Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2012 ✝ Jónas GuðgeirBjörnsson fæddist 31. október 1929. Hann lést á dvalarheimilinu Hulduhlíð á Eski- firði 11. ágúst 2012. Foreldrar hans voru Björn Ingimar Tómas Jónasson, f. 20. febrúar 1901, d. 12. júní 1971, og Kristín Ásmunds- dóttir, f. 2. nóvember 1898, d. 5. mars 1973. Eiginkona Guðgeirs er Margrét Ásta Gunnarsdóttir, f. 10. september 1935. Börn: Jón- as Margeir Wilhelmsson Jensen, f. 21.7. 1954. Hann er kvæntur Jóhönnu M.K. Jensen, f. 16.9. 1953. Þau eiga þrjá syni, Pétur Wilhelm, kvæntan Sóleyju Orra- dóttur og eiga þau Jónas Orra, Valgeir Örn, Hauk Þór og Birki Hrafn. Smára kvæntan Klöru Lind Guðmundsdóttur, eiga þau fjögur börn, Sóleyju Dögg, Kristján Vilhelm, Kristófer og Klara Jónasdóttir, f. 4.3. 1961, gift Kristni Hjartarsyni, f. 10.10. 1958, og eiga þau þrjár dætur, Margréti Ástu, gifta Kasper Öl- and, og eiga þau Ísak Ravn, og Telmu. Evu Dögg gifta Sigurði Arinbjarnarsyni og Elísu. Krist- björg Jónasdóttir, f. 14.2. 1971, gift Tjörva Hrafnkelssyni, f. 16.4. 1969. Börn þeirra eru Tara Ösp, Embla Ósk og Hrafnkell Ís- ar. Guðgeir fæddist og ólst upp á Eskifirði og bjó þar mestallan aldur sinn. Hann vann aðallega til sjós fyrri hluta starfsævinnar, en seinna við verslunarrekstur. Hann var mikill áhugamaður um knattspyrnu bæði sem iðkandi og ekki síður sem áhangandi og þar var ekki gert upp á milli Austra og Liverpool. Hann var góður bridsspilari og mjög virk- ur með Bridsfélagi Eskifjarðar. Guðgeir var náttúruunnandi og hafði yndi af fuglum, ef hann var ekki að skoða og fylgjast með þeim þá sat hann við og málaði þá. Samvera með fjölskyldunni var hans líf og yndi og var hann stoltur faðir, afi og langafi. Guðgeir verður jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju í dag, 18. ágúst 2012, og hefst athöfnin kl. 14. Heiðar Má. Jens Sigurður í sambúð með Jóhönnu Guðnadóttur og eiga þau eina dótt- ur, Maríu Rún. Anna Jenný Vil- helmsdóttir, f. 19.5. 1955, gift Sigurjóni Baldurssyni, f. 30.9. 1953. Þau eiga tvö börn, Guðgeir Freyr kvæntan Öddu Birnu Hjálmarsdóttur. Börn þeirra eru Emilía Sól og Daníel Freyr. Ásta Kristín, gift Páli Bragasyni og eiga þau Braga Hrafn og Tönju Ýri. Bjarnveig Kristín Jónasdóttir, f. 4.10. 1958, gift Sigfinni Jóns- syni, f. 19.12. 1957 og eiga þau tvö börn, Grétar Örn kvæntan Gerði Guðmundsdóttur og eiga þau Arnór Berg, Patrek Aron og Helenu Ýri. Unnur Ósk í sambúð með Sigurði Jónssyni og eiga þau, Dag Nóa, Freyju Kristínu og Katrínu Emblu. Guð sá að þú varst þreyttur og þrótt var ekki að fá, því setti hann þig í faðm sér og sagði: „Dvel mér hjá“. Harmþrungin við horfðum þig hverfa á annan stað, hve heitt sem við þér unnum ei hindrað gátum það. Hjarta, úr gulli hannað, hætt var nú að slá og vinnulúnar hendur verki horfnar frá. Guð sundur hjörtu kremur því sanna okkur vill hann til sín hann aðeins nemur sinn allra besta mann. (Þýð. Á.Kr. Þorsteinsson.), Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þín, Margrét Ásta. Mig langar að minnast pabba míns Guðgeirs Björnssonar í ör- fáum orðum. Elsku pabbi, takk fyrir að ganga mér ungri í föð- urstað, þú varst langbestur. Mikið þakka ég þér vel fyrir mig, pabbi minn, allt sem þú hefur kennt mér í gegnum árin. Þegar ég var yngri þótti mér stundum nóg um stríðnina í þér, en á seinni árum skildi