Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.08.2012, Blaðsíða 33
í hugann eru margar og góðar. Það var alltaf gaman og gott að koma til ykkar ömmu á Eskjó. Þú varst alltaf tilbúinn í eitthvað glens og grín og hafðir svo gam- an af öllum barnahópnum þín- um, varst algjör barnagæla og alltaf fyrstur á gólfið til að leika við krakkana og þau voru fljót að fatta húmorinn þinn og leika með, reyna að stríða afa á undan og þá þóttist þú vera reiður og það fannst þeim alveg ótrúlega fyndið. Þegar kallið kom varstu ekki lengi að svara því og var það al- veg eftir þínum karakter, varst næstum farinn áður en þú komst. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ég þakka allar góðu stund- irnar sem við áttum saman elsku afi minn, minning þín lifir áfram í hjörtum okkar og ég er þakk- lát fyrir að börnin mín fengu að kynnast þér og við getum yljað okkur yfir minningum um afa langa. saknaðarkveðja Þín, Unnur Ósk. Elsku Afinn minn hefur fund- ið friðinn. Það er ástæða fyrir því að ég skrifa hann með stóru A, hann var besti og yndisleg- asti afi sem hægt var að hugsa sér. Brosandi með stríðnis- glampa í augunum er eins og ég minnist hans best, ávallt með glens og gaman, gerandi grín að allt og öllu. Ég hef alltaf verið mikil ömmu- og afastelpa og sem betur fer hefur oftast verið stutt á milli okkar. Margar ynd- islegar stundir á ég sem ég ylja mér við á þessum tímum og í bland við sorgina finn ég fyrir miklu þakklæti og hlýju, það eru forréttindi að fá að alast upp með svona yndislegu fólki og vera vafin svona mikilli ást og umhyggju. Ómissandi þáttur í tilverunni voru aðfangadags- kvöldin í Klaustri, við borðuðum og rifum upp pakkana á met- tíma til að komast sem allra fyrst til ömmu og afa á Eskjó. Þar beið amma með sjóðandi súkkulaði og afi búinn að þeyta rjómann, ég man stundum ekki hvort ég kláraði að opna pakk- ana því þessi stund var stærri en allt annað á jólunum, stór- fjölskyldan komin saman og þá var gaman. Ég kynntist afa best þegar ég vann hjá þeim tvö sumur í Essó skálanum, þá bjó ég í Klaustri og átti góðan tíma, ég veit ekki hvort amma veit það og það upplýsist þá hér með en við afi áttum nú alveg nokkur leynd- armál. Ég var ekkert að segja frá því þegar afi rúntaði á litlu gulu hænunni inní Eskifjörð til að kveikja sér í einum vindlingi. Á meðan var hann heldur ekkert að hvísla því að ég laumaði stundum kvöldgesti inn um gluggann hjá mér í Klaustri, mikið pukur var í kringum þessa leynilegu fundi en afi var með mér í liði og þá gat þetta ekki klikkað. Leynigesturinn er nú reyndar eiginmaður minn í dag þannig að það gat ekki hafa ver- ið svo slæmt. Afi var alltaf ótrú- lega ánægður með kærastann minn, Palli var nefnilega rosa góður í markinu hjá Austra og það var nú aldeilis ekki dónalegt að ég myndi rugla saman reyt- um við þann snilling. Það skemmdi síðan ekki fyrir sam- eiginlegur áhugi þeirra á Liver- pool. Afi hefur þannig síðustu 20 árin verið afinn okkar beggja og í rauninni verið afi ansi margra í kringum mig, hann er afinn. Börnin okkar, Bragi Hrafn og Tanja Ýr, hafa notið hlýju og glettni afa langa og er ég þakk- lát fyrir að þau hafi fengið að kynnast honum og njóta góðra stunda. Afi var helst ekki ánægður nema með tvö börn á hvoru hné, segjandi