Helgafell - 01.11.1954, Síða 12

Helgafell - 01.11.1954, Síða 12
10 HELGAFELL í stað þess að óskapast yfir hverju, seni á bjátar í sambúðinni, væri ráðlegra að vinna að bættri sambúð og heilbrigðari kynnum milli varnar- liðsmanna og íslendinga. Fjöldi hermanna hér á landi er svo mikill, að óhugsandi er að nema örfáir þeirra geti komizt í persónuleg kynni við ís- lendinga. 1 stað þess ætti að koma á fót skipulagðri starfsemi til þess að fræða þá varnarliðsmenn, sem á því hafa áhuga, um ísland og íslenzka menningu, til dæmis með námskeiðum og heimsóknum á listsýningar, tón- leika, í leikhús og á sögustaði. Bandaríkjamenn ættu jafnframt að leggja meira kapp á að vinna sér vinsældir og virðingu manna á Islandi. Leiðin til þess er ekki sú að hafa Keflavíkurútvarpið sem helzta fulltrúa sinn hér á landi, heldur að kynna Islendingum það, sem bezt er í bandarískri menningu: bókmenntum, list- um, vísindum og stjórnarfari. Eitt af því, sem spillt hefur mjög fyrir Banda- ríkjamönnum er það, hve óvandir þeir hafa verið að vinum og trúnaðar- mönnum. Hafa þeir tekið í þjónustu sína ýmsa menn, sem verið hafa í íitlum metum hjá Islendingum sjálfum. Líklega hafa þeir reynzt þeim hinir þægustu, en Bandaríkjamenn verða að taka sér vara fyrir því að „hyggja sér alla vera viðhlæjendur vini“. Sá hópur manna, sem þeir hafa um sig hér á Jandi, hefur átt drjúgan þátt í því að fæla frá vinfengi við þá aðra og betri menn, sem gefinn er meiri manndómur en þjónslund. Stefnan í varnarmálum hefur verið röng í grundvallaratriðum. Allt kapp liefur verið lagt á að' setja hömlur á samskipti Islendinga við varnar- liðið, en ekkert liefur verið um það hugsað að vinna að gagnkvæmum sldlningu og vináttu milli þessara aðila. Sú Irngsun hefur þar af leiðandi lvomizt inn hjá öllum þorra manna, að hættulegt sé fyrir hvern, sem heita vilji íslendingur, að eiga nokkur skipti við varnarliðið. Þetta er rangt vegna þess, að íslenzku þjóðerni mundi ekki stafa hætta af auknum kynnum við varnarliðið, ef slík kynni stefndu að því að auka þelvkingu og skilning beggja á menningu og lífsviðliorfum liins. Þau mundu ekki á nokkurn liátt auka þá s])illingarliættu, sem hersetunni fylgir, heldur gætu þau þvert a móti skapað anda samstarfs um lausn þeirra vandamála, sem henni eru samfara. Innilokunarstefnan hlýtur að skapa tortrvggni og andúð, en í þvi andrúmslofti skapast seint samlíomulag eða góð sambúð. Meginatriði málsins er þó enn ónefnt, en það er, að Islendingar og Bandaríkjamenn eru bandamenn, sem ásamt öðrum þjóðum hafa tekið höndum saman til þess að efla og styrkja lýðræði í heiminum. Þeir, sem þessu bandalagi eru fylgjandi, ættu að skilja, hver hætta felst í því að lata framkvæmd varnarmálanna spilla svo mjög vináttu þessara þjóða sem raun ber vitni. Ef haldið er áfram á sömu braut hlýtur það fyrr eða síðar að gera alla íslendinga andhverfa hvers kyns samvinnu við Bandaríkjamenn um varnir hins vestræna heims. Þessi þróun er þeim einum til ávinnings, er slíta vilja þau bönd, sem tengja ísland hinum vestrænu lýðræðisþjóðum, en um þá verður ekki rætt 1 þessari grein. En livað er þá um alla hina: hinn mikla meiri hluta þjóðar- innar, sem fylgjandi liefur verið utanríkisstefnu íslendinga á síðustu árum?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.