Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 31
kölluð Lóa eins og hún var. Þegar við Kiddi bróðir vorum lítil var svaka sport að renna aust- ur til ömmu og afa, kíkja í sjopp- una hennar, grallarast á Sólvöll- um og fara í hesthúsið með afa og alltaf fékk maður eitthvað gott bakkelsi hjá ömmu því að hún var snillingur í bakstri og átti alltaf nóg til. Það skipti svo litlu máli þó að þessi elska tapaði sjóninni hægt og bítandi að alltaf prjónaði hún og bakaði, þetta virtist bara vera gert af gömlum vana. Við fjölskyldan renndum aust- ur til ömmu í fyrrasumar og þá var skellt í vöfflur eins og ekkert væri, það var ekkert mælt bara slumpað eins og hún hafði alltaf gert og að sjálfsögðu smökkuðust vöfflurnar dásamlega. Amma hafði mikið gaman af unga fólkinu og fylgdist vel með okkur. Ég held að ég muni aldrei gleyma því þegar við nöfnurnar fórum í eftirpartí eftir ættarmóts- fjör eitt fyrir um 20 árum og það var nota bene amma sem stakk upp á því. Ég gat náttúrlega ekki látið hana vera meiri djammara en mig svo að ég fór að sjálfsögðu með henni og mikið var nú gaman hjá okkur og komið langt fram yf- ir leyfilegan útivistunartíma þeg- ar heim var haldið. En djamm- genin mín eru klárlega frá henni komin, takk fyrir það, elsku amma. Hinn 16. júlí síðastliðinn skruppum við fjölskyldan austur á Þórshöfn að heimsækja ömmu en hún var í sjúkrainnlögn á elli- heimilinu, leit hún svo vel út, brún og falleg enda búin að nota vel sól- ina á pallinum sínum. Sagði hún okkur að hún ætlaði sko ekki að vera þarna lengur en fram á fimmtudag, í síðasta lagi fram á föstudag því að hún ætlaði sko á Barinn á föstudagskvöldið að sjá strákana sína þá Þórð Ragnar og Hauk syngja þar og spila og þar sem að hún leit svo vel út hugsaði ég með mér að henni mundi ábyggilega takast það. En sú skemmtun var aldeilis tekin af henni og í staðinn fékk hún ferð með sjúkrabíl og svo sjúkravél og engar skemmtilegar fréttir í kjöl- farið. En verst af öllu fannst henni að missa af strákunum troða upp. Ég var svo heppin að geta skroppið suður til hennar nokkr- um sinnum og kíkt á hana á spít- alanum og meira að segja dreymdi mig hana svo sterkt að- faranótt þriðjudagsins að ég hugsaði með mér að ég yrði að fara til hennar sem ég og gerði og mikið var ég glöð að ég gerði það- ,við vorum saman tvær í um 2 tíma, spjölluðum saman, þögðum saman, héldumst í hendur og amma strauk mér um vangann. Ég fann að hún var tilbúin að fara því að hún vissi hversu vel yrði tekið á móti sér. Elsku amma mín, ég vona svo heitt og innilega að þér líði vel núna og sért búin að fá sjónina þína aftur, það er klárlega búið að lifna yfir himnaríki við komu þína. Þú varst yndisleg amma og við er- um öll svo rík að hafa átt þig. Hvíl í friði, elsku amma. Þín nafna, Ólöf Jóhannsdóttir. Það er hryggur á borðinu. Og ananas í skál. Dagurinn er sunnu- dagur. Lyktin í loftinu er góð, og hádegisfréttir eru stilltar hátt. Dagana á undan hef ég veitt í Hafnarlæknum og farið í hesthús- ið með afa. Tekið spólur í sjopp- unni og fengið heitt kakó og pönnukökur hjá ömmu, og setið með henni úti á palli. Keppt með UMFL og rúntað út á Langanes