Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Aðdáun þín á einhverjum fær þig til að gera þitt allra besta í hans návist. Bíddu ekki eftir því að hann/hún biðji um hjálp þína. Reyndu að deila völdunum. 20. apríl - 20. maí  Naut Nautið er galsafengnara og hrekkjótt- ara en oft áður þessa dagana. Ekki væri úr vegi að taka fjármálin til gagngerrar endur- skoðunar. Horfstu í augu við raunveruleikann. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú er rétti tíminn til þess að reyna að koma sér í mjúkinn hjá vinnufélögum og viðskiptavinum, kímnigáfan ber þig hálfa leið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Stundum þarf fólk á einveru að halda. En hvaða ráð gefur þú sjálfum þér? Og ertu nógu hugrakkur til að hlíta þeim? Oft leitum við langt yfir skammt að svörum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér hættir til fullmikillar aðhaldssemi gagnvart sjálfum þér og öðrum. Þú mátt gefa þér tíma til þess að brosa að spaugilegum hlutum tilverunnar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Meyjan á að vinna að umbótum á öll- um sviðum þar sem hægt er að telja. Farðu hægar fram og gefðu öðrum tíma til þess að velta því fyrir sér sem þú segir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þegar þú veist hvað þú vilt, áttu að keppa að því marki með öllum tiltækum ráð- um. Raulaðu lítið lag og vertu tilbúinn að njóta einmitt þess sem kemur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Notaðu daginn til þess að hvíl- ast. Sýndu hinum þann skilning sem þú vilt sjálfur njóta hjá þeim. Þú ert öflug/ur dag er auðvelt að fara yfir strikið í þeim efnum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú munt njóta þess að læra nýja hluti í dag sem víkka huga þinn. Gleymdu ekki að líta líka í eigin barm og reyndu ekki að sýnast meiri en þú ert. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur lagt mikið á þig í vinnu og skemmtunum upp á síðkastið. Taktu þér pásu. Hlustaðu á vandamál hans/hennar og gefðu henni/honum tíma og þá mun þér líða betur á eftir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Árið hefur verið þér mjög hag- stætt og það virðist ekkert lát á velgengni þinni. Engin látalæti; það verður fylgst með vinnuframlagi þínu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Skyldi vera rangt að þrá metorð? Nei, ekki ef þú áttar þig á því að þau gera þig ekki hamingjusamari. Einvera í notalegu umhverfi mun skipta sköpum fyrir líðan þína. Haraldur Ólafsson sendi mérsjaldgæflega gott bréf: „Kæri Halldór! Á árunum kringum 1960 var ég blaðamaður og féll þá í minn hlut að ræða við Guttorm J. Gutt- ormsson morguninn sem hann kom með flugvél að vestan. Hann var kátur og skrafhreifinn og varð tíð- rætt um hve flugið hefði stytt leiðir milli Íslands og Vesturheims. Sagð- ist hann hafa farið með vísur á leið- inni, og bað mig um blað og skrifaði þar á þessi erindi: Vesturheimski bóndinn Gæfuna að elta rótarlaust á röndum reyndist þér ekki um megn í tveimur löndum, mundir þú lítt þá íþrótt iðka græddur aftur við reitinn þar sem varstu fæddur. Heimili tvö er betra en eitt að eiga eins þó að haf sé milli þeirra teiga. Sæmir að tveimur höfuðbólum hlynna, háloftin ríða milli búa sinna. Ekki veit ég hvort GJG hefur ort þetta á leiðinni eða hvort það er í bókum hans. Mér datt þetta atvik í hug þegar þú minntist Guttorms skemmtilega og af virðingu. Rissblað Guttorms geymi ég. Í bók sinni Bréf til Brands rifjar Haraldur Bessason háskólarektor upp að Vilhjálmur Stefánsson hitti „hvíta eskimóa“ í öðrum heim- skautaleiðangri sínum og hefði honum þá flogið í hug að Íslend- ingar á Grænlandi hefðu forðum daga smám saman blandað blóði við eskimóa og