Morgunblaðið - 17.08.2012, Page 32

Morgunblaðið - 17.08.2012, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2012 ✝ Ólafur Gunn-arsson fæddist Í Vestmannaeyjum þann 22. mars 1930. Hann lést á Gjörgæsludeild Landspítalans á Hringbraut þann 7. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar Ólafs voru Jóhann Gunnar Ólafsson bæjarfógeti og sýslumaður á Ísafirði, f. 19.11. 1902, d. 1.9. 1979, og kona hans Ragna Haraldsdóttir, f. 24.9. 1905, d. 11.5. 1966. Bræður Ólafs eru 1) Gunnar Örn, f. 23.4. 1932, d. 20.5. 2001, maki hans Ásta Guð- brandsdóttir, f. 17.2. 1931. 2) Hilmar, f. 5.3 1935, maki hans er Guðrún Þóra Jónsdóttir, f. 25.5. 1941. 3) Reynir, f. 14.2. 1938, d. 9.6. 1944. 4) Kristinn Reynir, f. 8.6 .1944, maki hans er Ólöf Baldvinsdóttir, f. 15.4. 1944. Ólafur kvæntist 1959 eft- irlifandi eiginkonu sinni Ágústu Guðmundsdóttur, f. 3.9. 1938. Börn Ólafs og Ágústu: 1) Ásta, f. 16.1. 1960, hennar dóttir með Þorsteini Þorsteinssyni, f. 26.3. 1960 er Kolbrún, f. 20.6.1982. 2) gerð 1978-1983, var ráðgjafi hjá Framkvæmdastofnun rík- isins 1984-1985, stundaði ráð- gjöf á eigin vegum frá 1985- 1989 og var svo verkfræðingur hjá Kópavogsbæ frá 1989 þar til hann hætti störfum. Ólafur var formaður Fasteignamats- deildar Vestmannaeyja 1966- 71, sat í varastjórn Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna 1962-1967, einnig sat hann bygginganefnd sjúkrahúss Vestmannaeyja 1968-1972. Ólafur var í stjórn AKOGES í Vestmannaeyjum 1968-1969. Hann var einn af stofnendum Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar og sat í stjórn hans 1990-1994. Ólafur var lengi meðlimur í Lionsklúbbi Kópavogs og var formaður hans 1995-1996. Ólafur var mikill áhugamað- ur um ættfræði og safnaði að sér miklu af gögnum í þeim fræðum, hann hafði einnig mikinn áhuga á ljósmyndun og var iðulega með myndavélina tiltæka. Einnig safnaði hann gömlum ljósmyndum sem hann flokkaði og tengdi við ætt- fræðisafn sitt. Hann var einnig mjög fróður um landið sitt og naut þess að ferðast um það. Útför Ólafs fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 17. ágúst 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Ragna, f. 6.3. 1964, d. 31.10. 1982. 3) Sigríður f. 20.5. 1975, hennar eiginmaður er Guðni Einarsson fæddur, 24.7. 1974. Þeirra synir eru Einar Atli, f. 25.2. 2003, Ólafur Breki, f. 25.2. 2003 og Kristján Darri, f. 15.2. 2012. Ólafur ólst upp í Vestmannaeyjum til tíu ára aldurs, átti síðan heima í Hafnarfirði og loks á Ísafirði fram á menntaskólaár. Ólafur lauk stúdentsprófi frá MR 1951, fyrrihlutaprófi í verk- fræði frá HÍ 1954 og prófi í byggingarverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1957. Ólafur starfaði sem verk- fræðingur hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í Reykjavík 1957-1959. Hann var fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðv- ar Vestmannaeyja 1959-1967 og bæjarverkfræðingur Í Vest- mannaeyjum 1962-1972 og í Kópavogi 1972-1978. Hann kenndi við Tækniskóla Íslands og var deildarstjóri útgerð- ardeildar Tækniskólans frá 1978-1983. Ólafur stundaði verktakastarfsemi við vega- Þakklæti er mér ofarlega í huga er ég kveð föður minn í dag. Þakklæti fyrir að veita mér ástríkt og öruggt umhverfi þegar ég var að alast upp. Þakklæti fyrir ástina og um- hyggjuna sem hann bar fyrir mér og börnunum mínum. Hann var kletturinn sem alltaf var til staðar þegar við þurftum á honum að halda. Þó