Morgunblaðið - 17.08.2012, Síða 25

Morgunblaðið - 17.08.2012, Síða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2012 ✝ Björgvin ÞórKristjánsson fæddist í Reykjavík 3. nóvember 1956. Hann lést á lungna- deild Landspítalans 8. ágúst 2012. Foreldrar hans eru Kristján Arn- grímsson, fæddur í Bolungarvík 26.6. 1929, og Anna Dís Björgvinsdóttir, fædd í Reykjavík 27.2. 1936. Þau skildu. Systkini Björgvins eru: Bryndís, f. 9.3. 1954, Arna f. 13.12. 1961, Sjöfn, f. 19.9. 1963, Snorri, f. 18.12. 1965, og hálf- bróðir sammæðra, Anton Ísak Sigurðsson, f. 18.5. 1976. Björgvin ólst upp í mið- og austurbæ Reykjavíkur og lauk grunnskólanámi frá Langholts- skóla. Hann stund- aði ýmiss konar sjálfsnám og vann m.a. sem skips- kokkur og smiður en á seinni árum aðallega sem um- brotsmaður á tölvu. Björgvin var af- skaplega handlag- inn og hafði unun af því að skera út í tré og stundaði hann þá iðju allt fram á síðustu daga. Undanfarin ár héldu Björgvin og faðir hans saman heimili í miðbæ Reykjavíkur en síðustu mánuðina dvaldi hann á hjúkrunarheimilinu Fellsenda. Útför Björgvins fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 17. ágúst 2012 og hefst hún kl. 15. „Ég var að skera út svo fallega styttu sem ég ætla að gefa þér.“ Þessi orð lýsa bróður mínum, Björgvini Þór Kristjánssyni, ein- staklega vel. Hann var alltaf að skapa eitthvað og gefa eða gera eitthvað fyrir aðra. Þessi verk hans eiga nú eftir að vekja upp góðar minningar um bróður okk- ar sem lést aðeins 55 ára gamall. Lungnasjúkdómur hafði hrjáð hann um nokkurra ára skeið og ekki von á bata. Samt kom það á óvart hversu fljótt sjúkdómurinn náði yfirhöndinni og við vorum ekki alveg undir það búin. Sjálfur sagðist hann vera sáttur; það sem hann ætti eftir að gera í lífinu ætl- aði hann að gera í því næsta! Lífsviljinn var sterkur allt fram að því og í hvert sinn sem honum skánaði ætlaði hann að fara að þjálfa sig til að fá meiri orku svo hann kæmist á milli staða og gæti hitt vini sína og vandamenn. Hann átti góða og trygga vini; sumir höfðu verið vinir hans í meira en 40 ár – og börn vina hans voru honum líka mjög hjartfólgin. Enda var Björgvin einstaklega góður og hjartahlýr maður. Það voru ein- ungis sjúkdómar sem hindruðu að hann gæti alltaf sýnt heimin- um þá hlið; því hann var ekki bara að glíma við lungnasjúkdóm held- ur einnig geðsjúkdóm. Samt var líf hans langt í frá stöðugur barn- ingur og hann vildi sem minnst gera úr sjúkdómum sínum. Það eru margar góðar minn- ingar frá bernskuárum okkar, ekki síst frá því við vorum lítil og lékum okkur saman svo klukku- tímum skipti. Sjálfur átti Björg- vin sérstaklega góðar æskuminn- ingar frá sumrunum með Sigga frænda og föðurömmu sinni, Ástu Eggertsdóttur Fjeldsted, í Gvendareyjum. Ekki síst sumar- ið sem þeir hjálpuðu ömmu að koma arnarungum á legg. Eitt af því sem skipti Björgvin miklu máli í lífinu var að lifa við reisn og hann var því afskaplega ánægður þegar hann eignaðist íbúð í Breiðholtinu. En honum leið alltaf best í hringiðu miðbæj- arins og fór að finnast daglegt ferðalag frá Breiðholtinu heldur langt. Hann fór því að dvelja æ oftar hjá pabba