með afa. Það er smáúði úti, pabbi er að taka bensín niðri við sjoppu og þegar mamma verður búin með síðustu heimsóknirnar verð- ur keyrt heim til Akureyrar og það gerir mig smáhnugginn, því mér finnst heimsóknin vera of stutt. Tíminn líður nefnilega alltaf hratt hjá ömmu og afa á Þórshöfn, því þar er svo ofboðslega gaman og spennandi. Hugurinn hefur leitað austur síðustu vikur, og svona 15-20 ár aftur í tímann. Það er erfitt að skrifa svona því að söknuðurinn við fráfall ömmu og söknuður um liðinn tíma er mikill. Á Þórshöfn var nefnilega heil veröld sem var hvergi annars staðar, umhverfi og fólk sem var bara á Þórshöfn. Það var bara ein amma Lóa og einn afi Dóddi. Og þau tóku manni svo of- boðslega hlýlega í hverri heim- sókn. Fyrst lítill með mömmu og pabba, svo eldri, einn eða með Emma. Já og svo Skorra. Amma var sterk kona og hlý í senn. Kom sex börnum til manns. Ótrúlega jákvæð á tilveruna, þrátt fyrir að það væri ekki alltaf tilefni til þess, æðrulaus. Eina skiptið sem ég man eftir henni eitthvað hnuggni var jólin þegar afi dó, en skiljanlegt var það, þau voru eitt í rúma hálfa öld. Eins og afa minnist ég ömmu fyrir skemmtilegheit, það var alltaf stutt í húmorinn og gaman að spjalla við hana. Hjá ömmu og afa á Þórshöfn á ég margar af bestu minningum bernsku minnar. Söknuðurinn er mikill, það var svo gott og gaman að vera í kringum ömmu. Þægi- legt að hafa hana í kringum sig, enda var hún góð, einlæg og um- hyggjusöm kona sem hugsaði vel um fjölskyldu sína. Fyrr í sumar hafði ég hugsað mér að fara einn í sumarfrí aust- ur, og fá að vera í gamla húsinu. Mikið ofboðslega sé ég eftir því að hafa ekki gert það. En það mun gerast, þó tómlegra verði í þorp- inu. Farvel, amma mín, Stefán. Elsku amma mín nú er komið að kveðjustund. Alltaf var gott að koma til þín og gaman að hringja í þig. Ég var ekkert alltof dugleg við það en þegar ég hringdi spjöll- uðum við lengi og sögðum oftast svona fimm sinnum bless því allt- af töluðum við meira. Ekki varstu há í loftinu eða breið en krafturinn sem var í þér var á við marga. Það sem þú af- rekaðir – það skipti ekki máli hvort voru tveir eða tuttugu í mat, alltaf var nóg til og heimilið alltaf tandurhreint, allt straujað og pússað. Handavinnan þín, leistarnir og peysurnar eru nú ófáar sem við eigum eftir þig, þetta munum við geyma eins og gull. Fyrir einhverju var ég að dást að baukunum sem þú varst með í eldhúsinu þínu og þá sagðir þú: „Rúna mín, eftir mína tíð færð þú þá“ og þá mun ég varðveita vel á eldhúsbekknum mínum í von um að komast með tærnar þar sem þú hafðir hælana í bakstrinum. Í fyrrasumar þegar við mamma komum til þín varstu svo glöð að fá okkur og við fórum í bíl- túr og skoðuðum Sauðanes. Ég var svo hrædd um þig í stiganum en þú vissir alveg hvað tröppurn- ar voru margar og varst með allt á hreinu. Svo settumst við niður og fengum okkur kaffi og köku og þú sagðir okkur sögur, mikið var það gaman – mér þótti vænt um það. Stuttu seinna komum við syst- ur til þín og þú vildir senda okkur niður í búð eftir bakkelsi, því sjón- in var orðin slæm og þú hætt að baka. En þá sagði ég: „ Amma ég skal baka vöfflur.