Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2012 Nei, þetta eru ekki fyrirsagnir frétta um útihátíðir, uppþot eða styrjaldir heldur hefðbundnar fyr- irsagnir úr bresku tónlistarpress- unni. Og þá ekki bara þeirri sem er farin að hallast að gulri tónlist- arpressu ( með NME í broddi fylk- ingar) heldur líka þeirri sem leynt og ljóst starfar að „vandaðri“ miðlun frétta og greininga úr heimi dæg- urtónlistarinnar en þar ber fremst að telja mánaðarritin Mojo og Un- cut. Myrkur Ég var að fletta Mojo, sem er einna best þessara blaða um daginn, og fann þá fyrir óvæntri þreytu. Ég er algjör „sucker“ fyrir þessum blöðum, les þau ávallt af áfergju þrátt fyrir að ég sé orðinn meira og meira meðvitaður um hversu skammt þau í raun og veru ná. Þetta tiltekna blað var sosum ekk- ert verra en önnur Mojo-blöð en það var einhver stöðnun þarna sem varð allt í einu ljósari fyrir mér en áður. Eigum við að byrja niðurrifið? (hér má koma broskall, eða kannski „blikka með öðru auganu“ kall). Mojo, Uncut, Q og aðrir minni spámenn flytja okkur skekktar fréttir af tónlistinni, eitthvað sem virðist óhjákvæmilega byggt inn í kerfið. Því að ef einhver á að kaupa blöðin og lesa þau þá verða þau að vera spennandi, rétt? Fólk á fyrsta farrými til helvítis, eins og Amy Winehouse og Pete Doherty, eru því himnasending til ritstjóranna en ef ekkert slíkt er að hafa þá er það einfaldlega búið til. ABBA komust einu sinni á forsíðu Mojo og þá var útgangspunkturinn drama, skilnaður, samstarfserf- iðleikar og hin „myrka“ ára sveit- arinnar sem er langt í frá einkenn- andi fyrir það ágæta band (þó að myrkrið hafi leikið um það í blálok- in). Ef stjörnur morgundagsins eru að gefa út sína aðra plötu er und- antekningarlaust talað um að plat- an hafi nánast ekki komist í höfn, sveitin hafi næstum því hætt á tímabilinu o.s.frv. Ef það ætti að taka skrifunum sem kórréttum þá er það svo gott sem uppáskrift á taugaáfall að spila á bassa í ann- arrar deildar rokkbandi í Englandi. Er maður talar við íslensk bönd eru lýsingarnar á plötuupptökum alla jafna hófstilltar, fólk byrjar einfaldlega að taka upp plötur og klárar þær svo. Án uppsprengds drama. Draumar Til að selja bresku blöðin þarf síðan nöfn. Það er ástæðan fyrir því að á forsíðunum er alltaf sama fólkið. Dylan, Bítlar, Bowie, Pink Floyd, Led Zeppelin. Svo fer þetta annan hring. Þetta veldur því að allar plötur þessara aðila eru orðin meistaraverk, þó þær séu það ekki endilega. Þegar það er búið að fjalla um hversu mikil meistaraverk Sgt. Pepper, Hvíta platan og Ab- bey Road eru í tíunda skipti er sjónum beint að því hversu van- metin Beatles for Sale sé. Hún sé jafnvel „hið myrka“ verk Bítlanna og meðlimir hafi fengið taugaáfall þegar þeir tóku hana upp. Ég yrði fyrstur manna til að hlaupa til og kaupa það blað. Þeir hafa tak á mér – eins og svo mörgum öðrum. Yfirmenn blaðanna vita nefnilega vel hvað þeir eru að gera. Krafan um að fylla þessi blöð mánaðarlega af einhverju bita- stæðu hefur þá líka valdið því að „týndum meistaraverkum“ fjölgar sífellt, plötur sem enginn vissi að voru til eða þóttu miðlungsverk á sínum tíma eru tosuð upp og mærð eins og enginn sé morgundagurinn. Ofnotkun risanafnanna hér á undan hefur þá valdið því að annars flokks sveitir, og listamenn, eru farnar að fá yfirhalningu sem þær hefðu ekki getað látið sig dreyma um hér áður fyrr. Við Blöðin eru þá karllæg með ein- dæmum og er Uncut þar einna verst. Táfýlan af nýlegu blaði var með miklum ólíkindum, endalausar greinar um