okkar, Kristjáni Arngrímssyni, sem bjó í miðbæn- um. Að lokum seldi hann íbúðina og bjó eftir það meira og minna með pabba. Sambúðin gekk ekki alltaf áfallalaust fyrir sig en alltaf sættust þeir ef misklíð kom upp. Þeir unnu líka mikið saman; pabbi skrifaði og Björgvin braut ritverkin um í tölvunni sinni. Við þá iðju var hann afskaplega flink- ur – hefur kannski erft það frá afa okkar, Arngrími Friðriki Bjarna- syni, sem var lærður prentari. Nú á vormánuðum flutti pabbi í þjónustuíbúð fyrir aldraða en þangað gat Björgvin ekki flutt með honum; hann var alltof ung- ur. Vegna veikinda sinna var hon- um fundinn dvalarstaður á hjúkr- unarheimilinu Fellsenda í Dalasýslu. Þar líkaði honum einkar vel við starfsfólkið en vegna heilsuleysis var hann meira á sjúkrahúsum en þar. Yndislegt starfsfólk á þessum heilbrigðisstofnunum gerði allt sem í þess valdi stóð til að gera honum lífið eins gott og mögulegt var – allt fram á síðustu stundu, sem við erum þakklát fyrir. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég ástkæran bróður minn og vona að ósk hans um næsta líf rætist. Bryndís Kristjánsdóttir. Mig langar til að kveðja bróður minn Björgvin Kristjánsson, með nokkrum orðum og deila með ykkur minningum um tímabil þegar við bjuggum saman. Hann var tvítugur og sjúk- dómurinn sem hefur markað hans líf ekki farinn að hrjá hann. Hann vann í Glerslípun og Speglagerð Lúðvíks Storr á Klapparstíg og bjó í risinu í því sama húsi. Þetta voru nú bara tvö lítil herbergi og eldhús undir súð með aðgangi að baðherbergi frammi á gangi. Þrátt fyrir pláss- leysi og það að ég birtist bara óforvarendis, þá 15 ára, fannst honum ekkert nema sjálfsagt að ég byggi hjá sér. Ég var dálítið brotin og viðkvæm á þessum tíma og þó að ég talaði ekki um það þá skynjaði hann það og var mér mjög góður. Búskapurinn var nú ekki upp á marga fiska en ég man að við eld- uðum mest hrísgrjón með sard- ínum úr dós og þvoðum þvottinn í baðkarinu. Við áttum það sam- eiginlegt að hafa gaman af því að búa eitthvað til og á þessum tíma þurfti það að vera helst úr engu. Ég man að við bjuggum til hæg- indastól úr pappa sem við límdum saman sem varð svo stór að hann fyllti næstum út í herbergið. Gerðum mósaíkmyndir úr gleraf- göngum sem Björgvin hirti á verkstæðinu og létum það ekki trufla okkur þótt gólfið væri allt þakið glermylsnu, heldur geng- um um berfætt eins og ekkert væri. Hann skar út fígúrur í tré og ég teiknaði. Við lásum líka mikið og þá oft sömu bækurnar sem við töluðum svo saman um. Við hlustuðum alltaf á tónlist á meðan við dund- uðum en hann hafði góðan tónlist- arsmekk og kynnti mig fyrir margs konar tónlist. Okkur kom yfirleitt mjög vel saman en ég man að hann reiddist mér einu sinni. Þá hafði ég lagt allar nýju nærbuxurnar hans til þerris, hverjar ofan á aðrar á miðstöðv- arofn, en þær voru í sitt hvorum litnum, með þeim afleiðingum að þær urðu vægast sagt skrautleg- ar. Hann var nú fljótur að fyr- irgefa mér þetta reynsluleysi og gerði mikið grín að þessu en það var einn af hans mörgu kostum að hann hafði góða kímnigáfu og sá alltaf skoplegu hliðarnar á tilver- unni og sjálfum sér líka. Svo