Helgafell - 01.11.1954, Qupperneq 4

Helgafell - 01.11.1954, Qupperneq 4
2 HELGAFELL bregðast við, ef þeir, er fylgjandi voru uppkastinu 1908, væru nú kallaðir land- ráðamenn? Og hvar skal þá yfirleitt staðar numið? Jón Helgason er slíkur maður sakir fræðimennsku sinnar og skáldskapar, að oss þykir hann flestum mönnum fremur vel til þess fallinn að flytja ræðu fyrsta desember, enda þótt honum hafi ætíð verið munntamari gagnrýni og þungar átölur en skjall og blíðmæli. Reyndist og ræða hans hinn merkasti viðburður. Osammála erum vér honum þó um margt, til dæmis um varnar- málin, en þau eru tekm til meðferðar annars staðar í þessu hefti Helga- fells. Nauðsyn ber til, að þau mál séu rædd af fullri einurð og hreinskilni, en mikið vantar á, að það sé unnt ems og nú horfir. Af hverju orði um hersetu sprettur upp eldur og úlfúð. ,,Ef þér ógnar þessi her skaltu heita kommún- isti“, sagði Jón í ræðu smni, og vissulega er sú ályktun oft dregin að ósekju. Það siðleysi í orðum, sem Islendingar hafa tamið sér og Jón deildi á í ræðu sinm, veldur hér nokkru um, en dýpri orsakir hggja þó til þessa. Varnarsátt- málinn er ávöxtur samvinnu hinna vesírænu lýðræðisþjóða og sprottinn af ótta þeirra við hina rússnesku yfirráðastefnu. Sú spurnmg hlýtur því alltaf að vakna, hvort þeir, sem andstæðir eru herverndinni, séu ekki hlynntir kommún- istum, en fyrir þeim vakir aðeins eitt: alger sigur hins austræna einræðis í heiminum. Þeir lýðræðissinnar, sem berjast gegn hersetunni af einni saman föðurlandsást og ótta við skaðræði erlendra áhrifa, eiga því enga samleið með kommúnistum. Dýrkeypt reynsla hefur kennt oss, að kommúnistar nota slíka samvmnu til þess eins að koma fram sundrungaráformum og sá misklíð milli lýðræðisflokkanna. Virðist þeim ætla að takast það mætavel í varnarmálun- um, og er það uggvænlegt, að þrír flokkar, sem lýðræði eru fylgjandi, hafa í Háskólanum gengið til samvinnu við kommúnista, þar á meðal tveir flokkar, sem stóðu að herverndarsamningnu.m á þingi og styðja hann enn. Vonandi eru menn ekki búnir að gleyma því, að öll samvinna við kommúmsta er tilgangs- laus, meðan þeir vinna að því að afnema það frelsi, sem þeir þykjast verja. Mönnum eins og Jóni Helgasyni, sem kvarta undan því að vera kallaðir kommúnstar, ætti að vera í lófa lagið að hreinsa það orð af sér. Vér vitum, að það er fjarsíæða, að Jón sé kommúnisti, og svo er um fleiri, sem fengið hafa það orð á sig. En þangað til þeir taka jafn skýlausa afstöðu til alræð- isins í austri sem annarra mála, hlýtur að vera hægt að misskilja þær hvaíir, sem búa bak við stefnu þeirra í herverndarmálinu. Vér lifum á tímum ægi' legra blekkinga. Orðin frelsi og lýðræði eru hvergi meira notuð en í löndum alræðis og kúgunar, og það er því ekki að furða, þótt menn séu hættir að treysia orðunum einum og vilji vita, hvað á bak við býr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.