Morgunblaðið - 14.09.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.09.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2012 Ríkisstjórnin var auðvitað fyrirlöngu búin að slá öll met í skattahækkunum og þess vegna var alveg óþarfi af henni að halda áfram að hækka skatta eins og hún ætlar sér samkvæmt nýframlögðu fjár- lagafrumvarpi.    Vitað var aðstjórnarliðar höfðu mikinn metn- að í þessu efni og fyrrverandi fjár- málaráðherra hafði stöðugt í hótunum við landsmenn um að þeirra biðu enn frekari skattahækkanir.    Engum datt þó í hug að það lof-orð yrði efnt svo rækilega ár eftir ár í ljósi þess að öll önnur hafa verið svikin.    Það má teljast mikil ógæfa fyriralmenning í landinu að rík- isstjórnin skyldi ákveða að einmitt þetta loforð skyldi haldið en öll önn- ur svikin. Ef stjórnvöld hefðu farið þveröfugt í efndirnar væru staða og horfur óneitanlega mun bjartari.    Þá hefði ríkisstjórnin til að myndaekki ítrekað svikið loforð sín við aðila vinnumarkaðarins, sem enn virðast undrandi þegar þeir fá rýt- inginn í bakið.    Nú er það fyrirhuguð hækkuntryggingargjalds sem þeir fá að eigin sögn í bakið, auk annarra árása á atvinnulíf og atvinnu- uppbyggingu.    Þetta gerir ríkisstjórnin á kosn-ingavetri.    Hvers konar fjárlagafrumvarpætli hún mundi leggja fram haustið 2013 fengi hún tækifæri til? Oddný G. Harðardóttir Ein svikin enn STAKSTEINAR Veður víða um heim 13.9., kl. 18.00 Reykjavík 10 skýjað Bolungarvík 5 alskýjað Akureyri 7 rigning Kirkjubæjarkl. 11 alskýjað Vestmannaeyjar 10 rigning Nuuk 6 skúrir Þórshöfn 10 skúrir Ósló 12 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Stokkhólmur 15 heiðskírt Helsinki 13 skýjað Lúxemborg 13 skýjað Brussel 15 léttskýjað Dublin 17 skýjað Glasgow 15 skýjað London 17 heiðskírt París 17 léttskýjað Amsterdam 16 léttskýjað Hamborg 16 léttskýjað Berlín 17 heiðskírt Vín 11 skúrir Moskva 20 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 26 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað Róm 20 þrumuveður Aþena 26 léttskýjað Winnipeg 12 alskýjað Montreal 25 léttskýjað New York 23 heiðskírt Chicago 21 léttskýjað Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:50 19:57 ÍSAFJÖRÐUR 6:52 20:05 SIGLUFJÖRÐUR 6:35 19:48 DJÚPIVOGUR 6:19 19:28 Framsóknarmenn munu á næstu dögum leggja fram þingsályktunartillögu þar sem lagt verður til að afborganir af verð- tryggðum fasteignalánum komi til frádrátt- ar tekjuskattsstofni og að afslátturinn verði lagður inn á höfuðstól viðkomandi fast- eignalána. Þetta mun skapa svigrúm fyrir heimilin til að verða aftur virkir þátttak- endur í efnahagslífinu, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins. Tillagan miði að því að létta undir með þeim sem hafi reynt að standa í skilum en ekkert hafi verið komið til móts við hingað til. „Við lítum svo á að meginfyrirstaðan í efnahagslífinu núna sé skuldastaðan og þar af leiðandi sé það grunnforsenda fyrir því að hér verði heilbrigt efnahagslíf til langtíma að tekið verði á henni,“ segir Sigmundur. Hann segir að gera megi ráð fyrir að í kjöl- farið muni innstreymi fjármagns aukast hjá bönkunum og lánasöfn þeirra batna og því verði samhliða lagt til að samið verði við þá um að færa lánin niður í 100% af verðmæti fasteigna. Í tillögunni er mælst til þess að ráðstöf- unin verði látin gilda til þriggja ára en Sig- mundur segir erfitt að segja til um hvað hún muni kosta ríkissjóð. Þó sé mikilvægt að við útfærslu hennar verði litið til þess hvað það myndi kosta að bregðast ekki við „og eins að metinn verði efnahagslegur ábati af því að skuldirnar verði viðráðanlegar,“ segir hann. holmfridur@mbl.is Vilja lækka skuldir með sköttum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson  Fasteignaafborganir myndi afslátt til lækkunar höfuðstóls  Lánin í 100% Þrír þingmenn hafa lagt fram frumvarp um að margnota bleiur verði færðar úr 25,5% virð- isaukaskatt- sþrepi í 7% þrep. Þeir benda á að breytingin hefði jákvæð áhrif á umhverfið og að sambærilegar breytingar hafi verið gerðar á virðisaukaskattsprósent- unni af raf- og tvinnbílum í þegar ökutæki af því tagi voru færð niður um skattþrep vegna umhverfissjón- armiða. Í frumvarpi þeirra Lilju Mós- esdóttur, Birkis Jóns Jónssonar og Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur er bent á að samkvæmt mati Um- hverfisstofnunar noti hvert barn 5-6 þúsund bleiur á sínum fyrstu æviárum sem geri um tvö tonn af sorpi. Notkun margnota bleia sé betri kostur hér en víðast hvar er- lendis enda séu þeir orkugjafar sem knýja þvottavélarnar umhverf- isvænir. runarp@mbl.is Margnota bleiur fari í 7% þrepið  Eitt barn notar 5-6 þúsund einnota bleiur Æska Margnota virkar jafnvel. HAUST 2012 Smáralind | s.512 1744 | www.ntc.is | erum á By Malene Birger - Bruuns Bazaar - Boris - Great Plains - Saint Tropez - Siste's - Siste's More - Soaked in Luxury - Sunlight

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.