Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 35
MESSUR 35Á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2012 AÐVENTKIRKJAN: Aðventkirkjan Reykjavík | Sam- koma í dag, laugardag, kl. 11 hefst með biblíufræðslu fyrir börn, unglinga og fullorðna. Einnig er boðið upp á biblíufræðslu á ensku. Guðsþjónusta kl. 12. Jeffrey Bogans prédikar. Aðventkirkjan Vestmannaeyjum | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11. Boðið upp á biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna. Guðþjónusta kl. 12. Bein út- sending frá kirkju aðventista í Reykja- vík. Jeffrey Bogans prédikar þar. Aðventsöfnuðurinn Suðurnesjum | Samkoma í dag, laugardag, kl. 10 í Reykjanesbæ hefst með biblíu- fræðslu. Guðþjónusta kl. 11. Þóra Sig- ríður Jónsdóttir prédikar. Aðventsöfnuðurinn Árnesi | Sam- koma á Selfossi í dag, laugardag, kl. 10, hefst með biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta kl. 11. Jón Hjörleifur Stefánsson prédikar. Aðventsöfnuðurinn Hafnarfirði | Samkoma í Loftsalnum í dag, laug- ardag, hefst með fjölskyldusamkomu kl. 11. Sandra Mar Huldudóttir prédik- ar. Biblíufræðsla fyrir börn, unglinga og fullorðna kl. 11.50. Boðið upp á biblíufræðslu á ensku. Samfélag Aðventista Akureyri | Samkoma í Gamla Lundi í dag, laug- ardag, hefst kl. 11 með biblíufræðslu fyrir alla. Guðsþjónusta kl. 12. ÁRBÆJARKIRKJA | Helgistund kl. 11. Sr. Þór Hauksson sér um stund- ina. Veitingar á eftir. ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Sig- urður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Forsöngvari er Pétur Húni Björnsson, organisti Magn- ús Ragnarsson. Kaffisopi á eftir. Messa á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13 í umsjá sóknarprests Áskirkju. Sami forsöngvari og organisti. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir. BESSASTAÐAKIRKJA | Sameig- inleg messa safnaðanna í Garðaprestakalli kl. 11. Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Skírn. Sjá www.gardasokn.is BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfs- son. Félagar úr kór Breiðholtskirkju syngja, organisti er Douglas Brotchie. Molasopi á eftir. BÚSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Væntanleg fermingarbörn og foreldrar þeirra er sérstakalega boðuð í mess- una. Á eftir er fundur með foreldrum fermingarbarna. Félagar úr kór Bú- staðakirkju syngja, kantor Jónas Þórir við hljóðfærið og messuþjónaðar að- stoða. Prestur sr. Pálmi Matthíasson. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson, org- anisti er Zbigniew Zuchowich og kór Digraneskirkju leiðir safnaðarsöng. Sjá www.digraneskirkja.is DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Sönghópur úr Dóm- kórnum syngur, organisti er Kári Þor- mar. FELLA- og Hólakirkja | Kvöldguðs- þjónusta kl. 20. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Tónlistar- nemar Ólafs Elíassonar, Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir og Hróbjartur Böðvars- son, spila og annast undirleik. Á upp á kaffi á eftir. FRÍKIRKJAN Kefas | Samkoma kl. 16.30. Lofgjörð og vitnisburðir. Kaffi og samvera á eftir. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 14. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson predikar og þjónar fyrir altari. Anna Sigga og kór Fríkirkjunnar í Reykjavík leiða tónlistina ásamt Að- alheiði Þorsteinsdóttur, orgelleikara. Kaffiveitingar á eftir. GARÐAKIRKJA | Sameiginleg messa Bessastaða- og Garðasóknar í Bessastaðakirkju kl. 11. Sr. Friðrik J. Hjartar og Bjartur Logi Guðnason sjá um þjónustuna. Sjá www.gardasokn.is GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Lena Rós Matthías- dóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur, organisti er Há- kon Leifsson. Kaffi á eftir. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10, bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Altarisganga og samskot til SÍK (kristniboð). Messuhópur þjónar. Kirkjukór Grensáskirkju syngur og org- anisti er Árni Arinbjarnarson. Prestur er sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi á eftir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sum- armessa kl. 11. Barn borið til skírnar. Prestur sr. Þórhallur Heimisson, org- anisti er Guðmundur Sigurðsson. Bar- börukórinn leiðir söng. HALLGRÍMSKIRKJA | Sálmafoss á Menningarnótt í Reykjavík, dagskrá frá kl. 15 til kl. 21 á laugardag. Messa kl. 11 á sunnudag. Sr. María Ágústs- dóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Sögustund fyrir börnin. Félagar úr Mótettukór Hall- grímskirkju syngja, organisti er Hörður Áskelsson. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti Kári Allansson og prestur er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Fé- lagar úr Kór kirkjunnar leiða söng, Sig- urður Thorlacius leikur á píanó, verk eftir Beethoven og Ravel. HJÚKRUNARHEIMILIÐ Ás | Guðs- þjónusta kl. 15. Prestur er sr. Kristinn Ág. Friðfinnsson, organisti Hannes Baldursson. HÓLADÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Gunnar Jóhannesson messar. Org- anisti er Jóhann Bjarnason og Laufey Guðmundsdóttir leiðir safnaðarsöng. Tónleikar kl. 14. Alexandra Cherny- shova sópran og Monika Abendroth hörpuleikari. HVERAGERÐISKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sam- koma kl. 20. Lofgjörð og fyrirbænir. Vilborg R. Schram predikar. Kaffi. KAÞÓLSKA kirkjan: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11. Virka daga er messa kl. 18. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema föstudaga). Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30, kl. 13.00 á pólsku og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11, virka daga kl. 18.30. Laugardaga messa á ensku kl. 18.30. Stykkishólmur | Messa kl. 10. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16. KOTSTRANDARKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 14. Prestur er sr. Kristinn Ág. Friðfinnsson, organisti Hannes Bald- ursson. KÓPAVOGSKIRKJA | Fermingarguð- sþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arn- arson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Lenka Mátáová, kantor kirkjunnar. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 20. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Nes- kirkju leiðir safnaðarsöng, organisti er Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárð- ur Jónsson prédikar og þjónar fyrir alt- ari ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Fermingarbörn sem eru á námskeiði ganga til altaris. SALT kristið samfélag | Samkoman kl. 17 í safnaðarheimili Grensáskirkju. Ræðumaður sr. Ragnar Gunnarsson. Samfélag Aðventista á Akureyri | Samkoma í Gamla Lundi í dag, laug- ardag, hefst kl. 11 með biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna. Messa kl. 12. SAUÐÁRKRÓKSKIRJA | Messa á dvalarheimilinu Sauðárhæðum kl. 14. Kvöldmessa kl. 20 í kirkjunni. Ferm- ingarbörn og fjölskyldur þeirra sér- staklega boðin velkomin. Eftir mess- una verður fundur vegna fermingar- barnaferðar í Vatnaskóg. Prestur Sigríður Gunnarsdóttir. SELFOSSKIRKJA | Mótormessa kl. 11 í samstarfi við Postulana, bifhjóla- samtök Suðurlands. Mótorhjólafólk hvatt til að fjölmenna á fákum sínum til messu. Prestur er sr. Óskar Haf- steinn Óskarsson en Postularnir að- stoða í lestrum. Fjallgöngumessa kl. 20 á Silfurberginu (á móti Kög- unarhól). Farið frá bílastæði kl. 20. Sr. Óskar leiðir stundina, söngur. Sjá sel- fosskirkja.is SELJAKIRKJA | Messa kl. 20. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng, organisti er Tóm- as Guðni Eggertsson. Altarisganga. SELTJARNARNESKIRKJA | Helgi- stund kl. 11. Prestur er Sigurður Grét- ar Helgason. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson sókn- arprestur annast prestsþjónustuna, organisti er Glúmur Gylfason. STÓRA Núpskirkja | Messa kl. 14. Þau sem hafa aðstöðu til eru hvött til að koma ríðandi til messu. TUNGUFELLSKIRKJA | Árleg sum- armessa kl. 16. ÚTSKÁLASÓKN | Messa á Garð- vangi kl. 12.30. Tónlist í umsjá sókn- arprests, söngur og bænastund. VÍDALÍNSKIRKJA | Sameiginleg messa Bessastaða- og Garðasóknar í Bessastaðakirkju kl. 11. Sr. Friðrik J. Hjartar og Bjartur Logi Guðnason sjá um þjónustuna. Sjá gardasokn.is YTRI-Njarðvíkurkirkja | Guðsþjón- usta kl. 11. Meðhjálpari er Ástríður Helga Sigurðardóttir. