Helgafell - 01.11.1954, Page 44

Helgafell - 01.11.1954, Page 44
Matthías Johannessen: BORGIN Göturnar voru gráar og blautar því að gróðurregn vorsins féll stóðugt og þungt til jarðar og myndaði litla lœki, sem runnu í leiruga polla á götum og torgum. — / lofti var ilmur úr gömlum görðum, þar sem grænir sprotar teyguðu anganregn vorsins og örfáir laukar gœgðust við gamla stofna og gleymdir ftflar. — Við vöknuðum snemma og störðum úr rúmunum okkar á regnvota glugga, er sögðu: . . Reynið að sofna. Reynið að sofna . . . Þá kallaði einbver: komið — þið verðið að fara . . . kuldagrá augu og þögn voru ein til svara. * * . . Göturnar eru gráar og blautar af regni — Þöglar ganga þúsundir manna og kvenna þreyttum skrefum um malbik rísandi borgar með hendur í vösum. — Og lækirnir liðast saman t leirugum follum, — og balda svo áfram að renna. Og fylkingin hljóða flýtir sinni göngu. — Þeir fyrstu béldu af stað fyrir ævalöngu.

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.