifflugvélar sínar erlendis. „Það er svolítið mál að gera það en allar nýjar vélar sem hafa komið hingað síðastliðið ár hafa haldið sínum er- lendu skráningum,“ segir Kristján. Þá segir Kristján skoðanir af þessu tagi ekki framkvæmdar á einkaflug- vélum í nágrannalöndunum. „Við sendum fyrirspurnir á öll Norð- urlöndin og spurðum hvort það væri verið að taka svona skoðanir þar og þau svöruðu öll neitandi, flestir vissu ekki einu sinni hvað þetta var og höfðu aldrei heyrt minnst á þessar skoðanir. Að vísu kom svar frá Dan- mörku, leiðrétting, sem sagði að þeir tækju skoðanir á vélum sem koma inn í landið og eru fluttar út,“ segir Kristján. Í viðtali sem birtist í Morgun- blaðinu í gær sakaði Kristján íslensk flugmálayfirvöld um einelti í garð svifflugmanna og sagði það alveg ljóst að flugmálayfirvöld beittu þá aðila sem færu með sín mál í fjölmiðla hefndaraðgerðum. „Þetta er rangt. Hér fá allir jafna meðhöndlun og hafa alltaf fengið og það er hægt að sýna fram á það,“ segir Pétur K. Maack flugmálastjóri, aðspurður út í ofan- greindar ásakanir Kristjáns á hendur Flugmálastjórn Íslands. Túlka reglurnar ekki öðruvísi Í Morgunblaðinu í gær birtist viðtal við Valdísi Ástu Aðalsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Flugmálastjórnar Íslands, en þar hafnaði hún því að um- ræddar Evrópureglur væru túlkaðar öðruvísi hér á landi en annars staðar í Evrópu. Þá sagði hún Flugmálastjórn hafa fengið það staðfest frá EASA að stofnunin væri að fara réttar leiðir í þessum efnum. Loks benti hún á að flugiðnaðurinn væri sérstaks eðlis þegar kæmi að varahlutakaupum og því væri gerð sú krafa að menn væru með skrá yfir íhluti og þær breytingar sem gerðar hafa verið á vélum. Þess má geta að nýlega var hinni sögufrægu flugvél, Páli Sveinssyni, sem gjarnan er kölluð „þristurinn“, neitað um endurnýjun á lofthæfis- skírteini sínu hjá Flugmálastjórn enda hafði Þristavinafélaginu ekki tekist að safna saman gögnum um all- ar breytingar á vélinni í gegnum tíðina. Ósammála um túlkun á Evrópureglum Morgunblaðið/Árni Sæberg Svifflug Deilt er um túlkun Flugmálastjórnar á nýjum Evrópureglum. „Það stendur í leiðbeining- argögnum um þessar reglur að yfirvöld eigi að vekja at- hygli á því að það séu kæru- ferlar ef vélar eru kyrrsettar en það er ekkert svoleiðis hér,“ segir Kristján Svein- björnsson, formaður Svifflug- félags Íslands. Þá gagnrýnir hann völd Flugmálastjórnar Íslands og segir stofnunina geta skoðað vélar með litlum fyrirvara og án nokkurs rökstuðnings. Gagnrýnir stofnunina Formaður Kristján Sveinbjörnsson KÆRULEIÐIR SKORTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.