Morgunblaðið - 17.08.2012, Page 29

Morgunblaðið - 17.08.2012, Page 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2012 var stolt þegar hún sýndi okkur myndirnar sínar. Við munum varðveita og geyma vel fallegu jólakortin sem hún teiknaði sjálf og sendi okkur. Hún setti sinn svip á árlegu jólaboðin í fjölskyldunni, fékk okkur hin til að syngja, hlæja og hafa gaman af. Þegar Elín varð fertug var haldin stór- veisla, þar sem fjölskyldu og vinum var boðið. Þessi veisla verður okkur minnisstæð. Þar var boðið upp á flottar veitingar og síðan var dansað á eftir og allir skemmtu sér vel og var El- ín þá, eins og alltaf, hrókur alls fagnaðar. Elín var alltaf svo einlæg. Einu sinni þegar við heimsótt- um hana sagði hún: „Nú eru komnir gestir til mín, þá ætla ég að skipta um föt“ og það gerði hún. En Elín lagði mikla áherslu á að vera vel til höfð og var alltaf með skartgripi í veislum og á mannamótum. Þegar henni var hrósað fyrir hversu fín hún væri svaraði hún því iðulega að Þurý systir hefði gefið henni fötin. Það var greinilegt að hún leit upp til stóru systur sinnar og fékk mikinn stuðning frá henni. Þá fannst Elínu ægilega gaman að fara í bíó eða á böll og var Viðar bróðir hennar allt- af boðinn og búinn að fara með henni og leyfa henni að njóta sín sem best. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með því hvað nán- asta fjölskylda hennar hefur alltaf hugsað vel um Elínu. For- eldrar hennar, þau María og Reynir, hafa verið vakin og sof- in yfir velferð hennar allt tíð og sömuleiðis hafa Þurý, Viðar, Gústi og Anna Lilja lagt áherslu á velferð Elínar. Elsku María, Reynir, Þurý, Viðar og fjölskyldur, hugurinn er hjá ykkur Okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Pálína Sigurbergsdóttir og Stefán Kjartansson. Í dag kveðjum við kæra sam- starfskonu og vinkonu Elínu Reynisdóttur. Elín kvaddi þennan heim hinn 8. ágúst eftir stutt veikindi. Elín vann hálfa daginn í Bjarkarási og tilheyrði okkur í Betri stofu. Kynni okkar hófust fyrir 8 árum, þetta var litríkur og góður tími hjá okkur öllum. Við erum 7 konur á þessari stofu sem störfum saman, það er oft mikið fjör og gaman hjá okkur. Elín átti misgóða daga eins og við öll, en yfirleitt var hún kát og glöð, hafði gaman af úti- veru og göngutúrum, og fannst líka gaman að syngja og dansa, svo og allri tilbreytingu sem í boði var. Hún var frekar pjött- uð og naut þess að vera vel til- höfð og fín, það var alltaf hugs- að vel fyrir því frá heimili hennar. Elín var svo lánsöm að eiga mjög góða fjölskyldu sem henni þótti undur vænt um og þau hlúðu öll vel að henni. Elín var gædd þeim góða hæfileika að hafa ríka sam- kennd með vinum og samstarfs- fólki, hún til dæmis mundi alltaf eftir afmælisdögum og teiknaði mynd fyrir þann sem átti af- mæli. Við í Betri stofu þökkum Elínu samfylgdina, hennar verður sárt saknað. María og Reynir, Þyrí og fjölskylda, Viðar og fjölskylda, við biðjum algóðan guð að blessa og styrkja ykkur í sorg- inni. Með kærleikskveðjum, Ágústa, Erika, Nanna, Birgitta, Björk, Helga J. og Helga T.  