Morgunblaðið - 17.08.2012, Síða 30

Morgunblaðið - 17.08.2012, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2012 ✝ Magnús JakobMagnússon fæddist 19. sept- ember 1955 í Hafnarfirði. Hann lést að heimili sínu 9. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Magnús Kristinn Randrup, málarameistari og hljóðfæraleikari fæddur 24. september 1926 í Hafnarfirði, dáinn 6. janúar 2006 í Reykjavík og Auður Guðmundsdóttir fædd 10. október 1928 í Reykjavík, leik- kona og leikþulur, lést í Kan- ada 5. ágúst 1998. Systkini: Guðmundur Magnússon fædd- ur 11. júní 1946 stýrimaður og smiður búsettur í Borgarnesi. Halldóra Magnúsdóttir fædd 17. júlí 1948, kennari og fyrr- verandi skólastjóri í Vestmannaeyjum búsett í Vogum, Gunnar Kári Magnússon fæddur 19. júlí 1954 fjöl- miðlafræðingur og fangavörður bú- settur í Gautaborg og Halla Magn- úsdóttir fædd 10. febrúar 1959 kennari í Reykja- vík. Magnús lauk námi frá Kennaraskóla Íslands og starfaði við kennslu í Breiðagerðisskóla í nokkur ár. Hann settist í Myndlista- og handíðaskólann og lauk þaðan námi í grafískri hönnun. Hann lærði málaraiðn og starfaði mestalla ævina sem málari. Magnús var ókvæntur og barn- laus. Útförin fer fram í dag föstu- daginn 17. ágúst 2012 kl 15 frá Fossvogskappellu. Gaggi, eða Magnús Jakob Magnússon fæddist árinu á eft- ir mér, þann 19. september 1955. Hann var kallaður Gaggi af því ég kunni ekki að segja Magnús. Við byrjuðum okkar feril í Hafnarfirði og hann end- aði sinn í Breiðholti. Í æsku flæktumst við bræður um Hafnarfjörð eins og við ætt- um hann. Í þá daga var gatan, bryggjurnar og móarnir hinum megin Kanavegar okkar upp- eldisstofnun. Enginn hafði áhyggjur af því þótt tveir strákaormar 5 og 6 ára væru að sniglast á bryggjunum með veiðarfæri úr snæri og beygð- um nagla. Síðan var snærið endurunnið og bundið upp í hest sem fleygði okkur oftast af á næstu þúfu. Í okkar æsku voru allar þúfur mjúkar. Seinna fluttum við til Reykjavíkur okkur til tíma- bundinnar sorgar, eða þangað til við komumst að því að æv- intýraheimurinn var þar sem við vorum og fjaran við Sörla- skjólið og Grandabryggjurnar og Seltjarnarnesið voru alveg jafn spennandi og móarnir og bryggjurnar í Hafnarfirði. Unglingsárin komu og fóru. Ég flutti snemma að heiman, en Gaggi sat eftir. Honum lá aldrei á. Hann las til kennara og vann um skeið sem slíkur. Lærði í myndlistaskólanum en notfærði sér þá menntun lítið. Svo fór hann í Iðnskólann og vann sem málari til dauðadags. 1982 kom ég til Íslands úr fjölmiðlanámi og fékk vinnu hjá Umferðarráði við upplýsinga- störf. Eitt af verkefnum þess starfs var að skrifa vikulega umferðarpistla í Moggann. Þá voru menn sjaldan í öryggis- beltum svo af nógu var að taka. Til að gera langt mál skemmti- legra bað ég Gagga um að teikna myndir með greinunum. Hann fékk pistilinn og skilaði mér síðan mynd sem honum fannst hæfa. Er skemmst frá því að segja að engum tillögum hans var hafnað. Mörgum árum seinna bað ég hann um að gera útlitshönnun á ársriti pappírsölufyrirtækis í Svíþjóð. Það var auðsótt mál og