Helgafell - 01.11.1954, Side 20

Helgafell - 01.11.1954, Side 20
18 HELGAFELL Þetta var mjög lærdómsríkt. — Enginn má þó skilja orð mín svo, að óg í einhverri sjálfsánægju álíti, að óg upp frá þeirri stundu hafi frarn- leitt frábær listaverk. Nei, síður en svo. Þegar óg stundum fyrirhitti mynd- ir, sem c& hef málað fynr 30—40 árum, þá dettur mór helzt í hug orð þau, sem óburðunnn hrópaði að föður sínum Pótri Gaut: ,,Ég er þínar gömlu syndir“. — En þessar gömlu syndir eigum við nú öll, því allir vildu betur gert hafa, og það er heldur ekki það versta að sjá þessi ófull- komnu verk, að maður hvað eftir annað hefur beðið lægri hlut í barátt- unni við efnið. Hitt er svo miklu verra að flytja sína eigin meðalmennsku upp í efsta þrepið og telja sjálfum sór og öðrum trú um, að allt só þetta harla gott. Við eigum að snúa setningunni við og segja: „Nei, þetta er alls ekki nógu gott“. — Aðalsmerki hvers góðs og heiðarlegs lista- manns er undansláttarlaus sjálfsgagnrýni. Þetta var nú útúrdúr. Það, sem fyrir mór vakti, var að fá þig, hlust- andi góður, til að læra af smalanum okkar. Þegar þú stendur fyrir fram- an það, sem nefnt er abstrakt málverk, og finnur þar enga þekkjanlega hluti úr veruleikanum, hvað skeður þá? Þú fórnar höndum, eins og smal- inn, en ekki í auðmýkt og uppljóman skilningsins, heldur af skilmngs- leysi. Ekki af næmn og ótruflaðri, vakandi undrun barnssálarinnar, held- ur af fáfræði, hleypidómum eða jafnvel gáfnahroka. Þetta eru bara mál- araklessur. Þetta er brjálæði. Þetta skilur enginn. Skdur þú kínversku? Nei, óg ekki heldur. En eigi að síður munt þú ekki neita því, að þetta mál er tjáningarform miljóna manna og viljirðu skilja það, verður þú að gera svo vel að læra. En það er mikil fyrirhöfn að læra tungumál. Til þess að skilja mál, eða hin mismunandi tjámngarform listarinnar, þarf aðallega vdjann til að skilja. Þú neitar því væntanlega heldur ekki, að listin þarf að vera annað og meira en endurtekning á því, sem fyrir aug- un ber. Að hún þarf að minnsta kosti að vera listræn endursköpun hlut- anna. Það þarf hugmyndaflug til að skapa, þess vegna þarf líka hug- myndaflug td að skdja. Þegar þú horfir á það hstaverk, sem þór finnst vera óviðráðanleg gáta, þá lát þór ekki nægja að nota heilann. Þú skalt gefa þig á vald tdfinninganna. — Innsæi hjartans hefur leyst marga lífsgátuxaa. „Tæmdu huga þinn af fordómum og sál þín öðlast vizku“, segir gam- alt kínverskt spakmæli. Lofaðu kyrrðinni að frjóvga ímyndunaraflið, og svo skaltu hlusta — á sjálfan þig. Þarna sórðu liti, sem ýmist eru glaðir, daprir eða reiðir, hljóðlátir eða hávænr. Þarna eru línur og form, sem tengja og slíta og binda aft- ur. Þarna eru listasamstæður, sem vekja hjá þór þægdega tilfinningu sam-

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.