fór hann á sjóinn 21 árs, kokkur um borð í Bylgjunni frá Vestmannaeyjum. Þetta var erfið vinna og mikið álag og þarna byrjar hann að veikjast. Það var siglt með aflann til Bretlands og stoppað stutt í landi. Við vorum flutt á Grettisgötuna og þó hann væri sjaldnast þar þá borgaði hann alltaf leiguna fyrir okkur bæði. Svona var hann nú um- hyggjusamur og rausnarlegur hann Björgvin. Ég á honum margt að þakka og þótti svo undur vænt um hann. Hann var drengur góður hann Björgvin bróðir minn og ég mun alltaf sakna hans. Arna Kristjánsdóttir. Björgvin Þór Kristjánsson ✝ Þórdís Ósk-arsdóttir var fædd 20. október 1945. Hún lést á Södersjukhuset í Stokkhólmi 25. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Inga Jenný Þorsteinsdóttir, f. 24.4. 1921, d. 10.3. 1997, og Óskar Lín- dal Arnfinnsson, f. 7.7. 1920, d. 23.11. 1991. Þórdís var þriðja í röðinni af 6 börnum Ingu Jennýjar en hin eru í ald- ursröð: Sigríður Sæunn Ósk- arsdóttir, Steinþór Óskarsson sem lést í bernsku, Jakobína Óskarsdóttir, Örn Óskarsson sem lést í nóv. 2010 og Auður átti Åke soninn Johan sem er fæddur 24.1. 1974. Þórdís bjó í Svíþjóð til dauða- dags ásamt þeim feðgum. Síð- astliðin 10 ár ferðuðust þau hjón víða, fóru meðal annars í hnattreisu, höfðu þau vetr- ardvöl í Taílandi síðustu árin. Einnig voru þau dugleg að heimsækja Ísland og Kanarí til að hitta börn, barnabörn, ætt- ingja og vini. Kristín býr á Gran-Canary ásamt 3 börnum, Steinþór býr í Reykjavík með eiginkonu sinni Guðbjörgu Gylfadóttur Blöndal og 2 börnum þeirra, Joakim býr í Svíþjóð ásamt unnustu sinni Celia Cobo-Losey og Johan býr í Svíþjóð og London ásamt unn- ustu sinni Lilia Severina og syni. Minningarathöfn um Þórdísi verður haldin í Árbæjarkirkju í dag, 17. ágúst 2012, og hefst at- höfnin kl. 13. Jarðarförin fer síðan fram í Stokkhólmi 31. ágúst næstkomandi. Svavarsdóttir. Þórdís fæddist í Reykjavík og bjó þar fram yfir tví- tugt, hún flutti með fyrri manni sínum Jónasi Helga Guð- jónssyni og börnum þeirra Kristínu, f. 19.3. 1963 og Stein- þóri, f. 7.5. 1964 til Svíþjóðar. Eftir heimkomuna 3 ár- um seinna bjuggu þau í Hraunbæ 82 þar til leiðir skildu. Hún flutti með börnin sín fyrst í Vesturberg og svo til Svíþjóðar 1977 en þá hafði hún kynnst seinni manni sínum Åke Kämpe. Með honum eignaðist hún son- inn Joakim, f. 4.6. 1979. Fyrir Elsku mamma, amma og tengdamamma Við erum varla búin að átta okkur á því að þú sért farin. Við vorum búin að hlakka svo til að eyða meiri tíma með þér núna eft- ir að við fluttum aftur til Íslands. Þú varst búin að ákveða að heim- sækja okkur til Íslands nú í haust og mikil var tilhlökkunin hjá okk- ur öllum eftir allt of langan að- skilnað. Við getum huggað okkur við góðar stundir sem við áttum sumarið 2009 þegar þú komst til að kveðja okkur áður en við flutt- um út, við eigum góðar minning- ar og fallegar myndir frá þeirri heimsókn. Þú leist svo vel út og naust þín í sumarblíðunni, alltaf svo falleg og vel til höfð. Aldrei gleymdir þú neinum af- mælum, hringdir alltaf sama hvar þú varst stödd í heiminum til að óska okkur til hamingju með dag- inn og sjá til þess að við fengjum afmælisgjafir. Við