Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2012 GLUGGAR OG GLERLAUSNIR idex.is - sími: 412 1700 - merkt framleiðsla • tré- eða ál/trégluggar og hurðir • hámarks gæði og ending • límtré úr kjarnaviði af norður skandinavískri furu • betri ending — minna viðhald • lægri kostnaður þegar fram líða stundir • Idex álgluggar eru íslensk framleiðsla • hágæða álprófílakerfi frá Schüco • Schüco tryggir lausnir og gæði • Þekking og þjónusta • Áralöng reynsla Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga Byggðu til framtíðar með gluggum frá Idex Guðbjartur Hannesson, eitt fjöl-margra formannsefna í Sam- fylkingunni, fylgdi á dögunum í fót- spor núverandi formanns og flutti sögulega ræðu þar sem meðal annars var vikið að Jóni Sig- urðssyni.    Guðbjartur gerðiekki þau mis- tök að reyna að stað- setja Jón, en lét sig þess í stað hafa það að koma með sögulegar vangaveltur um það sem hann kallaði „útrás eða landflótti og mismunandi túlkun á sögunni“.    Í þessum kafla hinnar miklu ræðuútskýrði formannsefnið að rangt væri að tala um að fólk væri á flótta frá Íslandi og breytti engu í því sam- bandi hvað tölur um landflótta sýndu.    Þeir sem fari séu bara að „bjargasér um vinnu erlendis“ og Guð- bjartur leggur þá björgunaraðgerð að jöfnu við það þegar Íslendingar hasla sér völl erlendis í gegnum far- sæl fyrirtæki í útflutningi.    Í huga formannsefnisins er meðöðrum orðum jafngilt að flytja út vörur og þjónustu ef einhverjir ís- lenskir starfsmenn fylgja með og að fólk hrekist úr landi vegna skorts á atvinnu og framtíðarmöguleikum hér.    Því er ekki að neita að töluverðurDýrafjarðarblær er á þessum söguskýringum Guðbjarts og ekki þarf að undra að maður með slíka hæfileika komi til greina sem for- maður Samfylkingarinnar.    Telja má líklegt að hann hafi meðræðunni skotist fram fyrir marga efnilega keppinauta. Guðbjartur Hannesson Ný söguskýring frá Samfylkingu STAKSTEINAR Veður víða um heim 17.8., kl. 18.00 Reykjavík 14 skýjað Bolungarvík 14 léttskýjað Akureyri 15 skýjað Kirkjubæjarkl. 13 alskýjað Vestmannaeyjar 11 rigning Nuuk 12 léttskýjað Þórshöfn 16 léttskýjað Ósló 21 heiðskírt Kaupmannahöfn 21 skýjað Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 20 léttskýjað Lúxemborg 27 heiðskírt Brussel 27 heiðskírt Dublin 20 skýjað Glasgow 21 skýjað London 27 heiðskírt París 32 heiðskírt Amsterdam 27 heiðskírt Hamborg 26 léttskýjað Berlín 23 skýjað Vín 26 skýjað Moskva 17 þrumuveður Algarve 27 heiðskírt Madríd 38 heiðskírt Barcelona 28 léttskýjað Mallorca 37 heiðskírt Róm 32 heiðskírt Aþena 30 léttskýjað Winnipeg 18 léttskýjað Montreal 23 alskýjað New York 29 heiðskírt Chicago 21 léttskýjað Orlando 32 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:31 21:34 ÍSAFJÖRÐUR 5:23 21:51 SIGLUFJÖRÐUR 5:05 21:34 DJÚPIVOGUR 4:57 21:06 Skúli Hansen skulih@mbl.is „Ég persónulega tel að það þurfi að endurskoða málið. Stefna UVG hef- ur alltaf verið sú að við eigum að standa utan við ESB og það hefur ekki breyst,“ segir Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, formaður Ungra vinstri-grænna, aðspurð um afstöðu til aðildarumsóknar Íslands að ESB, og bætir við: „Það var eðli ríkis- stjórnarsamstarfsins sem krafðist þess að við færum út í þessar samn- ingaviðræður, þó svo að maður hafi ekki alltaf verið sáttur við það, en ætli það sé ekki í öllu samstarfi, hjónaböndum og sambúð sem maður þarf að gefa eftir.“ Þóra segist vilja að aðildarviðræð- unum verði lokið en hún telur þó að í ljósi breyttrar stöðu innan ESB sé eðlilegt að endurskoða málið. „Per- sónulega myndi ég vilja setja þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu og það hefði átt að gera í upphafi,“ sagði Þóra þegar hún var spurð hvað hún ætti við með endurskoðun. Málið ekki á fundardagskrá Flokksráðsfundur VG verður haldinn næstu helgi, dagana 24.-25. ágúst. Að sögn Auðar Lilju Erlings- dóttur, framkvæmdastýru VG, eru aðildarviðræðurnar ekkert sér- staklega á dagskrá á fundinum. „En það verða pallborðsumræður þar sem nokkrir þingmenn munu ræða saman og svara spurningum og fyrirspurnum úr salnum,“ segir Auður og bætir við: „Svo er einn málefnahópur sem fjallar um utan- ríkismál og málefni norðurslóða, þannig að ég reikna með að mesta umræðan fari fram innan þess hóps.“ Aðspurð hvers vegna viðræðurnar séu ekki sérstaklega á dagskrá segir Auður að á síðasta landsfundi hafi verið samþykkt að annar hver flokksráðsfundur skuli fara meira í málefnavinnu og umræður en minna í hefðbundnar stjórnmálaumræður og ályktanir. Þetta sé fyrsti slíki flokksráðsfundurinn. Morgunblaðið/Ómar Flokksráðsfundur Aðildarviðræðurnar eru ekki sérstaklega á dagskrá flokksráðsfundar Vinstri-grænna sem fram fer dagana 24.-25. ágúst nk. Formaður UVG vill endurskoðun  ESB ekki á dagskrá flokksráðsfundar Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Auður Lilja Erlingsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.