ég að það er nauðsynlegt að taka lífið mátulega alvarlega, og létta lundin þín hjálpaði mér mikið á erfiðum stundum eins og síðustu árin í veikindum þínum. Við áttum saman góðan tíma eftir að þú veiktist fyrir tveimur árum og gast ekki hreyft þig eins mikið og áður, þá kom ég og reyndi að taka þig með í gönguferðir, oft ætlaðir þú ekki út með mér en um leið og ég sagðist hafa komið alla þessa leið bara fyrir þig, þá varstu fljótur að setja á þig húfuna og fara í jakkann og með stríðn- issvipinn á andlitinu sagðir þú: „Jæja þá, eftir hverju ertu að bíða?“ Í þessum ferðum spjöll- uðum við saman um heima og geima og hlógum saman. Eftir að þú fórst í Hulduhlíð á Eskifirði tóku „stelpurnar þín- ar“ eins og þú kallaðir þær við þér og þú dáðir atlætið sem þér var sýnt þar. Nú ertu kominn á góðan stað og örugglega byrjaður að spila fótbolta við Ása bróður þinn, en fótbolti var þitt langmesta uppá- hald og þú fékkst alla litlu strák- ana til að halda með Liverpool. Takk, elsku pabbi, fyrir að vera til fyrir mig þegar ég þurfti á að halda, takk, elsku pabbi, fyrir allar sumarbústaðaferðirn- ar, takk, elsku pabbi, fyrir allar útilegurnar, veiðiferðirnar, bíl- ferðirnar um landið og ferðirnar til Danmerkur, takk fyrir allt og allt. Ég bið góðan guð fyrir þig og að hjálpa mömmu og okkur hin- um í gegnum sorgina. Sjáumst síðar, þín dóttir, Anna Jenný. Elsku pabbi, þetta litla ljóð verður mín hinsta kveðja til þín. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherj- ardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín, Bjarnveig (Badda). Elsku besti pabbi minn. Það er ótrúlega sárt að kveðja þig. Þú sem ert búinn að vera svo stór hluti af mínu lífi, stoð og stytta. Þegar ég hugsa um þig, elsku pabbi, þá er það fyrsta sem kemur upp í hugann hversu góð nærvera þín var og yndislega brosið sem ávallt var stutt í. Þú sagðir oft ekki mikið en það var svo gott að vera hjá þér. Allar gleðistundirnar, húmorinn, stríðnin og hjálpsemin. Í minningunni ert þú alltaf í góðu skapi og stutt í glettnina. Það var alltaf hægt að stóla á að þú kæmir til hjálpar og varst ávallt tilbúinn á hliðarlínunni til að aðstoða. Sama hvað ég gerði af mér sem barn og unglingur þá var tekið á því án þess að hafa um það mörg orð en ég fann alltaf að þú varst stoltur af mér. Það eru ómetanlegar minn- ingar sem ég á um öll ferðalögin okkar saman, innanlands sem utan og allar veiðiferðirnar. Allt- af tókst þér að skapa aðstæður sem hægt var að grínast með og oft var hlegið mikið. Er ég þakklát fyrir allar þessar ynd- islegu minningar sem munu hlýja mér um ókomna tíð. Þú varst einstaklega barngóð- ur og börnin okkar Tjörva. Tara Ösp, Embla Ósk og Hrafnkell Ísar voru eins og þín eigin enda mikið með ykkur mömmu og ykkar heimili eins og þeirra annað. Ég veit að þú varst mjög stoltur af öllum þínum afkom- endum og þurftir þú alltaf að hafa fregnir af þeim öllum og fullvissu um að þeim liði vel. Ég sé svo margt í börnunum mínum sem er komið frá þér, pabbi minn, og það lifir áfram með þeim. Nú er ég búin að gráta úr mér augun við að reyna setja saman nokkrar línur til minn- ingar um þig en það sem stend- ur upp úr er einfaldlega að þú varst besti pabbi í heimi og ég elska þig og sakna þín svo mik- ið. Takk fyrir allt. Þín, Kristbjörg. Á Eskifirði man ég fyrst eftir þér sem manninum