samþykkti fyrirtækið einnig til- lögur hans án breytinga. Hann bar aldrei hæfileika sína á torg. Þú þurftir að leita til hans. Ekki vegna þess að honum fyndist hann of góður til að selja hæfileika sína, heldur fannst honum það sóun á tíma og kröftum. Hann leitaði ekki eftir innblæstri í listsköpun sinni, en þegar innblásturinn kom þá tók hann honum fagn- andi. Hann var barnelskur en átti engin börn. Öll börn áttu hann. Hann var veiðimaður sem elskaði að veiða án beitu. Veið- in var aldrei takmarkið heldur veiðiförin sem slík. „Þeir unnu!“ Röddin var Gagga og hann var hress kvöldið sem Íslend- ingar unnu Frakka. Við ósk- uðum hvor öðrum til hamingju og nutum sigursins. Það var eins og þetta væri okkar sigur, þó hvorugur okkar hafi nokk- urn tíma þótt frækinn í íþrótt- um. Sjálfur sat ég í Svíþjóð og hann á Íslandi og beið upp- skurðar. Einhver hjartaloka var að angra hann og hann var frekar móður. Þetta kvöld heyrði ég ekkert slíkt á mæli hans heldur einungis gleði og stolt yfir því að Frakkland féll fyrir Íslandi. Dagarnir liðu og svo var komið að Gagga öllum. Farðu í friði bróðir sæll, Mundi bróðir óskar hins sama. Gunnar Kári Magnússon. Það getur verið erfitt að horfast í augu við sannleikann en því miður kemst maður ekki hjá því. Gaggi mágur, skírður Magnús Jakob Magnússon, yngri bróðir hans Gunnars Kára, er dáinn. Það er stað- reynd sem enginn getur breytt. Í fjöldamörg ár kom hann til Svíþjóðar á hverju sumri í heimsókn til okkar. Alltaf í tvær vikur. Ekki meira og ekki minna. Alltaf í byrjun ágúst. Mikilvægt. Hann mætti á staðinn með málara- buxurnar sínar, derhúfuna og gleraugun í snúru svo hann gæti sett þau upp og tekið ofan eftir þörfum. Sítt og mikið skegg sem að hluta til duldi fal- lega brosið hans, en það gerði ekkert til. Allur hann var eitt bros. Dillandi hlátur sem bara Gaggi hafði. Gagga hlátur. Þegar þeir bræður hittust á sumrin hurfu þeir inn í sinn eigin heim. Þeir spjölluðu yfir whiskyglasi, ræddu verðandi málningarverkefni í húsinu, sátu löngum tímum saman úti á verönd og nutu samverunnar. Okkur var gefinn árabátur sem þeir bræður, af mestu al- úð, skröpuðu í burtu gamla málningu, máluðu upp á nýtt og gerðu sem nýjan. Þá var að finna nafn á bátinn. Engin spurning, báturinn fékk nafnið HMS Gaggi. Þeir bræður fóru oft út á vatn með veiðistöng og beitu en ef einhver fiskur var svo óheppinn að bíta á agnið var honum hjálpað til baka í vatnið. Gaggi var mjög listrænn og vandvirkur. Þeim verkefnum sem hann tók að sér skilaði hann með glæsibrag. Sérstak- lega er mér minnisstæð gömul kommóða sem ég fékk. Gaggi sá strax hvaða eiginleikum kommóðan bjó yfir og hvað hægt væri að gera hana fína. Vikurnar tvær það sumarið fóru í að gera hana upp. Hann fór snemma á fætur, út í bíl- skúr, strauk yfir kommóðuna og fann með næmum höndum hvernig ástatt var með lakkið, hversu margar umferðir þyrfti að fara til þess að fá hana fína. Slípa, lakka alveg þar til hún varð að listaverki. Síðasta kvöldið skellti hann á öllum höldunum og kommóðan var tilbúin. Stolt stofunnar. Gaggi var