Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 12
STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í kjölfar úrhellisrigninga á Vest- urlandi um liðna helgi tók laxveiðin talsverðan kipp og þótti veiðimönnum kominn tími til eftir hörmungar- ástand víða – en svo virðist sem kipp- urinn hafi verið talsvert sterkari í sumum ám en öðrum. Þar sem lítið gerðist þrátt fyrir batnandi vatns- stöðu,telja viðmælendur nokkuð aug- ljóst hver staðan er: þar hlýtur að vera afar lítið af laxi. Í Norðurá, sem hefur venjulega verið ein af gjöf- ulustu ám landsins, veiddust 40 laxar í liðinni viku á stangirnar 14. Víst er það betra en í vikunni þar á undan, þegar 16 veiddust, en hins vegar hafa veiðimenn iðulega verið þar í veislu eftir síðsumarsflóð sem þessi. Þá fer laxinn á ferðina og verður töku- glaðari; sem dæmi veiddi fyrir nokkr- um árum veiðimaður á efra svæði Norðurár á fjórða tug laxa á eina stöng eftr svipað flóð og fékk fisk í hverjum hyl sem hann kastaði í. Stað- an í dag býður ekki upp á slík æv- intýri. Afar dauft er yfir Laxá í Dölum, þar veiddust þó 17 laxar í vikunni, sem er umtalsvert betra en í vikunni þar á undan þegar fimm veiddust á stangirnar sex. Rigningarnar hafa virkað vel á Hrútafjarðará þar austur af; 20 veiddust á stangirnar þrjár en aðeins tveir í vikunni á undan en þá var Hrútan líka komin niður í grjót. Þessar langþráðu rigningar virkuðu ekki síður í Laxá í Leirársveit, en þar veiddust 87 laxar á sjö stangir og vik- an var að sama skapi góð í Laxá í Kjós, þar sem veiddust 88. Góður kippur í Kjós „Það kom mjög góður kippur í veiðina um leið og tók að vaxa í ánni, það veiddust yfir tuttugu laxar og jafnmikið af vænum sjóbirtingi á ein- um degi,“ segir Gylfi Gautur Pét- ursson, umsjónarmaður í Kjósinni. „Svo fékk næsta holl þrjátíu laxa og það sem var að klára fékk tuttugu á tveimur dögum. Nú er laxinn búinn að dreifa sér um allt,“ segir Gylfi og bætir við að engu að síður hafi aldrei komið stórar göngur í ána í sumar, það sé til dæmis mun minna af fiski í henni en í fyrra. Hins vegar sé greini- lega talsvert af birtingi á frísvæðinu, en eins og menn vita er hann styggur og veiðist helst þegar blæs og er skýjað. Nýir laxar að potast inn „Við fengum mikla rigningu hér um síðustu helgi og þá fór allt í flóð. Áin er að síga niður en var samt í gær enn heilu feti yfir normalrennsli. Þetta þýðir að við verðum í fínu vatni allt þar til veiði lýkur í haust,“ segir Einar Sigfússon í Haffjarðará en þar skilaði liðin vika ágætri veiði þrátt fyrir flóðin, 78 löxum. „Það er tals- vert af fiski í ánni og talsvert líka af stórum fiski sem verið er að pikka upp. Svo er ennþá eitthvað að potast inn af nýjum. Ég var við Sauðhyl í morgun og þar voru nýgengnir laxar að stökkva. Við erum ánægð með sumarið, það hefur gengið vel hjá okkur, miðað við allt og allt.Við sjáum fram á 1.100 til 1.250 laxa sumar, sem er afar gott í stöðunni.