sem ég hélt að ætti bókabúðina. Þar réðir þú ríkjum og sást um að bæjarbúar fengju nagla, skrúfur og lesefni. Mér fannst alltaf mikið til búð- arfólksins á Eskifirði koma á þessum árum og þegar ég hafði aldur til sótti ég um vinnu í bókabúðinni eitt sumarið. Þar voru okkar fyrstu kynni, ekki mikið talað en þú kenndir mér að afgreiða yfir borðið. Það var svo nokkrum árum seinna sem að Kristbjörg kynnti mig inn á heimilið í Klaustri. Þú varst nú ekki margmáll við mig svona fyrstu skiptin, en það breyttist þegar heimsóknirnar urðu fleiri og við fórum að kynn- ast. Þá kom í ljós hvílíkan fjár- sjóð þó hafðir að geyma, því betra hjartalag og heilindi er vart hægt að finna í einni per- sónu. Þegar svo glettnin, stríðn- in og gamansemin náði sér á flug smitaðir þú alla í kringum þig. Gæska þín og blíðlyndi gagnvart afabörnunum var ein- stakt og þú gafst þér alltaf tíma til að gantast og leika þér með þeim. Ég mun ætíð minnast áhug- ans sem þú hafðir á fótbolta, þó að ég hafi ekki orðið vitni að snilli þinni í Austrabúningnum, þá lifði orðsporið. Þú náðir þér þeim mun meira á strik í um- ræðum um fótbolta og ekki síst ef Liverpool var að spila í enska. Þar hafðir þú skoðanir á öllu sem viðkom liðinu, hvort sem það voru leikmenn, einstaka leikir eða leikaðferðir. Þó að ég hafi nú ekki deilt sama upphá- haldsliði eru þeir allnokkrir áhangendur Liverpool í fjöl- skyldunni fyrir þína tilstilli. Kæri Guðgeir, þú hefur verið stór partur af mínu lífi og fjöl- skyldunnar síðustu 20 árin. Við bjuggum mestan þann tíma í sama bæjarfélaginu, hvort sem það var Eskifjörður, Hafnar- fjörður eða Egilsstaðir. Það voru forréttindi að eiga þig sem tengdaföður og fyrir börnin mín að eiga þig sem afa. Ég er þakk- látur fyrir þann tíma sem við fengum með þér og það eru margar góðar minningar sem munu ylja okkur. Austri, flugna- net, fótbolti, fuglar, málverk, sauðskinnsskór, Liverpool, afi, bókabúð, Essóskálinn, sólarlönd og sætabrauð eru meðal annars orð sem kalla fram ógleyman- legar minningar um þig. Nú hefur ástkær himnafað- irinn tekið á móti þér, kæri tengdapabbi. Takk fyrir mig. Tjörvi Hrafnkelsson. Elsku afi. Það er komið að kveðjustund. Ótal minningar koma upp í hug- ann. Þú kallaðir mig aldrei ann- að en „Nafni“ sem mér þótti af- ar vænt um alla tíð. Ég átti ótal stundir hjá ykkur ömmu í Klaustri þegar ég var pjakkur. Þú leyfðir mér að stýra bíl í fyrsta skipti, Cortina á Strand- götunni, það byrjaði þannig að bíllinn fór að hiksta og svo fór hann að beygja í allar áttir og enginn réði við bílinn. Svona höktum við eftir Strandgötunni, þarna varstu í dæmigerðum stríðnisham. Stríðni þín var margrómuð og kom öllum í gott skap í kringum þig. Stríðnin sem þú kenndir okkur mun lifa með afkomendum þínum um ókomin ár. Þú kenndir mér margt fleira t.d. að halda með Liverpool. Laugardagar í Klaustri voru helgaðir enska boltanum og Liv- erpool nánast alltaf í sjónvarp- inu. Ég man t.d. að amma sendi Bjarna Fel. jólakort með kveðju frá ykkur hjónum og þakkaði honum fyrir hvað hann sýndi marga leiki frá Liverpool. Ég þvældist með þér út um allt þegar ég var í heimsókn á Klaustri. Ég var hjá ykkur í bókabúðinni, við sigldum á sjett- unni á Skeleyri og fórum á haugana. Ég var búinn að fara svo oft með þér afi á ruslahaug- ana á Eskifirði að ég hélt að þú ættir ruslahaugana. Ógleymanlegar