Fleiri minningargreinar um Elín Reynisdóttir bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Guðrún LiljaMagnúsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 27. september 1928. Hún lést á Lands- spítalanum laug- ardaginn 11. ágúst síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru Gíslína Jónsdóttir fædd í Bakkakoti undir Eyjafjöllum 16. nóvember 1888, dáin 22. mars 1984 og Magnús Þórðarson, fæddur á Ormskoti í Fljótshlíð 24. desember 1876, dáinn 1. apríl 1955. Alsystkini Guðrúnar Lilju voru: Halldóra G. 1917-2004, Sigríður G. 1921, Ívar 1923-2005, Gísli G. 1924- 2000, Óskar 1927-1950, Magnús 1930-2009, Klara 1931-1987, Þórður 1933, Guðmundur 1934. Samfeðra voru: Þórarinn Sig- Guðrún ólst upp í foreldra- húsum í Vestmannaeyjum í stórum hópi systkina. Fjöl- skyldan bjó meðal annars í Hvammi, Miðhúsum og á Skansinum. Hún naut þar hefð- bundinnar skólagöngu og fór síðan til Reykjavíkur í ljós- mæðranám sem hún lauk 1955. Guðrún Lilja vann sem ljós- móðir á fæðingardeild Land- spítalans, Sjúkrahúsi Keflavík- ur, Fæðingarheimili Reykjavíkur, við hjúkrun á Hjúkrunarstofnun Hrafnistu (DAS) og á Kvennadeild Land- spítalans. Hún sinnti fé- lagsmálum fyrir Ljósmæðra- félag Íslands, var gjaldkerfi félagsins, í ritnefnd Ljós- mæðrablaðsins og fleira í nokk- ur ár. Guðrún Lilja var í kven- félaginu Hringnum, lagði þar fram vinnu og margháttaðar hannyrðir til fjáröflunar fyrir Barnaspítala Hringsins. Einnig stundaði hún félagsstörf hjá kvenfélaginu Heimaey. Útför Guðrúnar Lilju fer fram frá Grensáskirkju í dag, föstudaginn 17. ágúst 2012 og hefst athöfnin kl. 15. urður Thorlacius 1906-1940, Magnús Sigurður Hlíðdal 1910-1995, Anna Sigrid 1913-1991, Hafsteinn 1913- 2002, Axel H. 1914- 2000, Ólafur Þor- björn Maríus 1916- 1943. Árið 1975 hóf Guðrún Lilja sam- búð með eftirlif- andi manni sínum Birni Björns- syni bókbindara og gullsmiði í Reykjavík, fæddur 18. febrúar 1927. Foreldrar hans voru hjónin Björn Jóhannsson, f. 9. september 1891, d. 1968, og Anna Magnúsdóttir f. 19. des- ember 1892 d. 1967. Guðrún og Björn eignuðust ekki börn sam- an en Björn á fyrir börnin Ástu Grétu f. 31. janúar 1957 og Ing- ólf Þór f. 14. mars 1960. Kallið er komið, Guðrún Lilja Magnúsdóttir ljósmóðir er látin. Við fjölskyldan minnumst elsku- legrar systur, mágkonu og frænku. Guðrún var fædd í Vest- mannaeyjum, ólst upp á Skans- inum í hópi 10 alsystkina og er sú sjöunda sem kveður. Margt var að gera á stóru heimili, hún var hægri hönd móður sinnar, hafði ríka þjónustulund og var annt um alla fjölskylduna. Skólaganga var hefðbundin, hún vann öll almenn störf í fisk- vinnu, verslun og aðra þjónustu uns hún lærði til ljóðmóður. Það er varla til fallegra starfsheiti „ljós-móðir“ enda tók hún á móti mörgum Reykvíkingum m.a. dótturdóttur okkar. Hún var bæði elskuð og virt í því starfi og ákaflega farsæl. Lengst af vann hún á Fæðingarheimili Reykja- víkur. Á okkar heimili hét hún alltaf Gunna frænka, var sannkölluð hjálparhella. Hún hýsti fjöl- skyldumeðlimi þegar