einstaklega góður maður. Hann hallmælti aldrei öðrum. Hann gat fordæmt vonda atburði en dæmdi ekki manneskjurnar sem fram- kvæmdu þá. Hann sagði bara „uuussss“ og þá vissi maður hvað honum þótti. Í sumar kom hann ekki til okkar vegna heilsunnar. Fyrsta sumarið í mörg ár. Það var tómt án hans en hann var stað- ráðinn i að koma næsta sumar. Við töluðum saman á laugar- daginn var þar sem hann upp- rifinn sagði frá handboltaleik Íslendinga við Frakka. Gleðin og spennan yfir sigrinum leyndi sér ekki. Síðan var hann allur. Gaggi minn, ég er svo þakk- lát fyrir að hafa fengið að vera samferða þér á lífsleiðinni. Það er leitun að öðru eins ljúfmenni og þér. En núna ertu farinn og kemur ekki aftur… sakna þín. Þín mágkona, Nana Egilson. Í dag kveð ég góðan vin og vinnufélaga Magnús Jakob Magnússon málara. Hann bankaði upp á hjá mér fyrir um sextán árum frakka- klæddur með hatt á höfði hringlaga gleraugu og snyrti- legt alskegg. Hann var kominn til að leita eftir vinnu. Mér fannst hann ekki vera líklegur til að vera málari kannski stjórnmálamaður eða trúboði. Við áttum mjög góðar samræður og eftir því sem á samræðurnar leið varð ég sannfærðari um það að hér væri sómamaður sem gott væri að kynnast betur. Maggi eins og hann var kall- aður var einn af þessum mönn- um sem létu vinnuna hafa for- gang, fagmaður var hann fram í fingurgóma. Það brást ekki að hann var alltaf mættur fyrstur og heim síðastur. Alltaf tilbúinn að bæta á sig vinnu ef þannig stóð á. Maggi var einstakur vinnu- félagi sem gott var að vinna með, húmorinn og góða skapið alltaf til staðar. Hann var mús- íkalskur síflautandi tónlist af ýmsu tagi. Það kom fyrir þegar hann flautaði sama lagið nokkrum sinnum að vinnufélagar báðu hann um að snúa plötunni við og ekki stóð á því hjá Magga, nýtt lag fór í loftið. Menn tóku Magga stundum með fyrirvara þegar komið var á nýjan vinnustað, en það var fljótt að breytast þegar menn fóru að kynnast, þá sóttust menn eftir að eiga við hann samræður og njóta hnyttinna svara hans og glaðværðar. Einn byggingarstjóri sagði í mín eyru að Maggi væri gullmoli á vinnustað, það voru ekki bara heiðarleg vinnubrögð hans heldur og ekki síður félagsleg samvera. Það voru mikil forréttindi fyrir mig að fá Magga sem vinnufélaga. Ég sé með söknuði á eftir einum besta, traustasta og heiðarlegasta félaga sem ég hef eignast, við urðum vinir frá fyrsta degi og aldrei fór styggðaryrði á milli okkar. Minningin um góðan vin mun ætíð vera í huga mér. Aðalsteinn Ingi Aðalsteinsson. Magnús Jakob Magnússon ✝ BrynhildurRagna Finns- dóttir fæddist á Geirmundarstöðum á Skarðsströnd 24.8. 1931. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 10.8. 2012. For- eldrar Brynhildar voru Finnur Jóns- son, f. 29.4. 1891, d. 24.6. 71, og Stein- unn Haraldsdóttir, f. 4.2. 1902, d. 28.7. 79. Systkini Brynhildar voru Hólmfríður, f. 26.5. 27, Jón Mag- dal, f. 12.6. 28, Geirmundur, f. 29.3. 30, Finnur Kristján, f. 24.2. 35 og Haraldur Borgar, f. 4.2. 42. Fóst- ursystir þeirra var Þorbjörg Júl- íusdóttir, f. 25.4.16, d. 5.1. 