sögur og gera grín, það var eitthvað óút- skýranlegt blik og gleði sem börn færðu honum og þau sog- uðust að eins og segull að stáli. Sem fullorðin var ég oft smá abbó yfir þessari athygli, ég var bara komin í hinn hópinn og fékk ekkert hoss á hné eða klór á bakið, þá brosti ég nú reyndar bara út í annað og þakkaði fyrir minn tíma, núna var þeirra að njóta. Í dag verður afinn minn bor- inn til grafar. Það er sárt og erf- itt að fylgja honum ekki alla leið en ég veit að hann er þar, hér og allsstaðar. Ég þakka fyrir ynd- islega kveðjustund sem ég átti með honum og nánustu fjöl- skyldu á sl. laugardag og fékk þá tækifæri til að kveðja. Ég bið algóðan guð um að styrkja elsku ömmu okkar, þú ert gull og við elskum þig. Ásta Kristín Sigurjóns- dóttir, Páll Bragason, Bragi Hrafn og Tanja Ýr. Elsku afi minn. Það er erfitt að kveðja svona góðan afa. Ég á margar góðar minningar með þér. Þú varst góður, skemmtilegur og smá- stríðinn og líka alltaf tilbúinn að gera allt það sem mann langaði. Ég vona að þú sért á góðum stað því það átt þú skilið. Elsku besti afi minn, ég sakna allra góðu stundanna með þér og megir þú hvílast í friði. Þinn, Hrafnkell Ísar. Elsku afi. Það er svo stutt síðan ég heimsótti þig á Eskifirði áður en ég fór til Akureyrar að bíða eftir barninu mínu, og þótt þú værir mjög þreyttur varstu samt svo glaður að sjá okkur, brostir út að eyrum og grínaðist. Það er þannig sem ég man alltaf eftir þér, brosandi og stríðinn og smitaðir út frá þér mikla gleði. Heimili ykkar ömmu var mér alltaf sem annað heimili, fullt af hlýju og ást og þakka ég fyrir að hafa fengið að vera svona mikið hjá ykkur. Ég þakka fyrir þann tíma sem við fengum saman, og þá endalausu þolinmæði sem þú hafðir í að leika við mig og kenna mér eitthvað nýtt. Ég hefði ekki getað náð bílprófinu án þinnar hjálpar, þar sem þú varst sá eini sem treystir þér í æfingaaksturinn og hrósaðir mér alltaf, sama hvernig gekk. Orð fá því hreinlega ekki lýst hversu góður þú varst, þú vildir allt fyrir alla gera, og fylgdist vel með þínu fólki. Þótt ég syrgi fráfall þitt mikið veit ég að þú ert á góðum stað, að spila og borða sætabrauð og að fylgjast með ömmu og öllum þínum. Þinni dásamlegu sál og fal- lega hjarta verður aldrei gleymt, ég sakna þín. Þín, Tara. Elsku afi minn. Þegar ég hugsa um þig koma þessi orð upp í hugann: Góður við mig. Alltaf glaður. Alltaf hress þó að þú værir veikur. Fyndinn. Stríðinn. Margar góðar minningar. Alltaf tilbúin að gera allt fyrir mig. Alltaf að gefa mér eitthvað og keyra mig hvert sem ég þurfti að fara. Við spiluðum oft þegar ég kom í heimsókn og það voru góðar stundir Þú ert besti afi í heimi Þín, Embla Ósk. Nú horfinn er á braut ástkær afi okkar, klárlega einn úr góða liðinu. Þegar menn með stórt hjarta hverfa á braut er oft erf- itt að finna nógu stór, sterk og falleg orð. Hann var með eitt skap, skipti ekki skapi, alltaf hress og alltaf talaði hann vel um alla. Það var alltaf gaman að koma til ömmu og afa, afi alltaf með eitthvert sprell og stríðni. Hver man ekki eftir: og þvoðu þér svo á bak við eyrun líka. Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa, manni leið alltaf eins maður væri eitthvað. Svo þegar maður fór að koma með börnin sín, þá var ljóst hvaða mann- eskjur voru mikilvægastar í hús- inu. Hann átti þær allar og helst þær sem höfðu sig minnst í frammi. Það var eitt sem mér fannst eftirtektarvert þegar ég var polli og það var að hann átti fullt af vinum og það kom manni nú oft til góða þegar maður var að sniglast í kringum bryggjusk- úrana og karlana sem þar réðu. Afi hefur verið á dvalarheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði undanfarin misseri. Þar naut hann fyrsta flokks umönnunar sem við erum þakklát fyrir. Takk fyrir allt og allt. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Grétar. Elskulegur móðurbróðir minn Jónas Guðgeir Björnsson – allt- af nefndur Guðgeir – er látinn, áttatíu og þriggja ára að aldri. Ég man fyrst eftir þeim Guð- geiri og Grétu þegar þau bjuggu í Klaustri á Eskifirði en þar var oft mikið fjör þegar ég var barn enda voru fimm börn á heimilinu og þau hjón afar barngóð. Barnabörnin og barnabarna- börnin eru síðan orðin fjölmörg (ég er löngu hætt að telja) og öll í góðu sambandi við afa sinn og ömmu. Guðgeir frændi var skapgóð- ur maður og léttlyndur. Ég man ekki eftir að hafa nokkurn tíma heyrt hann skipta skapi eða byrsta sig við nokkurn mann. Hann var einnig örlátur maður og þau hjón góð heim að sækja eins og ég fékk að reyna á ferð- um mínum austur á firði í gegn- um árin. Ég man sérlega vel eft- ir því þegar ég á mínum yngri árum kom, ásamt nokkrum kunningjum, óvænt til þeirra hjóna á Eskifjörð. Auðvitað var okkur öllum umsvifalaust boðið í mat – nýveiddan silung. Næsta ár á eftir gerðist nákvæmlega það sama – nýveiddur silungur var á boðstólum og öllum boðið í mat. Upp frá því byrjaði frændi alltaf að afsaka sig meira í gríni en alvöru þegar ég kom í hei- mókn – að nú væri því miður enginn silungur í matinn. Síðustu árin var hann til heimilis á Egilsstöðum eða alveg þar til hann fluttist í Hulduhlíð, dvalarheimili aldraðra á Eski- firði, síðasta vetur. Það er skammt stórra högga á milli – það er ekki liðinn mán- uður frá jarðarför Dídíar, systur Guðgeirs sem einnig var til heimilis í Hulduhlíð en með þeim hafa fjögur systkinanna sjö frá Ekru kvatt þennan heim. Elsku Gréta mín, ég votta þér mína dýpstu samúð, sem og börnum ykkar og fjölskyldum þeirra. Helena Valtýsdóttir. MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 2012 Elsku, elsku vin- kona, ég trúi því ekki að ég sitji hér og skrifi minningarorð til þín. Ég trúi því ekki að þú komir ekki aftur í heimsókn til okkar Jó- hönnu og Ásgerðar. Ég trúi því ekki að ég fái ekki að sjá þig og knúsa þig aftur elsku Elín. En ég veit og trúi því að þó svo þú sért farin þá muntu halda áfram að dansa, syngja, teikna og gera það sem þér þótti skemmtilegt. Þú varst lífsglöð og dásamleg kona Elín og ég er svo þakklát fyrir að hafa verið hluti af þínu lífi. Ég er þakklát fyrir að þú leyfðir mér að kynnast þér og elska þig nákvæmlega eins og þú varst. Þú hefur glatt mig svo mik- ið með brosinu þínu, fyndnu frös- unum þínum og bröndurum. Þeg- ar þú komst í heimsókn til okkar þá fékkstu iðulega klippingu hjá Jóhönnu og oftar en ekki sá ég um það að elda, og þá eldaði ég uppáhalds matinn þinn Elín, hamborgara og franskar. Svo læddistu upp að mér og sagðir: „Má ég smakḱennan ost“. Og að sjálfsögðu fékkstu nokkrar ost- sneiðar og svo