Helgafell - 01.11.1954, Qupperneq 48

Helgafell - 01.11.1954, Qupperneq 48
46 HELGAFELL stjóranum frjálsar hendur um það, hvort leikritið skuli hafa yfirhöndina að lokum. Mér er ekki að fullu ljóst, hvað þessum tvískinnungi veldur, en auðsætt finnst mér það, að persónur leiksins séu flestar betur að hæfi skop- leiksins en tragedíunnar. Einkum virðast viðbrögðin í sálarlífi aðalper- sónunnar, Lóu, miklu grunnstæðari en svo, að þar geti verið um dramatisk átök að ræða, enda trúðu áhorfendur því ekki. Að sama skapi er hin tíma- bæra ádeila verksins sett fram í svo nöktu og öfgafullu formi, að hún hlaut að láta íslenzka leikhúsgesti að mestu ósnortna. Gæti það og fleira í leik- ritinu bent til þess, að höfundurinn ha.fi fremur haft erlend leiksvið fyrir augum, er hann samdi það. Þó að sú ályktun sé nærtæk, að H. K. L. hafi kastað höndum til þessa verks og íyrir því skorti það um margt þá dýpt og fyllingu, er honum hefði verið í lófa lagið að skajia því með meiri vinnu, þá skyldi enginn halda, að það afneiti höfundi sínum með öllu. Sitthvað í gerð leikritsins ber ótvíræðan vott um kunnáttusama hugkvæmni, persónurnar eru skýrar og Ijóslifandi og samtölin fara fram á mæltu máli, sem er óvenjulega leik- liæft. Og vissulega er margt skarp- legra athugana í leikritinu, þó að færra sé þar af einstökum eftirminni- legum setningum en menn eiga að venjast í verkum þessa öndvegishöf- undar. Lárus Pálsson færði sér í nyt, af öruggum smekk og listrænum skiln- ingi, það olbogarúm, sem Silfurtungl- ið áskilur leikstjóranum, og naut sýn- ingin þess ekki hvað sízt í síðasta at- riðinu. Auðséð var einnig, að leikend- urnir höfðu lagt sig alla fram og voru þeir sér og leikhúsinu til sóma. Frá höfundarins hendi er Lóa erfiðasta hlutverkið í leiknum, en Ilerdís Þor- valdsdóttir skilaði öllum sveiflum þess með mestu prýði og sannaði enn, hversu örugg og traust hún er í skiln- ingi sínum og leik. Rúrik Haraldsson reyndist einnig réttur maður á rétt- um stað sem Feilan (). Feilan, for- stjóri Silfurtunglsins, og bæði gervi hans og látbragð virtist sniðið eftir þessu hressilega hlutverki. Aðrir leik- endur í minni hlutverkum, svo sem Inga Þórðardóttir, Róbert Arnfinns- son, Ævar Kvaran, Gestur Pálsson og Jón Aðils, sýndu einnig góðan og trú- verðugan leik, en ekki getur slíkt tal- izt frásagnarvert um þjálfaða at- vinnuleikara. Aflraunamaðurinn Sam- son Umslóbógas, alias Valdimar Helgson, var einnig mjög góður „til síns brúks“, en skemmtilegasta per- sóna sýningarinnar varð Laugi gamli í snilldarlegri meðferð Vals Gíslason- ar. Því mið'ur nýtur Lauga gamla ekki við nema í fyrsta þætti og hefði þó slík persóna vafalaust getað komið að góðum notum síðar í leikritinu. En minnistæðast alls frá sýning- unni var hlutur Jóns Nordals, hins unga tónskálds. Músík sú, er hann hefur samið við leikritið, er í einu orði sagt heillandi og hlýtur að eiga líf fyrir höndum, hversu sem örlög Silfurtunglsins ráðast. III. Lokaðar clyr, leikrit eftir Wolfgang Boehert, ungan Þjóðverja, er lifði manndómsár sín við þyngstu ógnir heimsstyrjaldarinnar, ýmist á vígvöll- um eða í fangelsum, og lézt aðeins 2(> ára gamall haustið 1947, er önnur nýsýning Þjóðleikhússins á þessu starfsári. Leiknum hefur verið mjög fálega tekið og getur það nauniast
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.