Helgafell - 01.11.1954, Side 40

Helgafell - 01.11.1954, Side 40
38 HELGAFELL Ég biðst afsökunar á þessum ú.íúrdúr um skúminn og skal nú aftur Kverfa að efninu. Nei, Þórbergur er síður en svo kominn á elliár eftir útlitinu að dæma. Listin er ódauðleg, og listamenn eldast ekki, hefur einhver spekingur sagt. Eða hvort myndi ritmennska Þórbergs vera farin að sýna á sér ellimörk? Það er nú eitthvað annað. Ritgerðir þær, er hann hefur birt á síðustu árum, eru skrifaðar af sama tindrandi fjöri og einkennt hefur hann alla tíð — nema hvað honum hefur ef til vill aldrei fyrr tekizc að blanda saman alvöru og skopi með jafn-lystilegum hætti. Hann hefur ekki gefið út bók síðan hann lauk við ævisögu Arna prófasts Þórarinssonar (1950). En nú mun hann vera í þann veginn að reka endahnútinn á nýtt ritverk, sem ekki mun þykja síð- ur nýstárlegt en fyrri bækur hans. Því fer að minnsta kosti víðs fjarri, að Þór- bergur sé farinn að endurtaka sjálfan sig. Um það mun þessi nýja bók taka af öll tvímæli. En þegar sú bók er af höndunum, mættum við þá fá meira að heyra um ævi hans sjálfs. Þórbergur er nú einu sinni þeim álögum ofurseldur, að af honum er sífellt heimtað meira, meira. Það hlutskipti verður hann að sætta sig við, og myndu raunar margir öfunda hann af því. Og efni mun hann ekki skorta. Hann hefur hingað til mylgrað í okkur kafla og kafla úr ævisögu sinni, einkum í Islenzkum aðli og Ofvitanum, en okkur langar í meira. Ekki sízt þegar við vitum, að hann á sitthvað fleira í fórum sínum og hefur jafn- vel þegar fest sumt af því á pappír. Það er áht sumra bókmenntafræðinga, að rómaninn sé búinn að lifa sitt fegursta og að ævisagan geti kannski í nálægri framtíð tekið þann öndvegis- sess, er hann hefur skipað nú um langt skeið. Þórbergur hefur ekki skrifað rómana og hneigisí jafnvel að því að lícilsvirða þá bókmenntagrein og kalla rómanana lygisögur. En í ævisagnaritun — hvort heldur sjálfs sín eða ann- arra — er hann tvímælalaust meistarinn, sem enginn samlandi hans kemst í námunda við. Við vitum, að hann á margt ósagt úr sínu eigin lífi. Og við vitum líka, að hann er nægilega sjálfhverfur (egocentrisk) tii þess, að ekk- ert lætur honum betur en að skrifa um sjálfan sig. Lokið í október 1954.

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.