Morgunblaðið - 17.08.2012, Síða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Nú stendur mikið fyrir dyrum á heim-
ilinu, til að mynda vegna endurbóta, flutn-
inga, eða gistiheimsókna. Sestu nú niður og
farðu vandlega í gegnum fjármálin.
20. apríl - 20. maí
Naut Ef þú ert jákvæður og horfir fram á við
reynist þér auðveldara að gera þær breyt-
ingar sem þurfa að verða í lífi þínu. Slakaðu
hvergi á því þú þarft á öllu þínu að halda.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Viðhorf þitt er að hallmæla ekki því
sem þú hefur ekki prófað. Gefðu þér tíma til
þess að víkka út sjóndeildarhring þinn.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft að hafa þig allan við til þess
að missa ekki hlutina úr böndunum. Leyfðu
mönnum að gaspra; þeir gefast upp og þá
kemur þinn tími.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Einhver kemur með góða hugmynd sem
getur skilað þér árangri í starfi og aukið virð-
ingu þína. Einnig skaltu koma nýjum hug-
myndum á framfæri, ef þær kvikna.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ert í sambandi við áhrifamikið fólk
sem margir vilja þekkja. Að öðrum kosti fer
þér best að bíða þess sem verða vill. Leitaðu
þér ráðgjafar og haltu svo þínu striki.
23. sept. - 22. okt.
Vog Jákvætt hugarfar hefur ótvíræð áhrif á
heilsuna. Reyndu að vera þolinmóður gagn-
vart einhverjum sem reynir að skipta sér af
einkamálum þínum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Sumir lofa gulli og grænum
skógum án þess að meina hið minnsta með
því. Ekki reyna að fá þitt fram með offorsi,
bíddu heldur eilítið. Sambönd þín munu
blómstra á árinu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Taktu það rólega í dag. Kannski
er ekki úr vegi að leggja spilin á borðið á
næstunni. Reyndu að skyggnast undir yf-
irborð hlutanna áður en þú tekur afstöðu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nú væri ekki úr vegi að fegra
vinnuumhverfi sitt. Þú vilt hafa eitthvað
spennandi og nýstárlegt fyrir stafni og helst
vera á ferðalagi á ókunnum slóðum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur mikið að gera og skalt
ekki fara út í stórar framkvæmdir á heimilinu.
Þú sérð sömu hlutina endurtaka sig aftur og
aftur í vinnunni.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Leggðu þig allan fram og ekki hafa
áhyggjur neikvæðu peningahliðinni. Margir
vilja leggja stein í götu þína, en þú þarft ekki
að yfirbuga þá til þess að ná árangri.
Pétur Stefánsson veltir fyrir sérgangi tilverunnar:
Ég get alveg sagt með sann,
sýnt og við það staðið;
að Bakkus dregur margan mann
með sér niður í svaðið.
Skáldkonan Theodóra Thorodd-
sen orti á sínum tíma:
Augun gerast vot og veik.
Vitinu sumir farga.
Svona eftir sælan leik
svíkur Bakkus marga.
„Útigangsmenn“ er yfirskrift
brags sem Ágúst Marinósson orti
fyrir mörgum árum eftir að hafa
horft á þátt Jóns Ársæls um úti-
gangsmenn í Reykjavík:
Gæfuleysið lykur lotinn
lúinn fölan drykkjumann.
Hrasar valtur, viljinn brotinn
vini fáa þekkir hann.
Titrandi og tötrum búinn
til að hefja annan slag.
Telur aura trausti rúinn
tekst hann á við nýjan dag.
Þrútin augu ákaft beiða
ásjár þeirra er mætir hann.
Skyldi vilja einhver eyða
aur í þennan tötramann.
Dóm í augum flestra finnur
fyrirlitning skömm og háð.
Aumingi sem ekkert vinnur,
aðeins drekkur, þar er skráð.
Skeggjað andlit, röddin ráma
róninn þekkist hvar hann fer.
Hugur dofinn, drykkjan byrði
dauðinn nálægt hvar sem er.
Náttstað vindur nístir kaldan
nýtist illa blundur hver.
Martröð rýfur sundur svefninn
sálarfargið róninn ber.
Fyrrum átti hann fé og æru
fróma virðing, hús og bíl,
blíða konu, börnin kæru
bjó þá yfir reisn og stíl.
Pabba sinn þá börnin báðu
best að leysa úr hverri þraut.
Hann þau einan ávallt dáðu
allt þar til hann hvarf á braut.
Dæmið ekki drykkjumanninn
dapurt líf hann sjálfur kaus.
Lætur reka á lífsins hafi
lifir við sitt drykkjuraus.
Bakkus fékk hann, felldi í dróma
framar ei hann gengur laus.