tókstu utan um mig og knúsaðir mig. Eitt skiptið þegar þú komst og ég var búin að leggja á borð og hafa matinn til heyrðist í þér: „Je, þetta er bara eins og á hóteli“. Þú fékkst mig til að hlæja Elín og gerir enn. Ég og Jóhanna eigum eftir að rifja upp skemmtilegu stundirnar sem við áttum með þér. Elín, þú ert ein sú besta kona sem ég hef kynnst og með ein- dæmum yndisleg. Að hafa kynnst þér og fengið að vera nálægt þér gerir mig að betri manneskju. Þegar við hittumst á ný þá ætla ég að dansa með þér, borða ham- borgara með þér og hlæja með þér. Ég kveð þig með sorg í hjarta elsku Elín. Þín vinkona, Ragna. Það er mér sárt að kveðja El- ínu vinkonu mína en ég kveð hana af heilum hug og snortin af djúpu þakklæti. Ég man þegar ég hitti Elínu fyrst, ég var alveg viss um að hún væri náskyld mér vegna þess að Elín minnti mig á móðurfjöl- skylduna mína, ég meira að segja gekk svo langt í leit að skyldleika að ég bað Maríu móður Elínar að rekja ættarsöguna þeirra fyrir mig. En á daginn kom að á milli okkar Elínar voru önnur tengsl, við urðum strax einstakar vin- konur. Elín var ein sú allra sannasta með einlægni sinni og fyndni, þegar hún sat við matarborðið hjá okkur á Framnesveginum og spurði mig afhverju ég hafði skírt dóttur mína Ásgerði og sneri sér svo sposk á svip að Rögnu sam- býliskonu minni og spurði mig af hverju ég hefði skírt hana Rögnu, Elín Reynisdóttir ✝ Elín Reyn-isdóttir fæddist 6. apríl 1971 í Reykjavík. Hún andaðist á Land- spítalanum, Foss- vogi, 8. ágúst 2012. Útför Elínar fór fram frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 17. ágúst 2012. þannig að við sprungum allar úr hlátri og ætluðum aldrei að geta hætt að hlæja. Nákvæm- lega svona var Elín, svo mikill húmoristi og hafði reglulega gaman af því að stríða mér sem og öðrum. Ég er full þakklætis yfir því að hafa fengið að kynn- ast Elínu vinkonu minni og fjöl- skyldu hennar. Minningarnar eru ótal margar af fögrum og skemmtilegum stundum, eins og þegar við fórum í Daðahús, á árshátíðir, Perlu- festafundi og stoppuðum í Kúl- unni til að kaupa kók og prins og allar dásamlegu stundirnar okk- ar á Framnesveginum sem end- uðu oftar en ekki á dansi. Ein af þeim bestu var nú fyrr í vor á jú- róvisionkvöldi þar sem við sung- um með flestum lögum og döns- uðum af okkur skóna. Einnig ferð okkar í fyrrasumar þegar við El- ín fórum til Vestmannaeyja til þess að fara í sund og út að borða og við nutum þess fram í fingur- góma. Ég minnist þess líka hvað Elín var mikil keppnismann- eskja, það voru nú ófáar sund- ferðirnar okkar þar sem ég hvatti hana áfram með þessum orðum; keyra svo Elín, keyra og þá synti Elín eins margar ferðir og hún mögulega gat og minnti mig svo á að ég væri ekki alveg búin að synda jafn margar ferðir og hún en það skipti samt engu máli því að þetta var ekki alvöru keppni með verðlaunapeningum. Þannig var Elín, reyndi að gera gott úr því að ég hafði ekkert í hana í sundi. Ég tel mig lánsama að hafa fengið að kynnast þessari frá- bæru konu sem kenndi mér það að það væri ekkert gaman ef allir væru eins! Með þessum orðum vil ég kveðja Elínu vinkonu mína og þakka fyrir yndisleg og skemmti- leg kynni. Vertu þú sjálfur, gerðu það sem þú vilt. Vertu þú sjálfur, eins og þú ert. Láttu það flakka, dansaðu