Helgafell - 01.11.1954, Page 32

Helgafell - 01.11.1954, Page 32
30 HELÓAFÉLL spyrja, nema hann fer á einn rokna túr, sökkvir sér niður í austurlenzk dul- vísindi, yógafræði og guðspeki. Hann fer hamförum um allar víðáttur þessara dulardóma, gleypir í sig allt, sem hann nær í um þessi efni, finnur alheims- orkuna fossa gegnum hverja taug, gerist heilagur maður. Gervöll tilveran birt- ist honum í nýju ljósi, og hann snýr baki við flesíum lystisemdum þessa heims, afneitar flöskunni með öllu, hendir langpípunni út á haug, hætcir að bragða kjöt og jafnvel fisk, drekkur ekki kaffi, en gengur til kukks sex sinnum á dag. Og í þessari vímu hreinsunar og heilagleika vandrar hann sinn grýtta veg næstu árin. Þó er líklega ekki rétt að kalla þetta bara vímu. Þórbergur er ekki af þeirri steypu, að geðhrif hans leiði til draums og doða. Eins og jafnan vill hann hafa hönd í bagga með hlutunum sjálfur, leggja sitt fram til að skýra þá fyrir sjálfum sér og öðrum. Hann vill prófa, hvort hinar nýju kenningar eru raunvísindi eða gervivísindi. Þess vegna hefst hann handa um praktískar yogaæfingar o'g stundar þær af hinu mesta kappi, kýlir á andlegum æfingum, eins og hann kemst að orði. Og svo verður Ljós úr austri til. Þetta sama lífs- viðhorf er líka undiraldan í Bréfi til Láru. Sömuleiðis ræðst hann í að snúa á íslenzku (í samvinnu við aðra) tveim merkisritum um þessi fræði: Yoga Hohlenbergs hins danska og Karma-Yoga (Síarfsrækt) Indverjans Svami Vi- vikananda. 8 En endurfæðingarkronikunni er síður en svo lokið. Næst er það alþjóða- tungan Esperanto, sem tekur hug hans fanginn. Það byrjaði ,,hægt og kurt- eislega“ í maímánuði 1925. ,,I júlímánuði 1926 er þessi endurfæðing búin að ganga svo frá mér, að ég fyrirlít allt annað en Esperanto og esperanto- bókmenntir í næstu sex ár“. Þetta hygg ég að sé lítt orðum aukið, nema ef vera skyldi að því leyti, að tímabilið sé gert of stutt. Frá því er Bréf til Láru kemur út 1924 og allt til 1938 — eða á fjórtán árum — sendir Þórbergur frá sér aðeins eina bók (Rauða hættan 1935) fyrir utan esperantoskrifin. Meginið af þeim tíma er hann á bólakafi í alþjóðamáhnu, sinmr nær engu öðru, les og lærir, finnst varla ómaksins vert að kynna sér nokkuð af því, sem skráð er á öðrum tungu- málum. Esperantobókmenntirnar eru öllum öðrum bókmenntum ágætari, jafn- vel hálfgildings eldhúsreyfarar verða honum hnossgæti, þegar búið er að þýða þá á Eperanto. Við Gösta Berlings sögu gafst hann þó upp. Það dugði ekki til, þótt hún væri framreidd á alþjóðatungunni. Og síðan. telur hann Selmu Lagerlöf allra höfunda leiðinlegasta.

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.