Helgafell - 01.11.1954, Side 18

Helgafell - 01.11.1954, Side 18
16 HELGAFELL bera í þessari stefnu. Það heitir Guernica eftir spánska málarann Picasso. Guernica var lítið þorp á Norður-Spáni, sem var lagt í eyði, svo ger- samlega þurrkað út í grimmilegri og tilefnislausri loftárás nazista í spönsku borgarastyrjöldinni. Strax og listamaðurinn frétti um afdnf bæjanns, hóf hann undirbúning að þessu verki, og með svíðandi sársauka í blóðinu yfir þessu ódæðisverki, skapaði hann um þetta ódauðlegt hstaverk. Það er ekki fagurt, sem þarna er verið að lýsa, en það er blákaldur sá veruleiki, sem stríðsæðið hefur í för með sór. — Það eru feiknstafir ótta og örvæntingar — æpandi orðlaus þjámng. Trylltur hestur treður þar á lifandi og dauðu fólki, mannslíkami hverfur í eldhaf. Ut um glugga kemur höfuð og handleggur, sem teygir sig í óeðlilegri lengd inn á mynd- flötinn eins og langdregið neyðaróp. Ótútleg örlagaskepna starir gljá- köldum, glansandi ausum á áhorfandann — móðir heldur á lemstruðu barni og tárast tvennum augum, en sorgin rúmast ekki samt — og yfir öllu þessu skín meinmgarlaus sól, er mest líkist gaddakylfu. — Svo óhugnanlegum hlutum er hægt að lýsa með dramatískri reisn og listrænni fegurð, svo vart finnst hliðstætt dæmi, nema ef vera kynm „Inferno" ítalska skáldsins Dante Allighieri, en mér er þó mest í hug okkar eigin Matthías, er hann ákallar guð sinn í efasemdanna kvöl og segir: ,,Líkt og út úr ofni æpi stiknað hjarta“. — Þetta er háexpressiomstiskt og ab- strakt um leið. Skáldið notar þarna öfgafulla samlíking til að gefa þeirri tilfinning, er hann vill lýsa, sem sterkast og átakanlegast form. — Þann- ig getur djarft vængjatak hugmyndaflugsins skapað gullkorn af öfugmæl- um. — Á þessu hneykslast vitanlega enginn, enda fjölmörg dæmi slíks í bókmenntum allra landa. En þegar málaralistin tekur sterka liti og kröftug form í sína þjónustu, — að ég nú ekki tali um, ef listamaður- inn notar abstrakt frásagnarform eins og skáldið, — þá brestur skoðand- ann hugmyndaflug til að skilja, og listamaðurinn verður í hans augum ekki annað en sá sem hneykslunum veldur. En þið, mínir ungu samherjar, sem hneykslunum valdið, þið sem hafið valið ykkur það erfiða hlutverk, að yfirgefa troðnar slóðir í leit að nýjum verðmætum í listinm, þið sem eruð að skapa nýjan þátt í sögu íslenzkrar myndlistar, hliðstæðan því, sem nú er að gerast hjá öllum menn- ingarþjóðum álfunnar, ég vænti þess af ykkur, að þið standið af ykkur storma andúðar og hleypidóma, jafnt og þið hingað til svo blessunarlega hafið sniðgengið öll þau viðhorf, sem eru listinni óviðkomandi. Þegar vormenn listarinnar — hins nýja tímabils — frönsku ímpres- sionistarnir, sýndu verk sín opinberlega í fyrsta sinn, var gert hróp að

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.