Morgunblaðið - 17.08.2012, Page 35

Morgunblaðið - 17.08.2012, Page 35
Fjölmiðlar heillandi heimur Frá árinu 2000 hefur hún verið í fjölmiðlastússi og starfað meðal annars á sjónvarpsstöðinni Aksjón og á Ríkissjónvarpinu. Ákveðinn vendipunktur varð í hennar lífi árið 2008 þegar henni var sagt upp sem sjónvarpsfrétta- manni á RÚV. „Í þessum fjölmiðlaheimi er maður inn einn daginn og út þann næsta. En það er dásamlegt að starfa í þessum heimi á meðan á því stendur. Er á meðan er,“ segir Hilda en fullyrðir jafnframt að það sé sárt að missa vinnuna. „Það er glatað. Ég get alveg viðurkennt að mér leið eins og kúknum í laug- inni. Ég leit svo á að ég myndi aldrei vinna í neinum fjölmiðlum aftur og væri glötuð í alla staði. Allir sem missa vinnuna fara með svipuna á bakið og hugsa hvað ef ég hefði gert eitthvað öðruvísi og svo framvegis. Þetta eru alveg eðlileg viðbrögð.“ Hilda gat þó ekki setið lengi að- gerðalaus og velt sér upp úr nei- kvæðum hugsunum. „Ég fór til Þorra sem á stöðina, þá lá hún í dvala. Við lögðum höfuðið í bleyti og fórum til Vinnumálastofn- unnar. Ég og tveir aðrir tökumenn fórum á styrk hjá Vinnumálastofnun til að prófa þetta og hér erum við í dag. Allt í einu eru komnar áhorf- stölur upp úr öllu valdi, 38% lands- manna horfa á N4 en 78% Akureyr- inga. Við þurfum enga styrki lengur og stöndum undir okkur, starfsfólk bætist í hópinn og svo framvegis. Án gríns þá er þetta voðalega krúttlegt allt saman og ég er pínugrobbin af þessu.“ Lífsgleði Hildu á skjánum smitar út frá sér. Hún segir að það sé mik- ilvægt að koma til dyranna eins og maður sé klæddur. „Ef maður er að reyna að vera einhver töffari verður maður bara hallærislegur. Fólk er ekki fífl og sér í gegnum það. Ef mað- ur nær að vera þokkalega einlægur og taka viðtöl sem maður hefur virki- legan áhuga á þá gengur það vel. Að loknum vinnudegi hef ég yfirleitt þá tilfinningu eins og ég hafi gert eitt- hvað gott þann daginn.“ Hún er greinilega á réttri hillu í líf- inu að minnsta kosti á þessum tíma- mótum í lífinu. Afmælisdagur í faðmi vina „Ég er svo heppin að árleg sum- arbústaðaferð vinahópsins hittir akk- úrat á þessa helgi sem er æðislegt. Þetta er allt uppáhaldsfólkið mitt og er einskonar hátíð. Við erum vana- lega tíu fjölskyldur sem förum en núna erum við bara níu. Það er æð- islegt að eyða heilli helgi í faðmi vina og hitta öll hin börnin, hlæja sama og njóta samvistanna.“ Dans heillar Hildu Jönu og grípur hún tækifærið þegar það gefst að dilla sér í Zumba fitness. Hún þver- tekur ekki fyrir að létt spor verði stigin í tilefni dagsins. Fjölskylda Dætur Hildu Jönu eru Hrafnhild- ur Lára Hrafnsdóttir, f. 1997, Ísa- bella Sól Ingvarsdóttir, f. 2004 og Sigurbjörg Brynja Ingvarsdóttir, f. 2005. Hún er gift Ingvari Má Gísla- syni, f. 1976, fótboltamanni, aðstoð- arþjálfara KA og markaðsstjóra Norðlenska. thorunn@mbl.is Úr frændgarði Hildu Jönu Gísladóttur Jóhann G Stefánsson framkv.stjóri Esso Lára Jóhannsdóttir húsfreyja Tryggvi B Kristjánsson sjómaður Magnfríður Sigurbjarnard. húsfreyja Björg Guðmundsdóttir húsfreyja Stefán H Steingrímsson verkamaður Jónína Kristín Gísladóttir húsfreyja Hilda Jana Gísladóttir Gísli Gíslason svæðisstjóri hjá Samkaup Lára Stefánsdóttir skólameistari Sveinsína Tryggvadóttir ráðgjafi Stefán Jóhannsson fjölskylduráðgjafi Sigurveig A Stefánsdóttir starfsm. á leikskóla Gísli M Gíslason sjómaður Gísli Gíslason sjómaður Töffari Hilda Jana. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2012 Helga Sigurðardóttir, skóla-stýra og matreiðslubókahöf-undur, fæddist á Akureyri 17. ágúst 1904. Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson, skólastjóri á Hólum og síðar búnaðarmálastjóri og Þóra Sigurðardóttir. Helga ólst upp á Hólum í Hjaltadal. Hún átti ekki langt að sækja áhug- ann á matreiðslubókagerð en föð- ursystir hennar var Jóninna Sigurð- ardóttir sem var einn helsti frumkvöðull í þróun íslenskrar mat- argerðar á fyrri hluta 20. aldar. Hún gaf út fjölda matreiðslubóka. Þegar Helga var 18 ára gömul fór hún til náms í húsmæðraskóla til Dan- merkur. Hún lauk prófi frá Hús- mæðrakennaraskóla Birgitte Berg- Nielsen árið 1926 og hélt þá heim til Íslands. Þá stundaði hún matreiðslu og kenndi lengst af við Austurbæjar- skóla. Fyrsta bókin, Bökum í heimahúsi, kom út 1930 og eftir það kom út fjöldi matreiðslubóka sem innihéldu margar nýjungar. Hún fylgdist vel með helstu straumum og stefnum í matargerð- arlist frá nágrannalöndunum. Jafn- framt var henni umhugað um að varð- veita þekkingu um gamlan íslenskan mat. Hún lagði ríka áherslu á að nota grænmeti og ávexti til matargerðar sem ekki var útbreitt í þá daga. Helga vann ötullega að stofnun Húsmæðraskóla á Íslandi. Draum- urinn varð að veruleika 7. febrúar 1942 og var hún skipuð skólastýra Húsmæðraskólans að Sólvallagötu 12, 101 Reykjavík. Síðar breytti hann um nafn og varð Hússtjórnunarskólinn í Reykjavík. Helga gegndi embættinu allt til dauðadags. Stórvirki Helgu, Matur og drykkur leit dagsins ljós fimm árum síðar, 1947. Bókin varð þegar mjög vinsæl og segja má að komist næst því að vera matarbiblía Íslendinga. Árið 2009 var hún endurútgefin. Helga hafði mikil áhrif, algengt viðkvæði var í eldhúsinu þegar matargerðin stefndi í óefni: „Það er best að athuga hvað Helga segir.“ Helga lést 26. ágúst 1962. thorunn@mbl.is Merkir Íslendingar Helga Sig- urðardóttir 90 ára Björg Jónsdóttir Bryndís Kristjánsdóttir 85 ára Bjarni Guðjónsson Gerða T. Garðarsdóttir Guðrún Svanbergsdóttir Jónína Árnadóttir Sigrún Flóvenz Ólafsdóttir 80 ára Anton Sigurðsson Hörður Guðbjartsson Inga Ólafsdóttir 75 ára Elísabet Elíasdóttir Hans Jakob Kristinsson Herdís Eggertsdóttir Hulda Gísladóttir Jóhanna Eyþórsdóttir Karl Guðmundur Karlsson Kolbrún Geirsdóttir Sigurður Ágúst Hannesson Þórir Skúlason 70 ára Eiríkur Franz Ragnarsson Kristín Kristjánsdóttir Sveinn Yngvason Þórir G. Kristinsson 60 ára Ágúst Sigurður Sal- ómonsson Dóra Hallbjörnsdóttir Erla Elín Hansdóttir Guðrún Stefánsdóttir Haraldur Líndal Haraldsson Lene Hjaltason Matthías Sæmundsson Þorkell Árnason 50 ára Alda Sigurðardóttir Bjarni Már Júlíusson Björn Finnbogason Hildur Atladóttir Jonas Tirevicius Jóhannes R. Sæmundsson Kristinn B. Steinarsson Markús Karl Valsson Rannveig Einarsdóttir Selma Hreindal Svav- arsdóttir Sigurður Jónsson Sólrún Helgadóttir Sunna Guðlaugsdóttir Vassana Thongthas 40 ára Auður Berglind Ómarsdóttir Dagbjört Eiríksdóttir Guðrún Björk Þorsteinsdóttir Guðrún Fríða Pálsdóttir Íris Rut Erlingsdóttir Jóhann Geir Jónsson Pálína Hildur Sigurðardóttir Ragnheiður Hjálmarsdóttir Sóley Sveinsdóttir Vilhjálmur Másson 30 ára Aaron Ligan Tambaoan Aðalheiður María Vigfúsdóttir Eduards Zarkevics Isatou Joof Janez Vrenko Jenný Bára Sigurðardóttir Kristján Ársæll Jóhannesson Marteinn Einar Gunnarsson Wasana P.G. Wedagedara Til hamingju með daginn 40 ára Þórunn ólst upp í Reykjavík og er búsett á Akurbrekku í Hrútafirði. Hún er aðstoðarleikstjóri í leikskólanum Ásgarði, Borðeyri. Maki Jóhann Böðvarsson, f. 1966, vélsmiður og bóndi. Börn Þorvaldur Helgi, f. 1993, Hrafnhildur Kristín, f. 2000, og Haukur Ingi, f. 2007. Foreldrar Þorvaldur Helgi Benediktsson, f. 1945, og Sigurlaug Gísladóttir, f. 1946. Þórunn Helga Þorvaldsdóttir 30 ára María ólst upp á Akranesi þar sem hún er búsett. Hún er menntaður sjúkraliði og starfar sem aðstoðarkona tannlæknis. Maki Atli Viðar Hall- dórsson, f. 1982, smiður og starfar í Norðuráli. Börn Fríða Sif, f. 2003, og Hafþór Kári, f. 2006. Foreldrar Ragnar Eyþórs- son, f. 1952, starfar í Reykhreinsivirkjun á Grundartanga og Gróa Herdís Ingvarsdóttir, f. 1956. María Ragnarsdóttir 50 ára Sölvi ólst upp á Ísa- firði og er búsettur í Mos- fellsbæ. Sölvi er fyrrverandi stýrimaður og starfar sem rafgreinir í Norðuráli, Grundartanga. Maki Sigríður Sigurð- ardóttir, f. 1972, starfs- og námsráðgjafi. Börn Sigurður Arnar, f. 1988, Margrét Ósk, f. 1990, Hafþór Skarphéðinn, f. 1994, Katrín Mjöll, f. 1999. Foreldrar Arnór Sigurðs- son, f. 1927, d. 1993, og Hulda Jónsdóttir, f. 1933. Sölvi Arnar Arnórsson Góð brauð - betri heilsa Handverk í 18 ár Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Opnunartími Dalvegi: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.