Helgafell - 01.11.1954, Side 31

Helgafell - 01.11.1954, Side 31
ÞORBERGUR ÞORÐARSON 29 orðið beinist hún kannski að öllu viðráðanlegri viðfangsefnum en áður fyrr. Athyglisgáfa hans er sívakandi og tilhneigingin að telja, mæla og rannsaka. Kemur þetta ósjaldan í ljós, jafnvel í því, sem flesíir okkar telja einskisverða smámuni. Til dæmis veii hann alltaf upp á hár, hversu margra mínútna gangur er á milli okkar, hvar í bænum sem við höfum áít heima. Hann veit meira að segja, hve margar tröppur er upp að ganga til híbýla mmna og fmnst það lítt þolandi hjárænuháttur, þegar hann kemst að því, að sjálfur veit ég þetta ekki. I það eina skipti, sem við höfum orðið samferða í flugvél, var hann útbúinn hinum furðulegustu instrúmentum: hitamæli, áttavita, hæðarmæli, loft- þyngdarmæh og ég má segja skrefmæli líka! Að sjálfsögðu kemur þetta rannsóknar- og grúskaraeðli Þórbergs ekki síð- ur í ljós, þegar um er að ræða hluti, sem meira er um vert. Ef áhugi hans beinist að einhverju málefni, þá lætur hann sér aldrei nægja að þefa að því, eins og okkur venjulegum yfirborðsgutlurum hættir til. Honum nægir engin nasasjón. Hann þarf að kryfja efnið til mergjar, hann sökkvir sér niður í það, svo flestir aðrir hlutir hverfa honum, og svo geta liðið mánuðir og ár, að hann einbeiti sér að úrlausn þessa viðfangsefnis. Hann hættir ekki fyrr en en hann þykist kominn til botns eða að minnsta kosti svo langt sem orka og aðstæður leyfa. Slíkt er eðli vísindamannsin*. 6 I endurfæðingarkromku sinm kemst Þórbergur að orði á þessa leið: ,,1913: Hver taug í líkama mínum verður heltekin af íslenzkum fræðum. Allar aðrar víðáttur alheimsins hverfa. Horfi á Björn M. Olsen í fjögur ár eins og hundtík á húsbónda sinn“. Eins og margir vita, sótti Þórbergur kennslustundir í háskólanum nokkur misseri, meðan þessi gállinn var á honum. En honum var fjarri skapi að vera þar ekki annað en óvirkur áheyrandi eða viðtakandi. Hann vill leggja eitthvað til málanna sjálfur. Ekki nóg með það, að hann skrifar upp eftir fyrirlestr- um dr. Björns um fornsögurnar tvær þykkar bækur, sem enn í dag standa í bókaskápnum hans, heldur tekur hann sig til og semur skýringar við Snorra- Eddu — heila bók, þótt aldrei hafi hún verið prentuð. Upp úr því tekur hann svo að safna orðum úr alþýðumáli og skrifar greinagóðan Leiðarvísi um orða- söfnun. Þeirri söfnun hélt hann áfram um mörg ár. 7 Arið 1917 verður Þórbergur svo fyrir nýju endurfæðingaráfalli. I þetta smn lendir hann í snörum meistaranna í Tíbet. Og nú er ekki að sökum að

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.