að hann hefði ekki endilega mörg orð um tilfinningar sínar vissi ég alltaf hug hans í minn garð og það er ómetanlegt að hafa haft svo traust bakland í lífsins ólgusjó. Ég var orðin unglingur þeg- ar ég áttaði mig fyrst á að pabbi hefði kannski ekki svör við öllum spurningum mínum. Fram að þeim tíma hélt ég að hann væri alvitur. Hann var fróður um flesta hluti og ákaf- lega minnugur. Hann hafði mikinn áhuga á ættfræði og sá áhugi efldist eftir því sem árin færðust yfir. Hann hafði viðað að sér miklum upplýsingum í ættfræð- inni og gömlum ljósmyndum og flokkað allt niður og raðað eftir kúnstarinnar reglum. Það var allt í röð og reglu hjá honum. Hann geymdi allt sem hann taldi skipta máli og átti orðið mikið safn af allskonar hlutum. Hann tók líka mikið af ljós- myndum, var alltaf með myndavélina við höndina. Var á árum áður með myrkrakompu og framkallaði sjálfur sínar myndir. Þessar myndir eru sem fjársjóður fyrir fjölskylduna í dag. Pabbi var handlaginn og hafði mikið verkvit. Hann mál- aði, flísalagði og smíðaði fyrir mig og með mér. Það var fátt sem hann ekki gat lagað og þurfti stundum ekki annað en grátt ofurlímband til að bjarga hlutunum. Hann stundaði golfið með mömmu og naut þess að hitta fólk og spjalla. Hann var heið- arlegur, traustur og tryggur en hafði líka skap og gat verið þrjóskur. Um það leyti sem tvíbura- drengirnir mínir, Einar Atli og Ólafur Breki, fæddust hætti pabbi að vinna. Hann var þá boðinn og búinn að passa drengina fyrir mig á meðan ég var í skólanum eða að læra. Hann gerði mér með þessu kleift að klára mitt nám án telj- andi tafa og naut þess mjög að vera samvistum með afadrengj- unum sínum. Sami áhugi var í garð Kristjáns Darra sem fæddist fyrr á þessu ári og var unun að sjá þá tvo horfast í augu, báða jafn dolfallna yfir hvor öðrum. Ég bið þess að pabbi og Ragna systir mín séu nú saman en fráfall hennar var foreldrum mínum afskaplega þungbært. Ég þakka fyrir mína góðu fjöl- skyldu og kveð hann pabba minn með sárum söknuði. Sigríður Ólafsdóttir. Óli afi var alltaf mjög góður við okkur. Hann hjálpaði okkur að ljósrita bílamyndir og skipti um batterí á rafmagnsbílunum okkar. Hann var skemmtilegur og leyfði okkur margt. Hann og amma fóru oft með okkur í bíó. Þau komu líka oft og horfðu á okkur keppa í sundi. Okkur þótti mjög vænt um Óla afa og munum sakna hans mikið. Einar Atli og Ólafur Breki. Ólafur frændi minn og vinur yfirgaf okkur í ágústbyrjun þegar miðnætursólin var tekin að hopa á vesturhimninum. Mæður okkar voru systur, feð- ur okkar góðir vinir og milli okkar barnanna tókst ágæt vin- átta enda var samgangur mikill milli fjölskyldnanna. Sumar- langt dvaldist ég á æskuheimili Ólafs á Ísafirði hjá Rögnu móð- ur hans Haraldsdóttur og Jó- hanni Gunnari Ólafssyni bæj- arfógeta og fræðimanni. Það var gaman fyrir ungan dreng að kynnast heimilisbragnum að Hrannargötu 4 og hvílíkar önd- vegismanneskjur þar bjuggu. Þetta sumar er einhver bjart- asta minning æskunnar. Sólin skein ávallt í heiði og ég steig mín fyrstu skref á al- mennum vinnumarkaði í einni af rækjuverksmiðjum staðar- ins. Jóhann Gunnar var hafsjór af fróðleik, Ragna manngæskan holdi klædd og synirnir fjórir skemmtilega ólíkir. Tíminn leið og lífið varð smám saman bæði flóknara og erfiðara en þetta sólríka sumar vestur á fjörðum. Það var ómetanlegt í öllum öldugangi tilverunnar að eiga Ólaf að vini. Hann var rólegur í lund og fastur