84, eft- irlifandi maður er Georg Ólafsson, f. 26.3. 09. Brynhildur ólst upp á Geir- mundarstöðum og hlaut grunn- skólamenntun í farskóla sveit- arinnar. 17 ára fór hún í vist til Reykjavíkur og ári síðar að prest- setrinu að Reykhólum. Vorið 1950 fór Brynhildur til starfa á bænda- skólanum á Hvanneyri þar sem hún kynnist eiginmanni sínum, Sigurgeiri Garðarsyni, f. 21.2. 1933 frá Staðarhóli í Eyjafirði. Haustið 1951 fór hún til hússtjórn- arnáms við Húsmæðraskólann að Laugum í Reykjadal og fluttist síð- an um vorið að Staðarhóli þar sem hún bjó allt til dánardags. Börn a) Páll Valur, kvæntur Önnu Egilsdóttur, b) Elmar Geir, kvænt- ur Nönnu Teitsdóttur, c) Erla Hrönn. 5. Magnús Geir, f. 27.8. 58, í sambúð með Önnu Lindu Rob- inson. Dætur: b) Sandra Kristrún, unnusti Víðir Orri Reynisson, c) Rakel Sara. Fyrir átti Magnús Geir a) Ragna Klara, synir Alex Darri og Birkir Ari. 6. Sigurgeir, f. 25.7. 60, giftur Ástu Heiðrúnu Stefánsdóttur. Börn: a) Steinunn Erla, unnusti Sverrir Brynjar Berndsen, dóttir hans Iðunn Ólöf, b) Alma Sigrún, c) Garðar Stefán Nikulás. 7. Ragnheiður Brynja, f. 30.5.62, gift Gísla Baldurssyni. Börn: a) Gerður Halla, í sambúð með Pálmari Garðarssyni, dóttir Anna Ragnheiður, b) Jón Baldur, c) Hildur Erla, d) Ingibjörg Elín, í sambúð með Pétri Þór Jakobssyni. 8. Kolbrún f. 9.2. 66, gift Aðalsteini Ómari Þórissyni. Börn: a) Ragnar Smári, b) Rebekka Sif. Fyrir átti Kolbrún: a) Jón Heiðar, í sambúð með Önnu Dís Guðrúnardóttur, sonur Jökull Kári, b) Tinna Ósk, dóttir Máney Lind, c) Valdemar Karl, í sambúð með Birethu Vitalis Joensen, hennar dóttir er Rakul. 9. Erla Sigurgeirsdóttir, f. 2.3. 67, unnusti Finnur Steingrímsson. Dóttir Erlu er Íris Björk, í sambúð með Jóni Þór Arngrímssyni. 10. Kristrún, f. 20.3. 71, í sambúð með Þórarni Guðnasyni. Börn: a) Jón Guðni, í sambúð með Grétu Karen Friðriksdóttir, b) Elín Mist, c) Katrín Þöll. Útför Brynhildar Rögnu fer fram frá Munkaþverárkirkju í Eyjafjarðarsveit í dag, 17. ágúst 2012, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Brynhildur giftist Sigurgeiri 25.12. 1953. Hann er sonur hjónanna Garðars Sigurgeirssonar, f. 6.9.1 899 á Öng- ulstöðum í Eyjafirði, d. 21.7. 80 og Krist- rúnar Guðlaugar Sigurðardóttur, f. 18.5. 1905 á Há- konarstöðum á Jök- uldal, d.21.9. 85. Brynhildur Ragna og Sigurgeir eignuðust tíu börn. 1. Garðar Rúnar, f. 30.7. 53, kvæntur Arn- björgu Sveinsdóttur. Börn: a) Guðrún Ragna, gift Jóni Vali Sig- urðssyni, synir Mikael og Breki, b) Brynhildur Bertha í sambúð með Elvari Snæ Kristjánssyni, sonur Aron. 2. Finnur, f. 26.12. 54, var kvæntur Sigríði Ósk Jón- asdóttur. Þau slitu samvistir. Börn: a) Sigurgeir í sambúð með Margréti Elínu Garðarsdóttur, b) Arnar Gauti kvæntur Írisi Rún Gunnarsdóttur, börn Angantýr Máni og Aþena Sól, c) Telma Kar- en, unnusti Jóhann Óli Eiðsson. 3.Valdimar, f. 8.6. 56, kvæntur Soffíu Pálmadóttur. Börn: a) Eva Björk, í sambúð með Ólafi El- ínarsyni, börn Kormákur og Fura Elín, b) Jóhann Már, í sambúð með Ragnhildi Öldu Maríu Vil- hjálmsdóttur, sonur Vilhjálmur Andri. 4. Unnsteinn, f. 18.7. 