“ Þú tókst vel í það. Ég spurði um uppskrift – nei, sagðir þú, allt í lagi, ég hringi bara í mömmu, en þú hélst nú ekki. Hálfblind bakaðir þú vöfflur, bara þreifaðir þig áfram slumpaðir á þetta og urðu þetta bestu vöfflur í heimi. Ég get endalaust haldið áfram, þú varst mikill snillingur, elsku amma mín. Ekki fannst þér leið- inlegt að lyfta þér upp, fá þér smá í glas og jafnvel fara á ball. Þegar pabbi minn var 60 ára þá mættir þú að sjálfsögðu, lést þig ekki vanta í gott partí. Þangað kom vinkona mín og sátuð þið úti og spjölluðuð, svo segir hún við mig, amma þín er æði og segi ég með stolti – já ég veit. Ég er svo þakklát fyrir stund- irnar, sem ég átti með þér á sjúkrahúsinu undir lokin. Þykir svo vænt um að hafa fengið að greiða hárið á þér, bera krem á þig, nudda og halda í mjúku hönd- ina þína og tala við þig. Þegar þú lást þarna hugsaði ég að ég hefði aldrei séð þig liggja fyrir áður því þú varst alltaf síðust í rúmið og fyrst á fætur á morgnana. Þú varst búin að fara yfir þetta með mér, hvernig ég ætti að hugsa um kallinn sem ég næði mér í ef ég ætlaði að halda í hann, ég geymi þau orð. Ég hélt að þú værir sofnuð þeg- ar ég sat þarna yfir þér, en þá sagðir þú allt í einu: „Ætli Kiddi minn eigi nóg af leistum og ég svara: „Já, amma mín, hann á al- veg nóg,“ en þá sagðir þú: „Þegar ég kemst heim þá kaupi ég mér band og sendi honum leista.“ Ég skal passa Kidda vel, amma mín og sjá til þess að hann eigi leista. Núna ert þú pottþétt að elda, baka og prjóna leista á afa. Takk fyrir allt, elsku amma mín, sjáumst seinna. Þín, Rúna Hrönn. Þá er amma Lóa farin frá okk- ur, farin að hitta afa og alla hina sem eru farnir. Amma Lóa var ekki stór kona, en hún var ansi seig, ótrúlegt hvað hún gat gert og oft úr litlu. Það eru ekki margir flinkari en hún var í höndunum, hún gat saumað hvað sem var og ekki var hún síðri með prjónana. Hún spurði mig oft að því þegar við hittumst eða töluðumst við í síma hvort mig vantaði ekki ull- arsokka, alltaf sagði ég já, því þá hafði hún eitthvað fyrir stafni og gat gert eitthvað fyrir mig, og á ég töluvert magn af sokkum sem eiga eftir að nýtast vel sem áður, meira segja á dánarbeðinum tal- aði hún um að sig vantaði garn í sokka. Hún hafði líka áhyggjur af því hvernig ég þvæði sokkana. Þegar ég minnist ömmu stend- ur það upp úr hvað hún var skemmtileg, alltaf í góðu skapi og ótrúlega dugleg, ég á eftir að sakna hennar mikið og þess að geta ekki hringt í hana til að fá fréttir að austan. Þegar ég hitti ömmu í síðasta sinn á sjúkrahúsinu í Reykjavík hafði hún mestar áhyggjur af því hvort ég væri búinn að borða eitt- hvað, jafnvel þó að hún hefði ekk- ert getað borðað neitt sjálf frá deginum áður. Síðan var hún búin að segja hjúkkunum frá mér í von um að finna konuefni fyrir mig, hún var alltaf að hugsa um aðra. Síðustu árin þegar sjónin var farin að daprast mikið var ótrú- legt hvað hún gat bjargað sér sjálf, bjó ein í sinni íbúð og sagðist aldrei fara á elliheimili, þangað fór hún aldrei nema í aðhlynn- ingu. Veikindi ömmu stóðu stutt yfir, enda hefur hún örugglega ekki viljað láta hafa mikið fyrir sér, það var ekki hennar stíll. Það verður skrítið