eigum póst- kort frá ótrúlegustu stöðum á hnettinum. Þið Áki höfðuð gaman af því að ferðast og þar naustu þín. Þó að við höfum ekki hist nærri nógu oft eru minningarnar margar m.a. frá ferð okkar til Stokkhólms þegar krakkarnir voru minni. Mikið ævintýri var að vera í sumarhúsinu ykkar í sænska Skerjagarðinum, borða kantarellur og Kräftor, synda í sjónum og fara á bátnum í búðina að kaupa ís handa krökkunum. Við sjáum þig fyrir okkur á harðahlaupum á háu hælunum, við vorum alveg uppgefin að elta þig. Þú naust þín að sýna hinum sem höfðu aldrei komið til Stokk- hólms borgina sem þú hafðir búið í í rúm 25 ár og þegar þú féllst frá voru 35 ár liðin frá því að þú flutt- ir frá Íslandi. En ræturnar voru sterkar og fundum við það vel síð- ustu dagana. Þú saknaðir elsku- legra systra, barna og barna- barna og hlakkaðir til að eyða meiri tíma á Íslandi og Kanarí hjá Stínu systur og hennar börnum. Elsku mamma, við erum þakk- lát fyrir að hafa hitt þig síðustu dagana og geta sagt þér hversu mikið þú varst okkur og hvað við elskuðum þig mikið, takk fyrir allt sem þú gafst okkur og gerðir, við munum alltaf sakna þín. Hvíldu í friði, elsku mamma, þinn, Steinþór, Guðbjörg, Viktor Þór og Ugla. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Með kærleiks og saknaðar- kveðjum, Sigríður Sæunn, Jakobína og Auður. Þórdís Óskarsdótt- ir Kämpe Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is ✝ Ástkær móðir okkar, ÞORBJÖRG THEODÓRSDÓTTIR frá Bjarmalandi, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga mánudaginn 13. ágúst. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 18. ágúst kl. 14.00. Sólveig Sigurðardóttir, Theodór Gunnar Sigurðsson, Guðrún Ásta Sigurðardóttir. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, VIGDÍS PÉTURSDÓTTIR, Sléttuvegi 19, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans við Hring- braut fimmtudaginn 9. ágúst. Útför Vigdísar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaheill. Kristín Jónsdóttir, Sveinbjörn F. Strandberg, Pétur Ingi Sveinbjörnsson, Kristín Elísabet Alansdóttir, Jóhann Örn Sveinbjörnsson, Dana Rún Heimisdóttir, Björn Þór Sveinbjörnsson. ✝ Eiginkonan mín og móðursystir okkar, GERÐUR HULDA JÓHANNSDÓTTIR, Barðastöðum 7, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 13. ágúst. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 22. ágúst kl. 15.00. Egill Sigurðsson, Guðrún Sigurðardóttir og Lilja Sigurðardóttir. ✝ Elskuleg amma okkar og langamma, GUNNHILDUR I. GESTSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Laugarnesvegi 56, verður jarðsungin frá Kapellunni í Hafnarfjarðarkirkjugarði mánudaginn 20. ágúst kl. 13.00. Gunnhildur Arndís O’Callaghan, Inga Jóna Pálsdóttir, María Rán Pálsdóttir, Sólrún Edda Pálsdóttir og barnabarnabörn. ✝ Elsku eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, ELÍSABETH ELSA HANGARTNER ÁSBJÖRNSSON, andaðist í Freiburg, Þýskalandi, mánudaginn 13. ágúst. Guðmundur Karl Ásbjörnsson, Rannveig D. Guðmundsdóttir, Andreas Becher, Natalía Ásdís Andreasdóttir, Margrit Hangartner, Christa Jaeger.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.