fyrir og manna fróðastur um ættfræði og sögu. Ólafur var mjög bóngóður sem bæði móðir mín og ég fengum ítrek- að að reyna. Nú er komið að leiðarlokum og frændgarðurinn þynnist enn. Steinunn systir mín lést fyrr á þessu ári svo að nú hafa þau bæði safnast til foreldra okkar. Ég minnist Ólafs Gunn- arssonar með miklu þakklæti og virðingu. Hann var traustur maður og ljúfur í viðkynningu og heill í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Far í friði, vinur og frændi og hafðu þökk fyrir allt og allt. Óttar Guðmundsson. Ólafur Gunnarsson var pabbi minnar kæru æskuvinkonu Rögnu sem lést aðeins 18 ára gömul af slysförum. Ég uppgötvaði heim fullorð- inna með Rögnu. Strákar, næt- urævintýri, lystisemdir og for- boðnar veigar, með henni prófaði ég allt í fyrsta sinn. Hjallabrekkan var líkt og mitt annað heimili á þessum ár- um. Óli og Gússý tóku okkur vinkonum Rögnu opnum örm- um og sýndu okkur áhuga, hlýju og virðingu. Þau skildu að við vorum að verða konur og þurftum stuðning en um leið rými til að uppgötva og gera mistök sjálfar. Ég gleymi aldrei köldu þriðjudagskvöldi í janúar þegar við Ragna lágum inni í herbergi og skrifuðum ljóð á iljarnar á hvor annarri. Það var bankað á dyrnar; Óli stóð fyrir utan. „Stelpur mínar, komið þið að- eins fram, mig langar að tala við ykkur“ Við fórum fram, pínu smeykar, hvað höfðum við gert? Óli horfði á okkur, með sínum fallegu, djúpu og hlýju augum og sagði okkur að hann vissi að við værum byrjaðar að prófa að drekka. Nú vildi hann bjóða okkur á lítið námskeið og kenna okkur að njóta áfengis, ekki misnota það. Og hann var ekkert að tvínóna við það, næstu kvöld fengum við dýr- mætar kennslustundir um veig- ar og vín, sem hafa nýst mér alla ævi. Óli og Gússý voru falleg, skemmtileg og samhent hjón, og Gússý algert bjútí, engin okkar átti fallegri mömmu en Ragna. Þó yfir þrír áratugir séu liðnir frá andláti hennar hefur ekkert gleymst. Í alltof fáum en dýrmætum heimsóknum til Óla og Gússý hefur verið gott að rifja upp unglingsárin, ég á þær minningar með þeim. Það er með miklum söknuði sem ég kveð Óla og sendi mína hlýj- ustu strauma til Gússý, Ástu, Siggu og barna. Með Óla er genginn góður maður, heill og sjálfum sér sannur. Ása Richardsdóttir. Ólafur Gunnarsson Teg.: 5011 Mjúkir og þægilegir götuskór úr leðri, skinnfóðraðir - Stærðir: 36 - 42. Verð: 14.685. Teg.: 162 Mjúkir og þægilegir götuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 42 - Verð: 14.685. Teg: 5001 Mjúkir og þægilegir götuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 42. Verð: 14.685. Teg: 107 Þessir mjúku og þægilegu skór fást nú aftur í svörtu. Úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 42. Verð: 14.685. Teg: 2703 Mjúkir og þægilegir götuskór úr leðri, skinnfóðraðir. - Stærðir: 36 - 42. Verð: 14.685. Teg. 5205 Fallegir og þægilegir götuskór úr leðri, skinnfóðraðir. - Stærðir: 36 - 42. Verð: 14.685. Teg. 99501 Þessir sérlega mjúku og þægilegu „flugfreyjuskór“ eru nú komnir aftur. Eru úr leðri og skinn- fóðraðir. - Stærðir: 36 - 42 - Verð: 15.885. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið: mán. - föst. 10 - 18. Lokað laugardaga í sumar Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Erum með yndislega Cavalier til sölu. Frábærir fjölskylduhundar Upplýsingar í síma 566 8417. www.dalsmynni.is. Bjóðum rað- greiðslur Visa og Mastercard. Hundaræktun með leyfi. Cavalier-rakkar til sölu Til sölu ótrúlega sætir cavalier blen- heim-hvolpar með ættbók frá HRFÍ. Endilega hafðu samband við okkur i e-mail : laudia92@hotmail.com eða í síma 846 4221. Dýrahald Siberian husky-rakki Yndislegur Siberian husky-rakki í leit að framtíðar-fósturheimili. Nánari upplýsingar í síma 8220116 e. kl 17:00. Sumarhús Rotþrær, vatnsgeymar og alvöru moltugerðarkassar Rotþrær og siturlagnir. Heildarlausnir - réttar lausnir. Vatnsgeymar frá 300 til 50.000 lítra. Lindarbrunnar. Borgarplast.is Mosfellsbæ. S. 561 2211. Berjaland til sölu Í landi Kílhrauns á Skeiðum, 50 mínútna akstur frá Reykjavík. Landið er einkar hentugt til skógræktar og útivistar. Krökkt af berjum og falleg fjallasýn. Uppl.: Hlynur, s. 824 3040 Festu þér þinn sælureit í dag. Ýmislegt Áttu pening? Viltu fjárfesta í fjögurra manna fjölskyldu? Við erum hjón með tvo drengi og lítinn hund sem leitum að fjársterkum aðila sem getur hjálpað okkur með húsnæðiskaup. Ef þú hefur áhuga eru nánari upplýsingar á www.fjarfesting.blog.is Viðskipti Nýir litir, nýkomið. Glæsilegir, mjúkir, þægilegir á kr. 5.500, buxur fást við á kr. 1.995. Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-föst. 10-18, Lokað laugardaga í sumar. Þú mætir - við mælum og aðstoðum. www.misty.is - vertu vinur Smáauglýsingar Þegar ég fékk þau boð að fyrrverandi mágur móður minnar, Bragi Vestmann Björnsson, væri fallinn frá setti mig hljóðan. Bragi Vestmar Björnsson ✝ Bragi VestmarBjörnsson fæddist á Sjón- arhóli í Hafnarfirði 18. júní 1929. Hann lést á heimili sínu 23. júlí 2012. Útför Braga fór fram frá Fossvogs- kirkju 31. júlí 2012. Ég vissi um veik- indi hans en samt varð ég dapur. Hann var búinn að gera sjóklárt eins og dótt- ir hans tjáði mér fyr- ir ekki mörgum dög- um. Ég var svo lán- samur að fá tækifæri til að koma við hjá Braga skömmu fyrir frá fall hans, það eru tímar sem ég mun lengi minnast. Þegar ég læt renna í gegnum hugann, mín æskuár þá koma mínar ferðir að heimili Braga og Ernu frænku mjög sterkar upp. Þá rifjast margt upp, það var mjög skemmtilegur tími. Það gerðist ýmislegt hjá okkur unga fólkinu í hinum ýmsu leikjum sem þá voru stundaðir. Það var góð nálægð við Braga. Mér fannst hann hafa meiri tíma fyrir börn en margur annar sem ég hef kynnst í gegnum lífið, enda hændust börn mjög að honum. Hafa barnabörnin misst góðan afa sem mörg munu sakna, en eiga góðar minningar um. Ég leit alltaf upp til Braga. Hann var kraftalegur á sínum yngri árum og alltaf í góð skapi og til í alls konar sprell. Ég held að hann hafi ósjálfrátt átt þátt í dýrk- un minni á móðurafa mínum, sem ég bar mikla virðingu fyrir sem ungur drengur, og vildi líkjast sem mest svo að ég eins og þeir fór í Sjómannaskóla Reykjavíkur. Einnig komum við að störfum í AA-samtökunum, sem hjálpuðu okkur báðum til að komast á rétta braut. Það getur oft orðið erfitt að draga fram einstakar stundir sem skara fram úr öðrum. Þær geymir hver fyrir sig en við getum kallað þær fram á góðra vina fundum og mótum. Samt get ég varla annað en brosað þegar ég minnist Braga og pabba þegar þeir í sameiningu sáu um undirspil í fjöldasöng á ættarmóti norður í Ófeigsfirði. Þá voru þeir töff, aðalgæjarnir á svæðinu. Ég votta börnum Braga, skyld- fólki vinum og öllum þeim sem áttu hann að mína dýpstu samúð og bið Guð að veita þeim styrk. Þess biður, Guðmundur Magnússon (Mundi) og Jóhanna Helgadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.