eru veiðiferð- irnar í Selfljót og Skriðuvatn þar sem við vorum að veiða „sel- ung“ eins og þú barst það fram. Þarna ásamt því að vera að dorga á bryggjunum á Eskifirði kviknaði veiðidella sem varir enn í dag hjá mér. Þú gerðir mér líka kleift að fara á rjúpna- jakt ungur og er það enn af mín- um bestu stundum að fara á jakt eins og þú kallaðir það. Ég vildi ungur líkjast þér og ég man alltaf eftir því í einum af mínum mörgu heimsóknum þeg- ar ég tók skærin hennar ömmu og byrjaði að klippa á mér hárið. Ég vildi vera um hausinn eins og afi, ég fékk ekki leyfi til þess á þeim tíma en tókst það vel síð- ar. Elsku afi, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Og allar stundirnar sem fjölskyldan mín hefur átt með þér. Minningarnar um glettni og stríðni lifa með okkur. Mynd- irnar sem þú hefur málað og gefið okkur munu verða okkur dýrmætar minningar í framtíð- inni. Elsku amma. Megir þú hafa styrk til þess að fara í gegnum þetta og þú veist að við munum ávallt vera til staðar fyr- ir þig. Þinn nafni, Guðgeir Freyr. Elsku afi á Eskjó! Það er sárt að þurfa að kveðja og erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur. En við trúum því að þú sért kominn á betri stað þar sem þú getur hlaupið um og passað uppá ömmu og okkur. Minningarnar sem koma upp Jónas Guðgeir Björnsson ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU G. HALLSDÓTTUR frá Gríshóli, Efstasundi 94, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Þorbjörg Kristvinsdóttir, Bjarni B. Sveinsson, Höskuldur Kristvinsson, Barbara J. Kristvinsson, Hallur Kristvinsson, Sigrún Einarsdóttir, Katla Kristvinsdóttir, Jóhann Thoroddsen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU MAGNÚSDÓTTUR frá Múlakoti, sem lést þriðjudaginn 31. júlí. Anna Björk Matthíasdóttir, Guðmundur Magnússon, Steinar Matthíasson, Margrét Jóhannsdóttir, Magnús Matthíasson, Þórdís Elísdóttir, Sigríður Matthíasdóttir, Þorleifur Magnús Magnússon, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SVERRIS GUÐBRANDSSONAR, Hafnarbraut 31, Hólmavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunarinnar á Hólmavík og taugadeildar Landspítalans í Fossvogi. Guðbrandur Sverrisson, Lilja Þóra Jóhannsdóttir, Þórður Sverrisson, Ingibjörg Elísa Fossdal, Matthildur G. Sverrisdóttir, Ingimundur Benediktsson, Aðalbjörn Guðm. Sverrisson, Analita Gonzales, Björn Halldórs Sverrisson, Helga B. Gunnarsdóttir, Ragnar Rúnar Sverrisson, Dýrfinna Petra Hansdóttir, Heiðrún Rósa Sverrisdóttir, Ragnar Guðm. Gunnarsson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför JÓNS FINNBOGASONAR frá Skálmarnesmúla. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför MARGRÉTAR ÓLAFSDÓTTUR, Hörðukór 5. Sérstakar þakkir færum við yndislegu starfsfólki heimahlynningar og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Þórðarson, Ragnar Pétursson, Hlín Pétursdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÁLFDÁN STEINGRÍMSSON, fv. prentsmiðjustjóri, andaðist á Landspítalanum, Landakoti, miðvikudaginn 15. ágúst. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 23. ágúst kl. 13.00. Ingibjörg Steindórsdóttir, Steindór Hálfdánarson, Sólrún Björnsdóttir, Stella Petra Hálfdánardóttir, Lárus Halldórsson, Kristín Hálfdánardóttir, Gunnar Hilmar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.