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Stefáns H. Krist- inssonar organista. ORÐ DAGSINS: Farísei og toll- heimtumaður. (Lúk. 18) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Lágafellskirkja í Mosfellsbæ. Steinþór Ásgeirsson fæddist að Hofi á Höfðaströnd þann 19. júlí 1912, annar tveggja sona þeirra Hólmfríðar Þorgils- dóttur frá Kambi í Deildardal og Ás- geirs Jónssonar kirkjusmiðs. Faðir Ásgeirs var Jón Ás- geirsson á Þingeyr- um en Jón var kunn- ur fyrir frábæra hestamennsku og var ágætur hagyrðingur. Einn sona Jóns og því föðurbróðir Steinþórs var bóndinn Ásgeir kenndur við Gottorp en Ásgeir rit- Steinþór Ásgeirsson aði frægar bækur um hross og hesta- mennsku enda af- burða glöggur kyn- bóta- og ræktunarmaður á búfé. Baksvið Stein- þórs er því hið ís- lenska þjóðlíf sveit- anna og ungur leitar hann sér verkþekk- ingar og þess anda sem gerði þjóðina sterka í ýmsum þeim dyggðum sem voru henni nauðsynlegar í hörðum heimi hins harðbýla lands. Hann stundar nám bæði við bændaskólann á Hólum og síðar við íþrótta- og þjóðmenningarskólann í Hauka- dal suður. Ungur ræðst Steinþór sem aðstoðarmaður frænda síns í Gottorp. Á heimilinu er fóstur- dóttir þeirra Ingibjargar og Ás- geirs, yngismærin Þorgerður Steinvör dóttir Þórarins bónda á Skúfi í Norðurárdal og konu hans Sigurbjargar Jóhannsdóttur. Með tímanum fella þau hugi saman Þorgerður og Steinþór og ganga í hjónaband eftir að Þorgerður lýk- ur námi við kvennaskólann á Blönduósi. Hin ungu hjón eru bæði með rætur í hinni íslensku sveitamenningu en vita vel af hin- um nýju möguleikum sem hafa skapast á þéttbýlisstöðum vítt um landið. Steinþór er þrunginn krafti og sjálfstrausti, festar eru leystar og leiðin liggur til Reykjavíkur hinn- ar vaknandi borgar við fjarðasund Faxaflóans. Hefst nú ný glíma alls ólík hinum hefðbundnu tökum sveitalífsins. Steinþór gerist lög- gæslumaður og unir við það í nokkur ár, ungu hjónin eignast nú sína fyrstu íbúð og börnin þeirra fjögur koma í heiminn. Steinþór fer nú að hugsa sér til hreyfings og svipast um í hinni nýju veröld vaxandi möguleika og fleiri tæki- færa. Hann kemur á fót flutninga- fyrirtæki, reksturinn gengur bærilega en er erfiður vegna mik- ils framboðs á slíkri þjónustu. Smám saman leggur Steinþór nú grunn að verktakastarfsemi og eignast til þess hin nauðsynlegu tæki og tól, tekur hann nú að sér stór verk fyrir bæði Reykjavíkur- borg og nálæg sveitarfélög. Þóttu þau afbragðsvel af hendi leyst hafa dómbærir menn tjáð mér. Fljótlega eftir komuna til Reykjavíkur taka þau Þorgerður að stunda spilamennsku og verða brátt þátttakendur á stórmótum bridsmanna. Ná þau bæði mikilli leikni við spilaborðin og bæði í meistaraflokki, Þorgerður Ís- landsmeistari oftar en einu sinni. Annað áhugamál er að sækja heim hinar fornu slóðir norðan heiða og eignuðust þau úr hendi Ásgeirs föðurbróður Steinþórs og fóstra Þorgerðar jörðina Gottorp sem ætíð skipaði háan sess í hugum þeirra beggja. Í Gottorp var kom- ið upp miklu stóði hrossa og veiði stunduð í Hópinu, oft voru vinir og vandamenn þar í hverju rúmi og nutu óbrigðullar gestrisni húsráð- enda. Umsvifin í Reykjavík uxu með árunum en Steinþór var glögg- skyggn í viðskiptunum og fylginn sér. Mátti heita að efnahagur þeirra Þorgerðar stæði traustum fótum þegar á leið eins og Stein- þór hafði ötullega keppt að. Ekki er laust við að greina mætti nokk- urn tvískinnung í hugarheimi Steinþórs eins og í lífi margra Ís- lendinga sem lifðu tímanna tvenna eins og þeir ultu fram á tuttugustu öldinni. Í honum blundaði stór- bóndinn og hann minnugur lang- afa síns Ásgeirs Einarssonar á Þingeyrum en samtímis var hin- um hugumstóra manni það