Helgafell - 01.11.1954, Page 45

Helgafell - 01.11.1954, Page 45
BORGIN Þá var rigning í lofti og sumar í sveitum landsins og svolitlir, mórauðir lœkir um fjallshlíðar runnu. — / hrjóstunum eldar brunnu. # * En fylkingin hljóða sem fór að heiman 1 morgun var framtíð þín, ó, horg minna stóru drauma, steinhorgin mikla, stuðlabergshöllin við djú-pin. — Ei stoðar að sitja hér einn og láta sig dreyma. — Hér verða margar vonir þíns kalda hjarta að veruleika. í malhikið, malhikið svarta er mynd hinna látnu dregin. — Þeir vórðuðu veginn. * * Og stórhýsin nsa við strœtin. Stoltir verkamenn trausta hornsteina leggja að framtíð þinni, borg minna duldu drauma — draumahorg hinna köldu, járnbentu veggja. í lofti er angan og lœkirnir renna til sjávar. Svo líður að kveldi og fylkingin heimleiðis gengur þreyttum skrefum að afloknu erfiðu verki: Ótal hendur, krepptar, marðar og bláar, sviplaus augu er sjá ekki horgina lengur. . . Þúsundir manna og þúsundir kvenna: Eeirgulir lœkir í löngum bugðum til sjávar renna ....

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.