Helgafell - 01.11.1954, Side 55

Helgafell - 01.11.1954, Side 55
LISTIR 53 Gunnlaugur vSclieving liefur fest á léreftið mvndir úr þjóðlífi okkar, og málað þær svo föstum og lifandi dráttum, að engin sögusýning gæti náð slíkum áhrifum. Myndir eins og Matarhlé, Nótt á sjó, Búð í Grinda- vík, Menn að leggja ]ínu, svo aðeins fáar séu nefndar, bera í senn svip hins fróma og yfirlætislausa sagnarit- ara og lýsa alvöruþunga og góðleik hins fjaslausa alþýðumanns. Og þær eru allar gæddar þeim eilífa lífskrafti, sem einkennir hina æðstu list allra tíma.. Ef benda ætti á ótvíræða lifandi sönnun þess að hið unga Ísland er ekki heillum horfið á listasviðinu, þá mundi mörgum verða hugsað til G. S. sem hins glæsilegasta og gáfaðasta. fulltrúa yngri kvnslóðarinnar. R. J. Mctlverkasýning Harðar Ágústssonar I októbermánuði s.l. sýndi Hörður Agústsson allmörg ný málverk í Lista- mannaskálanum, öll „abstrakt“ að því leyti að beinar fyrirmyndir, úr náttúrunni eða annars staðar frá, voru engar sýnilegar í myndunum. Málarinn hefur þó sjálfur trúað okk- ur fvrir því, að mikill hluti myndanna væri í raun og veru landslagsmyndir með vissum hætti, áhrif frá náttúr- unni, endursögð án þess að skírskota neitt til þess, sem hin ytri sjón nemur. Sýning Harðar er í heild mjög skemmtileg, upplífgandi og hressandi ems og margar abstraktsýningar eru, °g margt er þar nýst.árlegt og gleðj- andi fyrir augað, eins og t. d. mynd- irnar, sem málaðar eru aðeins í hvít- Um, gráum og svörtum litum, ef rétt er að kalla það liti, en þær eru margar áhrifamiklar og skemmtilegar. Birta og hreint litaskin leika um veggi skál- ans, þar sem allri óviðfelldinni við- kvæmni er vísað á dju\ Væri mikill fengur að mörgum þessara mynda til þess að skrevta hina tómlegu og væmnu „betrekksveggi“ veitingahús- anna úti á landi og raunar einnig í höfuðstaðnum. Til þess að' átta sig á augljósum framförum Harðar, má til samanburðar benda á myndir þær á sýningunni, er listamaðurinn hefur gert áður, þar sem hann er augljós- lega kominn skemmra á veg í tján- ingu og litameðferð en í síðustu myndunum. Þó verður þess enn mjög áberandi vart, að listanraðurinn er eins og hestur í hafti. Iíann virðist vera að berjast við að taka sprett, en haftið er honum erfiður fjötur um fót. Engum dylst að Hörð’ur er alvarlegur og þróttmikill listamaður, sem vel mætti fara að svifta af sér öllum höft- um sérvizku og einstrengingsskapar. Þó þessi sýning kunni að hafa meiri þýðingu fvrir málarann sjálfan en fyrstu sýningar hans hér er leitt að þurfa að kannast við, að hinir mörgu aðdáendur hans hafa orðið fvrir nokkrum vonbrigðum með þessar síð- ustu sýningar, en vonandi er það merki þess að hann hefur hlaupizt frá þeim götuna fram eftir veg, og við af þeirri ástæðu misst af honum í svip. R. J. Gjafir til Reykvíkinga Dagana 17. og 18. ágúst voru tvær mjög umdeildar myndastyttur af- hentar Reykjavíkurbæ að gjöf, af- steypa gerð í góðmálm eftir mynd Guðmundar frá Miðdal af Skúla fó- geta, og steinstevpt eftirmynd af end-

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.