að bregða þurfti sér í borgina og bjargaði oft afmælis- eða jólagjöfum. Það var ákveðinn gæðastimpill ef Gunna frænka gekk í málið. Gunna frænka hélt utan um sitt fólk, stóð fyrir ættarmóti og kom á árlegri samveru kvenna í ætt- inni „Tengdar og skyldar“ sem hittust á vorin. Hún studdi vel við bakið á hálf- bræðrum sínum Axel og Haf- steini, passaði að þeir væru ekki einir á stórhátíðum og hlúði að þeim á ýmsan hátt. Árið 1975 hóf hún sambúð með Birni Björnssyni bókbindara og gullsmið ættuðum úr Vopnafirði. Björn á tvö börn og varð Gunna ein af fjölskyldunni. Þau áttu mörg góð ár saman, ferðuðust víða innanlands og utan. Við Esj- urætur áttu þau gamalt fallegt sumarhús. Þar dvöldu þau oft og gott var þar að koma. Gunna var félagsvera og starfaði bæði fyrir Ljósmæðrafélagið og Kvenfélag- ið Heimaey. Gunna frænka var einstaklega vandvirk til allra hluta og bar heimili þeirra Björns þess merki alla tíð. Hún var líka mikil hann- yrðakona, féll aldrei verk úr hendi. Hún naut sín vel með Hringskonum hin síðari ár við hannyrðir til fjáröflunar fyrir Barnaspítalann og þar varð til margt listaverkið. Síðustu árin voru erfið vegna heilsubrests, þá var Björn hennar besti vinur. Við fjölskyldan erum Gunnu frænku ævinlega þakklát fyrir húsaskjólið sem hún veitti okkur, þegar gaus í Eyjum, á meðan við vorum að átta okkur á tilverunni og ákveða hvað gera skyldi. Við sendum henni bænina sem amma Lína fór alltaf með fyrir börn og barnabörn. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Við kveðjum elskulega systur, mágkonu og frænku með hjartans þökk fyrir samfylgdina. Elsku Gunna. Lýsi þér ljósið bjarta. Þórður, Hrönn, Hanna, Ósk, Guðbjörg og Elín. Guðrún Lilja Magnúsdóttir, mágkona mín, var alltaf kölluð Gunna frænka á heimili mínu. Hún var driffjöðrin í flestu sem við kom í fjölskyldunni. Hún var mikil fjölskyldumanneskja og þótt hún ætti engin börn sjálf var hún mikið fyrir börn. Þessi barn- elska hefur án efa átt sinn þátt í því að hún lagði fyrir sig starf ljósmóðurinnar. Gunna frænka lagði sig fram við að treysta fjölskylduböndin. Hvert ár á ákveðnum degi kallaði hún á kvenfólkið í ættinni saman ásamt konum sem tengdust fjöl- skyldunni á einhvern hátt. Úr þessu varð til hópur sem fékk nafnið tengdar og skyldar. Tengdar og skyldar hittust í sum- arbústaðnum hennar meðan heilsan leyfði. Gunna var laghent með afbrigðum og lék allt í hönd- um hennar – allt var svo vel gert og fallegt. Fyrir um 60 árum þegar við vorum báðar ungar vildi hún fá mig á ball á gamlárskvöld, en ég átti ekki viðeigandi kjól. Hún var ekki lengi að redda kjólnum. Hún fann til efni í kjólinn, en ekkert borð fyrirfannst í húsinu sem var nógu stórt til þess að sníða til kjólinn. Gunna fann ráð við því, hún lagði efnið á hjónarúm mömmu sinnar og þar sneið hún hinn fínasta kjól sem hún saum- aði síðan. Seinni árin saumaði hún fyrir Hringskonur mörg falleg stykki sem hafa verið seld á basar til að afla peninga fyrir barnadeild Hringsins. Sambýlismaður Gunnu til margra ára var Björn Björnsson ættaður