Helgafell - 01.11.1954, Side 22

Helgafell - 01.11.1954, Side 22
20 HELGAFELL léreftinu byggir hann upp nýjan dýrðlegan veruleika, sem við e£ til vill eigum erfitt með að skilja við fyrstu sýn. — En svo sannarlega sem lífið sjálft er ívaf og uppistaða allra listaverka, í hvaða formi sem þau birtast, svo gefur andinn einn efmnu það líf, sem gerir verkið að listrænm tján- ingu. Því hver sem hugmyndin eða fyrirmyndm er, þarf verkið að vera gætt lífsanda sköpunargleðinnar, eða því sem ég vil leyfa mér að kalla hina fjórðu ,,dimension“, — hina fjórðu vídd eða svið hstaverksins. — Með öðrum orðum: víðfeðmi andans, hvort heldur hann leitar inn á rökkurlönd dulhyggjunnar, að ínnsta kjarna og dýpstu uppsrettu allrar tilveru, — eða hann velur sér viðfangsefni úr efnisheiminum. — Eða listamaðurinn beinlínis byggir sér sinn eigin heim af innri sýn skapandi hugmyndaflugs, — gefur verkinu æðaslög lífsins, lnta skapgerðarinnar — já, glóð tilfinninganna, því allt verður þetta svo undarlega lítils virði, ef maður ekki — á bak við efnið finnur hjarta slá.

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.