að koma austur næst og geta ekki farið í heimsókn til ömmu, en svona er víst lífið, ekk- ert varir að eilífu og amma örugg- lega orðin allt í öllu þarna hinum megin. Guð veri með þér, amma mín, og takk fyrir allt. Kristján Ingi Jóhannsson. „Hún er svo mikið krútt þessi kona,“ sagði föðurbróðir minn eitt kvöldið er við sátum hjá ömmu minni. Amma var komin hingað suður vegna veikinda og ég var svo heppin að geta verið hjá henni síðustu vikurnar, hjálpað eftir fremsta megni og notið samveru hennar. Ég er þakklát fyrir að hafa getað skilað örlitlu til baka til ömmu minnar sem reyndist mér alltaf svo vel. Þó svo að skrokk- urinn væri með bölvuð leiðindi eins og hún sjálf orðaði það þá var kollurinn alveg skýr allt fram undir það síðasta og hún sagði mér fréttir af lífinu á Langanes- inu. Já, hún var algjört krútt þessi kona! Ég var mikið hjá ömmu sem krakki. Amma átti alltaf eitthvað gott í skápnum og hún laumaði að mér appelsíni og prins og jafnvel var hægt að fá eina með öllu ef ég suðaði smá! Svo var hún amma al- gjör snillingur í höndunum og var endalaust að sauma á mig allt það nýjasta og flottasta. Og ekki var hún lengi að því. Ég man að einu sinni langaði mig heil ósköp í leð- urbuxur og nefndi það við ömmu. Nokkrum dögum síðar hringdi hún og bað mig um að koma að- eins við. Buxurnar voru tilbúnar, kolsvartar og alveg ótrúlega flott- ar og ég notaði þær mikið. Synir mínir nutu einnig góðs af hand- verkum hennar og síðasta send- ing af ullarsokkum kom nú í vor. Það var ekkert slegið af prjóna- skapnum þó svo að sjónin væri farin að gefa sig, bara prjónað eft- ir minni. Amma var afskaplega skemmtilegur félagsskapur og ég hafði mjög gaman að því að fara með henni á kaffihús. Hún setti samt eitt skilyrði fyrir kaffihúsa- ferðum, að það væri hvítur dúkur á borðum og að kakóið væri borið fram í fallegum bollum og með ekta rjóma. Þetta varð að vera lekkert! Eftir að ég varð fullorðin urð- um við miklar vinkonur og klukkutíma símtöl voru ekkert óvanaleg. Það var gott að leita til hennar, hún var ráðagóð og af- skaplega gaman að spjalla við hana um allt og ekkert. Þegar strákarnir mínir voru nýfæddir og óskírðir ræddum við stundum möguleg nöfn á þá. Hún hafði sterkar skoðanir á nöfnum, hvaða nöfn henni þættu falleg og sagði eitt sinn við mig: „Jóhanna mín, ekki vera með nein vitleysisnöfn.“ Hún gat nefnilega verið svo dásamlega hreinskilin. Það gladdi ömmu Lóu því mjög mikið þegar yngri drengurinn fékk nafnið Jó- hann, þetta nafn var henni mjög kært. Eftir skírnina frétti ég af henni í „Kaupfélaginu“ þar sem hún var að segja frá að það væri kominn Jóhann. „Ja, hann heitir reyndar líka einhverju öðru nafni en það er bara eitthvað stutt,“ sagði sú gamla alsæl. Það er mikið búið að brosa út af þessari dá- semdar setningu. Bestu þakkir fyrir allt saman, elsku amma mín. Þín, Jóhanna. Elsku amma Lóa. Ein af okkar fyrstu minningum um þig var þegar þú passaðir okkur um sum- ar í mjög góðu veðri og gerðir sundlaug úr sandkassaloki. Síðan var alltaf jafngaman að heim- sækja þig á Þórshöfn. Þú dekraðir endalaust við okkur, við fegnum oft að fara ein í búðina fyrir þig og máttum kaupa okkur eitthvað fyr- ir afganginn. Þú hafðir alltaf tíma til að leika við okkur og sagðir okkur reglulega hvað við værum góð og dugleg. Við hlökkuðum líka mikið til að fá þig í heimsókn, þú varst svo skemmtileg og góð. Hvíldu í friði, elsku amma. Við kveðjum þig með bæninni sem þú kenndir okkur. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Þórður Ingi og Sigrún Sól. Ég dvaldi öll sumur, jól og páska og önnur tilfallandi frí frá skóla hjá ömmu og afa í tæpa tvo áratugi. Þar sem líf okkar var svo samtvinnað er erfitt að gera því skil í fáum orðum hvað hún amma mín lék stórt hlutverk í mínu lífi. Það var stórt. Núna er þakklæti mér efst í huga. Þakklæti fyrir allt sem hún af einstakri óeigingirni gaf mér og alla þá ást sem hún umvafði mig með. Allt það góða sem hún kenndi mér og ég hef reynt að kenna mínum börnum. Það var mikill gestagangur í mínum uppvexti á heimili afa og ömmu. Allir voru ótrúlega vel- komnir og öllum gert hátt undir höfði varðandi mat og drykki. Það var líka merkilegt að að þeim hjónum dróst gjarnan ungt fólk sem margt hvað varð nánast dag- legir gestir svo mánuðum og ár- um skipti. Hún amma var ósérhlífin og kraftmikil. Hennar vinnudagar voru langir og skiluðu miklu. Hún var smágerð en þó hef ég aldrei á nokkurri konu séð stærri kúlur á upphandleggjum heldur en hún amma mín hafði þegar hún var ennþá í fullu fjöri. Rússneskir kúluvarparar á sterum hefðu ver- ið stoltir af þeim. Hin síðari ár reyndi ég að heimsækja ömmu a.m.k. 1-2 sinn- um á ári. Ýmist kom ég einn eða með fjölskylduna mína. Þá áttum við margar notalegar stundir þar sem við spjölluðum saman eins og við værum jafn gömul, stundum langt fram á nótt. Einu sinni fyrir nokkrum árum keyrðum við tvö út á Langanes í miðnætursólinni og horfðum á sólina dansa á haffletinum. Þá var það bara ég, amma, Langanes og sólin. Við ræddum þessa ferð oft síðar. Hún var okkur báðum kær. Ég er endalaust þakklátur fyr- ir það sem hún gaf mér og því var það mér mikils virði að eitt það síðasta sem hún hvíslaði að mér á sjúkrahúsinu var: „Emil Þór minn, þakka þér fyrir allt.“ Amma mín, þakka þér fyrir allt og þú munt alltaf eiga stórt pláss í hjarta mér. Emil Þór. Það eru forréttindi að fá að alast upp undir handleiðslu afa síns og ömmu og þar vorum við systkinin heppinn. Núna kveður amma Lóa síðust í þeim hópi. Amma Lóa var einstaklega barn- góð og hlý persóna. Hún gaf okk- ur barnabörnunum alla sína orku og umhyggju og dró aldrei undan. Hún var ávallt reiðubúin að gera allt sem hún gat fyrir okkur og „miklu meira en það“ eins og hún hafði lag á að segja. Í umsjón ömmu Lóu leið okkur systkinun- um alltaf vel og verðum við ævar- andi mótuð af hennar ást og vænt- umþykju. Við þökkum fyrir allar góðar og gefandi samverustundir með ömmu Lóu fyrir norðan og hér heima. Hvíldu í friði, elsku amma okkar, þín verður ætíð sárt sakn- að. Erum þakklát fyrir að hafa kynnst þér og fyrir allar þær minningar sem við eigum saman, við munum aldrei gleyma þér, Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Sveinn Skorri og Sólveig Lóa. Hvert fór amma Lóa? spurði Mikael Máni mömmu þegar hún sagði okkur að amma væri