57, kvæntur Hörpu Gylfadóttur. Elsku mamma mín er dáin, hún er farin til himna og ég sé hana aldrei aftur, en hún á svo stórt pláss í huga mínum og hjarta. Ég á svo margar fallegar minningar um hana sem ég geymi og ætla að rifja upp þegar ég þarf að hugsa um eitthvað fallegt. Brynhildur Ragna Finnsdóttir hét hún en var alltaf kölluð Binna og bjó á Staðarhóli í Eyjafjarðarsveit. Þótt móðir mín sé nú aðeins minningin ein mun ég ávallt minnast hennar með glöðu geði og dýpstu virðingu, hugheilu þakklæti og hjartans hlýju, fyrir allt og allt. (Sigurbjörn Þorkelsson) Sofðu, hvíldu sætt og rótt, sumarblóm og vor þig dreymi! Gefi þér nú góða nótt guð, sem meiri’ er öllu’ í heimi. (G. Guðm.) Þinn sonur, Sigurgeir. Nú hefur Binna á Staðarhóli kvatt þennan heim. Tengdamóðir mín var einstök kona og hennar verður sárt saknað. Hún var lífs- glöð, ákveðin og hafði sterkar skoðanir. Hún hélt utan um og fylgdist með afkomendum og skylduliði af mikilli umhyggju og ástúð. Fram undir það síðasta mundi hún afmælisdaga allra sinna fimmtíu og tveggja afkom- enda og maka þeirra. Alltaf var gott að koma í Stað- arhól. Þar var alltaf eitthvað gott til að bjóða gestum og gangandi, í mat og bakkelsi. Öllum var vel fagnað og höfðu þau hjón einstaka ánægju af því að taka á móti gest- um. Aldrei man ég eftir að Binna kvartaði yfir gestanauð og aldrei stóð svo illa á að ekki væri hægt að taka á móti gestum. Snyrtimennsku Binnu var við- brugðið og má nærri geta að ekki hafi alltaf verið létt að halda heim- ili með allan þennan fjölda af fólki. Aldrei kvartaði Binna yfir álaginu, en átti til að láta í sér heyra ef henni fannst að heimilisfólk gengi ekki nógu vel um. Samt fann Binna tíma fyrir allskonar handavinnu og hafði gaman af því að prófa nýj- ungar eins og sjá má í stofunum á Staðarhóli. Áhugamál Binnu voru mörg. Hún hafði yndi af því að ferðast, bæði innanlands og utan, svo að stundum jaðraði við ævintýra- mennsku. Hún ferðaðist til fjölda landa ýmist með Sigurgeiri eða vinkonum sínum. Hún hafði mjög gaman af því að fara á mannfagn- aði og böll voru í sérstöku uppá- haldi. Svo var hún heilmikil tísku- skvísa og hafði gaman af fallegum fötum. Hún hélt sér alltaf vel til og hafði orð á því við okkur sem yngri vorum í fjölskyldunni ef við fylgd- umst ekki nógu vel með tískunni. Binna lagði mikla vinnu í blóma- garðinn á Staðarhóli, sem er ekki smár í sniðum. Hún hafði mikið yndi af því að rækta hann og hlúa að blómum og runnum. Hún hafði svo góða yfirsýn yfir hann af sól- pallinum sunnan við hús, sem var listilega smíðaður hjá Sigurgeiri. Þar fannst henni gott að sitja við handavinnu sína á góðviðrisdög- um. Reyndar virtist vera oftar gott veður á pallinum hjá Binnu, en annars staðar í Eyjafirði. Það var mikið þrekvirki hjá Binnu og Sigurgeir að koma upp öllum þessum barnahóp áfalla- laust. Kannski var það ekki alveg planað í upphafi að börnin yrðu svona mörg. Binna sagði glettin þá sögu að hana hefði nú alltaf langað til að eignast stelpu. Þegar hún var svo komin með fimm stráka leist henni ekki á