Helgafell - 01.11.1954, Síða 26

Helgafell - 01.11.1954, Síða 26
24 HELGAFELL hins veglausa tóms, þar sem óseðjandi hungur og þorsti sitja um oss. . . . Vér hreykjum upp alls konar prinsípum og kerfum, sem hrynja jafnharðan yfir höfuð oss, af því að undirstaðan var blekking veruleikans. Og síðan erum vér að ljúga því að sjálfum oss, að vér séum praktískir. Praktísku mennirnir svonefndu eru flestir hverjir í raun réttri ópraktískustu ormarnir, sem í duft- inu skríða. . . . Svonefnd ,,hagspeki“ vorra tíma hefur myndazt við að gera uppreisn gegn lögmálum lffsins. Hún hefur haft endaskipti á verðmæti hlut- anna, gert meðalið að marki, sjálfsblekkinguna að veruleika, snúið lyginm í sannleika, eins og jafnan á sér stað, er eigingjarn þekkingarskortur nær að kaffæra sanna þekkingu og réttláta breytni. Afleiðingin verður svo grátur og gnístran tanna“. Þetta var nú heimsádeila, sem var til þess fallin að hressa upp á sansana. Ekki gat mig þá órað fyrir því, að þessi höfundur ætti síðar eftir að reyna drjúg- um betur á þolrif Iesenda sinna. Hinn jákvæði þáttur ritgerðarinnar fólst í því, að höfundurinn boðaði af spámannlegum myndugleika ágæti austrænna hugarstefna, einkum yogaheim- spekinnar indversku, og sagði frá reynslu smni af henni, hvernig hann hefði tekið upp yogaæfingar og öðlazt heilsu sína af nýju. Mörgum hefur án efa þótt sú frásögn það nýstárlegasta við ritgerðina. Mér kom hún ekki svo mjög á óvart, því um þær mundir var ég sjálfur á kafi í guðspeki og öðrum aust- rænum dulfræðum, hafði meðal annars lesið bók Hohlenbergs um yoga, þótt ég hefði ekki sinnt um æfingar. Athygli mín beindist að allt öðru. Hér var nýr tónn, nýr stíll, daggferskur, hispurslaus og markvís. Eg man nú ekki lengur, hvað ég las fleira í bókastaflanum á borðinu fyrir framan mig, það sökk víst fljótlega niður í undirvitundina. En „Ljós úr austri“ varð mér minnisstætt og nafn þessa höfundar, sem ég hafði aldrei heyrt getið fyrr. Svona atvikaðist það, ég uppgötvaði séníið — átta árum eftir að það hafði kvatt sér hljóðs í Isafold. Og má það teljast alláþreifanleg staðfesting þeirrar kenmsetmngar, sem höfundurinn klykkir út ritgerð sína með: „Sannleikurinn fer ekki umhverfis jörðina á áttatíu dögum“. 3 Síðsumars 1925 hitti ég í Osló samlanda minn einn og gamlan kunningja, sem þá var nýkominn að heiman. Að sjálfsögðu spurði ég hann tíðinda, meðal annars um það, hvað gerzt hefði merkilegast á bókmenntasviðinu upp á síð- kastið. Hann tjáði mér, að einna mest væri nú talað um bók, er nefndist „Bréf til Láru“, eftir Þórberg Þórðarson. Ég kannaðist þegar við nafn höf- undarins, en fékk að öðru leyti litla vitneskju um bókina — veit ekki einu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.