Morgunblaðið - 14.09.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.09.2012, Blaðsíða 11
Börn og matur Börn eru jákvæð og áhugasöm um mat og gott að nýta áhugann til að opna skilningarvit þeirra. elda góðan mat því það opnar þeim svo marga möguleika til að njóta lífs- ins. Börnin sem ég hef fengið til mín á námskeið hafa verið jákvæð og áhugasöm og því er mikilvægt að nýta áhugann til að opna skilningar- vit þeirra en þau verða líka að fá sitt frelsi. Það þýðir ekki að setja þeim of margar reglur því þau vilja vera skapandi. Börnin eru mikið til að heiman yfir daginn í skóla og tóm- stundum og koma því lítið að dag- legu lífi en matargerðin er gott dæmi um eitthvað raunverulegt sem þau búa að alla ævi.“ Kærleikur og vinátta Í Damörku eru aðeins 4 prósent barna á aldrinum 3-18 ára sem koma að eldhússtörfum, það var meira, en nú hafa foreldrar svo mikið að gera og vilja flýta matargerðinni. „Því er mikilvægt t.d. um helgar eða í fríum að gefa sér tíma til að vera með börnunum í eldhúsinu. Foreldrunum finnst börnin líka of sóðaleg í eldhús- inu en það lærist ekki á einum degi að ganga vel frá og er það eitthvað sem einnig verður að kenna börn- unum. Það er mjög gott að kenna börnunum að bjarga sér í eldhúsinu áður en þau verða táningar því þau borða gjarnan mikið á þeim árum og þá er þægilegt að þau geti komið heim eftir skóla og búið til sinn eigin mat. Þeim finnst líka skemmtilegt að bjóða vinum sínum í mat og læra að með því að elda fyrir aðra má sýna kærleika og vináttu,“ segir Klinken. Draslið partur af ferlinu Í matreiðslubókum sínum fyrir börn setur Klinken uppskriftirnar upp á einfaldan og aðgengilegan máta. Hún segir mikilvægast að læra grunnatriði við að baka, steikja og sjóða og eftir það megi byrja að breyta hráefnum í uppskriftum og fikra sig lengra áfram. Þannig séu bækurnar ekkert síður ætlaðar full- orðnum sem eru að stíga sín fyrstu skref eða eru ekki sérlega lagnir í eldhúsinu. Klinken telur mikilvægt að elda og borða hollan mat en segir þó að ekki ætti að skipta öllu máli hvað barnið vilji búa til og það megi alveg vera pönnukökur eða kökur. Hollustan ætti ekki að standa í vegi fyrir því að barnið hafi áhuga á mat- argerð og vilji vera í eldhúsinu. Þó auðvitað sé gott að hafa hollustuna í og með. Hægt sé að byrja á að leyfa yngri börnum að þvo grænmeti og ávexti og jafnvel breyta því í eins konar vatnsleik en smám saman megi síðan bæta við kunnáttuna. Klinken er sjálf alin upp við það frá 10 ára aldri að taka þátt í matargerð foreldranna sem lögðu áherslu á að fjölskyldan borðaði saman máltíðir úr góðu hráefni og leyfðu börnum sínum að prófa sig áfram í eldhús- inu. Hún hefur nú starfað við matar- gerð í 30 ár og komið víða við á ferli sínum. „Þetta er allt sama ferlið og þó að allt sé í drasli og sulli í eldhús- inu þínu þá er það bara partur af þessu. Börnin drasla ekkert meira út þar en annars staðar,“ segir Klin- ken. Þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur til Íslands og hún vonast til að smakka ýmiss konar íslenskan mat á meðan á dvöl hennar stendur. Margt skemmtilegt verður á dagskrá á Matur úti í mýri, en há- tíðin stendur frá 15.-17. sept- ember. Allar nánari upplýsingar má finna á www.myrin.is og þar fer einnig fram skráning í þær vinnu- stofur sem í boði eru. Ég tel mikilvægt að opna matarheiminn fyrir börnum, veita þeim inn- blástur, kenna þeim að elda góðan mat og að njóta þannig lífsins. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2012 Sushi Nemendur Iðnskólans í Hafnarfirði kunna því vel að læra sushigerð. Ísíðustu viku settist ég á skóla-bekk að nýju eftir 5 ára hlé. Ámeðan á sleitulausum náms-ferli stóð frá leikskóla til BA- prófs heyrði ég stundum að það væri óskynsamlegt að taka sér hlé frá námi af því þá væri svo erfitt að byrja aftur. Ég gaf frekar lítið fyrir þetta enda taldi ég mig svo mikinn akademíker í eðli mínu. Skólabekk- urinn væri mitt náttúrlega umhverfi. Það fór því um mig fiðringur af til- hlökkun fyrir haustinu þegar ég skráði mig í Háskóla Íslands í maí. Haustin eru nefnilega tími skól- anna, allar auglýsingar og fréttir eru uppfullar af áminningum um skóla- starf í öllum myndum. Verandi hvorki nemandi né foreldri skóla- barns hef ég verið svolítið utanveltu á haustin síðustu ár. Lönguninni til að kaupa fallega penna, skrifa merkimiða á möppur og strika nýja þekkingu út af leslista vikunnar, hef- ur ekki verið fullnægt. Ég hef reynt að klóra í kláðablett- inn með því að fara á námskeið. Haustið 2011 fór ég á samnorrænt námskeið fyrir blaðamenn í Dan- mörku. Haustið 2010 fór ég á ljós- myndanámskeið. Haustið 2009 fór ég á köfunarnámskeið. Haustið 2008 sat ég hraðnámskeið í efnahags- hruni smáríkja, ásamt reyndar allri þjóðinni. Haustið 2012 ákvað ég að ganga lengra og skrá mig aftur í Háskóla Ís- lands. Sem fyrr segir vakti til- hugsunin hjá mér spennu í vor, en þegar leið á sumarið fóru að renna á mig tvær grímur. Skyndilega rifjaðist nefnilega upp fyrir mér fylgi- fiskur þess að vera í skóla: Hið stöðuga sam- viskubit. Vinnudagur háskólanem- ans er aldrei búinn í reynd. Ef mað- ur fer í bíó, horfir á sjónvarpið, situr lengi við kvöldverðarborðið, les bók sér til skemmtunar eða sefur út á sunnudegi, er það aldrei gert af heil- um hug því undir niðri er þessi nag- andi tilfinning að maður ætti að vera að gera eitthvað annað. Læra. Ég áttaði mig á því að ég væri að gefa frá mér allan frítíma minn, sjálfviljug og óumbeðin, með því að velja að eyða öllum stundum utan vinnunnar í að læra eða vera með samviskubit yfir að vera ekki að læra. Þessi tæpu 5 ár sem ég hef ein- göngu verið á vinnumarkaði hefur mér lærst að meta frítíma minn mjög mikils. Ég var því farin að kvíða svolítið fyrir fyrsta skóladeginum. En það bráði fljótt af mér. Jú, í des- ember mun ég án efa sakna þess að geta legið áhyggjulaus uppi í sófa með nýjustu af- urðir jólabókaflóðs- ins, en veturinn leggst samt vel í mig. Það er gaman í skóla. »Skyndilega rifjaðistnefnilega upp fyrir mér fylgifiskur þess að vera í skóla. Hið stöðuga samviskubit. Vinnudagur háskólanemans er aldrei búinn í reynd. HeimurUnu Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Bættu Chia fræjum í morgungrautinn Chia fræ eru sannkölluð ofurfæða sem innihalda m.a. ríkulegt magn af omega 3 fitusýrum, auðmeltanleg prótín og andoxunarefni. Ofureinfaldur Chia grautur: 1/2 dl Naturya Chia fræ 3 dl Isola möndlumjólk 1 dl NaturalCool frosin bláber eða ávextir Öllu blandað saman og hrært vel. Látið liggja í bleyti í 10-15 mínútur. Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími: 585 8700 Hæðasmára 6 201 Kópavogur Sími: 585 8710www.lifandimarkadur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.