blikuna. Þá benti vin- kona hennar henni á að ef barn væri skírt eftir föður sínum við þessar aðstæður, þá væri það óbrigðult að næsta barn yrði stelpa. Binna taldi nóg að hluti úr nafni Sigurgeirs færi á sveininn og drengurinn var skírður Magnús Geir. Ekki dugði það því að sjötta barnið varð drengur. Þá var ekki nema um eitt að ræða og það var að skíra að fullu í höfuð föðurins og drengurinn hlaut nafnið Sigurgeir. Nú og viti menn þetta dugði og stelpan kom. En ekki nóg með það – þrjár fylgdu í kjölfarið. Nú er kveðjustundin komin. Frá fyrstu stundu var maður um- lukinn velvild og umhyggju, og studdur í blíðu og stríðu. Fyrir það ber að þakka. Megi góður guð styrkja þig í sorginni elsku tengda- pabbi. Arnbjörg. Mér er einkar ljúft að minnast elskulegrar tengdamóður minnar. Nú skilja leiðir og er mér efst í huga þakklæti fyrir samferðina sem hófst þegar ég kynntist elstu dóttur þeirra Sigurgeirs, Ragn- heiði. Tíminn líður og í dag eru lið- in nær 30 ár síðan undirritaður kom inn í fjölskylduna á Staðar- hóli. Hjá tengdaforeldrum mínum mætti ég frá upphafi mikilli hlýju og velvild. Þau voru þá á besta aldri og Binna rétt liðlega fimm- tug. Hún var kona mikilla mann- kosta, bæði hógvær og dagfar- sprúð en jákvæð og hreinskiptin með góða nærveru. Eiginlega fannst mér hún aldrei eldast a.m.k. ekki andlega. Á þessum tíma var heimilið stórt og gestkvæmt en gestrisni tengdaforeldra minna einstök og þeim í blóð borin. Aldrei heyrði ég Binnu kvarta þótt þröngt væri á þingi og alltaf var nóg pláss fyrir alla. Vafalaust hef- ur samheldni tengdaforeldra minna þarna greitt þeim götu. Við eigum einnig ljúfar minningar frá 60 ára afmæli Binnu en þá heim- sóttu þau Sigurgeir okkur til Fal- un í Svíþjóð. Við minnumst allra heimsóknanna að Staðarhóli. Okk- ar beið þar ætíð veislumáltíð en áhyggjur hennar beindust þó eink- um að því að allir hefðu örugglega fengið nóg. Út úr búrinu ultu síðan iðulega allskyns kræsingar og þeg- ar við báðum hana að hafa ekki of mikið fyrir okkur heyrðist oftast „ég átti þetta nú bara til“. Fjölskyldan er nú orðin stór og barnabörnin og barnabarnabörnin mörg. Öll hafa þau sótt eftir að vera í sveitinni og alltaf höfðu afi og amma nægan tíma fyrir þau, hvert og eitt. Missir þeirra er mik- ill og okkar allra en mestur er þó missir Sigurgeirs. Aðdáunarvert var að sjá hvernig hann annaðist eiginkonu sína í veikindum hennar síðustu árin, vakinn og sofinn. Að lokum, góð kona er nú geng- in að lokinni farsælli ævi. Hafðu þökk fyrir samvistirnar og ég bið almættið að veita Sigurgeiri styrk í sorginni svo og fjölskyldunni allri. Takk fyrir allt. Við sólar eld, við íssins bál, ég eining segulvaldsins finn. Að nefna dauða – er dauðlegt mál, því duft og loft er fullt af sál síns guðs- í kjarnann innsta inn. (Einar Benediktsson) Gísli Baldursson. Elsku Binna, nú hefur þú horfið okkur sjónum, en við höldum minningunni um lífsglaða og hlýja konu sem var ung í anda þrátt fyr- ir rúm 80 ár. Konu sem fylgdist Brynhildur Ragna Finnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.