Morgunblaðið - 14.09.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.09.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is D anski matreiðslumaðurinn og heimilisfræði- kennarinn Katrine Klinken mun kenna börnum að búa til danskt smurbrauð í Norræna húsinu á sunnudaginn. Vinnustofur Klinken verða tvær og eru þær hluti af barnabókmenntahá- tíðinni Matur út í mýri. Klinken er höfundur fjölmargra matreiðslu- bóka fyrir bæði börn og fullorðna en nýlega kom út bók hennar, Børnen- es køkken, ein stærsta mat- reiðslubók sinnar tegundar á dönsku. Hún leggur áherslu á bragðgóðan og vandaðan mat, útbú- inn úr besta mögulega hráefni hverju sinni en Klinken er virk í al- þjóðlegu hreyfingunni um „hæga matargerð“ eða slow food. Hugmyndin er að börnin kynn- ist danskri matarmenningu og ætlar Klinken að kenna þeim að gera smurbrauð á heimilislegan hátt en hún telur mikilvægt að brýna fyrir börnum að auðvelt sé að búa til góð- an og hollan mat heima fyrir. Búið verður til smurbrauð úr rúgbrauði með góðu áleggi og rætt um bragð, lit og mismunandi áferð hráefna. Enda skiptir máli að maturinn líti líka vel út og fari vel undir tönn. Þá mun Klinken kenna börnunum að gera auðvelt smurálegg. Hún leggur áherslu á að aðeins þurfi að kaupa einföld hráefni til að kalla fram ferskt og gott bragð. Búa að matargerð alla ævi „Þú getur sett fingrafar þitt á matinn og ég tel mikilvægt að opna matarheiminn fyrir börnum, veita þeim innblástur og kenna þeim að Börnin mega sulla út Danski matreiðslumaðurinn og heimilisfræðikennarinn Katrine Klinken segir það engu skipta þó börnin sulli dálítið út við matargerð. Að ganga snyrtilega frá sé hluti af því ferli að læra réttu handtökin við matseldina. Klinken er nú stödd hérlendis í tilefni barnabókmenntahátíðarinnar Matur úti í mýri og mun kenna íslenskum börnum að búa til danskt smurbrauð um helgina. Í eldhúsinu Katrine Klinken kann vel við sig í eldhúsinu við matseld. Sumir hlutir eru einfaldlega þannig að þér finnst ef til vill óþægilegt að ræða þá við þér eldri og reyndari, t.d. foreldra. Vissulega er gott að rabba við vini sína og fá hjá þeim stuðning og góð ráð. En ef þig vantar faglegri svör við spurningum þínum er vert að líta á vefsíðu Lýðheilsustöðvar og skoða þann hluta sem snýr að ungu fólki. Þar hefur verið tekið saman fræðsluefni bæði frá Lýðheilsustöð og öðrum er varðar flest það er snýr að daglegu lífi. Meðal efnisflokka má nefna heilsu og lífsstíl, ást og kynlíf og ungt fólk til ábyrgðar. Undir þess- um flokkum er m.a fjallað um góð samkipti, jafnt við kærasta eða kær- ustu svo og foreldra og ættingja. Þar má líka finna gagnlegar vefsíður um kynsjúkdóma, áfengisvandamál og andlega líðan. Vert er að líta á þessa vefsíðu ef einhverjar áhyggjur eða spurningar brenna á manni. Vefsíðan www.lydheilsustod.is/ungt-folk Heilsa, samskipti, ást og kynlíf Annað kvöld, laugardag, ætlar söngvaskáldið Svavar Knútur að vera með tónleika í Merkigili á Eyrarbakka. Svavar Knútur, söngvaskáld og kærleiksbjörn, heldur tónleikana í til- efni af útgáfu hljómplötunnar Öldu- slóðar, sem er þriðja sólóplata hans. Svavar Knútur hefur áður haldið tónleika í Merkigili og hefur þá verið troðið út úr dyrum. Því er fólk hvatt til að mæta snemma til að ná sér í sæti. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og eru allir velkomnir. Frítt er inn en frjáls framlög vel þegin. Endilega… …kíkið á tónleika Svavars Knúts Morgunblaðið/Kristinn Kærleiksbjörn Svavar Knútur. „Við erum á öðru ári í þessu átaki, sem heitir Heilsueflandi framhalds- skóli, en það er í samvinnu við land- læknisembættið,“ segir Vaka Rögn- valdsdóttir, íþrótta- og heilsu- fræðingur í Iðnskólanum í Hafnar- firði. „Flestir framhaldsskólar höfuðborgarsvæðisins eru með í þessu verkefni, en það þótti tími til kominn að efla heilsu framhalds- skólanema. Við byrjuðum í fyrra með því að taka næringuna fyrir. Margir skólar tóku sig á og bættu mötuneyt- in hjá sér, hurfu frá gosdrykkja- og sælgætissölu en settu hollustu í staðinn. Í vetur tökum við fyrir hreyf- ingu og í dag verður fyrsti hreyfidag- ur vetrarins hjá okkur en þeir verða mánaðarlega út skólaárið. Í dag ætl- um við að afhjúpa nýtt göngu- og hlaupaleiðakort um nágrenni skól- ans. Við ætlum að byrja daginn á því að ganga og hlaupa þessar leiðir í til- efni vígslunnar, en einnig verða hjóla-, skauta- og brettaleið í boði. Heilsueflandi framhaldsskóli miðar að því að efla heilsu allra sem við skólann starfa og því taka nemendur og annað starfsfólk virkan þátt í verkefninu.“ Heilsueflandi framhaldsskóli Næring í fyrra, hreyfing í vetur Hollusta Iðnskólinn í Hafnarfirði býður upp á hollt hráefni í mötuneytinu. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 07 53 HVERT SEM TILEFNIÐ ER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.