“ Mikil stígandi hefur verið í veiðinni í Haffjarðará síðustu 16 ár, eða síðan Einar og Óttar Yngvarsson eign- uðust ána. „Við fórum þá að sleppa meiru af veiddum laxi og öllum stórum. Það er greinilegt að áin ber aukið seiðamagn en hún hefur alltaf verið alveg sjálfbær. Það þarf að hlífa þessum ám. Auðvitað eru menn uggandi vegna stöðunnar í ánum í sumar. Það veit enginn hvað er að gerast, en ýmsar kenningar heyrast, hvort þetta sé makrílnum að kenna eða köldu vori í fyrra. Það veit enginn neitt,“ segir Einar. Góð sjóbleikjuveiði Margir veiðimenn hafa komið fisk- lausir heim í sumar og skiptir þá litlu máli þótt þeir veiði í ám sem hafa ver- ið góðar síðustu ár og þótt veiðileyfin séu dýr. Á veiðivef Mbl.is var í vik- unni sagt frá manni sem hafði veitt í ellefu daga samtals í þremur góðum ám; Víðidalsá, Norðurá og Grímsá, en var ekki kominn með einn einasta fisk. Stangveiðin er þó alls ekki bara lax, sem betur fer, og á sama tíma og laxveiðimenn barma sér snúa margir silungsveiðimenn lukkulegir heim úr veiðiferðum. Sjóbleikja virðist hafa gengið af krafti víða norðan- og aust- anlands. Til dæmis hafa veiðimenn í Fljótaá mokað upp vænni bleikju, ef þeir hafa gert sérstaklega út á hana, góð silungsveiði hefur verið í Brunná í Öxarfirði og mikið af fiski í ánni, sem og í Norðfjarðará þar sem um 500 hafa verið færðar til bókar. Vanur sil- ungsveiðimaður fór með syni sínum í Siglufjarðará, en þar höfðu feðgar ekki veitt áður. Neðstu veiðistaðirnir voru uppteknir en ofarlega í ánni komu þeir að fallegum hyl og sáu hreyfingu í honum. Bleikjur fóru að vaka og faðirinn náði einni flugu eins og bleikjurnar voru að éta, fann í boxi sínu þurrflugu sem líktist henni og kastaði á hylinn. Ekki var að sökum að spyrja; falleg sjóbleikja tók og þannig var það í eina og hálfa klukku- stund. Faðirinn kastaði og sonurinn landaði, þar til báðar þurrflugurnar sem vöktu áhuga bleikjunnar voru ónýtar. Þá var líka á þriðja tug sil- unga á bakkanum. Veiðin batnaði heldur eftir úrhelli  88 laxar veiddust í vikunni í Laxá í Kjós og 87 í Laxá í Leirársveit  Langþráðar rigningar skiluðu ekki alls staðar góðri veiði  „Við erum ánægð með sumarið,“ segir Einar Sigfússon í Haffjarðará Morgunblaðið/Einar Falur Kunnuglegt Ytri-Rangá er gjöfulasta á landsins og sú fyrsta sem gefur yfir 2.000 laxa í sumar. Hér er væn hrygna flutt í klakkistu við Ægissíðufoss. Aflahæstu árnar Staðan 16. ágúst 2012 Heimild: www.angling.is Veiðivatn Veiði 17. ágúst 2011 * 24. júlí 2012 Stangafj. 11. ágúst 2010 12. ágúst 2009 Ytri-Rangá og Hólsá 20 2.237 2.160 2.636 3.597 Eystri-Rangá 18 1885 2.557 2.445 1.782 Selá í Vopnafirði 7 1102 1.404 1.322 1.259 Miðfjarðará 10 971 1.504 1.848 1.984 Miðfjarðará 6 904 1.245 1.390 1.155 Blanda 16 823 1.817 2.738 1.944 Norðurá 14 771 1.950 1.801 1.832 Elliðaárnar 6 736 1.020 982 753 Hofsá og Sunnudalsá 10 651 601 573 (7 stang.) 594 (7 stang.) Langá 12 620 1.207 1.091 1.110 Þverá - Kjarrá 14 585 1.528 2.878 1.725 Haukadalsá 5 387 421 672 618 Laxá í Kjós 10 351 754 705 695 Laxá í Aðaldal 18 331 782 881 608 Hítará 4 302* Ekki fáanlegar Ekki fáanlegar Ekki fáanlegar Morgunblaðið/Einar Falur Tökuglöð Bleikjuveiði hefur verið með ágætum víða um land í sumar. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2012

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.