Helgafell - 01.11.1954, Síða 29

Helgafell - 01.11.1954, Síða 29
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON 27 hættulegan og úr hófi fram nærgöngulan við „hinn eina sanna guð“. Hinir hygg ég þó að hafi verið fleiri, sem drógust að bókinni fyrir það, hvílík nýj- ung hún var. Fyrsta bókin í nútímastíl í nýrri bókmenntum íslenzkum, segir um hana í bókmenntasögu Lundkvists hins sænska frá 1946. Hvað sem því líður, þá er hitt víst, að bókin var hin mesta nýlunda. Kannski sáu Islend- ingar þá heilagan anda í fyrsta skipti eftir að Jón biskup Vídalín leið. I ljóða- gerðinni höfðu þeir Stefán frá Hvítadal með Söngvum förumannsins og Davíð Stefánsson með Svörium fjöðrum slegið á nýja strengi og markað straum- hvörf á því sviði. En öllu skarpari straumhvörf markar Þórbergur m.eð Bréfi til Láru' um ritun óbundins máls. Dirfska hans, bæði í hugsun og framsetn- ingu, frjálsmannlegí hispursleysi hans, ljónfrátt hugmyndaflug og leiftrandi húmor — allt þetta hlaut að vekja eftirtekt hvers manns, sem ekki var hald- mn andlegum dauðasvefni. Og vinnubrögðin á þessu sendibréfi, hinn listræni búningur þess — ekki var hann síður furðulegur. Allir hrósuðu stílnum, seg- ir höfundurinn. Þeim, er skrifar þessar línur, eru líka í fersku minni orð Guð- mundar heitins Kambans eitt sinn í viðtali, er Bréf til Láru bar á góma: ,,Þetta er gallískur elegans!“ Enginn vafi leikur á því, að útkoma Bréfs til Láru og annarra skrifa Þór- bergs um sama leyti hafi haft mikil og margvísleg áhrif á unga og upprenn- andi rithöfunda á landi hér. Það efni verður sjálfsagt einhvern tíma krufið tinl mergjar, en ekki verður farið út í þá sálma að þessu sinni. Ungum höf- undum, sem fýsti að kveðja sér hljóðs og ná eyrum fólksins, var nú orðinn meiri vandi á höndum með ýmsum hætti. Þegar einum tekst sérstaklega vel upp í einhverri íþrótt, eru ávallt gerðar strangari kröfur til þeirra, sem á eftir koma. En hefðu nýir erfiðleikar risið manni í fang, var samtímis eftir- leikurinn gerður auðveldari. Þetta kann í fljótu bragði að hljóma sem þver- stæða ein og öfugmæli, en er eigi að síður bláköld staðreynd. Stíflu hafði ver- ið rutt úr farvegi íslenzkrar ritmennsku — stíflu, sem grafalvarlegir spak- vitringar höfðu smátt og smátt verið að hlaða, sjálfsagt í beztu meiningu og án þess að vera sér þess meðvitandi. Um þetta er til hinn ótvíræðasti vitnis- burður annars rithöfundar, sem var ungur og óráðinn, þegar Bréf til Láru kom út, Halldórs Kiljans Laxness. Honum farast svo orð: „Eg ætla ekki í dag að rekja höfundarferil Þórbergs lengra en til Bréfs til Láru, en neyta þess dagráðs sem gefst . . . til að viðurkenna skuld þá, sem úg er í við hann sökum þessarar bókar, þakka honum fyrir hvað hann braut ttiargar hömlur og opnaði margar gáttir fyrir okkur sem á eftir komum, fyrir I>vað hanr. gerði okkur marga hluti tilkvæma, leyfilega og sjálfsagða sem áð- ur voru forboðnir og óhugsanlegir; lengi fannst mér margt sem ég gerði vera
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.