Helgafell - 01.11.1954, Síða 38

Helgafell - 01.11.1954, Síða 38
36 HELGAFELL undir aga vitsmunanna. Veruleikinn hverfur aldrei sjónum, hversu mjög sem hann lætur gamminn geisa. 13 Og svo var það stíllinn, sem allir tala um nú til dags. Það mun hafa ver- ið nokkuð almennt álit lesandi manna hér á landi, að Þórbergur væri einn mestur stílisti með þjóðinni. Sú var líka tíðin, að hann hrósaði sér af að vera jafnvígur á ég man ekki hve margar stíltegundir og rökstuddi það með dæm- um úr ritum sínum. En nú kvað vera komið upp úr kafinu, samkvæmt nýjustu rannsóknum í stílfræðinni, að Þórbergur Þórðarson skrifi engan stíl. Stíl verður helzt að líkja við illgresi, sem breiðir sig um akur bókmennt- anna — eða nokkurs konar óværu, er sækir á rithöfundinn, segja þessi nýju vísindi. Stíll er vottur andlegs krankleika af einhverju tagi: hugleysis, upp- skafningar, svindilnátíúru, jafnvel geðbilunar. Stíl skrifa ekki aðrir höfundar en þeir, sem haldnir eru einhverjum komplexum. Þórbergur er síður en svo í slæmum félagsskap, þótt hann skrifi engan stíl. Höfundur Njálu skrifaði eng- an stíl. Jónas Hallgrímsson skrifaði engan stíl. Heine skrifaði engan stíl. Stíll er sundurgerð í einhverri mynd. Þórbergur og dánumenn þeir, er nú voru taldir, eiga um það sammerkt, að þeir eru einfaldir. Þess vegna skrifa þeir engan stíl. £g ætla mér ekki að fara að tíunda hinar fjölmörgu stíltegundir, sem þessi nýja fræðigrein hefur skilgreiní og sæmt viðeigandi heitum, enda munu þær vera eins konar launhelgar enn sem komið er. Því síður ætla ég mér þá dul að setja mig í dómarasæti gagnvart nefndum vísindum. En þegar ég fer að skoða ,,stílleysu“ Þórbergs í ljósi þeirra, þá taka að læðast að mér nokkr- ar efasemdir. Ætti ekki einfaldleikinn að vera í því fólginn að tjá hugsanu sínar með sem almennustum og látlausustum orðum? Er nú þetta meginein- kennið á rithætti Þórbergs? Er það ekki einmitt litauðgin og fjölbreytnin 1 orðvali, sem hrífur okkur, er við lesum sknf hans? Sannleikurinn er sá, að mínum dómi, að stíll hans getur verið býsna íburðarmikill á siundum og kannski ekki alveg laus við sundurgerð, ef því er að skipta. Það væri t. d. enginn vandi að benda á fjölmörg dæmi þess, að mál hans fellur mjög í stuðla, en slíkt kvað ekki vera í tízku eins og stendur og höfundum frekar virt það til sundurgerðar. En smekkvísi hans er svo örugg, að íburðurinn teymir hann aldrei út í kauðska ofhleðslu. Það tekur því varla að benda á eina málsgrein, sem ég hef rekizt á í Rauðu hættunni: ,,0g afkösíin á þessum sviðum voru með þeim fádæmum, að þau eru einsdæmi í mannkyssögunni“. Einhver kynm
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.