dáin. Amma fór til Guðs. Komu engl- arnir að sækja hana? Já, sagði mamma og þá sagði sá fjögurra ára, það var gott og nú er amma orðin engill og passar okkur, en ég sagði að það væri gott að amma hefði fengið að fara því að nú liði ömmu vel og gæti prjónað, bakað og dansað eins og hún vildi. Elsku amma, þú varst góð amma og við söknum þín, takk fyrir alla leistana og öll knúsin þín, Guð gefi þér góða nótt og fal- lega drauma. Elskum þig. Þínir gullmolar, Elfar Franz og Mikael Máni. Sólvellir, Lóa og Doddi, ys og þys í eldhúsinu, kaffi og skemmti- legt spjall. Þetta kemur upp í hug- ann þegar ég hugsa um Lóu, góða vinkonu mína frá Þórshöfn. Ég minnist hennar með sérlegum hlýhug. Lóa var móðir æskuvin- konu minnar, Helenu, og á Sól- völlum, æskuheimili hennar, var manni mjög vel tekið. Alltaf var opið hús fyrir okkur unglingana þar heima. Ég minnist litla eldhússins á Sólvöllum, þar var oft margt um manninn, Doddi og Bulli á sínum stað við eldhúsborðið. Doddi var alltaf í góðu skapi og eilítið stríð- inn, Bulli ögn alvarlegri en alltaf góður en Lóa settist aldrei og bar í okkur allt dýrindis bakkelsi sem hún galdraði fram úr dunkunum sínum. Jafnframt því að stýra stóru heimili var Lóa í mörg ár með sjoppuna heima og var ótrú- legt hverju þessi smágerða kona gat áorkað á einum sólarhring því ekki sat hún auðum höndum þeg- ar heim var komið bakað, eldað og þrifið af miklum móð og þvílíkur snillingur sem Lóa var í höndun- um. Það var alveg sama hvaða handverki hún kom að, allt lék í höndunum á henni og skipti þá ekki máli hvort það var prjónað, heklað, saumað eða bróderað. Í þessum efnum kemst ungt fólk í dag ekki með tærnar þar sem þessi kona hafði hælana og ekki lifði hún í þeim lúxus og vellyst- ingum sem nú þykir sjálfsagt. Maður hefði ætlað að vinskap- ur okkur Lóu hefði minnkað með fullorðinsárunum þar sem bæði ég og Helena fluttum burt af staðnum en það var öðru nær. Skemmtilegt var að koma til Lóu og var hún alltaf með þeim fyrstu sem ég heimsótti þegar ég skrapp heim á Þórshöfn. Ég lærði að þekkja hana á annan hátt en ég gerði sem barn og unglingur. Lóa hafði ríka kímnigáfu, hafði skoð- anir á hlutunum og ótrúlegt minni fram á síðustu stund. Hún kunni margar skemmtilegar sögur sem ég geymi í hjarta mínu til minn- ingar um hana. Lóa var stolt af stóra barna- hópnum sínum og mátti hún svo sannarlega vera það. Hún hafði þann hæfileika að geta gefið af sér til annarra og fékk ég að njóta þess. Nú er farsælu lífshlaupi Lóu lokið og þakka ég fyrir að hafa notið samfylgdar hennar. Ég votta Helenu, Röggu, Þórði, Odd- geiri, Jóa og Úlfari og þeirra fjöl- skyldum ásamt öðrum aðstand- endum samúð mína. Hvíl í friði. Soffía Árnadóttir. HINSTA KVEÐJA Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Tómas Nói og Jón Bjarni Emilssynir. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2012 Sími 892 4650 Gísli Gunnar Guðmundsson Guðmundur Þór Gíslason Elfar Freyr Sigurjónsson Netfang: foldehf@simnet.is - Vefsíða: foldehf.is Vistvænar íslenskar kistur Þjónusta allan sólarhringinn. Komum heim til aðstandenda ef óskað er. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.