orðið með þeim hætti hluti af nýrri kynslóð sem ekki hefði glatað með öllu norrænum einkennum í útliti og líkamsbygg- ingu og hefði fólk þetta flust frá Grænlandi vestur í heimskauta- héruð Kanada. Að þessu lýtur afhending Gutt- orms J. Guttormssonar: Eftir Vilhjálms utanför til eskimóa hvítu fólki fór að snjóa. Hugdetta Vilhjálms um hvítu eskimóana varð afar fræg, segir Haraldur. Þessar ljóðlínur bárust hratt um Íslendingabyggðir vestra og einnig hingað heim og einhvern veginn fannst flestum að undir sak- leysislegu yfirbragði þeirra kraum- aði fleira en bláköld alvaran. Þessa ferhendu kallar Guttormur Verið heilagir: Allt kvenfólkið vaknaði í kirkjunni brátt er klerkurinn hnefann rak niður og æpti svo glumdi í guðshúsi hátt: ó, gáið að barninu í yður. Og Missmíði: Að reyndi guð að gera úr honum mann það getur ekki dulist þeim sem skoða ’ann; af leirnum hefur lagt til nóg í hann en líklega ekki gengið vel að hnoða ’ann. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vesturheimski stórbóndinn G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð il e g i Fe rd in a n d G æ sa m a m m a o g G rí m u r ARG! EINHVER HJÓ TRÉÐ MITT NIÐUR! HVAR Á ÉG NÚ AÐ BÚA? HVAÐA HLJÓÐ ERU ÞETTA FRÁ HÁALOFTINU? ÍKORNAR EIGA FURÐULEGA MIKIÐ AF HÚSGÖGNUM. EF ÞÚ VÆRIR EKTA VARÐHUNDUR MUNDIR ÞÚ SOFA VIÐ ÚTIDYRNAR! KANNSKI ER ÞAÐ RÉTT HJÁ HENNI? NEI, ÞETTA MUN ALDREI GANGA. FÓLK GÆTI HALDIÐ AÐ ÉG SÉ DYRAMOTTA OG ÞURRKAÐ AF SKÓNUM SÍNUM. EF ÞIÐ ERUÐ MEINDÝRAEYÐAR OG KOMIÐ ÚT AF SILFURSKOTTUNUM, ÞÁ ERU VISTARVERUR KONUNGSHJÓNANNA ÞARNA UPPI Á ANNARRI HÆÐ! GRAMEÐLU- BRANDARI SEM VARÐ ALDREI VINSÆLL. TOGAÐU Í PUTTANN! HVERNIG? Yfirgengileg útlitsdýrkun tröllríðuröllu(m) um þessar mundir, heim- ur versnandi fer og þar fram eftir götunum. Plastandlit og útúrbótox- aður aldraður kvenpeningur var áberandi í annars ágætri mynd um Elísabetu Taylor og uppboð ald- arinnar á demantasafni leikkon- unnar. Hópurinn sem kom þar fram var upphaflega einstaklega fallegur en hefur afskræmt eigið útlit með því að drepa markvisst vöðva líkamans, þá sér í lagi andlitsvöðvana. x x x Eðli bótox er að drepa. Drepa vöðvalíkamans og er eins og margt gott sem maðurinn hefur fundið upp; upphaflega hugsað í lækningaskyni. Hægt er að benda á ótal Hollywood- stjörnur sem líta út eins og plast- dúkkur eftir óhóflega notkun bótox og þess konar uppfyllingaefna. En sér fólk ekki að fegurðin felst í því sem er lifandi og lifað? Sýnir þroska og sögu einstaklingsins? Ekki lífvana andlit sem haggast ekki þegar mann- eskjan opnar á sér munninn. x x x Velgjan skríður upp hálsinn við aðhorfa á slíkar manneskjur og þá einkum fyrir þær sakir að þær eru ekki í tengslum við raunveruleikann. Engir fordómar hér á ferð. Víkverji hrópaði oft á sjónvarpið: „þú ert sjö- tíu ára og sættu þig við það!“ Þú ert að blekkja alla og mest þig sjálfa. x x x Mótvægi við þrútnu bandarískuandlitin er breskt sjónvarps- efni. Það hefur allt annan brag yfir sér og sæt-ljótt fólk birtist þar í hrönnum. Það sem er svo einstaklega heillandi er að það er ekki upptekið af hrukkum og misjöfnum líkams- hlutföllum. Það kemur til dyranna eins og það er klætt. Raunveruleik- inn er heillandi með öllum sínum kostum og „göllum“. x x x Í lok myndarinnar um Elísabetuklykkti gamall leikari út með því að segja, falleg kona þarf ekki dem- anta til að skreyta sig. Fegurð henn- ar ein og sér nægir til að heilla alla. Og það á líka við bótoxið – það þarf ekki! víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Því getum við öruggir sagt: Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. Hvað geta mennirnir gjört mér? (Hebr. 13, 6.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.