Tárin renna um tærðar kinnar
töpuð árin birtast hér,
þegar róninn raunir sínar
rekur dapur fyrir mér.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af Bakkusi, sælum leik
og útigangsmönnum
G
re
tt
ir
S
m
á
fó
lk
H
ró
lf
u
r
h
ræ
ð
il
e
g
i
Fe
rd
in
a
n
d
G
æ
sa
m
a
m
m
a
o
g
G
rí
m
u
r
HUNDUM
FINNST GAMAN
AÐ SYNDA.
OG ÉG VEIT ÝMISLEGT FLEIRA
VANDRÆÐALEGT UM ÞÁ.
VÁ, HVAÐ RIGNIR
MIKIÐ ... VONANDI
FLÆÐIR EKKI YFIR
ALLAN HEIMINN.
ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ ÓTTAST ÞAÐ.
Í NÍUNDA KAFLA FYRSTU
MÓSEBÓKAR LOFAÐI GUÐ
NÓA ÞVÍ AÐ ÞAÐ MUNDI ALDREI
GERAST AFTUR. TÁKN ÞESS
LOFORÐS ER REGNBOGI.
Æ, HVAÐ MÉR LÉTTIR
VIÐ AÐ HEYRA ÞAÐ!
RITNINGARTEXTAR HAFA
STUNDUM ÞAU ÁHRIF.
HVAR HEFUR
ÞÚ VERIÐ ALLT
MITT LÍF?
ÞVÍ MIÐUR HERRA, HÉR
ER VOPNABURÐUR STRANG-
LEGA BANNAÐUR.
VOPN? ÞETTA
ERU EKKI VOPN!
VIÐ ÆTLUM ALLIR AÐ FÁ
NAUTASTEIK OG HÖFUM
HEYRT AÐ ÞÆR SÉU SEIGAR!
Víkverji er rétt að ná sér eftir Ól-ympíuleikana í London. Fékk
tak í bakið eftir tapið á móti Ungverj-
um í handboltanum og er eini Íslend-
ingurinn sem vitað er um að hafi ekki
gengið heill frá leikunum.
x x x
Víkverji byrjaði að hlaupa áður enhann kunni almennilega að
ganga og hefur lengst af verið í góðu
líkamlegu ástandi. Þó ekki í ár og það
kom honum illilega í koll í liðinni
viku. Þrátt fyrir að leikurinn við
Ungverja í átta liða úrslitum leik-
anna hafi verið spennandi og tekið á í
sófanum heima er það engin afsökun
fyrir því að geta sig varla hreyft í
nokkra daga á eftir.
x x x
Undanfarin ár hefur Víkverji variðsumarfríinu að mestu erlendis,
gengið þar af sér skóna og mætt end-
urnærður á sál og líkama til baka. Að
þessu sinni lét hann budduna og
makann ráða för, fór í styttri fjöl-
skylduferðir út frá Reykjavík og eina
lengri norður í land til að byggja sig
sem best upp fyrir Ólympíuleikana.
Þrátt fyrir góðan ásetning var veðrið
þess eðlis að ómögulegt var að hreyfa
sig spönn frá rassi. Sumarsólin hérna
virðist vera heitari en sólin í útland-
inu og það lengsta sem Víkverji gekk
var úr íbúð út á verönd eða úr íbúð
ofan í heitan pott til þess að kæla sig.
Styttra var úr sumarhúsi út í bíl og
ekki var vegalengdunum fyrir að
fara frá bílastæðum í viðkomandi
verslanir.
x x x
Þetta hreyfingarleysi ásamt tölu-verðum akstri dró fyrrnefndan
dilk á eftir sér. Skömmu eftir að leik-
urinn var úti ætlaði Víkverji að
kveikja á fartölvu sinni en sem hann
settist læstist bakið og var Víkverji
sem vinkill lengi á eftir. Verkjatöflur
slógu á eymslin en ekki nóg til þess
að Víkverji gæti þegar tekið upp heil-
brigðari lífshætti og byrjað að ganga
á ný. En nú er öldin önnur, Víkverji
kominn á fulla ferð og ekki seinna
vænna enda mesti viðburður í ís-
lenskri íþróttasögu á morgun – sjálf-
ur úrslitaleikurinn í bikarkeppni
karla í fótbolta. Þá er eins gott að
vera í góðu formi. víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér
skilja, að ég er í föður mínum og þér í
mér og ég í yður. (Jóh. 14, 20.)
Dalvegi 6-8
201 Kópavogur
Sími 535 3500
www.kraftvelar.is
kraftvelar@kraftvelar.is
Bjóðum haugsugur og taðdreifara frá Abbey í miklu úrvali
Pantið tímanlega
Sjálffyllibúnaður
(valbúnaður)
Vacuum dælur
11.000 og
13.000 ltr.
Fjöðrun á beisli Fæst í mörgum
stærðum
Flotmiklir hjólbarðar
30,5R32
Vökvaopnun á
dreifistút
Efnisþykkt:
6mm stál
Est’d. 1947