Helgafell - 01.11.1954, Page 34

Helgafell - 01.11.1954, Page 34
32 HELGAFELL trúi henni sjálfur, það liggur við að hann heimti, að áheyrandinn eða lesand- inn trúi henni líka skilyrðislaust, og hann hefur uppi allt að því klerklegar fortölur til þess að lappa upp á trúleysi hinna forblinduðu, en það hygg ég vera muni nokkurn veginn einsdæmi um þjóðsagnaþul. Þeim, sem kynni að efast um, að hér sé farið með rétt mál, skal ráðlagt að lesa með gaumgæfm hina prýðilegu frásögn um Bæjadrauginn á Snæfjallaströnd í 4. hefti Grá- skinnu. Þórbergur er jafn-sannfærður um tilvist anda og drauga eins og hann er viss um óhagganleik stærðfræðisetnmgar þeirra Pýþagórasar. Margt mætti hér um segja, ems og meistari Vídalín kemst að orði. En ég þori ekki að fara lengra út í þá sálma. Meistari Þórðarson væri þá vís til að setja mig út af sakramentinu, t. d. með því að skella á mig viðtalsbanm svo vikum eða jafnvel mánuðum skipti. Og það vil ég alls ekki eiga á hættu. 10 Svo gerist það, að fundum þeirra Þórbergs og Arna prófasts Þórarinssonar ber saman. Þar með er Þórbergur ofurseldur einni endurfæðingunni enn, lík- lega þeirri sjöundu — og síðustu fram til þessa dags. Leit hans að lífssann- indum og grundvallarrökum tilverunnar var orðm löng. Hann hafði leitað hálf- an hnött í kring — alla leið til Indlands og Tíbet. Nú snýr hann heim. Arm prófastur verður honum íslenzkur yogi, íslenzkur meistari. Hann sezt við fót- skör þessa áttræða öldungs, heillaður af sérkenmlegri frásagnarhst hans, teyg- ar af vörum hans hinn einfalda lífsvísdóm alþýðunnar og færir í letur, þang- að til komin eru sex þykk bindi. Árum saman varir þeita samstarf þeirra. Og eins og fyrri daginn er ekki kastað höndum til verksins. Þeir, sem höfðu tæki- færi til að fylgjast með Þórbergi þessi ár, geta bezt um það borið, hve heill og óskiptur hann gekk þar að starfi, með hvílíkri alúð hann vann þetta verk. Ekki nóg með að hann festi á blað af stakri alúð frásögur séra Árna um fast og laust ásamt lærdómum þeim, er sögumaður hafði af þeim dregið — ekki nóg með að hann legði sig í líma til þess að sérkenni frásagnarinnar fengju að njóta sín að fullu. Nei, Þórbergur lifði sig svo inn í starfið og persónuleik sögumannsins, að hátterni hans allt á þessu tímabili dró að verulegu leyti dám af persónu hins aldna yoga, sem hann var í svo námni samvinnu við. Hann rileinkaði sér raddblæ séra Arna og ræðusnið, svipbrigði hans, göngu- lag og látæði allt — til mikillar skemmtunar kunningjum sínum. Það mátti nærri því segja, að hann væri séra Árni. Ég hygg, að Þórbergur hafi aldrei á ævinni verið nær því en á þessu tímabili að afklæðast persónuleikanum (svo maður taki sér í munn þessa margjöpluðu jórturtuggu óhlutvandra blaðaskrif-

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.