Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 4
FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Ástand fjölfarinna fjallvega er víða afspyrnu slæmt og það veldur töf- um, skemmdum á ökutækjum og stuðlar að slysum. Vegagerðar- menn segja að fjármagn skorti til viðhalds auk þess sem lítið þýði að hefla í þeim mikla þurrki sem ver- ið hefur í sumar. Þessu síðar- nefnda eru rútubílstjórar með mikla reynslu af hálendisakstri ekki sammála. Haraldur Teitsson, fram- kvæmdastjóri Teits Jónassonar, segir ástandið aldrei hafa verið jafnslæmt. „Skelfing er það orð sem kemur upp í hugann. Það er bara ekkert viðhald,“ segir hann. „Forgangsröðin er eitthvað röng hjá Vegagerðinni eða stjórnvöld- um.“ „Vægast sagt pirraðir“ Verst sé staðan á fjölförnum há- lendisleiðum, s.s. á Kjalvegi og Sprengisandi. Þung umferð og þurrkar hafi slæm áhrif og mikið hafi fokið úr vegum og slæm þvottabretti myndast. Afleiðingin sé sú að aksturinn taki lengri tíma. „Útlendingarnir verða vægast sagt pirraðir,“ segir Haraldur. Þar að auki skemmist rúturnar, gúmmí- fóðringar gefi sig, demparar brotni, dekk springi og herða þurfi innréttingar upp eftir allan hrist- inginn. „Eftir svona sumar þarf mikið að gera.“ Rúturnar hjá Mývatn Tours hafa líka heldur betur fengið að finna fyrir því í sumar en fyr- irtækið fer einu sinni á dag í ferðir frá Mývatni að Öskju, eftir Öskju- leið. Í sumar varð hristingurinn á þvottabretti svo mikill að tvisvar sinnum brotnuðu innri rúður í far- þegarýminu. Enginn meiddist enda er öryggisgler í rúðunum sem kurlast þegar rúðan brotnar. Í kjölfarið var kvartað til Vega- gerðarinnar, enn einu sinni, og þá var vegurinn heflaður. „Það er með endemum að hvert einasta sumar skulum við þurfa að rexa í Vegagerðinni,“ segir Gísli Rafn Jónsson sem rekur Mývatn Tours. Gríðarlega margir bíla- leigubílar og rútur fari þarna um. Þarna þurfi að hefla á þriggja vikna fresti en vegurinn hafi að- eins verið heflaður einu sinni í sumar. „Ríkið setur hundruð millj- óna í að auglýsa landið og fá fólk hingað. Á sama tíma fær Vega- gerðin ekki peninga fyrir lág- marksviðhaldi á þessum vegum. Stjórnvöld verða að taka eitthvað af þessum peningum sem þau setja í kynninguna og setja í Vegagerð- ina. Það gengur ekki að moka fólki til landsins og svo er bara allt í klessu. Fólk fer kannski heim hundóánægt þegar það er búið að skemma bílaleigubílinn. Og við skulum átta okkur á því að það er ekki góð auglýsing fyrir Ísland,“ segir hann. Fyrirtækið leggi mikla áherslu á góða þjónustu. „En svo heyrist ekkert í leiðsögumanninum fyrir djöfulgangi í bílnum. Þetta er bara ekki forsvaranlegt.“ Öskjuleið sé verst frá þjóðvegi eitt upp að Lindahrauni, um 50 km leið sem er minna en helmingurinn af leiðinni. Gísli Rafn segir að þennan vegarkafla þurfi að hefla oftar og hann kveðst alls ekki sam- mála því að ekki taki því að hefla vegi í þurrki. Jafnvel þótt heflunin dugi í fáa daga verði að gera eitt- hvað. Of hratt á þvottabrettunum Ekki megi heldur gleyma því að mikil slysahætta sé á þvottabrett- unum. Margir freistist til að aka greitt yfir þau til að „fljóta“ yfir holurnar. „Svo eru þeir kannski komnir upp í 60 eða 80, þá kemur vinkilbeygja sem þeir ná ekki og dúndra út fyrir veg þar sem þeir maska allt undan bílnum. Fyrir ut- an það að það hafa orðið bílveltur við svona aðstæður,“ segir Gísli Rafn en hann hefur séð mörg dæmi um slíkt í sumar. Þar að auki valdi ástand veg- arins því að menn freistist til að aka fyrir utan hann, jafnvel margra kílómetra leið. „Með því að hafa veginn þokkalega góðan eru menn á veginum. Það er veruleg náttúruvernd fólgin í því að halda honum við.“ Ljósmynd/Mývatn Tours Brot Tvöfalt gler er í bílum Mývatn Tours sem ekur daglega að Öskju, yfir helsta annatímann. „Í þessum svakalega víbringi brotnaði innra glerið í tveimur rúðum með nokkurra kílómetra millibili,“ segir Gísli Rafn Jónsson. Allt í klessu á hálendinu  Ástand fjölfarinna hálendisvega með versta móti  Vegagerðina skortir fé  Heyra ekki í leiðsögumanninum fyrir djöfulgangi  Segja forgangsröðun ranga 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2012 E n g i h j a l l a 8 , 2 0 0 Kó p a vo g i Opið frá 11 - 20 alla daga Meira fyrir peninginn Orkudrykkur 59 kr. React Þessi er svakalegur! 