Helgafell - 01.11.1954, Side 8

Helgafell - 01.11.1954, Side 8
6 HELGAFELL Hinar miklu byltingar nútímans í tækni, vísindum og þjóðfélagshátt- um, hafa aukið stórkostlega öll samskipti þjóð'a á meðal. íslendingar eiga í rauninni fárra kosta völ, og hljóta erlend áhrif að fara hér vaxandi á flestum sviðum. Hverjar afleiðingar þessi þróun hefur fyrir framtíð íslenzkrar menn- ingar er undir viðbrögðum Islendinga sjálfra komið og þeirri skapandi orku, sem þeir búa yfir. Aðeins framtíðin getur skorið úr því, hvort hún eflir þá til nýrra andlegra afreka eða ber menningu þeirra ofurliði. Tæknibyltingin hefur ekki einungis stóraukið samneyti þjóða með bættum samgöngum og auknum viðskiptum á öllum sviðum, heldur hefur hún gerbreytt stéttaskipun þjóðfélagsins og innihaldi menningarinnar. Fyrr á öldum voru það nær eingöngu hinar efnuð'u og menntuou stéttir þjóðfé- lagsins, sem stóðu í nánum menningartengslum við aðrar þjóðir. Alþýðu- menningin var hins vegar að mestu ósnortin af umheiminum: grundvölluð á þjóðtrú og arfsögn og háð lögmálum lífsbaráttu og náttúruafla. Með iðnbyltingunni er fótum kippt undan hinni gömlu og rótgrónu menningu sveitanna, og þungamiðja þjóðfélagsins flytzt í borgirnar, þar sem tækni nútímans er beitt til þess að framleiða skemmtanir handa múgn- um eins og hvern annan varning. Þar með er höggvið að rótum hinnar þjóðlegu alþýðumenningar, og ný lágmenning sköpuð, en afkvæmi hennar eru jazz, kvikmyndir, æsibókmenntir og atvinnuíþróttir, sem nú eru jafn alþjóðleg fvrirbrigði eins og bílar, þvottavélar, nylonsokkar og aðrir ávextir tækninnar. Það er engin leið til að útiloka þessa nýju lágmenningu frá íslenzku þjóðinni. Engir tollar og engin höft munu þar fá rönd við reist. Ráðstafanir eins og lokun Keflavíkurútvarpsins mundu skipta hlægilega litlu máli. Fllustendur, sem heyra vilja jazz og dægurlög, eiga úr nógu slíku að velja frá útvarpsstöðvum víðs vegar um heim. Auk þess flæðir erlendur jazz yfir landið bæði á plötum og í kvikmyndum, og á síðustu árum hefur vaxið hér úr grasi álitlegur hópur innlendra jazzleikara, sem sumir eru jafnvel sagðir standa erlendum jazzistum á sporði. Keflavíkurútvarpið veldur því engum aldahvörfum, og það væri auðvelt að benda á marga ómenningu, sem þróast hér innan lands og er því stórum hættulegri. Þeir tslendingar, er óttast hafa, að jazz og kvikmyndir yrðu menningu þjóðar- innar að fjörtjóni, hljóta að' hafa gefið upp alla von, löngu áður en þessi síðasta plága dundi yfir. Hin eina vörn gegn ágengni hinnar nýju múgsefjunar er efling æðn menningar meðal allra stétta þjóðfélagsins. Hin forna íslenzka bænda- menning er að líða undir lok með því þjóðfélagi, sem fóstraði hana. Hun verður ekki endurvakin, en arftaki hennar, hin unga ótamda menning Reykjavíkur og annarra íslenzkra kaupstaða, býr þó að því ennþá, hve kjarnmikil hún var og sterk. Þrátt fyrir reginfátækt íslenzkrar alþýðu a fyrri tímum hafði hún engin þau lágstéttareinkenni, sem löngum hafa verið auðsæ með erlendum þjóðum, jafnvel þar sem jöfnuður er rnestur. Hún var varin af hinum forna menningararfi, sem hér var almenningseign, og gædd lífsskoðun, sem gaf einstaklingnum sjálfstraust og virðingu. Þessi

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.