frá Vopnafirði. Þau bjuggu sér mjög fallegt heimili. Björn er gullsmiður og bók- bindari og gyllti bækur. Þeir eru margir til fallegu hlutirnir hans Björns. Þær voru ekki ófáar ferðirnar sem við hjónin fórum með Gunnu og Birni til útlanda. Ekki var hægt að hugsa sér betri ferða- félaga en þau. Ég sakna Gunnu mikið, sakna hennar glöðu lundar. Á þessari stundu sé ég fyrir mér fallega brosið sem var hennar auðkenni. Minningin um góða konu lifir í hjarta mínu. Megir þú hvíla í friði kæra mágkona. Kæri Björn, ég votta þér inni- lega samúð. Birna Rut. Fyrsta hugsunin varðandi það að skrifa þessa minningargrein var eftirfarandi: Hvernig er hægt að skrifa um hana Gunnu mína sem hefur skipt mig svo miklu máli? Það er ekki hægt að fanga það með orðum hversu mikið hún hefur gefið mér í ást og um- hyggju, hversu stór hluti af lífi mínu hún hefur verið. Gunna sem var viðstödd fæð- ingu mína og allar mínar stærstu stundir hingað til. Möndlugraut- urinn í hádeginu á aðfangadegi var óhugsandi án hennar og Björns. Jóladagur, gamlárskvöld þar sem við Gunna dönsuðum á sokkabuxunum eftir að við skál- uðum klukkan tólf, nýárskvöld hjá Gunnu og Birni. Allir fögn- uðir. Brúðkaupsveisla foreldra minna var meira segja haldin í stofunni hennar og dansað var í svefnherberginu. Ef einhverjum skyldi boðið voru Gunna og Björn alltaf efst á listanum. Amma og afi bjuggu lengst af í Þykkvabæn- um svo það var kærkomið að hafa Gunnu og Björn svo nærri. Gunna hefur verið mér eins ná- in og ömmur mínar enda tók hún pabba nánast sem syni. Hún fór með mig út að borða í hádeginu á öllum mínum afmælisdögum sem barn. Oftast fórum við á Hard Rock og á undraverðan hátt vissu starfsmennirnir alltaf af afmæl- inu mínu og komu syngjandi með ís. Sumarbústaðurinn og gos- flöskurnar sem uxu í læknum. Það var fyrst fyrir nokkrum ár- um síðan þegar ég minntist þessa að ég skildi að lækurinn var ein- ungis notaður til þess að kæla flöskurnar. Við vorum oft einar saman í sumarbústaðnum, ég og Gunna, mér þótti gott að hlusta á fuglana og horfa á litlu tjörnina. Sitja í litla eldhúsinu og drekka Hi-C. Jákvæðnin, óendanleg já- kvæðni. Þrátt fyrir versnandi heilsufar undanfarin ár kvartaði hún lítið þegar ég kom í heim- sókn. Spurði mig um hvernig mér gengi í náminu í Noregi: „Já, ég veit að þú ert alltaf svo dugleg Dóra mín.“ Hún hafði alltaf trú á mér. Blíðlega röddin. Brosið. Hlýjan. Hláturinn. Í návist Gunnu leið mér alltaf vel. Það var svo friðsælt í kring- um hana. Þegar við fórum í heim- sókn í Safamýrina fékk ég oft að sitja í vinnustofunni hans Björns og teikna eftir matinn, ég teikn- aði gjarnan myndir handa Gunnu. Mér þótti svo fallegt heima hjá henni. Fallegir litir og góð angan. Stofan var líka svo hlýleg. Þegar fullorðna fólkið horfði á sjónvarp- ið þótti mér gott að kúldrast á gólfinu í horninu við sófann og þá leið mér eins og allt yrði alltaf eins. Eins og fólkið í herberginu yrði alltaf til staðar. Fullkomin sálarró. Gunna mín, ég mun alltaf halda þér nærri mér. Þín, Dóra Björt. Elsku Gunna mín, þú