250ml. Viðræður um nýj- an meirihluta í Grindavík ganga vel að sögn Lovísu Hilmarsdóttur, formanns G- listans. Upp úr samstarfi Fram- sóknar- og Sjálf- stæðisflokks slitn- aði í síðustu viku og hófu fulltrúar Samfylkingar og Framsóknarflokks viðræður við G-lista í kjölfarið. „Viðræður eru í góðum farvegi. Fólk er einhuga í því að leggja áherslu á áframhaldandi gott sam- starf á milli þessara þriggja flokka. Meirihlutaviðræðurnar snúast ekki um bitlinga og hvað hver flokkur fær í sinn hlut eins og eldri pólitík var til marks um. Heldur að huga að sam- starfi með hagsmuni Grindvíkinga í huga,“ segir Lovísa. G-listinn er nýtt afl í bæjarstjórn- málum í Grindavík og fékk tvo full- trúa í bæjarstjórn í síðustu kosn- ingum. Að sögn Lovísu verður fundað að nýju á sunnudag. Þangað til munu flokkarnir ráðfæra sig við baklandið. vidar@mbl.is Viðræður í góðum farvegi  Nýr meirihluti í Grindavík Lovísa Hilmarsdóttir Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra, verður við stjórn- völinn í nýjum umræðuþætti á sunnudags- morgnum á sjón- varpsstöðinni ÍNN í haust. „Þetta leggst bara vel í mig, ég hef ekki fengist við svona þátta- stjórnun áður en hlakka bara til,“ sagði Geir í samtali við mbl.is í gær. Að sögn Geirs mun hann fá góða gesti til sín í sjónvarpssal þar sem hin ýmsu þjóðfélagsmál verða til umræðu. Endanleg dagsetning fyrsta þáttar liggur ekki fyrir sem stendur en stefnt er að því að hann fari í loftið um og upp úr miðjum septembermánuði. Ásamt þáttastjórnuninni á ÍNN mun Geir áfram sinna ráðgjaf- arstörfum á lögmannsstofunni Opus lögmönnum í Austurstrætinu. Geir stýrir sunnudags- þáttum á ÍNN Geir H. Haarde Háskóli Íslands og RANNÍS stóðu fyrir opnu málþingi í hátíðarsal Háskóla Íslands í gærmorgun um loftslags- breytingar og áhrif þeirra á Norður-Íshaf. Að sögn Þorsteins Gunnarsonar, sérfræðings hjá RANNÍS, var málþingið mjög vel sótt en hann segir um eitt hundrað manns hafa sótt þingið í gær. „Þarna kom mjög skýrt fram hvað kínverskt vísinda- samfélag leggur mikla áherslu á að rannsaka breytingar á norðurslóðum og það komu þarna fram mjög skýr dæmi um tengslin á milli hlýnunar á norðurslóðum og veðurfars- breytinga í Kína,“ segir Þorsteinn. Þá segir hann ákveðinn samhljóm á milli íslenskra og kínverskra vísindamanna en þeir séu að rannsaka svipaða hluti og standi frammi fyrir svipuðum vandamálum. „Menn beita vísindunum til þess að fást við þau vandamál,“ segir Þorsteinn. Að sögn hans gerði Ingibjörg Jónsdóttir, sem fer brátt í leiðangur til Kína með kínverska ísbrjótnum Snædrekanum, grein fyrir rannsóknaráætlunum sínum varðandi athuganir á hörfun og minnkun hafíss á norðurslóðum. Lokaávarp málþingsins flutti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Rétt að taka það fram að Snædrekinn verður opinn til sýnis almenningi við Skarfabakka í Sundahöfn við Reykjavík í dag frá klukkan 11:00 til 16:00. Þá verður Snædrekinn einnig til sýnis fyrir almenning á Akureyri næstkomandi mánudag frá klukkan 12:30 til 16:00 við Oddeyrarbryggju. skulih@mbl.is Um hundrað manns sóttu loftslagsmálþing Morgunblaðið/Sigurgeir S. Snædrekinn Forsetahjónin skoðuðu Snædrekann í gær. Svanur G. Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, segir að lokið verði við að hefla Kjalveg í annað sinn þetta sumarið í næstu viku. Vegurinn hafi yfirleitt ekki verið heflaður oftar og raunar séu ekki til peningar fyrir fleiri heflunum. Hann bætir við að í þurrki eins og lengst af þessu sumri verði lítið úr hefluninni. „Vegurinn verður lítið skárri eftir,“ segir hann. Sama hljóð er í Birgi Guðmundssyni, svæðisstjóra á Norðaustur- svæði. Heflun í þurrki endist í tvo til þrjá daga. „Hver heflunartúr kostar hálfa milljón og það er lítið hægt að gera fyrir fjárveitingu upp á tvær milljónir til að halda þessum kafla við.“ Á Norðaustursvæði séu fjall- vegir um 1.000 kílómetrar. Fjárveiting vegna þeirra sé 44 milljónir. Sá kafli Öskjuleiðar sem rætt er um hér fyrir neðan sé sérlega slæm- ur og Birgir segir að hvergi á svæðinu sé að fá efni til að bera ofan í hann. Fátt annað sé að gera en að leggja bundið slitlag. „Og á því höfum við ekki efni í dag.“ Peningarnir fljótir að klárast VEGAGERÐIN SEGIR LÍTIÐ GAGN AÐ HEFLUN Í ÞURRKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.