freist- ing að ganga til kappleiksins í hin- um litauðuga heimi athafna og viðskipta, hvorttveggja var á færi hans og raunar tókst honum að gera sig gildan hvar sem hann kom að málum. Ókunnum gat fundist Steinþór nokkuð hrjúfur í framgöngu en sáu skjótt að hjartaþel hans var hlýtt og að rausnarleg hjálpartil- þrif voru honum eðlislæg. Stein- þór var heilsugóður fram um átt- rætt og mátti þá vel við una er hann leit yfir góðan hóp afkom- enda, hann lést í Reykjavík þann 8. febr. 1993. Emil Als læknir. ALDARMINNING Það er ljúfsárt að kveðja hana ömmu. Það er alltaf erfitt að kveðja en þegar fólk hefur lifað vel og skilað eins góðu ævistarfi og amma gerði er líka hægt að kveðja með stolti. Amma og afi áttu myndarlegt bú og stóra fjöl- skyldu, tíu börn, tuttugu og níu barnabörn og þrettán langömmu- börn. Fólkið hennar var alltaf vel- komið á Staðarhól, það voru oft- ast einhver börn hjá henni, kaffi á könnunni og eitthvert bakkelsi. Börnin mín muna eftir pönnukök- um hjá langömmu sinni, uppá- haldið mitt var anískökurnar hennar og heitt súkkulaði í jóla- bollunum. Það má segja að hún hafi alið okkur öll upp á einhverj- um tíma í okkar lífi. Í sveitinni fengum við líka að Brynhildur Ragna Finnsdóttir ✝ BrynhildurRagna Finns- dóttir fæddist á Geirmundarstöðum á Skarðsströnd 24.8. 1931. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 10.8. 2012. Útför Brynhildar Rögnu fór fram frá Munkaþver- árkirkju í Eyja- fjarðarsveit 17. ágúst 2012. bralla ýmislegt, löbbuðum upp á fjöll, óðum læki, sóttum kýrnar, lék- um okkur í hlöðunni, gáfum kálfunum, týndumst, hjálpuð- um til við ýmis bú- verk, tókum upp kartöflur og seldum ömmu og gerðum margt sem við mátt- um ekki gera. Það er víst að ég og örugglega mörg okk- ar værum allt önnur ef ömmu og afa í sveitinni hefði ekki notið við. Fjölskyldan var líka stolt ömmu, hún fylgdist vel með því sem við vorum að gera og talaði um hve lánsöm hún væri að eiga svona gott fólk. Hún vissi hvað var að gerast hjá okkur og var dugleg að gefa okkur ráð, stund- um óumbeðin. Það gerði hún af því að henni þótti vænt um okkur vildi sjá okkur blómstra í því sem við vorum að gera, en líka vera al- mennilega til fara. Hún var dug- leg og ákveðin, hafði skoðanir. Hún er mér fyrirmynd í svo mörgu. Það er alveg ótrúlegur arfur sem hún lætur eftir sig sem við fáum seint þakkað. Hvíldu í friði, elsku amma mín, og hafðu þökk fyrir allt. Eva Björk Valdimarsdóttir. Mig langar að minnast Gunnu frænku með nokkrum orðum. Mínar fyrstu minningar frá okkar löngu kynnum eru þegar ég var þriggja ára gömul og við sát- um úti á tröppum á æskuheimili mínu á Skansinum í Vestmanna- eyjum. Hún var að kenna mér lagið um Litlu fluguna og skemmti sér kon- unglega yfir tornæmum nemanda sem spurði í sífellu: „Hva kemur so!“ Gunna var óþreytandi að halda sambandi við ættmenni sín. Til marks um það kom hún á árlegum samkomum skyldra og tengdra Guðrún Lilja Magnúsdóttir ✝ Guðrún LiljaMagnúsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 27. september 1928. Hún lést á Land- spítalanum laug- ardaginn 11. ágúst síðastliðinn. Útför Guðrúnar Lilju fór fram frá Grensáskirkju föstudaginn 17. ágúst 2012. kvenna í fjölskyld- unni sem voru afar vel sóttar og enginn vildi missa af. Það var alltaf tilhlökkun- arefni að eiga það fyrir höndum hvert sumar að fara til þessara endurfunda í sumarbústaðnum hennar. Þannig hittist á að hún var ljósmóðir á Fæðingarheimilinu við Eiríksgötu Þegar ég átti mitt fyrra barn og ekki gat ég hugsað mér neitt betra en að hafa bestu frænku mína mér við hlið á þessum tímamótum. Það sem kemur alltaf fyrst upp í hugann þegar ég hugsa um Gunnu frænku er hennar létta lund og góða skap sem aldrei haggaðist og alltaf var stutt í hláturinn. Lundin létt og hláturinn lífsins gleði unnu. Aldrei gleymist minningin um frænku mína, Gunnu. Eftirlifandi eiginmanni, Birni Björnssyni, votta ég mína dýpstu samúð. Aðalheiður S Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.