varst mér svo náin, þú varst mér sem amma. Ég sakna þín svo mikið því mér þykir svo ofboðslega vænt um þig. Ég mun sakna fal- lega brossins þíns, yndislegu nærveru þinnar, jákvæðninnar þinnar, skemmtilega hlátursins, ljúfu raddar þinnar og þín sem hafðir einn þann fallegasta per- sónuleika sem ég hef kynnst. Ég nýt þeirra forréttinda að þú varst fyrsta manneskjan sem ég hitti í þessari veröld og þitt fagra bros var það fyrsta sem ég leit augum, því elsku Gunna frænka þú tókst á móti mér þegar ég kom í heim- inn. Að sitja og setja niður á blað eitthvað af minningunum sem ég á um þig er erfitt, því þær eru óteljandi og þær eru mér allar svo kærar. Mér er efst í huga öll skemmtilegu nýársboðin heima hjá þér og Birni í Safamýrinni. Þegar þú töfraðir fram svínabóg- inn, bauðst upp á púrtvín í for- drykk úr fallegu silfruðu glösun- um og svo spiluðum við langt fram eftir kvöldi. Þarna var mikið hlegið og skemmt sér. Þrátt fyrir að við værum búin að skemmta okkur saman langt fram eftir kvöldið áður á gamlárskvöld, í El- liðaárdalnum hjá mömmu og pabba með ömmu og afa, eða núna síðustu árin heima hjá okk- ur Reyni í Hafnarfirðinum. Þar sem við skemmtum okkur og dönsuðum langt fram eftir nóttu. Eða möndlugrauturinn á að- fangadag, þar sem við borðuðum grautinn okkar spennt upp til agna til að komast að því hver myndi vinna möndluna. Það var líka svo gaman þegar við fórum öll saman til London eða þegar við vorum öll saman á Kanarí þegar mamma varð fimmtug. Þessi tími og þessar minningar eru mér ómetanlegar. Elsku Gunna, mikið er erfitt að hugsa til þess að ég muni ekki hitta þig aftur í þessum heimi og að þú verðir ekki með okkur um næstu jól og áramót. Það verður svo tómlegt að hafa ekki þína skemmtilegu nærveru og þinn fallega hlátur við borðið með okkur. Þótt ég viti vel að þú og amma Dóra munið fylgjast vel með okkur. Þú varst mér alltaf svo góð, þú varst mér svo mikilvæg, þú varst, ert og verður ávallt svo stór hluti af mér elsku Gunna frænka mín og minningarnar sem við eigum saman munu fylgja mér um alla tíð. Þú varst mér sem amma, Sigrún Lilja Guðjónsdóttir Gunna frænka eins og hún var ávallt kölluð í fjölskyldunni var alin upp í stórum systkinahópi á Skansinum í Vestmannaeyjum. Ung að árum flutti hún til Reykjavíkur þar sem hún lærði til ljósmóðurstarfa og eru þau mörg börnin sem hún er búin að taka á móti í gegnum tíðina. Ég var svo lánsöm að hafa Gunnu frænku hjá mér þegar ég átti tvær yngri dætur mínar og var það yndislegt. Mér er það sérstaklega minn- isstætt þegar hún tók á móti yngstu dótturinni þegar hún sagði við mig hlæjandi, jæja þá kemur einn Skansarinn enn. Ég vil með þessu ljóði þakka Gunnu frænku samfylgdina og fyrir allt sem hún var mér og fjölskyldu minni. Mínar innilegustu samúð- arkveðjur sendi ég sambýlis- manni Gunnu, Birni Björnssyni. Þig faðmi liðinn friður guðs, og fái verðug laun þitt góða hjarta, glaða lund og göfugmennska í raun. Vér kveðjum þig með þungri sorg, og þessi liðnu ár með ótal stundum ljóss og lífs oss lýsa gegnum tár. Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt, og bjart um nafn þitt er. Og vertu um eilífð ætíð sæll! Vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti.) Kveðja. Magnea Ósk og fjölskylda. Brostinn hinn bjartasti strengur, með bergmálið mjúka og þýða. Hljómur þess heyrist ei lengur, í hjörtum þó geymist hann víða. Minning um konu og móður, mildi og ástina mestu. Hafðu þökk fyrir allt og allt elsku frænka. Ína, Hafsteinn og fjölskylda. Sá sem fæðist hann deyr. Það sem var er ei meir. Í endinum upphafið býr. Og aftur er heimurinn nýr. .... (K.K.) Guðrún Lilja eða Gunna frænka eins og við kölluðum hana fæddist inn í stóra fjölskyldu sem kennd er við Skansinn í Vest- mannaeyjum. Halldóra móðir mín var elst 10 alsystkina, barna Guðrúnar Jónsdóttur og Magn- úsar Þórðarsonar. Þær systur Gunna og Dóra móðir mín sem lengst af bjó í Hávarðarkoti í Þykkvabænum voru mjög sam- rýmdar. Gunna var mikið í sveit- inni hjá Dóru systur sinni sem barn og unglingur og tengslin við okkur systkinin urðu sterk. Ung að árum fór Guðrún Lilja til Reykjavíkur menntaðist sem ljósmóðir og vann lengst af við það fag í Reykjavík. Til hliðar við starfið vann Gunna um tíma að félagsmálum Ljósmæðrafélagsins og var í kvenfélaginu Hringnum sem styrkir Barnaspítala Hringsins. Þá naut hún þátttöku í starfi Heimaeyjar, kvenfélagi brott- fluttra Vestmannaeyinga. Sem ljósmóðir tók Gunna á móti undirrituðum, báðum dætr- um okkar sem og fjölmörgum öðrum börnum í fjölskyldunni og utan hennar. Gunnu varð ekki barna auðið sjálfri en við systk- inabörn hennar og síðan okkar börn fengum að njóta umhyggju hennar. Þegar undirritaður flutt- ist til Reykjavíkur til framhalds- náms var Gunna frænka betri en engin. Góð vináttutengsl styrkt- ust á milli okkar og síðar við Guð- rúnu konu mína og Björn mann Gunnu. Gunna og Björn hafa ver- ið miklir vinir okkar og dætra okkar Sigrúnar Lilju og Dóru Bjartar, en Sigrún Lilja ber Lilju nafnið í höfuðið á henni. Fleiri heita í höfuðið á Gunnu því hún á nöfnuna Guðrúnu Lilju Guð- mundsdóttur sem sýnir hvaða hug fólk bar til hennar. Gunna var smekkleg og hafði lag á að hafa fallegt í kringum sig og bar heimilið hennar og Björns þess fagurt vitni. Hún var mikil handavinnukona og lætur eftir sig mörg listaverkin á því sviði. Gunna hafði áhuga á íþróttum sérstaklega handbolta en hún stundaði hann á yngri árum í Vestmannaeyjum. Einnig hafði hún áhuga á listum en því áhuga- máli deildu þau hjónin og nutu þess að fara á listsýningar og tón- leika. Gunna og Björn ferðuðust tals- vert til útlanda. Margar Kanar- íeyjaferðir voru farnar með Magnúsi bróður og Birnu konu hans og síðar Gíslínu systur minni og Hafsteini manni hennar. Gunna var skemmtileg kona sem kunni að lifa lífinu lifandi. Hún lagði yfirleitt gott til mál- anna og það var líflegt í kringum hana. Gunnu verður sárt saknað, hún var vinur vina sinna og fjölskyldu og skilur eftir sig stórt skarð. Blessuð sé minning hennar. Guðjón Sigurbjartsson. Guðrún Lilja Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.