Springsteen, Dylan, Petty, Neil Young, Joe Strummer o.s.frv. Jebbs, allt þetta segir kannski mest um hverjir fara með völdin á þessum bæjum frekar en að þeir séu að endurspegla nákvæmlega það sem er að gerast í dæg- urtónlist samtímans (eitthvað sem blöðin láta a.m.k. í veðri vaka að þau séu að gera). Málið er að hinn dæmigerði Mojo-lesandi vill frekar lesa um Neil Young í tíunda skiptið en að fræðast um nýjustu strauma og stefnur. Við ráðum þessu þegar öllu er á botninn hvolft. Slagsmál, ofbeldi, taugaáföll! » Til að selja breskublöðin þarf síðan nöfn. Það er ástæðan fyrir því að á forsíð- unum er alltaf sama fólkið. Skekkja? Mojo, Uncut og Q eru ráðandi í breska tónlistartímaritabransanum.  Innbyggð skekkja einkennir bresku tónlistarpressuna  Rasssíðir karlar með Dylan og Bítlana á heilanum stýra málum TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Quartett Inegal, sigurvegari Tón- listarhátíðar unga fólksins 2012, heldur tónleika í Salnum í Kópa- vogi í kvöld kl. 20. Á efnisskránni verða verk eftir Franz Schubert, Béla Bartók og Johannes Brahms. Um kvartettinn segir m.a. á vef Salarins: „Quartett Inegal var stofnaður í Lübeck haustið 2008, þegar meðlimir kvartettsins voru við nám í tónlistarháskólanum þar. Síðan þá hefur kvartettinn verið undir styrkri handleiðslu prófess- ors Heime Müller en einnig hafa þau m.a. sótt tíma hjá prófessor Barböru Westphal, prófessor Tro- els Svane, meðlimum Vogler Quar- tett og Harald Schoneweg (Cherub- ini Quartett). Kvartettinn skipa fiðluleikararnir Lucas Brunnert og Eygló Dóra Davíðsdóttir, víóluleik- arinn Joachim Kelber og sellóleik- arinn Nika Brniè.“ Inegal Eygló Dóra Davíðsdóttir fiðlu- leikari er í kvartettinum Inegal. Quartett Inegal leikur í Salnum THE WATCH Sýnd kl. 8 - 10:20 PARANORMAN3D Sýnd kl. 2 - 4 - 6 BRAVE:HINHUGRAKKA 3D Sýnd kl. 2 - 4 - 6 BRAVE:HINHUGRAKKA 2D Sýnd kl. 1:50 KILLER JOE Sýnd kl. 8 - 10:20 INTOUCHABLES Sýnd kl. 3:50 - 6 - 8 - 10:20 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÍSL TEXTI Frá höfundum Toy Story 3, Leitin að Nemó og UPP Stórkostleg teiknimynd fyrir alla fjölskylduna 49.000 MANNS! Bráðskemmtileg teiknimynd frá þeim sömu og færðu okkur CORALINE MATTHEW MCCONAUGHEY L -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU 12 16 7 12 L HHH HHHH VJV - SVARTHÖFÐI HHHHH-MIAMI HERALD HHHH- ROLLING STONES HHHH- GUARDIAN HHHH- TIME ENTERTAINMENT MEÐ ÍSLENSKU TALI TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á 3D SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS BREYTTU ÖRLÖGUM ÞÍNUM! PARANORMAN 3D KL. 2 (TILBOÐ) - 4 7 THE WATCH KL. 5.50 - 8 - 10 12 TOTAL RECALL KL. 8 12 / KILLER JOE KL. 10.15 16 INTOUCHABLES KL. 5.50 12 ÍSÖLD 4 3D KL. 2 (TILBOÐ) / ÍSÖLD 4 2D KL. 4 L THE WATCH KL. 8 - 10.20 12 PARANORMAN 3D ÍSL.TAL KL. 3.30 (TILBOÐ) 5.40 L TO ROME WITH LOVE KL. 3 (TILBOÐ) - 5.30 - 8 - 10.30 L TOTAL RECALL KL. 8 - 10.35 12 ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 3.30 (TILBOÐ) - 5.40 L INTOUCHABLES KL. 3 (TILBOÐ) - 5.30 - 8 - 10.30 L THE WATCH KL. 5.40 - 8 - 10.20 12 THE WATCH LÚXUS KL. 1- 3.20- 5.40 - 8 - 10.20 12 PARANORMAN 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.30 7 PARANORMAN 2D KL. 1 (TILBOÐ) - 5.45 7 BRAVE:HINHUGRAKKA 2D KL. 1(TILB.) -3.30 - 5.45 L BRAVE:HINHUGRAKKA 3D KL. 5.45 L TOTAL RECALL KL. 8 - 10.35 12 ÍSÖLD 4 3D KL. 3.30 / 2D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.30 L TED KL. 8 - 10.20 12 SPIDER-MAN 3D KL. 8 - 10.50 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.