í vindinum. Faðmaðu heiminn, elskaðu. ( Helgi Björnsson.) Mínar innilegustu samúðar- kveðjur elsku Reynir, María, Þurý, Gústi, Viðar og Anna Lilja. Jóhanna Ólafsdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem.) Í dag kveð ég hana Elínu vin- konu mín, hana Elínu Reynis stuðbolta. Á stundu sem þessari kemur margt upp í hugann, margar góð- ar minningar um sumarbústaðar- ferðir, böllin, sundferðirnar, göngutúrana og allar hinar gæða- stundirnar í Mururimanum. Í hjarta mér er ég sorgmædd yfir að þurfa að kveðja vinkonu í blóma lífsins en fyrst og fremst er ég þakklát. Þakklát fyrir að hafa fengið kynnast þessari mögnuðu mannesku sem Elín mín var. Þakklát fyrir allt sem hún kenndi mér um lífið eins og það að gleðj- ast yfir hlutum sem mörgum þykja hversdagslegir. Minn- inguna um þessa kæru vinkonu geymi ég sem dýrmætan fjársjóð og minnist orða hennar „það væri ekki gaman ef allir væru eins“. Elsku fjölskylda Elínar, ykkur sem staðið hafa eins og klettur við bakið á henni í gegnum allt vil ég senda mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Helga Margrét Haraldsdóttir. Það víkur sér enginn undan kalli almættisins, sem við verðum öll að hlýða. Elín Reynisdóttir var brott kölluð 8. ágúst 2012, á 42. aldurs- ári eftir stutta sjúkrahúsvist. El- ínu hef ég þekkt frá fæðingu. Hún varð fyrir þeirri sáru reynslu að fá kíghósta á fyrsta mánuði og verða aldrei söm. Alla tíð hefur verið mikill og náinn samgangur milli heimilis foreldra hennar þeirra Maríu Ólafson og Reynis Kjartanssonar og heimilis okkar Einars Einarssonar ( d. 29. júlí 2010 ) ömmubróður hennar. Fyrstu árin vorum við nágrannar á Eyjabakkanum og var þá oft labbað á milli og jafnvel farnir bíl- túrar um Reykjavíkursvæðið eða Suðurlandið. Elín var lengst af á heimili foreldra sinna, þau og systkini hennar, þau Þuríður og Viðar, önnuðust hana af einstakri umhyggjusemi og hlýju. Henni þótti gaman að vera fín og punta sig. Hafa armbönd og festar og vera í fallegum fötum. Það var líka séð til þess að það væri í lagi. Síðar fór hún á sambýli í Mururimanum, þar var hlúð að henni á allan hátt. Þar átti hún sína íbúð og sótti vinnu. Alltaf gladdist hún jafn mikið yfir að vera í fullri vinnu. Hún kunni að meta það. Síðustu árin átti ég oft leið í nágrenni við Mururimann, þar sem hún bjó. Reyndi ég að koma því þannig fyrir að ég færi seinnipart dags, svo ég gæti kom- ið við hjá henni og leikið við hana að dúkkulísum eða teiknað svolít- ið með henni. Alltaf mætti ég mikilli hlýju og gestrisni hjá starfsfólkinu í Mururima, fyrir það vil ég þakka. Ég votta foreldrum hennar, systkinum, þeirra mökum og börnum þeirra, einnig samfélag- inu í Mururima mína dýpstu sam- úð. Blessuð sé minning Elínar Reynisdóttur. Margrét Sigurðardóttir. ✝ Við sendum innilegustu þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÞORSTEINS BERENTS SIGURÐSSONAR, fv. flugumferðarstjóra, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ. Ingunn Sigurðardóttir, Sigrún Þorsteinsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Jón Ólafur Þorsteinsson, Þorsteinn Ingi Kristjánsson, Kristín Eva Kristjánsdóttir, Arnar Berent Sigrúnarson, Katla Dimmey Þorsteinsdóttir, Daníel Berent Rink. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.